Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

102. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 13. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 102. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður ráðsins, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Erna M. Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Jón Ingvar Valdimarsson, verkefnisstjóri tölvumála, Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, skólastjóri Árbæjarskóla, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 10. desember sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, alls 5 mál.

2. Rætt um öryggismyndavélar í skólum.
Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, skólastjóri, gerði grein fyrir reynslu af eftirlitsmyndavélum bæði utan- og innandyra í Árbæjarskóla.
Fræðslumiðstöð falið að móta reglur um öryggismyndavélar í grunnskólum Reykjavíkur, utan- og innandyra.

Þorsteinn Sæberg Sigurðsson fór af fundi kl. 12.30.

3. Lögð fram drög að stefnu í tölvumálum grunnskóla Reykjavíkur.
Forstöðumaður þróunarsviðs fylgdi stefnunni úr hlaði.
Fræðslumiðstöð falið að vinna áfram að stefnu í tölvumálum.

Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, kom á fund kl. 12.40.
Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, og Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri, komu á fund kl. 12.50.

4. Lagt fram minnisblað um Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir, dags. í dag.
Snjólaug Stefánsdóttir fylgdi minnisblaðinu úr hlaði.

5. Lagt fram bréf fræðslustjóra til borgarráðs, dags. í dag, varðandi umsagnir foreldraráða grunnskóla um áætlun um stofnkostnað skólabygginga og viðhald skólabygginga, ásamt samantekt úr sjö umsögnum sem bárust frá foreldraráðum um Starfsáætlun fræðslumála fyrir árið 2000.
Umboðsmaður foreldra og skóla greindi frá fundum sem haldnir voru á haustdögum til að kynna Starfsáætlun fræðslumála árið 2000 fyrir öllum foreldraráðum grunnskóla Reykjavíkur.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir samantektinni úr umsögnum foreldraráðanna.
Samþykkt að bréf fræðslustjóra til borgarráðs verði sent og Fræðslumiðstöð falið að bregðast við athugasemdum um starfsáætlun sem rúmast innan þess ramma sem samþykktur hefur verið og svara fyrirspurnum sem bárust með umsögnum foreldra.

6. Kynnt breyting á gjaldskrá skóladagvistar sem samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur 2. desember sl.

Fundi slitið kl. 14.35

Hrannar Björn Arnarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds