Skóla- og frístundaráð
Ár 2024, 31. janúar, var haldinn 267. fundur skóla- og frístundaráðs og 472. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.07.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd skóla- og frístundaráðs: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir (J), Sabine Leskopf (S) og Sandra Hlíf Ocares (D). Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd velferðarráðs: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður (S), Ásta Björg Björgvinsdóttir (B), Helga Þórðardóttir (F), Magnea Gná Jóhannsdóttir (B), Sanna Magdalena Mörtudóttir (J) og Þorvaldur Daníelsson (B). Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Guðný Maja Riba (S) og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir (D). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar skóla- og frístundaráðs voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn: Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Eygló Traustadóttir, Frans Páll Sigurðsson, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Hulda Björk Finnsdóttir Randver Kári Randversson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn tóku sæti með rafrænum hætti: Agnes Sif Andrésdóttir og Kristjana Gunnarsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning og umræða um styttingu biðlista á Barna- og unglingageðdeild. VEL23120017
Dögg Hauksdóttir, Guðlaug M. Júlíusdóttir og Kristín Inga Grímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13.30 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Kl. 13.30 tekur Leona Iguma sæti á fundinum.
Fulltrúar velferðarráðs og skóla- og frístundaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð og skóla- og frístundaráð þakka BUGL fyrir upplýsandi kynningu á framþróun og breyttri aðferðafræði í starfi deildarinnar. Það er ljóst að á Barna- og unglingageðdeild Landspítala er sterk framtíðarsýn og forysta um að bæta framgang og vinnslu mála og að stjórn spítalans hefur fjárfest í því ferli sem er jákvætt. Breytingar felast fyrst og fremst í því að leggja áherslu á að stytta tímann sem barn bíður eftir þjónustu frekar en hversu mörg börn bíða eftir þjónustu. Ánægjulegt er að sjá árangur í þeim efnum. Vinna þarf þó áfram að betri færslu mála frá þriðja stigs þjónustu yfir á annað og fyrsta stig. Reykjavík er tilbúin í það samtal.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sérstaklega að fá þessa kynningu BUGL um styttingu biðlista. Starfsfólk BUGL fór í sérstakt átak við að stytta biðlista og tókst það farsællega t.d. með því að breyta vinnulagi og gera skipulagsbreytingar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi haft áhyggjur af löngum biðlistum barna í Reykjavík eftir þjónustu. Þess vegna vakti þessi árangur hjá BUGL athygli fulltrúa Flokks fólksins og í framhaldinu bað Flokkur fólksins um að fá kynningu á þeirri aðferðafræði sem BUGL beitti til að stytta biðlistana. Nú bíða 2086 börn eftir skólaþjónustu svo ekki veitir af að bretta upp ermar og aðstoða þessi börn. Sérstaklega var áhugavert að heyra um sýn BUGL um að biðtíminn skipti meginmáli. Markmiðið er að ná biðtíma barna undir 90 daga og passa upp á að allir fái meðferð.
-
Lagður fram viðauki 3 við samning velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar og framkvæmdar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, um samþættingu verkefna og verkferlar í tengslum við Betri borg fyrir börn (BBB) og innleiðingu laga um farsæld barna. VEL24010059
Kl. 14.17 tekur Anna Sigrún Baldursdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram fer kynning á samþættingu verkefna og verkferla í Betri borg fyrir börn (BBB) og innleiðingu laga um farsæld barna. Samstarf velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs hófst með samningi ráðanna 8. júní 2021. Markmiðið var að þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs með það að markmiði að samhæfa og bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Frá því að þessi samningur var undirritaður fyrir rúmum tveimur árum hafa ýmsir vinnu- og stýrihópar verið að störfum við að innleiða verkefnið. Flokkur fólksins styður megininntak farsældarlaganna en fulltrúa Flokks fólksins finnst miða alltof hægt og erfitt að sjá árangur. Farsæld barna er skipt í 3 þjónustustig. Á fyrsta stigi á að vera grunnþjónusta með snemmtækum stuðningi og á hún að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Á öðru stigi er einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur. Þriðja stigs þjónusta er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur til barna. Ýmsir stjórnendur hafa verið tilnefndir og þar má nefna stuðningsteymi, málstjóra, teymisstjóra og nemendaverndarráð. Allir þessir aðilar eiga að sjá til þess að stuðningur til barna verði veittur. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það þurfi að kynna og skilgreina miklu betur hlutverk þessara stjóra og teyma fyrir þeim sem kalla eftir þjónustu þessara aðila.
Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sósíalistaflokksins taka undir mikilvægi þess sem kemur fram í bókun Flokks fólksins um að það þurfi að kynna og skilgreina miklu betur hlutverk þessara stjóra og teyma fyrir þeim sem kalla eftir þjónustu þessara aðila.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræður um vinnusmiðjur starfsmanna skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs vorið 2023 um samfélagslega nýsköpun í tengslum við menntastefnu og farsældarlögin. VEL24010060
-
Árangursmat og mælingar, viðauki 7 – kynning. Hulda Finnsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Heiðrún Una Unnsteinsdóttir, Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir og Guðrún Mjöll Sigurðardóttir (14.25-15.05) VEL24010061
Fylgigögn
-
Lagður fram viðauki 2 við samning velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar og framkvæmdar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, um fyrirkomulag samstarfs, verkaskiptingar og stjórnunar í borgarhlutum. VEL24010062
Fylgigögn
-
Lagður fram viðauki 4 við samning velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar og framkvæmdar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, um aðgang starfsfólks að upplýsingakerfum sviðanna varðandi þjónustu við einstaklinga og stjórnsýslu. VEL24010063
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hlaðan og Málaskrá eru megin upplýsingakerfi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs Viðauki fjögur fjallar um aðgang og aðgangsstýringu starfsfólks að þessum tveimur upplýsingakerfum sviðanna varðandi þjónustu við einstaklinga og stjórnsýslu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að gengið hafi alltof hægt að koma þessum upplýsingakerfum sviðanna í fulla notkun. Sem dæmi þá er Hlaðan ekki komin í fulla virkni á velferðarsviði þar sem ekki er búið að innleiða hana á öllum starfsstöðum eins og stendur til. Það eru aðeins starfsfólk á skrifstofu velferðarsviðs og stjórnendur á miðstöðvum sem eru með aðgang. Hlaðan er gríðarlega mikilvægt tæki til að flýta innleiðingu á verkefninu BBB og farsæld barna. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur því til þess að ferlinu við að innleiða Hlöðuna verði flýtt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:07
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Guðný Maja Riba
Sabine Leskopf Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá . ja31núar 2024