Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

97. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 1. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 97. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Rætt um fyrirkomulag tilnefningar til Barnabókaverðlauna fræðsluráðs, sem fram á að fara í desember nk.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 29. október sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Lögð fram drög að útdrætti Starfsáætlunar fræðslumála 2000. Fræðslustjóri fylgdi útdrættinum úr hlaði og forstöðumaður fjármálasviðs gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáæætlunar. Áheyrnarfulltrúi foreldra bar fram eftirfarandi tillögur:

Lagt er til að foreldrasamstarf verði sérkafli í starfsáætlun.

Lagt er til að fræðsluráð setji sér ákveðin viðmið fyrir foreldrasamstarf í grunnskólum Reykjavíkur. Tillaga að viðmiðum fylgir í greinargerð. Vísað til afgreiðslu starfsáætlunar.

Fundi slitið kl. 14.30

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds