Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 258

Skóla- og frístundaráð

Ár 2023, 11. september, var haldinn 258. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.15. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar og Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalheiður Stefánsdóttir, Eygló Traustadóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Ragnheiður E. Stefánsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning og umræða um endurskipulagningu leikskóladagsins hjá Hafnarfjarðarbæ. SFS23090027

  Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði þakka fyrir góða kynning á breyttu vinnufyrirkomulagi í leikskólum í Hafnarfirði. Sjálfsagt er að skoða hvaða þættir henta aðstæðum Reykjavíkurborgar og eru í samræmi við gildandi stefnumótun okkar en Reykjavíkurborg er nú þegar að vinna að því að bæta starfsumhverfi starfsfólks og fjölga leikskólakennurum.

  -    Kl. 13.22 tekur Fríða Bjarney Jónsdóttir sæti á fundinum.
  -    Kl. 13.48 víkur Aðalheiður Stefánsdóttir af fundinum.
  -    Kl. 13.55 víkur Frans Páll Sigurðsson af fundinum.
  -    Kl. 14.02 víkur Ragnheiður E. Stefánsdóttir af fundinum.

 2. Fram fer kynning og umræða um rannsókn á íslenskukunnáttu tvítyngdra leikskólabarna. SFS23090028

  Jóhanna T. Einarsdóttir, Iris Edda Nowenstein og Saga Stephensen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er um afar mikilvægt málefni að ræða, en íslenskukunnátta fjöltyngdra barna er grundvallarforsenda bæði menntunar þeirra og möguleika til þátttöku í samfélaginu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sem framkvæmd var á Suðurnesjum gefa til kynna að mikið þurfi að bæta í kennslu íslensku sem annars tungumáls þar, en afar áhugavert væri að skoða samanburð við hópinn í Reykjavík eða á landinu öllu. Reykjavíkurborg hefur síðan 2014 unnið samkvæmt afar metnaðarfullri fjölmenningarstefnu og gripið til fjölda aðgerða. Við viljum sinna þessum málaflokki vel og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Til þess þarf að kanna hvaða kennsluaðferðir skila árangri og líta til atriða sem styðja við máltöku, svo sem með stuðningi við foreldra leikskólabarna sem ekki tala íslensku. Þetta er sameiginlegt verkefni skólakerfisins þvert á sveitarfélög, foreldra og í raun samfélagsins alls.

  -    Kl. 15.00 víkur Fríða Bjarney Jónsdóttir af fundinum.

 3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 32. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 28. ágúst 2023:

  Óskað er eftir að staða biðlista á borgarreknum leikskólum verði lögð fram á næsta reglulega fundi skóla- og frístundaráðs.

  Samþykkt. SFS23080172

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning og umræða um stöðu innritunar í leikskóla. SFS22090153

  Halla María Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 16.00 víkur Guðrún Mjöll Sigurðardóttir af fundinum.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Mikilvægt er að rýna vel í biðlista leikskólabarna í borginni. Það sem hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa eru eftirfarandi þættir - framkvæmdir taka lengri tíma en áætlað er, einnig vegna hversu stórir sumir árgangar eru og erfiðleika við að manna stöður. 1. september voru 725 börn með opna umsókn um pláss á leikskólum borgarinnar. Þar af voru 157 orðin 18 mánaða eða eldri 1. september. Af umsóknum eru að auki 67 að bíða eftir milliflutning úr einkareknum skólum. Núna eru 5175 börn í vistun og þar að auki hefur 620 börnum verið boðið pláss, þar af eru 238 komin með ákveðna upphafsdagsetningu, af þeim sem eftir sitja eru 158 að bíða milliflutnings og ekki án vistunar. Það gerir mjög erfitt um vik að meta raunverulega stöðu biðlista að ekki er samræmt umsóknarkerfi milli borgarrekinna og sjálfstætt starfandi leikskóla. Því teljum við mikilvægt að sjálfstætt starfandi leikskólar skili inn lokatölum um inntöku á börnum. Það er forgangsmál borgarstjórnar að fjölga leikskólaplássum og taka upp samræmt rafrænt umsóknar- og skráningarkerfi fyrir leikskóla í borginni.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Samkvæmt svari skóla- og frístundasviðs er staða biðlista verri en á sama tíma í fyrra en þá voru 523 börn á biðlista en í ár eru 725 börn á biðlista. Jafnframt má ætla að meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla fari sífellt hækkandi en á árunum 2019-2022 var sá meðalaldur að jafnaði yfir 20 mánaða í borgarreknum leikskólum. Það er því ljóst að boðaðar aðgerðir frá því í fyrra til að takast á við vandann, hafa ekki náð tilætluðum árangri og bregðast verður við með metnaðarfyllri aðgerðum til að stytta biðlistann. Löngu tímabært er orðið að forgangsraðað sé í grunnþjónustu við börnin í borginni í stað kostnaðarsamra gæluverkefna.

   

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. september 2023:

  Lagt er til að heimilt verði að reka leikskóla fyrir 120 börn í leikskólanum Brákarborg með starfsstöð við Kleppsveg 150.

  Greinargerð fylgir.

  Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS23080106

  Fylgigögn

 6. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. september 2023:

  Lagt er til að heimilt verði að reka leikskóla fyrir 128 börn í leikskólanum Múlaborg.

  Greinargerð fylgir.

  Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS23090005

  Fylgigögn

 7. Lögð fram að nýju tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. maí 2023 ásamt umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. ágúst 2023:
  Tillögunni er vísað frá.
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. SFS23050135

  Fylgigögn

 8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. ágúst 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda barna í borgarreknum leikskólum árið 2023, sbr. 30. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023. SFS23060219

   

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upplýsingagjöf leikskóla um kyn barna, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. maí 2023. SFS23050138

  Fylgigögn

 10. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda barna sem koma á biðlista leikskóla í mánuði, sbr. 31. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023. SFS23060220

  Fylgigögn

 11. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu biðlista í leikskóla, sbr. 37. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023. SFS23060226

  Fylgigögn

 12. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um stöðu biðlista í leikskóla, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júlí 2023. MSS23070100

  Fylgigögn

 13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. ágúst 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hlutfall veikindafjarvista í leikskólum þar sem gerðar hafa verið endurbætur, sbr. 19. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 12. júní 2023. SFS23060086

  Fylgigögn

 14. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. september 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda kennara í leikskólum, sbr. 35. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023. SFS23060224

 15. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Með vísan til svars skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 22. maí 2023, um upplýsingagjöf leikskóla um kyn barna, er óskað eftir svörum við því hvernig stjórnendur leikskóla eiga að afla upplýsinga um hvernig barn skilgreinir kyn sitt, þ.e. með hvaða hætti fer sú upplýsingaöflun fram? Með fyrirspurninni er verið að leitast eftir því að fá það skýrt fram hvern eigi að spyrja til að fá þessar upplýsingar, m.a. í þeim tilgangi að meta hvort upplýsingaöflunin teljist nauðsynleg í skilningi gildandi laga og reglna. SFS23050138

 16. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir upplýsingum um hversu miklum fjármunum hefur verið varið í sérfræði- og ráðgjafakostnað vegna stefnumótunar fyrir skóla- og frístundasvið frá upphafi kjörtímabilsins 2022? Þá er enn fremur óskað eftir kostnaði við þá vinnu sem nú þegar er hafin og ekki er lokið. Jafnframt er óskað eftir yfirliti yfir kostnaðaráætlanir á þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru. SFS23090061

 17. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir niðurstöðum kannana frá árinu 2022 um upplifun nemenda á hádegismatnum í grunnskólum. Mikilvægt er að ráðsfulltrúar séu meðvitaðir um upplifun nemenda. SFS23090060

 18. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og áhættustýringarsviði hefur viðhaldsprósenta húsnæðis og lóða verið 1,5% af stofnkostnaði frá árinu 2008. Þar á meðal eru grunn- og leikskólabyggingar. Hver var viðhaldsprósentan á árunum 2000 - 2008? Gott er að fá þær upplýsingar til að sjá hvernig staðan var áður en ráðist var í niðurskurð á viðhaldi skólabygginga, eftir efnahagshrunið 2008. SFS23060228

 19. Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir yfirliti yfir fjölda fagmenntaðra starfsmanna á leikskólum þar sem kemur fram heildarstarfsmannafjöldi í hverjum leikskóla, fjöldi barna og í hvaða hverfi viðkomandi leikskóli er. Greinilegt er að fjöldi fagmenntaðra starfsmanna er mjög misjafn milli skóla. Óskað er eftir upplýsingum sem koma fram í svari við fyrirspurn undir dagskrárlið 14 á 258. fundi skóla- og frístundaráðs að viðbættum frekari upplýsingum til þess að auðveldara sé að skilja hver staðan er á hverjum leikskóla og hvort að munur sé á milli hverfa. SFS23060224

Fundi slitið kl. 16:18

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem

Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson

Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Skóla- og frístundaráð 11.9.2023 - Prentvæn útgáfa