Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

99. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 15. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 99. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Margrét Theodórsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes Kr. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 12. nóvember sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lögð fram drög að samningum milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nýbúafræðslu og kennslu á sjúkrahúsum. Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti samningana. Fræðsluráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar og Rúnar Gunnarsson, Ámundi Brynjólfsson og Sighvatur Arnarsson, byggingadeild, komu á fund kl. 12.30, auk Steinunnar Ármannsdóttur, skólastjóra Álftamýrarskóla, Ágústu Rósu Finnlaugsdóttur, formanns foreldraráðs Álftamýrarskóla, og Bjarna Snæbjörnssonar, arkitekts.

3. Kynnt teikning að viðbyggingu við Álftamýrarskóla. Bjarni Snæbjörnsson kynnti teikninguna.

4. Lögð fram eftirfarandi tillaga að skipun og samsetningu vinnuhópa vegna hönnunar viðbygginga við skóla: Í framhaldi af vinnu forsagnarhópa sem leggja fram rýmisþarfagreiningu á viðkomandi skóla, verða stofnaðir vinnuhópar. Þeir vinna með arkitekt að frumhönnun skólanna innan stærðarrammans og skoða framtíðarþarfir skólans. Í hverjum hópi verða fulltrúar frá byggingadeild borgarverkfræðings, Fræðslumiðstöð, foreldraráði, foreldrafélagi og kennararáði viðkomandi skóla, skólastjóri og arkitekt. Fulltrúi byggingadeildar borgarverkfræðings verður formaður hópsins. Fulltrúar foreldra og kennara ásamt skólastjóra kynna vinnuna jafnóðum í sínum röðum. Starfshópurinn skilar af sér tillögu að framtíðarskipulagi skólans í formi frumdraga, t.d. teikningar í 1:200, sem kynnt er fræðsluráði. Forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings kynnti tillöguna. Samþykkt.

Áheyrnarfulltrúi foreldra óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað: Fagnað er samþykkt tillögu forstöðumanns byggingadeildar borgarverkfræðings um stofnun vinnuhópa í skólum sem þarfnast viðbygginga. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að foreldrar og starfsfólk skólans skuli boðin þátttaka í þessum vinnuhópum. Það skal samt undirstrikað að þátttaka fulltrúa foreldraráðs í slíkum vinnuhópi kemur ekki í stað þess að áætlun um viðbyggingu verði send foreldraráði til umsagnar eins og lög kveða á um. Gott er því að heyra formann fræðsluráðs lýsa því yfir að það hljóti að vera léttara fyrir foreldraráð að gefa umsögn eftir þátttöku fulltrúa þeirra í slíkum vinnuhópum.

Margrét Björnsdóttir vék af fundi kl. 12.50.

5. Lagt fram bréf foreldraráðs Álftamýrarskóla vegna Starfsáætlunar fræðslumála Reykjavíkur árið 2000.

Steinunn Ármannsdóttir og Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir fóru af fundi kl. 13.00.

Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla, Kolbrún Ingólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Guðmundur Gíslason, fulltrúi í foreldraráði skólans komu á fundinn kl. 13.05.

Hrannnar Björn Arnarsson kom á fund kl. 13.15.

6. Kynnt húsrýmisáætlun vegna einsetningar Foldaskóla. Ámundi Brynjólfsson kynnti húsrýmisáætlunina.

Hafsteinn Karlsson skólastjóri Selásskóla kom á fund kl. 13.25. Ólafur Guðgeirsson, formaður foreldraráðs Selásskóla kom á fund kl. 13.35.

Ragnar Gíslason, Kolbrún Ingólfsdóttir og Guðmundur Gíslason viku af fundi kl. 13.40.

7. Kynnt húsrýmisáætlun vegna einsetningar Selásskóla. Rúnar Gunnarsson kynnti húsrýmisáætlunina.

Hafsteinn Karlsson, Ólafur Guðgeirsson, Rúnar Gunnarsson og Ámundi Brynólfsson fóru af fundi kl. 14.05.

7. Lögð fram drög að stofnkostnaði fræðslumála fyrir árið 2000. Forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings kynnti drögin.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Margrét Theodórsdóttir