Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 295

Skóla- og frístundaráð

Ár 2025, 23. júní, var haldinn 295. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í 
fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.20.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Helga Þórðardóttir formaður (F), 
Alexandra Briem (P), Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B), Birna Hafstein (D), Helgi Áss 
Grétarsson (D) og Stefán Pálsson (V). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með 
fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 
138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp 
borgarstjórnar: Sabine Leskopf (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda 
Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar 
frístundamiðstöðva; Jónína Einarsdóttir, leikskólastjórar; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í 
leikskólum og Leona Iguma, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla og frístundasviðs: 
Steinn Jóhannsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, 
Ólafur Brynjar Bjarkason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Sigtryggsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram kynning á niðurstöðum foreldrakönnunar leikskóla, dags. 2025. SFS
    Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri 
    grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
    Það er ótrúlega ánægjulegt að sjá hversu góð upplifun foreldra reykvískra barna 
    af leikskólastarfi í borginni er. Starfsfólk og stjórnendur eiga mikið hrós skilið 
    fyrir það hversu öflugt starf á leikskólunum er og hversu stöðugt það mælist milli 
    ára.
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 
    Fulltrúi Framsóknar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem starfa innan 
    leikskóla Reykjavíkur. Ljóst er að mikil ánægja er með starfið og að árangur er 
    mikill sem skilar sér í ánægju og öryggistilfinningu foreldra. Það bendir til þess að 
    börnum borgarinnar líður vel hjá okkur. Þá vill fulltrúi Framsóknar þakka teymi 
    árangurs og gæðamats á skóla- og frístundasviði. Sérstaklega teymisstjóra þess 
    Guðrúnu Mjöll fyrir framúrskarandi starf sem er mikilvægt að standa vörð um. Til 
    fyrirmyndar á landsvísu. 
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 
    Niðurstöður þessarar könnunar eru ánægjulegar fyrir starfsfólk leikskóla 
    borgarinnar. Vísbendingar eru um að foreldrar, sem hafi barn í leikskóla í 
    Reykjavík, séu ánægðir með starf leikskólanna. Vandinn í leikskólamálum 
    borgarinnar felst aðallega í því að foreldrar fái ekki pláss í leikskólunum og það 
    eru þeir foreldrar sem eru óánægðir með starfsemi borgarinnar á þessu sviði. 
    Einnig er ástæða til að benda á tölfræði sem lýsir vandamálum er varðar fáliðun 
    á leikskólum borgarinnar.

  2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. júní 2025 og drög að 
    viðauka við samning milli skóla- og frístundasviðs og tónlistarskóla Árbæjar. 
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS22030264 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2023, um breytingar 
    á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla ásamt reglum um 
    þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla með breytingum og núgildandi 
    reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla.
    Greinargerð fylgir. Breyting á reglunum tekur gildi frá samþykkt borgarráðs.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS22060110
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2025, 
    varðandi endurnýjun og framlengingu samninga við tónlistarskóla í Reykjavík vegna 
    neðri stiga tónlistarnáms og endurnýjun samninga vegna efri stiga tónlistarnáms ásamt 
    viðauka við þjónustusamning við tónlistarskóla vegna neðri stiga tónlistarnáms, 
    þjónustusamningi vegna neðri stiga tónlistarnáms, þjónustusamningi við tónlistarskóla 
    vegna efri stiga tónlistarnáms, drögum að reglum um þjónustusamninga 
    Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, núgildandi reglum um þjónustusamninga 
    Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, samkomulag mennta- og barnamálaráðherra, 
    innviðaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og 
    jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 29. mars 2022 auk viðauka, dags. 
    5. maí 2025, reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við 
    tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016: 
    Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til samningar Reykjavíkurborgar verði 
    endurnýjaðir til þriggja ára við fjóra tónlistarskóla á neðri stigum tónlistarnáms sem 
    uppfylla skilyrði reglna um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar um 
    lágmarksfjölda nemenda vegna tónlistarnáms á neðri stigum. Samningar við 
    tónlistarskólana renna út 31. júlí 2025.
    Jafnframt er lagt til að framlengdir verði með viðauka samningar við þrettán 
    tónlistarskóla til eins árs vegna tónlistarnáms á neðri stigum sem ekki uppfylla 
    ofangreint skilyrði um lágmarksfjölda nemenda. Samningar við tónlistarskólana 
    renna út 31. júlí 2025.
    Upplýsingar um samningsaðila og kennslumagn er að finna í fylgiskjölum 1 og 2 
    sem birt eru með fyrirvara um endanlega útreikninga. Lagt er til að sviðsstjóra verði 
    falið að gera samninga um tónlistarnám á neðri stigum í samræmi við endanlega 
    útreikninga og fjárheimildir sviðsins.
    Ennfremur er lagt til að heimilt verði að gera samninga við 13 tónlistarskóla í 
    Reykjavík vegna efri stiga tónlistarnáms á grundvelli þeirra upplýsinga sem berast 
    munu frá Jöfnunarsjóði haustið 2025. Samningar renna út þann 31. ágúst 2025 og 
    er því lagt til að gildistími verði 1. september 2025 til 31. ágúst 2026. Hlutverk 
    Reykjavíkurborgar er að miðla framlagi Jöfnunarsjóðs í samræmi við reglur 
    sjóðsins og gera samninga við þá aðila sem falla undir samkomulag um eflingu 
    tónlistarnáms. Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs verði því falið að ganga frá 
    samningum við hlutaðeigandi aðila á grundvelli upplýsinga frá Jöfnunarsjóði þegar 
    þær berast. Samningsaðilar í fylgiskjali 3 eru birtar með fyrirvara um greiðslur frá 
    Jöfnunarsjóði og byggja á eldri upplýsingum frá Jöfnunarsjóði og taka breytingum 
    í samræmi við ákvarðanir frá sjóðnum.
    Lagt er til að synjað verði beiðnum tónlistarskóla sem óskað hafa eftir auknu 
    kennslumagni/fjölgun nemenda þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 
    skóla- og frístundasviðs. Sama gildir um beiðnir um lengra samningstímabili eins 
    og nánar er lýst í greinargerð með tillögu þessari.
    Gerður er fyrirvari um að tónlistarskólarnir uppfylli skilyrði reglna um 
    þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og samningsbundnar 
    skyldur þeirra samkvæmt núgildandi samningum.
    Greinargerð fylgir.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs með fimm atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa 
    Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. 
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS22050078
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá í þessu máli þar eð hætta er á að raskað sé 
    um of starfsgrundvelli of margra tónlistarskóla. Á hinn bóginn liggur fyrir að frá 
    sjónarhóli borgarinnar þarf að nýta opinbert fé í þessum geira með skynsamlegum 
    hætti. Fyrirliggjandi útfærsla þarf ekki að vera sú heppilegasta eins og sakir standa. 
    Einnig vantar í gögnum málsins að tekið sé saman með skýrum hætti hvaða 
    hugmyndir forsvarsmenn tónlistarskólana hafa í þessum efnum.
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. maí 2025,
    varðandi breytingu á rekstrarleyfi leikskóla Félagsstofnunar stúdenta, rekstrarleyfi vegna 
    Mánagarðs, dags. 19. janúar 2019 og rekstrarleyfi vegna Sólgarðs, dags. 15. janúar 
    2024. SFS25040139
    Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til að rekstrarleyfi leikskólanna 
    Mánagarðs og Sólgarðs sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta verði breytt 
    með þeim hætti að heimilt verði að sameina leikskólana undir stjórn eins 
    leikskólastjóra. Rekstrarleyfi Félagsstofnunar stúdenta nái til reksturs 
    sameinuðu leikskólanna Mánagarðs og Sólgarðs. Rekstrarleyfið kveði á um 124 
    börn á Mánagarði, á aldrinum 12 mánaða til 6 ára, þar af að hámarki 24 börn á 
    ungbarnadeildum og 115 börn á ungbarnaleikskólanum Sólgarði, á aldrinum 9 
    mánaða til 36 mánaða. Við sameiningu leikskólanna eru ekki breytingar á fjölda og aldursviðmiðum.
    Lagt er til að breytingin taki gildi 1. ágúst 2025. Frá sama tíma falla úr gildi 
    rekstrarleyfi dags. 9. janúar 2019 og dags. 15. janúar 2024.
    Greinargerð fylgir. 
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. júní 2025, varðandi 
    framlengingu þjónustusamnings við leikskólann Lund og drög að viðauka við samning 
    um framlag skóla- og frístundasviðs vegna Lundar. SFS24100141
    Lagt er til að skóla- og frístundaráð samþykki að fela sviðsstjóra skóla- og 
    frístundasviðs að framlengja þjónustusamning Reykjavíkurborgar við 
    leikskólann Lund til samræmis við meðfylgjandi fyrirmynd að viðauka.
    Gildistími núgildandi samnings er til og með 30. júní 2025. Lagt er til að gildistími 
    verði framlengdur með viðauka og verði frá 1. júlí 2025 til 31. desember 2027. 
    Gerður er fyrirvari um að uppfyllt séu skilyrði til reksturs leikskóla og 
    samningsbundnar skyldur.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 6
    lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 7. apríl 2025 um að fá kynningu frá fulltrúum 
    Ásgarðsskóla. SFS25040024
    Lagt er til að Kristrún Lind Birgisdóttir, sem er í forsvari fyrir Ásgarðsskóla, verði 
    fengin til að mæta á fund skóla- og frístundaráðs mánudaginn 5. maí 2025 til að 
    kynna starf skólans.
    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúar 
    Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna:
    Samþykkt er að fresta umfjöllun í skóla- og frístundaráði varðandi tillögu um 
    að fá kynningu frá fulltrúum Ásgarðsskóla þar til skólinn hefur fengið starfsleyfi 
    mennta- og barnamálaráðuneytis. 
    Samþykkt

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 
    13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2025. SFS25030126
    Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að skoða kosti þess og galla að 
    það svið taki yfir allt samstarf við MemmmPlay, sem starfrækir opna leikskólann, 
    í stað þess að samstarfið velti á ákvörðunum velferðarráðs/velferðarsviðs 
    Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt.
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram 
    svohljóðandi bókun: 
    Það er afar ánægjulegt að skóla- og frístundaráð hafi samþykkt þessa tillögu en 
    minnt er á að MemmmPlay starfar að sænskri fyrirmynd sem hefur reynst vel 
    bæði hérlendis og erlendis. Í Memmmplay skapast vettvangur til að kynnast í 
    nærumhverfinu, svo sem fyrir alla þá sem koma nýir í hverfi borgarinnar. Þannig 
    má koma í veg fyrir að börn einangrist heima. Í starfinu sameinast sem sagt gott 
    foreldrasamstarf og samstarfsvettvangur í hverfum þar sem fólk getur kynnst og 
    styrkt böndin.
     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 
    19. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2025, um að húsnæðismál
    Hjallastefnunnar verði tekin á dagskrá. SFS25030053
    Þar sem húsnæðisvandi Hjallastefnunnar hefur á þessu kjörtímabili ekki verið til 
    umræðu í skóla- og frístundaráði telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nauðsynlegt 
    að á næsta fundi ráðsins verði lagðar fram þær tímabundnu lausnir sem unnið 
    er að á vettvangi skóla- og frístundasviðs. Á sama fundi leggi sviðið einnig fram 
    framtíðarlausn fyrir húsnæðisvanda skólastarfs Hjallastefnunnar.
    Vísað frá með fimm atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, 
    Flokks fólksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar 
    Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri 
    grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 
    Aðgerðir vegna húsnæðismála Hjallastefnunnar eru komnar í farveg. Þann 5. 
    júni sl. samþykkti borgarráð að taka tímabundið þátt í leigugreiðslum 
    Hjallastefnunnar vegna leigu á viðbótarhúsnæði í Arnarhlíð fyrir starfsemi 
    skólans. Einnig var lagt til að skipaður verði starfshópur sem móti stefnu og geri 
    tillögu að reglugerð um aðkomu Reykjavíkurborgar að húsnæðismáum 
    sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla. Það er þó rétt að fram komi að þó svo 
    skóla- og frístundasvið sé eftir atvikum til ráðgjafar þegar kemur að því að finna 
    lausn á húsnæðismálum sjálfstætt starfandi skóla, þá eru húsnæði skóla í eigu 
    borgarinnar á forræði eignasjóðs, og úthlutanir á lóðum eru afgreiddar í 
    borgarráði, réttur vettvangur til þess að fá upplýsingar um gerða lóðasamninga 
    eða yfirstandandi viðræður um lóðir er því í borgarráði. 

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2025, um viðmið um 
    hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til 
    sjálfstætt starfandi grunnskóla utan Reykjavíkur skólaárið 2025-2026 verði eftirfarandi
    auk umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2025:
    Waldorfskólinn Lækjabotnum 74
    Alþjóðaskólinn á Íslandi 50
    Barnaskóli Hjallastefnunnar,Garðabæ og Hafnarfirði 8
    Grunnskólinn NÚ, Framsýn 20
    Ákvörðun um viðmið verði tímabundinn og gildi til 1. júlí 2026, fyrir þann tíma 
    verði tekin ákvörðun um framlengingu eða endurskoðun á fyrirkomulaginu. Með 
    samþykkt viðmiða um hámarksfjölda er ekki fallið frá óskilyrtum rétti 
    sveitarfélagsins til að synja einstaka umsóknum foreldra um skólavist í 
    grunnskóla utan lögheimilis sveitarfélags. Gerður er fyrirvari af hálfu 
    Reykjavíkurborgar um að fjárveitingar skóla- og frístundasviðs eru gerðar með 
    fyrirvara um fjárheimildir skv. fjárhagsáætlun á hverju ári.
    Greinargerð fylgir. 
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS22040100
     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. júní 2025, um eftirlit 
    með daggæslu barna í heimahúsum á árinu 2024. SFS25060037
    Elísabet Helga Pálmadóttir situr fundinn undir þessum lið

    Fylgigögn

  12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. maí 2025 um 
    Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna skólaársins 2024-2025. 
    SFS25060084
     

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. júní 2025, við fyrirspurn 
    borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðir sem borgaryfirvöld hyggjast grípa til 
    vegna alvarlegra ofbeldis- og eineltismála. MSS25030016 

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram viðbótarupplýsingar um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla og 
    frístundasviðs, trúnaðarmál. SFS22080009
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 
    Á fundi skóla- og frístundaráðs 20. febrúar 2023 lögðu skóla- og 
    frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að „ráðningar æðstu stjórnenda í 
    borgarreknum grunn- og leikskólum verði tekið til endurskoðunar, m.a. í því 
    skyni að auka gegnsæi með hvaða hætti stöður eru auglýstar, hverjir sækja um 
    slíkar stöður og með hvaða hætti upplýsingar séu veittar kjörnum fulltrúum um 
    ráðningar í slíkar stöður.“ Rúmu ári síðar var þessari tillögu vísað frá ráðinu, sbr. 
    fund ráðsins frá 26. febrúar 2024. Á fundum ráðsins á þessu ári hefur verið rætt 
    um að nýtt verklag yrði tekið upp og rýmri upplýsingar yrðu veittar þegar tilkynnt 
    væri um ráðningar stjórnenda. Það er því mikið fagnaðarefni að sviðsstjóri 
    skóla- og frístundasvið hefur núna undir embættisafgreiðslum veitt frekari 
    upplýsingar um ráðningar stjórnenda á skóla- og frístundasvið á tímabilinu 1. 
    janúar 2025 til 31. maí 2025. Vonandi mun þetta verklag festast í sessi en 
    ástæða er til að tryggja gegnsæi um þessi atriði, sem dæmi veita upplýsingarnar 
    í dag til kynna að of fáir sækja um stöður af þessu tagi.

  15. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs. SFS22080009
     

Fundi slitið kl. 15:55.

Helga Þórðardóttir Alexandra Briem

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Sabine Leskopf

Stefán Pálsson Birna Hafstein

Helgi Áss Grétarsson

PDF útgáfa fundargerðar
295. fundur skóla- og frístundaráðs 23. júní 2025