Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

100. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 22. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 100. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð. Loks komu á fund Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla, og Agnes Helga Bragadóttir, formaður foreldraráðs Hólabrekkuskóla.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 19. nóvember sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs um tilraunasamning við Línu.Net um breytingar á víðneti grunnskóla Reykjavíkur ásamt minnisblaði frá Línu.Net um sama mál. Fræðsluráð er meðmælt því að unnið verði áfram að samningum.

Sigrún Elsa Smáradóttir, Erna M. Sveinbjarnardóttir, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur, Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, Sighvatur Arnarsson, Rúnar Gunnarsson og Ámundi Brynjólfsson, byggingadeild borgarverkfræðings, komu á fund kl. 12.30.

3. Kynnt húsrýmisáætlun vegna einsetningar Hólabrekkuskóla. Rúnar Gunnarsson kynnti húsrýmisáætlunina, en forsagnarhóp skipuðu ásamt honum Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri skólans, og Anna Kristín Sigurðarsdóttir, deildarstjóri kennsludeildar.

Sigurjón Fjeldsted og Agnes Helga Bragadóttir fóru af fundi kl. 13.20 og Rannveig Andrésdóttir, skólastjóri Ártúnsskóla, og Guðjón Marteinsson, formaður foreldraráðs skólans, komu á fund.

4. Kynnt húsrýmisáætlun vegna einsetningar Ártúnsskóla. Ámundi Brynjólfsson kynnti húsrýmisáætlunina, en forsagnarhóp skipuðu ásamt honum Rannveig Andrésdóttir, skólastjóri skólans, og Anna Kristín Sigurðarsdóttir, deildarstjóri kennsludeildar.

Rannveig Andrésdóttir, Guðjón Marteinsson, Eyþór Arnalds, Anna Kristín Sigurðardóttir, Ámundi Brynjólfsson, Rúnar Gunnarsson og Steinunn Stefánsdóttir fóru af fundi kl. 13.50.

5. Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar, kynnti vinnuáætlun um viðhald skóla árið 2000. Fræðsluráð beinir því til forstöðumanna byggingadeildar borgarverkfræðings og Fræðslumiðstöðvar að senda öllum foreldraráðum til umsagnar áætlanir í byggingamálum skóla svo og áætlun um viðhald þeirra fyrir árið 2000. Nauðsynlegt er að umsagnir berist fyrir 10. desember, þar sem ákvörðun verður tekin í borgarstjórn 16. desember 1999.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir