Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2013, 21. ágúst, var haldinn 43. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10:05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir, formaður (S), Eva Einarsdóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Kjartan Magnússon (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Ragnar Hansson (Æ). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir, staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Elísabet H. Pálmadóttir, Kristín Egilsdóttir og Kristján Gunnarsson.
Fundarritari var Guðrún Edda Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. júlí 2013, minnisblað fjármálaskrifstofu um fjölgun barna hjá SFS og fjárþörf 2014, dags. 19. júní 2013, bæði merkt trúnaðarmál og reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, dags. 7. febrúar 2013. SFS2013050164
Kl. 10:25 vék Kristín Egilsdóttir af fundi.
Kl. 10:25 tók Soffía Pálsdóttir sæti á fundi.
2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. júní 2013, varðandi samfellu milli leikskólaloka og skólabyrjunar hjá 6 ára börnum - sumarfrístund elstu leikskólabarna. SFS2012010156
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir skýrslu starfshóps sem vann tillögur að sumarfrístund fyrir elstu leikskólabörnin í Reykjavík. Slík breyting væri góð þróun á samfellu milli skólastiga og gott tækifæri til að kynna frístundastarf fyrir yngstu skólabörnunum. Ljóst er að hugmyndin krefst frekari vinnu til að verða hrint í framkvæmd, þar sem allir þættir málsins eru skoðaðir meðal annars með tilliti til fjármagns, starfsmanna og starfstöðva. Því verður tillögunum ekki hrint í framkvæmd á árinu 2014.
3. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. maí 2013, um frístundamiðstöð í stað traktorageymslu á Klambratúni. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. ágúst 2013. SFS2013060087
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð þakkar tillöguflytjanda og vísar tillögunni til sviðsstjóra til frekari skoðunar. Æskilegt væri að sviðsstjóri kalli eftir samráði við umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, óski eftir áliti hverfisráða Miðborgar og Hlíða á málinu og foreldrafélög viðkomandi skóla.
4. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. maí 2013, um könnun og prófun hugmyndafræði KHAN Academy við kennslu. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. ágúst 2013. SFS2013060095
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð þakkar tillöguflytjanda og vísar tillögunni til sviðsstjóra til frekari úrvinnslu. Tillagan rímar vel við áherslur SFS og margt af því sem kemur fram í tillögunni er í þróun í skólum borgarinnar og mikil deigla í skólaumhverfinu þegar kemur að upplýsinga-tækni. SFS hefur til dæmis styrkt mörg verkefni tengd upplýsingatækni úr þróunarsjóði ráðsins og nokkrir skólar í borginni eru að fikra sig áfram í vendikennslu (flipped classroom). Tillagan er góð hvatning til skólayfirvalda í Reykjavík að halda áfram á sömu braut.
5. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 1. júlí 2013, um eflingu endur- og símenntun kennara. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. ágúst 2013. SFS2013070104
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð þakkar tillöguflytjanda og vísar tillögunni til sviðsstjóra til frekari úrvinnslu. Ráðið tekur undir með tillöguflytjanda að brýnt er að skipulag símenntunar taki mið af breyttum aðstæðum, t.d. þeirri deiglu sem er í upplýsingatækni og möguleikum hennar í kennslu. Af minnisblaði sviðsstjóra má sjá að margt er gert á ári hverju til að efla endur- og símenntun kennara og vilji til þess að standa vel að þessum mikilvæga þætti.
6. Lögð fram skýrsla starfshóps um aðkomu foreldra að ráðningum skólastjórnenda í leikskólum og grunnskólum Reykjavíkurborgar, dags. júní 2013. SFS2012040185
Frestað.
7. Lögð fram drög að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til sjálfstætt starfandi leikskólans Vinaminnis. Auk þess lagður fram viðauki, dags. 26. júní 2012 og samningur, dags. 19. maí 2010. SFS2013040127
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu og vísað til borgarráðs. Líf Magneudóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Reykjavíkurborg á að leggja metnað sinn í að fjölga plássum í borgarreknum leikskólum í stað þess að fjölga sífellt plássum í einkareknum leikskólum. Fjölbreytni í rekstrarformi er ekki sammerkt fjölbreytni í leikskólastarfi. Fulltrúi Vinstri grænna styður ekki aukinn einkarekstur í borgarkerfinu og vill leggja metnað og alúð við borgarrekna leikskóla. Því kýs fulltrúinn gegn samningi um aukið framlag til Vinaminnis.
8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. ágúst 2013, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi upplýsingar um byggingarkostnað við Norðlingaskóla og Sæmundarskóla sem lögð var fram á fundi ráðsins 20. mars 2013. SFS2013040136.
9. Lögð fram skýrslan Lesskimun 2013, niðurstöður úr lesskimun í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2013, dags. ágúst 2013. Ásgeir Björgvinsson, sérfræðingur tölfræði- og rannsóknaþjónustu og Guðrún Edda Bentsdóttir, verkefnastjóri grunnskólaskrifstofu kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2013050006
Kl. 11:30 tók Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri sæti á fundinum.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum lesskimunar í 2. bekk árið 2013 en niðurstöðurnar benda til þess að 63#PR barna við lok 2. bekkjar geta lesið sér til gagns, sem er sex prósentustigum lægra en árið 2012. Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta. Nýsamþykkt læsisstefna fyrir leikskólastigið er mikilvægt verkfæri til að auka samfellu á milli skóla-stiganna og örva alla þætti læsisfærni barna frá unga aldri og hún verður góður stuðningur við leikskóla og grunnskóla á næstu misserum. Þáttur foreldra er stór þegar kemur að læsi barna og mikilvægt að skólarnir kynni bæði niðurstöðurnar fyrir foreldrum sem og haldi áfram á þeirri góðu braut að hvetja foreldra til að setja lestur bóka í öndvegi heima fyrir.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur felur skólastjórum að kynna niðurstöður lesskimunarkönnunar fyrir nemendum og foreldrum í því skyni að sem gleggstar upplýsingar um stöðu nemenda séu aðgengilegar á hverjum tíma. Rétt er að foreldrar fái einstaklingsbundnar upplýsingar um frammistöðu barna sinna í lesskimuninni. Auk þess er mikilvægt að foreldrar fái upplýsingar um frammistöðu þess skóla í lesskimun, sem barn þeirra gengur í, samanborið við meðaltal annarra skóla borgarinnar. Aukin upplýsingagjöf milli heimila og skóla er af hinu góða og hvetur foreldra til ríkari þátttöku í námi barna sinna.
Samþykkt.
Svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðs samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vorið 2014 verði allir leikskólar og grunnskólar búnir að kynna sér læsisstefnu leikskóla og lestrarstefnu grunnskóla og móta samstarfs-áætlun þar sem áhersla er lögð á samfellu í námi barna varðandi mál og læsi frá upphafi leikskólagöngu og fram á unglingastig.
10. Úlfarsárdalur, lögð fram skýrsla starfshóps í aðdraganda hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla og frístundastarf í Úlfarsárdal, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, kennslu- og almenningssundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal, dags. í júní 2013. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri á umhverfis- og skipulagssviði kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012050103.
Kl. 12:25 vék Elísabet H. Pálmadóttir af fundi.
Hlé gert á fundinum frá 12:25 til 13:05.
11. Skólavogin og Skólapúlsinn. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsókna-þjónustu skóla- og frístundasviði, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2013080119
12. Lagt fram á fundinum minnisblað, dags. 21. ágúst 2013, um stöðu í starfsmannamálum og innritunarmálum skóla- og frístundasviðs. SFS2013080047
Kl. 13.30 vék Ragnar Þorsteinsson af fundi.
Áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskólum lagði fram svohljóðandi bókun:
Skortur á leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið viðvarandi í nokkur ár og hlutfall leikskólakennara í leikskólum er lægst í Reykjavík af sveitarfélögum á stór Reykjavíkur-svæðinu. Nú er vandinn orðinn slíkur að leikskólakennarar fást ekki í stöður deildarstjóra, en deildarstjórastöður eru í eðli sínu eins og staða umsjónakennara í grunnskóla. Á sama tíma og nám í leikskóla lýtur lögum og mikilvægi leikskólans er undirstrikað m.a. í foreldrakönnunum og með nýrri aðalnámskrá, stendur leikskólinn illa hvað varðar starfandi kennara. Það sem meira er að starfsumhverfi leikskólans stendur illa í samanburði við grunnskólann. Hér með er skorað á Reykjavíkurborg að leita leiða til að laða að leikskólakennara í lausar deildarstjórastöður í borginni.
Kl. 14:00 vék Rósa Ingvarsdóttir af fundi.
13. Lagt fram minnisblað, dags. 13. ágúst 2013, um breytingar á húsnæðismálum frístundaheimila. SFS2013080046
14. Lagt fram leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tvöfaldrar leikskólavistar, dags. 31. maí 2013. SFS2013080075
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagna því að leiðbeinandi álit um tvöfalda leikskóladvöl liggi nú fyrir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í leiðbeinandi sjónarmiðum álitsins kemur fram að mörgu er að hyggja við ákvörðun um tvöfalda leikskóladvöl barna. Fram kemur m.a. að í öðrum norrænum ríkjum er hvergi gert ráð fyrir að barn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Meginreglan er alveg skýr varðandi leikskóladvöl en ekki er um að ræða rétt foreldra til þess að skrá barn í tvo leikskóla. Núgildandi reglur skóla- og frístundasviðs um skilyrði leikskóladvalar eru í samræmi við þá meginreglu að barn sé skráð í einn leikskóla. Ekki er gerð tillaga um að skilyrðum fyrir leikskóladvöl verði breytt.
Kl. 14:40 vék Guðlaug Erla Gunnarsdóttir af fundi.
Kl. 14:45 tók Ragnar Þorsteinsson sæti á fundinum.
15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags, 13. ágúst 2013, varðandi yfirlit yfir fundi skóla- og frístundaráðs frá ágúst til desember 2013, með fyrirvara um breytingar. SFS2011090180
16. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir kynningu eða úttekt á húsnæði leik- og grunnskóla og frístundaheimila með tilliti til viðhalds eða nýframkvæmda. Eins biður fulltrúinn um kynningu á svokölluðum forgangslista varðandi viðhald, ef hann er til.
17. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúningur verði hafinn við endurbætur á skólalóð Ölduselsskóla með það að markmiði að framkvæmdir geti farið fram á árinu 2014. Þá þarf sem fyrst að bæta aðkomu að skólanum fyrir bíla og fólksflutningabifreiðar í þágu umferðaröryggis barna.
Frestað.
18. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um fyrirkomulag umferðarfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar og hvernig samstarfi er háttað við lögregluna í þessum málaflokki.
19. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg leikskólarými eru ekki nýtt sem stendur í Reykjavík vegna hagræðingar miðað við núverandi húsnæði. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvaða leikskóla er að ræða.
20. Lagt fram á fundinum minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. ágúst 2013, varðandi slit á samtökunum Börnin okkar - samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík og bréf samtakanna frá ágúst 2013 (ódagsett) um slit þeirra. Auk þess lögð fram staðfesting úr fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra, dags. 14.ágúst 2013, um slit Barnanna okkar – samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík. SFS2013020107.
Formaður þakkaði Þórunni Gyðu Björnsdóttur, áheyrnarfulltrúa skólastjórnenda í leikskólum í skóla- og frístundaráði, sem sat sinn síðasta fund, fyrir samstarfið.
Fundi slitið kl. 15.10
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Ragnar Hansson