Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

105. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 2000, mánudaginn 7. febrúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 105. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Hrannar B. Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Helgi Hjörvar, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteunsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson frá SAMFOK. Einnig sátu fundinn Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, og Steinunn Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 2. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, alls 2 mál.

2. Kynntar teikningar að viðbyggingu við Klébergsskóla. Haraldur Örn Jónsson, verkefnisstjóri hjá arkitektur.is, og Rúnar Gunnarsson, arkitekt á byggingadeild borgarverkfræðings, komu á fund og kynntu teikningarnar.

3. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, um spurningalista til skóla og form á vorskýrslu. Forstöðumaður þróunarsviðs kynnti undirbúning að upplýsingaöflun frá skólum vegna ársskýrslu 1999.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR, fræðslustjóra og félagsmálastjóra, dags. 28. desember sl., um Norræna stórborgarráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í september sl., ásamt kostnaðaryfirliti og mati þátttakenda á ráðstefnunni. Upplýsingafulltrúi sagði frá ráðstefnunni og greindi frá að næsta ráðstefna í röðinni yrði haldin í Stokkhólmi í ágúst árið 2001.

5. Lögð fram drög að reglum um sérstuðning við alvarlega fötluð börn í skóladagvist, dags. 2. febrúar sl. Forstöðumannur þjónustusviðs kynnti drögin. Reglurnar samþykktar samhljóða.

6. Lagt fram bréf Gunnars Eydal, dags. 13. janúar sl., um tilnefningu fræðsluráðs á fulltrúum í skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots. Samþykkt að Hrannar B. Arnarsson verði í skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots og Sigrún Magnúsdóttir til vara.

7. Lagt fram að nýju yfirlit yfir umsóknir um styrki fræðsluráðs. Eftirfarandi styrkveitingar samþykktar samhljóða: Alnæmissamtökin á Íslandi 100.000 Íþróttafélag fatlaðra 500.000 Leikfélag Reykjavíkur 3.000.000 Myndlistarskólinn í Reykjavík 4.800.000 SAMFOK 2.000.000 Landssamband slökkviliðsmanna 150.000 Austurbæjarskóli 70 ára 150.000 Laugalækjarskóli 40 ára 150.000 Klébergsskóli 70 ára, 1999 150.000 Samtals 11.000.000 m.kr.

8. Rætt um Allegro Suzukitónlistarskólann. Fræðslustjóra falið að kanna, í samvinnu við Sigrúnu Magnúsdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur, hugsanlegar lausnir á stöðu Allegro Suzukitónlistarskólans.

Helgi Hjörvar vék af fundi meðan fjallað var um 7. og 8. lið.

9. Lagt fram að nýju minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs og deildarstjóra rekstrardeildar, dags. 20. janúar sl. með tillögu um skiptingu fjárveitingar til búnaðarkaupa árið 2000 ásamt minnisblaði deildarstjóra rekstrardeildar, dags. í dag, um myndvöktunarkerfi. Tillaga um skiptingu fjárveitingar til búnaðarkaupa samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.

10. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, um stefnu í tölvumálum grunnskóla Reykjavíkur: Skref stigin á árinu 2000. Einnig lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, varðandi stefnumörkun um skólasöfn. Forstöðumaður þróunarsviðs gerði grein fyrir minnisblöðunum.

Fundi slitið kl. 13.55

Hrannar B. Arnarson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir
Helgi Hjörvar Eyþór Arnalds