Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2013, 17. apríl, var haldinn 39. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 11.04. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður (S), Eva Einarsdóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Kjartan Magnússon (D), Líf Magneudóttir (V), Óttarr Ólafur Proppé (Æ) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D).
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leik-skólum; Anna J. Waage, foreldrar barna í leikskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva og Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum.
Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir, staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Elísabet H. Pálmadóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Edda Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

1. Ráðning skólastjóra Háaleitisskóla. SFS2013040073
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2013, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Háaleitisskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Háaleitisskóla.
c) Auglýsingar um stöðu skólastjóra við Háaleitisskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs vegna ráðninga skólastjóra við grunnskóla í Reykjavík, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.

- Bryndís Jónsdóttir tók sæti kl. 11.20.

Tíu umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Hanna Guðbjörg Birgisdóttir ráðin í stöðu skólastjóra við Háaleitisskóla.
Samþykkt.

2. Ráðning skólastjóra við Melaskóla. SFS2013040074
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2013, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Melaskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Melaskóla.
c) Auglýsingar um stöðu skólastjóra við Melaskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs vegna ráðninga skólastjóra við grunnskóla í Reykjavík, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.

Sextán umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Dagný Annasdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra við Melaskóla.
Samþykkt.

3. Ársuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2012. Kristín Egilsdóttir fjármálastjóri kynnti
og svaraði fyrirspurnum.

4. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að ráðist verði í endurbætur á skólalóð Árbæjarskóla og frístundaheimilisins Ársels. M.a. þarf að bæta við leiktækjum á lóðina enda um að ræða fjölmennasta grunnskóla landsins með um 650 nemendur. Bæta þarf frárennsli við malbikaða boltavelli skólans en reglulega kemur fyrir að hluti þeirra sé undir vatni. Ákjósanlegt væri að setja upp svokallaða skólahreystibraut á lóðinni. Sem fyrst þarf að lagfæra girðingu í kringum skólann og fylla upp í holu við aðalinngang.
Þá er mikilvægt að sem fyrst verði ráðist í viðeigandi úrbætur á húsnæði skólans en ljóst er að viðhaldi hans hefur verið ábótavant að undanförnu. T.d. leka þak og veggir á nokkrum stöðum í skólanum.
Frestað.

5. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að hraðahindrun verði sett upp á Nauthólsvegi við Barnaskóla Hjallastefnunnar og leikskólann Öskju. Vegna hrað-aksturs hefur ítrekað verið ekið aftan á bifreiðar á leið í þessa skóla þegar þær hægja á sér áður en þær koma að sameiginlegu bílastæði þeirra.
Greinargerð fylgir.
Frestað.

Fundi slitið kl. 12.59

Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Óttarr Ólafur Proppé Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir