Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

93. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 20. september kl.12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 93. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld frá SAMFOK. Einnig sat fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðu-maður þróunarsviðs, sem ritaði fundargerð.

1. Guðrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi kynnti verkefnið Einum kennt öðrum bent, atvinnulífsmöppu í tilefni af ári aldraðra.

Guðrún Þórsdóttir vék af fundi kl. 12.45.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 17. september 1999, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Barnabókaverðlaun fræðsluráðs. Samþykkt að útnefning allt að fimm frumsaminna og fimm þýddra barnabóka verði kynnt í desember. Einnig samþykkt að sérstök verðlaun verði veitt fyrir myndskreytingar barnabóka í tilefni af menningarborgarárinu 2000.

4. Lögð fram drög, dags. 17. september sl., að Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar/ fræðslumála árið 2000.

5. Skólaskipan í Laugarneshverfi. Fyrri umræða.

Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri Laugarnesskóla og Jón Ingi Einarsson skólastjóri Laugalækjarskóli sátu fundinn undir þessum lið.

6. Skólaskipan í Grafarholti. Síðari umræða. Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir niðurstöður könnunar til skólastjóra um viðhorf þeirra til heildstæðra skóla annars vegar og sér barnaskóla og unglingaskóla hins vegar. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum: Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir að beina því til borgarráðs að byggðir verði tveir heildstæðir grunnskólar í Grafarholtshverfum. Greinargerð fylgdi.

7. Starfsmannaráðningar í grunnskólum. Starfsmannastjóri Fræðslumiðstöðvar, sem sat fundinn undir þessum lið, kynnti stöðu í ráðningarmálum og lagði fram minnisblað þar um.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Reynir Þór Sigurðsson
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds