Skóla- og frístundaráð
Ár 2025, 6. október, var haldinn 300. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.16.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Helga Þórðardóttir formaður (F), Alexandra Briem (P), Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B), Helgi Áss Grétarsson (D), Sabine Leskopf (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar og Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Steinn Jóhannsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ása Kristín Einarsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Eygló Traustadóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. október 2025, þar sem tillögum stýrihóps um náms- og starfsumhverfi leikskóla er vísað til skóla- og frístundaráðs. Jafnframt lögð fram áfangaskil stýrihópsins, dags. 30. september 2025.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að óskað verði eftir umsögnum í gegnum samráðsgátt Reykjavíkurborgar vegna tillögudraga um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Bréf verði send á foreldraráð og foreldrafélög leikskóla Reykjavíkurborgar, leikskólastjóra og starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar, stéttarfélög sem við á og skóla sem bjóða nám tengt leikskólum, með hvatningu um að senda inn umsagnir. Samráðsgáttin verði opin 15. – 29. október 2025.
Samþykkt. MSS25050076
Skúli Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13.27 tekur Edith Oddsteinsdóttir sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum því að þessar ítarlegu og góðu tillögur að úrbótum í starfsumhverfi leikskóla fari nú í víðtækt samráðsferli sem skóla- og frístundasvið heldur utan um. Það er mjög mikilvægt að fá fram umsagnir mismunandi hagaðila til þess að hægt sé að ná utan um ólík sjónarmið. Þar ber að nefna foreldra leikskólabarna, starfsfólk í leikskólum, forsvarsfólk stéttarfélaga, fræðasamfélagið og aðra sem láta sig málefni leikskóla varða. Tillögurnar fela í sér breytingar sem eiga að auka stöðugleika og öryggi í starfi með börnum, skapa fyrirsjáanleika og draga úr fáliðun. Samhliða því eru gerðar breytingar á gjaldskrá og afsláttarhópum, sem lengi hefur verið þörf á að uppfæra, en þessum breytingum er ætlað að vernda viðkvæma og tekjulitla hópa sem sannarlega þurfa langan vistunartíma fyrir börnin sín og hafa þörf fyrir þann sveigjanleika sem leikskólar munu áfram bjóða upp á. Þær breytingar sem að lokum verða samþykktar fara í jafnréttismat og áfram þarf að hafa í forgrunni áhrif þeirra á konur, einstæða foreldra, foreldra af erlendum uppruna og aðra viðkvæma hópa sem reiða sig á grunnþjónustu Reykjavíkurborgar enda er hún til þess fallin að auka jöfnuð og draga úr aðstöðumun ef rétt er að henni staðið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Stýrihópur, sem skipaður var í lok maí síðastliðnum af borgarráði, hefur skilað af sér tillögum í leikskólamálum og hér í dag er lagt til að tillögurnar fari í umsagnarferli sem standi yfir dagana 15.-29. október næstkomandi. Þörf er á að fá fram afstöðu ýmissa hagaðila til tillagnanna. Af þessum ástæðum samþykkja skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framlagða málsmeðferðartillögu en með því er engin afstaða tekin til tillagnanna sjálfra.
Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum leggja fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla lýsa yfir ánægju með hugmyndir stýrihópsins um umbætur á náms- og starfsumhverfi leikskóla. Starfsumhverfi leikskóla hefur verið mjög krefjandi undanfarin ár, bæði fyrir börn og starfsfólk, með fjölmörgum og flóknum áskorunum. Starfsmannavelta mælist nú 33%, sem veldur tíðum mannabreytingum og ráðningar á hæfu framtíðar fagfólki eru hverfandi. Þessi þróun hefur áhrif á bæði öryggi og gæði menntunar í leikskólum. Tillögur stýrihópsins fela í sér mikilvægt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og starfsmanna og geta jafnframt orðið lykilþáttur í að tryggja jöfnuð fyrir alla. Ljóst er að óbreytt stefna mun ekki duga til.
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna bendir á að það er ekki Reykjavíkurborgar að ákveða hvenær fjölskyldur eiga gæðastundir saman. Búið er að gera miklar breytingar á fyrirkomulagi leikskólastarfs í Reykjavík undanfarin ár, t.d. á fyrirkomulagi skráningardaga, skerðing á opnunartíma leikskóla og svo framvegis. Fjölskyldur eru alls konar og þurfa mismunandi hluti. Líkt og rannsóknir á þeim breytingum sem hafa verið gerðar í Kópavogi er mögulegt að álag á fjölskyldur aukist við þessar breytingar og þá sérstaklega er líklegt að áhrifin á mæður verði mikil og ófyrirsjáanleg.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um hvernig nýjasta fyrirkomulagið varðandi skráningardaga á leikskólum hefur reynst hingað til.
SFS25100024
Fundi slitið kl. 14:35
Helga Þórðardóttir Alexandra Briem
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. október 2025