Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 277

Skóla- og frístundaráð

Ár 2024, 24. júní, var haldinn 277. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.15.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir (J), Birna Hafstein (D), Guðný Maja Riba (S) og Sabine Leskopf (S). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Kristín Björnsdóttir, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þröstur Flóki Klemensson, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, Ólafur Brynjar Bjarkason og Soffía Pálsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram Samantekt umsagna um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi, dags. í júní 2024. SFS24050075 

    Sigrún Harpa Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn vill þakka þeim sem komið hafa að umsögnum, bæði íbúum sem hafa sent inn umsagnir og skólasamfélaginu. Í umsögnum kemur fram óánægja með ferlið varðandi ákvarðanatöku um framtíð skólamála í Laugadalnum. Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar tekur þá gagnrýni til sín. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að hverju skrefi sem tekið verður nú í samstarfi við skólastjórnendur á komandi vikum. Í framhaldinu verður unnið betur með skólasamfélagi Laugardalsins að nánari útfærslu út frá faglegum forsendum.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við leggjum á það áherslu að hlustað sé á hagaðila sem hafa sent inn álit hvað varðar framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugarnes og Langholtshverfi.

    Áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögnum kemur skýrt fram sú óánægja sem ríkir með vöntun á samráði við breytta sviðsmynd skólastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Afar mikilvægt er að því sé sýndur skilningur að óánægja ríki á meðal þeirra sem hafa byggt upp blómlegt og öflugt skólastarf til langs tíma og að heilu aldursstigi sé mögulega kippt út úr starfsemi hlutaðeigandi skóla. Kennarar eiga að vera hafðir með í ráðum við eins viðamiklar breytingar og nú standa til, þeir eru jú sérfræðingar í kennslu.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram Samantekt umsagna um framtíð skóla- og frístundastarfs Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju, dags. í desember 2023 og Skýrsla starfshóps um framtíðarstarf skóla- og frístundastarfs í Klettaskóla, Guluhlíð, Heklu og Öskju, ódags. SFS22090172 

    Sigrún Harpa Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn þakkar þeim sem unnið hafa umsagnir um skóla- og frístundastarf Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju. Eins og kemur fram í þeim umsögnum sem fyrir liggja er mikilvægt að bregðast við húsnæðisvanda Klettaskóla sem er komin í þröng vegna mikillar fjölgunar nemanda undanfarin ár.

    Áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

    Starfsfólki Klettaskóla og skólaráði skólans hugnast best tillaga 2 við útfærslu skólastarfsins. Við skipulagsbreytingar sem þessar reynist fagleg innsýn kennara mikilvæg og treysta þarf þeirra áliti við breytingarnar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. júní 2024, ásamt umsögn foreldraráðs Garðaborgar, dags. 18. júní 2024, yfirlýsingu foreldrafélags Garðaborgar, dags. 18. júní 2024 og minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. júní 2024:

    Lagt er til að skóla- og frístundaráð samþykki að húsnæði leikskólans Garðaborgar við Bústaðaveg 81, Reykjavík, færist undir leikskólann Jörfa þegar húsnæði Garðaborgar verður fullklárað eftir framkvæmdir vorið 2025. Lagt er til að engin starfsemi verði á vegum Garðaborgar frá 1. október 2024. Enn fremur er lagt til að börn sem eru með leikskólavist í Garðaborg fyrir skólaárið 2024 – 2025, fái forgang á flutning yfir í Kvistaborg sem flytur í færanlegar einingar við Fossvogsskóla haustið 2024, eða í aðra leikskóla eftir því sem tilefni er til.

    Greinargerð fylgir.

    Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. Vísað til borgarráðs. SFS24060018

    Valborg Hlín Guðlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan byggir á að nýta fjármagn og húsnæði Reykjavíkurborgar eins vel og hægt er ásamt því að tryggja gæði leikskólastarfs til framtíðar í stærri einingu þegar Jörfi tekur yfir húsnæðið við Bústaðaveg. Mikilvægt er að tryggja öllum 13 börnum sem nú eru með víst í Garðaborg nýtt leikskólapláss. Nægjanlegt pláss er í Kvistaborg en sumir foreldrar hafa óskað eftir flutningi í aðra leikskóla, en útlit er fyrir að hægt verði að koma til móts við þær óskir. Meirihlutinn leggur áherslu á að reynt sé að gæta samráðs við alla hlutaðeigandi aðila.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júní 2024, ásamt umsögn foreldraráðs Miðborgar, dags. 4. júní 2024:

    Lagt er til að fjölda barna í leikskólanum Miðborg verði breytt í 161 barn úr 118 börnum.

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS24060020

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi breytingar á reglum um þjónustu félagsmiðstöðva, dags. 20. júní 2024, ásamt breyttum reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar og reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar sem var síðast breytt 19. september 2023. 

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS23010164

    Kl. 14.50 tekur Guðrún Edda Bentsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2024:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að endurskoða 10 m.kr. niðurskurð á fjárframlögum til Tónskóla Sigursveins sem telst niðurskurður um 626 nemendastundir á skólaárinu. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að borgin auki kennslumagn til tónlistarskólanna í samræmi við mikla fólksfjölgun í borginni og langa biðlista i tónlistarnám enda er hlutfall nemenda í tónlistarnámi í Reykjavík langt undir því sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum.

    Greinargerð fylgir. 

    Tillagan er felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Birna Hafstein, og skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. MSS24040168

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning og umræða um samninga við tónlistarskóla í Reykjavík. SFS22050078

    Aino Freyja Jarvela tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2024, um gerð aðgerðaáætlunar menntastefnu Reykjavíkurborgar 2025-2027. SFS24050132

    Aino Freyja Jarvela tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Kl. 15.10 víkur Arndís Steinþórsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2024, um fyrirkomulag á tölfræði- og gagnamiðlun skóla- og frístundasviðs. SFS24060085

    Arndís Eva Finnsdóttir og Guðrún Mjöll Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2024, um börn með lögheimili í Reykjavík með óskilgreinda skólavist skólaárið 2023-2024. SFS24060087

    Fylgigögn

  11. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2024, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur um viðurkenningar til útskriftarnema, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundasviðs frá 10. júní 2024. SFS24060055

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15.39

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Birna Hafstein

Guðný Maja Riba Sabine Leskopf

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2024