Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2013, 20. mars, var haldinn 37. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður (S), Diljá Ámundadóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Kjartan Magnússon (D), Óttarr Ólafur Proppé (Æ), Sóley Tómasdóttir (V) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D).
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Anna J. Waage, foreldrar barna í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Sigurðsson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum.
Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Notkunar nýrrar tækni í skólastarfi. Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, kynnti og svaraði fyrirspurnum. Lögð fram greinargerð Ómars Arnar um verkefni sem unnið var fyrir skóla- og frístundasvið sem miðar að því að skoða kosti, möguleika og hindranir í innleiðingu og notkun spjaldtölva í skólastarfi. SFS2013030150
- Halldór Nikulás Lárusson, deildarstjóri þjónustudeildar, skrifstofu þjónustu og reksturs, sat fundinn undir þessum lið.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar Ómari Erni Magnússyni aðstoðarskólastjóra Hagaskóla fyrir að leiða greiningu og framtíðarstefnumörkun hvað varðar notkun snjalltækja í skólastarfi. Niðurstöðurnar eru dýrmætar, enda nauðsynlegt að skólastarf taki mið af raunveruleika og reynsluheimi skólabarna samtímans. Skóla- og frístundaráð telur mikilvægast að:
1. Tryggja að upplýsingatækni og innleiðing nýs tæknibúnaðar sé nýtt í forvarnarstarfi og fræðslu um ábyrga hegðun og samskipti.
2. Starfshættir verði endurskoðaðir og tækifærin nýtt til að fara nýjar leiðir í skólastarfi.
3. Leggja áherslu á símenntun og starfsþróun á sviði upplýsingatækni sem og fræðslu um þá miklu möguleika sem felast í nýtingu vefsins, bæði í skóla- og frístundastarfi barna.
4. Nýta ný tæki og nýjar hugmyndir til að efla hæfni barna til að taka á móti og vinna úr upplýsingum, hæfni til að takast á við fjölbreytt og skapandi viðfangsefni og hæfni til samvinnu.
5. Tryggja að borgin sé í fararbroddi í þróun og notkun upplýsingatækni, snjalltækja og opins hugbúnaðar í skóla- og frístundastarfi.
2. Lögð fram drög að áherslum og forgangsröðun í skóla- og frístundamálum 2014-2018. SFS2013020089
Samþykkt með áorðnum breytingum með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sóley Tómasdóttir sátu hjá.
3. Starfs- og fjárhagsáætlunargerð skóla- og frístundasviðs 2014 rædd.
4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. mars 2013, að umsögn um drög að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Auk þess lagt fram á ný bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. mars 2013, þar sem óskað er umsagnar skóla- og frístundaráðs um tillögu um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar til borgarráðs. Jafnframt lögð fram að nýju drög að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar, ódags. SFS2013030027
Tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að umsögn samþykkt.
5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. mars 2013, um jöfnun skólagjalda í skólahljómsveitum í Reykjavík þannig að skjólagjöld verði kr. 25.000 í grunnnámi og miðnámi og hækkun hljóðfæragjalds í kr. 7.500, frá hausti 2013. SFS2013030125
Tillagan samþykkt og vísað til borgarráðs.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. mars 2013, varðandi styrkumsóknir til skóla- og frístundaráðs utan hefðbundins umsóknartíma, með tillögu að afgreiðslu umsókna. SFS2013030151
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. mars 2013, um sumarstarf frístundamiðstöðva skóla- og frístundasviðs. SFS2013030119
8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. mars 2013, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi framlengingu umsóknarfrests um stöðu skólastjóra, sem lögð var fram á fundi ráðsins 6. mars 2013. SFS2013030128
9. Nýtt málkönnunarpróf til að meta stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku, unnið af Dr. Elínu Þöll Þórðardóttur í samstarfi við skóla- og frístundasvið. Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu og Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknarþjónustu, á skóla- og frístundasviði, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2013030152
10. Dagskrárliðum 8 og 9 í útsendri dagskrá frestað.
11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greiningu á ástæðum þess hvers vegna 20#PR af börnum í leikskólum borgar-innar fara ekki í grunnskóla borgarinnar. Mikilvægt er að greiningum fylgi tillögur að ítarlegri skoðun á málinu ef þurfa þykir.
12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Allir grunnskólar fái greiningu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa útfærða fyrir hvern skóla fyrir sig og út frá kynjum. Skólastjórar fái þannig öflugar greiningar sem nýtast við markmiðasetningu og umbætur í skólastarfi.
Greinargerð fylgdi.
Frestað.
13. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um byggingarkostnað við Norðlingaskóla og Sæmundarskóla. Upplýsingarnar verði sundurliðaðar og ýtarleg grein gerð fyrir einstökum verkþáttum sem og kaupum á innréttingum og öðrum búnaði. Fram komi hvað var unnið/keypt með útboði sem og án þess.
Formaður þakkaði Sóleyju Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði, sem sat sinn síðasta fund, fyrir samstarfið.
Fundi slitið kl. 14.05
Oddný Sturludóttir
Diljá Ámundadóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir