Skóla- og frístundaráð
Ár 2025, 8. desember, var haldinn 304. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.16.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Helga Þórðardóttir formaður (F), Alexandra Briem (P), Sabine Leskopf (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Helgi Áss Grétarsson (D) og Marta Guðjónsdóttir (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Indriði Nökkvi Þóreyjarson, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Steinn Jóhannsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Eygló Traustadóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum, sbr. 13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. maí 2025:
Lagt er til að fá sem fyrst kynningu á skýrslunni Tillögur að uppbyggingu leikskóla í Reykjavík inn í skóla- og frístundaráð.
Samþykkt. SFS25050116
Kl. 13.18 taka Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Frans Páll Sigurðsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt skýrslan Tillögur að uppbyggingu leikskóla í Reykjavík, dags. í maí 2025 og staða mála. MSS25030059
Skúli Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynningu á skýrslunni, Tillögur að uppbyggingu leikskóla í Reykjavík. Spretthópur borgarstjóra um leikskólauppbyggingu leggur til níu uppbyggingarverkefni til að mæta þörf barnafjölskyldna í borginni fyrir ný leikskólarými. Nýir borgarreknir leikskólar verða reistir í Elliðaárdal, Safamýri og Miðborg við Njálsgötu, auk þess sem Félagsstofnun stúdenta og Hjallastefnan stefna að byggingu nýrra leikskóla í samvinnu við borgina. Þá er lagt til að nýtt framtíðarhúsnæði verði reist fyrir leikskólana Laugasól, Sunnuás og Ægisborg. Nýju uppbyggingarverkefnin gætu skilað allt að 900 nýjum leikskólarýmum auk þeirra 164 nýju plássa sem opna í starfandi leikskólum með færanlegum húsum, 264 plássa sem endurheimtast eftir verklok framkvæmda og um 730 plássa sem þegar hafa verið ákveðin í aðgerðaáætluninni Brúum bilið. Alls mun því fjölga um nærri 2000 leikskólarými á næstu fimm árum. Spretthópurinn leggur einnig til að stofnstyrkir verði teknir upp til að hvetja til fjölgunar plássa á vegum sjálfstætt starfandi leikskóla. Þá verði teknar upp viðræður við íþróttafélög um hreystileikskóla og samnýting skóla- og frístundahúsnæðis í þágu leikskólastarfsemi aukin.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vísir að myndun aðgerðaráætlunarinnar Brúum bilið á rætur að rekja til samþykktar á fundi skóla- og frístundaráðs í lok október 2016. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhengi uppbyggingar leikskólakerfisins í Reykjavík og að tryggja mönnun á einstökum starfsstöðum kerfisins, ætti að vera augljóst. Samfylkingin í borgarstjórn hefur verið leiðandi í vinnu Brúum bilsins-hópsins og útkoman er sú að því fer fjarri að það stjórnmálaafl geti staðið við þau loforð sem það hefur hvað eftir annað gefið út í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Með öðrum orðum, mygla og mannekla, eiga stóran þátt í að meðalaldur barna sem hefja inngöngu í leikskóla er nær því að vera 24 mánaða en nokkurn tíma 12 mánaða eins og Samfylkingin lofaði í aðdraganda kosninganna í maí 2022. Fallegar glærusýningar breyta því ekki að Reykjavíkurborg þarf að spýta í lófana, bæði í því að byggja upp leikskólakerfið, sinna viðhaldi með fullnægjandi hætti á húsnæði sem fyrir er og vinna að því að bæta mönnun á borgarreknum leikskólum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar vill koma á framfæri ánægju með tillögur á uppbyggingu leikskóla í Reykjavík. Tillögurnar byggja á vinnu hópsins "Brúum bilið" sem var sett á laggirnar í tíð síðasta meirihluta og nýjum spretthópi. Mikið hefur verið lagt í þessa greiningarvinnu undanfarin ár og mun þessi vinna hafa mikið að segja fyrir barnafjölskyldur í Reykjavík á næstu árum. Mikilvægt er að uppfæra þörfina á leikskólaplássum á hverju ári þegar framkvæmd er sett af stað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. nóvember 2025:
Lagt er til að á næsta reglulega fundi skóla- og frístundaráðs verði fjallað um málefni Breiðholtsskóla og hvernig starf í skólanum gengur, í ljósi þeirra atvika og umfjöllunar sem hefur verið viðvarandi um skólann á þessu ári.
Samþykkt. SFS25110110
Fylgigögn
-
Fram fer kynning um málefni Breiðholtsskóla. SFS25110110
Ásta Bjarney Elíasdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson og Helgi Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er gott að sjá þá metnaðarfullu umbótaáætlun sem hér er til umræðu til þess að bæta starfsumhverfi í Breiðholtsskóla. Samkvæmt henni hefur verið bætt við stöðugildi, viðvera kennara í frímínútum aukin, upplýsingaflæði til foreldra bætt og allt samstarf með foreldrum eflt. Eins hefur félagsmiðstöðin farið í mikilvæg verkefni til þess að bæta umhverfið i skólanum, sérstaklega þar sem byrjuð hafa verið sérstök verkefni til að ná til stráka sem ekki eru annars að finna sig í félagsstarfi. Mikilvægt er að fylgja þessu vel eftir ásamt því að tala upp það frábæra starf sem á sér stað í Breiðholtsskóla og í hverfinu öllu.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ástæða er til að þakka fyrir kynningu á málefnum Breiðholtsskóla. Í kynningunni kom margt jákvætt fram um þróun skólastarfsins. Á hinn bóginn komu fram upplýsingar í fjölmiðlum í febrúar síðastliðnum sem gáfu til kynna langvinnan vanda tengdum ofbeldis- og eineltismálum á meðal nemenda skólans og þá sérstaklega í einum árgangi. Í yfirlýsingu til fjölmiðla, dags. 14. febrúar 2025, hörmuðu kennarar, skólaliðar og aðrir starfsmenn skólans, meðal annars, úrræðaleysi stjórnvalda og kröfðust tafarlausra úrbóta þegar kemur að því að eiga við aukna ofbeldismenningu meðal barna. Síðan að sú yfirlýsing var sett fram virðist sem að gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem bætt hafa skólabraginn, bætt anda á meðal starfsfólks og nemenda sem hefur verið liður í að auka öryggi nemenda. Mikilvægt er að fylgst verði vel með í framhaldinu hvort þau úrræði sem gripið hafi verið til muni skila árangri til lengri tíma og sömuleiðis að tafarlaust verði gripið inn í þegar vandamál koma upp.
Áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:
Eftir prýðilega kynningu á skólastarfi og umbótum í Breiðholtsskóla er rétt að ítreka mikilvægi þess að skóla- og frístundasvið tryggi öllum grunnskólum úrræði til að bregðast við vanda sem upp kann að koma í starfinu, hvort sem það snýr að námslegri færni, hegðun og/eða félagsfærni nemenda. Afar mikilvægt er að fagfólkið í skólunum hafi stuðning sviðsins og viðeigandi úrræði standi til boða. Sem dæmi má nefna að skýra þarf ramma og skipulag í kringum 2. og 3. stigs kennslu í íslensku sem öðru máli. Einnig þarf að vinna að skýrum útfærslum og úrræðum til handa þeim sem nýta þurfa stigskipta þjónustu farsældar.
Kl. 15.10 víkja Marta Guðjónsdóttir og Helgi Áss Grétarsson af fundinum og Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2025, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla skólaárið 2025-2026 ásamt starfsáætlunum eftirtalinna leikskóla: Askja, Austurborg, Álftaborg, Árborg, Ártúnsskóli, Bakka-, Fossa- og Korpukot, Bakkaborg, Barnaheimilið Ós, Bjartahlíð, Blásalir, Borg, Brekkuborg, Dalskóli, Drafnarsteinn, Engjaborg, Fífuborg, Funaborg, Furuskógur, Geislabaugur, Grænaborg, Gullborg, Hagaborg, Hamrar, Hálsaskógur, Heiðarborg, Hlíð, Hof, Holt, Hólaborg, Hraunborg, Hulduheimar, Jöklaborg, Jörfi, Klambrar, Klettaborg, Klébergsskóli - Berg, Krílasel, Kvistaborg, Langholt, Laufásborg, Laufskálar, Laugasól, Lundur, Lyngheimar, Maríuborg, Mánagarður - Sólgarður, Miðborg, Nóaborg, Rauðaborg, Rauðhóll, Regnboginn, Seljaborg - Seljakot, Skerjagarður, Sólborg, Stakkaborg, Steinahlíð, Suðurborg, Sunnuás, Sunnufold, Sæborg, Sælukot, Tjörn, Ungbarnaleikskólinn Ársól, Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni og Hallgerðargötu, Vesturborg, Vinagarður, Vinagerði, Vinaminni, Waldorfleikskólinn Sólstafir, Ægisborg, Ævintýraborg Eggertsgötu, Ævintýraborg Nauthólsvegi, Ævintýraborg Vogabyggð og Ösp.
Samþykkt. SFS25060086
Aðalheiður Stefánsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
- Minnisblað
- Askja
- Austurborg
- Álftaborg
- Árborg
- Ártúnsskóli
- Bakka-, Fossa- og Korpukot
- Bakkaborg
- Barnaheimilið Ós
- Bjartahlíð
- Blásalir
- Borg
- Brekkuborg
- Dalskóli
- Drafnarsteinn
- Engjaborg
- Fífuborg
- Funaborg
- Furuskógur
- Geislabaugur
- Grænaborg
- Gullborg
- Hagaborg
- Hamrar
- Hálsaskógur
- Heiðarborg
- Hlíð
- Hof
- Holt
- Hólaborg
- Hraunborg
- Hulduheimar
- Jöklaborg
- Jörfi
- Klambrar
- Klettaborg
- Klébergsskóli - Berg
- Krílasel
- Kvistaborg
- Langholt
- Laufásborg
- Laufskálar
- Laugasól
- Lundur
- Lyngheimar
- Maríuborg
- Mánagarður - Sólgarður
- Miðborg
- Nóaborg
- Rauðaborg
- Rauðhóll
- Regnboginn
- Seljaborg - Seljakot
- Skerjagarður
- Sólborg
- Stakkaborg
- Steinahlíð
- Suðurborg
- Sunnuás
- Sunnufold
- Sæborg
- Sælukot
- Tjörn
- Ungbarnaleikskólinn Ársól
- Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni og Hallgerðargötu
- Vesturborg
- Vinagarður
- Vinagerði
- Vinaminni
- Waldorfleikskólinn Sólstafir
- Ægisborg
- Ævintýraborg Eggertsgötu
- Ævintýraborg Nauthólsvegi
- Ævintýraborg Vogabyggð
- Ösp
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2025, um staðfestingu starfsáætlana grunnskóla skólaárið 2025-2026 ásamt starfsáætlunum eftirtalinna grunnskóla: Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Ártúnsskóli, Barnaskólinn í Reykjavík, Borgaskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Brúarskóli, Dalskóli, Engjaskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Hagaskóli, Hamraskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Húsaskóli, Hvassaleitisskóli, Ingunnarskóli, Klettaskóli, Klébergsskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Rimaskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Skóli Ísaks Jónssonar, Suðurhlíðarskóli, Sæmundarskóli, Tjarnarskóli, Vesturbæjarskóli, Víkurskóli, Vogaskóli, Waldorfskólinn Sólstafir og Ölduselsskóli.
Samþykkt. SFS25100158
Bára Birgisdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson og Svandís Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna vill ítreka að nemendur og sérstaklega fulltrúar nemendaráðs hafi aðgang að skólastjóra og/eða skólastjórn. Rætt hefur verið í Reykjavíkurráðinu að slíkur aðgangur viðgengst ekki í sumum skólum og er það stórt vandamál fyrir nemendalýðræði. Að auki eru dæmi um að nemendaráð séu ekki sett í skólum og nemendur eru ekki í skólaráði í skólum eins og Brúarskóla og er nauðsynlegt að lagfæra það. Setning og góð umsjón með nemendaráðum er gífurlega mikilvæg fyrir nemendalýðræði. Mikilvægt er að koma í gang mati á nemendalýðræði í skólum.
Fylgigögn
- Minnisblað
- Austurbæjarskóli
- Álftamýrarskóli
- Árbæjarskóli
- Ártúnsskóli
- Barnaskólinn í Reykjavík
- Borgaskóli
- Breiðagerðisskóli
- Breiðholtsskóli
- Brúarskóli
- Dalskóli
- Engjaskóli
- Fellaskóli
- Foldaskóli
- Fossvogsskóli
- Grandaskóli
- Hagaskóli
- Hamraskóli
- Háteigsskóli
- Hlíðaskóli
- Hólabrekkuskóli
- Húsaskóli
- Hvassaleitisskóli
- Ingunnarskóli
- Klettaskóli
- Klébergsskóli
- Landakotsskóli
- Langholtsskóli
- Laugalækjarskóli
- Laugarnesskóli
- Melaskóli
- Norðlingaskóli
- Réttarholtsskóli
- Rimaskóli
- Selásskóli
- Seljaskóli
- Skóli Ísaks Jónssonar
- Suðurhlíðarskóli
- Sæmundarskóli
- Tjarnarskóli
- Vesturbæjarskóli
- Víkurskóli
- Vogaskóli
- Waldorfskólinn Sólstafir
- Ölduselsskóli
-
Fram fer kynning á símati á sumarfrístund sumarið 2025, símatskönnunum meðal foreldra. SFS25120017
Ása Kristín Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjulegt að sjá góða þátttöku og jákvæð svör foreldra við símatskönnun á sumarfrístundastarfi. Könnunin var gerð á sumarfrístund á almennum frístundaheimilum og einnig í sértæku starfi. 97,1% svara lýstu því að börnunum á almennum frístundaheimilum hefði liðið mjög eða frekar vel í sumarfrístundinni en 93,7% í sértæka starfinu.
Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva þakkar fyrir góða kynningu á símati á sumarfrístundastarfi, foreldrakönnun sem að lögð var fyrir sumarið 2025 vikulega. Mikilvægt er að kanna hug forelda á sumarstarfinu til að nýta til umbóta. Þannig er hægt að bjóða upp á sem besta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna ásamt bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. nóvember 2025, þar sem tilkynnt er að borgarráð vísi til meðferðar skóla- og frístundaráðs tillögum um aðgerðir til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum Reykjavíkur og skýrslu um tillögur til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum Reykjavíkur:
Lagt er til að tillögur um aðgerðir til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum verði samþykktar og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs falið að innleiða þær.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. MSS25080054
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum borgarinnar og því fagna samstarfsflokkarnir samþykkt tillagna skóla-og frístundasviðs um aðgerðir til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum Reykjavíkur. Um er að ræða víðtækar umbótatillögur sem miða að því að auka stuðning og eftirlit með leikskólum og bæta innra mat leikskólanna. Lagt er til að farið verði í auknar forvarnir gegn ofbeldi gagnvart börnum og umbætur á atvikaskráningum. Mest um vert er að styðja við faglega forystu í þeim tilgangi að auka öryggi innan leikskólasamfélagins.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2025, ásamt rekstrarleyfi leikskólans Laufásborgar, reglum Reykjavíkurborgar um leyfi til reksturs leikskóla og umsögn foreldraráðs Laufásborgar, dags. 8. desember 2025:
Lagt er til að skóla- og frístundaráð samþykki að gefið verði út rekstrarleyfi leikskóla til Hamingjuhallarinnar ehf. með þeim hætti að í leikskólanum Laufásborg að Laufásvegi 53 – 55 verði heimilt að reka leikskóla fyrir allt að 116 börn, á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi 1. janúar 2026. Frá sama tíma fellur úr gildi rekstrarleyfi Hjallastefnunnar ehf. vegna reksturs leikskólans Laufásborgar að Laufásvegi 53 – 55.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS24100147
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2025, ásamt þjónustusamningi um framlag vegna reksturs leikskólans Laufásborgar:
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til að gerður verði samningur um greiðslu framlags til Hamingjuhallarinnar ehf. vegna reksturs leikskólans Laufásborgar að Laufásvegi vegna allt að 116 barna með lögheimili í Reykjavík á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Breytingin taki gildi 1. janúar 2026 og miðar við að samþykkt verði rekstrarleyfi fyrir leikskólann Laufásborg að Laufásvegi 53-55 við sama aðila. Sviðsstjóra verði því falið að gera samning við Hamingjuhöllina ehf. á grundvelli meðfylgjandi fyrirmyndar að samningi við sjálfstætt starfandi leikskóla.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS24100147
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 31. október 2025, um minnisblað um samráðsfund mannréttindaráðs sem bar yfirskriftina Hvernig er að vera foreldri af erlendum uppruna í Reykjavík? MSS25010051
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tekið er undir að efling samstarfs við foreldra barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er grundvallarhagsmunamál þeirra barna. Þetta samstarf þarf að styrkja með virkum hætti í samstarfi alls skólasamfélagsins, sviðsins, skólastjórnenda, kennara og foreldrasamfélagsins í heild og er það einn af áhersluþáttum sem voru settir fram í stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík sem nú er í umsagnarferli.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. nóvember 2025, um Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2025. SFS24110002
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. desember 2025, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við framkvæmdir við Fossvogsskóla 2018-2025 ásamt svari umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. nóvember 2025, sbr. 14. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. september 2025. SFS25090209
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2025, um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, fjögur mál. SFS22080009
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs. SFS24080154
-
Áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna leggur til að skóla- og frístundaráð fái fljótlega kynningu frá UNICEF á Íslandi um barnvæn sveitarfélög, réttindaskóla og annað skóla- og frístundastarf á þeirra vegum.
Frestað. SFS25120041
Fundi slitið kl. 16:08
Helga Þórðardóttir Alexandra Briem
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Birna Hafstein
Sabine Leskopf Sandra Hlíf Ocares
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2025