Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 256

Skóla- og frístundaráð

Ár 2023, 26. júní, var haldinn 256. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.15.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Helgi Áss Grétarsson (D), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S), Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Soffía Pálsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning og umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs. SFS23060124

    Ámundi V. Brynjólfsson, Ásdís Olga Sigurðardóttir, Dagur Bollason, Jón Valgeir Björnsson, Ragnar Pálsson og Þórdís Eik Friðþjófsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikilvægt að tryggja að húsnæði skóla- og frístundasviðs sé bæði gott og stuðli að heilnæmu starfsumhverfi. Eftir hrun var nauðsynlegt að skera niður í öllum rekstrarliðum borgarinnar, þar á meðal viðhaldi. Á verðlagi 2021 fór viðhald á sviðinu úr 991 milljón árið 2009 í 638 milljónir 2010. Hægt gekk að hækka það, en árið 2018 var til svigrúm og ráðist í að hækka fjármagn í 1437 milljónir og svo í 2168 milljónir 2020. Til viðbótar var ákveðið að verja 25 - 30 milljörðum króna í að ná upp viðhaldsskuldinni á árunum 2022-2028, þar af eru 4,5 milljarðar á árinu 2023. Nú er búið að bæta mjög verklag og samráð milli sviða, búið er að útbúa verkferil fyrir raka og myglu sem reynst hefur vel. Samþykkt hefur verið forgangsröðun á húsnæði skóla- og frístundasviðs þar sem þau mál sem þola enga bið eru tekin fyrst, ásamt málum þar sem húsnæði liggur undir skemmdum. En nauðsynlegt er að halda mjög vel á málum áfram á næstu árum til að stýra þessum málum vel í höfn.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er þakkarvert að framfarir hafa orðið á viðbrögðum Reykjavíkurborgar frá því að alvarleg mygla kom upp í Fossvogsskóla á síðasta kjörtímabili. Telja verður að starfsmenn borgarinnar sem komu hingað á fund skóla- og frístundasviðs í dag séu að leggja sig fram við að mæta þeim áskorunum sem blasa við í húsnæðismálum sviðsins. Þannig er ljóst af þeim langa lista sem lagður er fram yfir viðhald og endurbætur leikskóla- og grunnskólahúsnæðis auk húsnæðis frístundaheimila og frístundamiðstöðva að hér er um að ræða uppsafnað viðhald til margra ára. Þessi mikla viðhaldsskuld hefur því miður víða raskað skólastarfi og það sem enn alvarlegra er að nemendur og starfsfólk hefur veikst vegna slæms ástands skólahúsnæðis. Þetta ástand hefur verið látið viðgangast alltof lengi þrátt fyrir að skólayfirvöldum beri að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt húsnæði.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eins og bent hefur verið ítrekað á, þá er nauðsynlegt að hækka hlutfall af innri leigu sem fer í viðhald. Eftir hrun var það lækkað gríðarlega og fór niður í 1.5%. Eftir situr borgin með mikið af skemmdu húsnæði. Kostnaðurinn við svokallaða “hagræðingu” hefur því haldið áfram að vinda upp á sig. Reykjavík þarf að bíta á jaxlinn og fjárfesta af krafti í leikskólahúsnæði og viðhaldi, því annars mun ástandið verða þrálátt til lengra tíma. Afleiðingar þess eru heilsukvillar, rótleysi barna og kvíði foreldra, svo fátt eitt sé nefnt.

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata:

    Lagt er til að skipulagi skóla- og frístundastarfs í Ingunnarskóla, Dalskóla og Sæmundarskóla verði haldið óbreyttu.

    Greinargerð fylgir.

    Samþykkt. SFS22040092

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn vill þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar fyrir faglega greiningarvinnu við að rýna framtíðarskipulag grunnskóla í Úlfarsárdal. Eftir mjög uppbyggilega og málefnalega umræðu með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins í hverfinu var tekin ákvörðun um að halda skipulagi skólastarfs óbreyttu a.m.k. næstu fimm árin. Á sama tíma fær Dalskóli aukinn stuðning í gegnum breytingar á innra skipulagi og betri nýtingu á húsnæði í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla fyrir starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva unglinganna í hverfinu.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þótt ástæða sé til að fagna þeirri niðurstöðu að umgjörð skólahalds í Úlfarsárdal og Grafarholti haldist óbreytt þá vekur verklagið við vinnslu þessa máls töluverða furðu. Sem dæmi er undarlegt að ekki hafi fyrr verið leitað betur að húsnæðislausnum fyrir Dalskóla og Sæmundarskóla þegar síðan kemur upp úr dúrnum að hægt sé að breyta innra skipulagi skólanna til að taka á móti fleiri nemendum. Í stað þessa varð sá valkostur fyrir valinu að fara í kostnaðarsaman leiðangur um hugmyndir um breytingar á skólastarfi sem hefur valdið foreldrum, nemendum og starfsfólki áhyggjum og róti komið á skólastarf að óþörfu. Til þess ber einnig að líta að í Úlfarsárdal hefur verið umtalsvert rót á skólastarfi í mörg ár áður en skólabyggingar þar voru tilbúnar. Einnig verður ekki framhjá því horft að mörg hverfi í borginni búa við stöðugleika varðandi skólahald. Illu heilli hafa hverfin í eystri hluta borgarinnar ekki sömu sögu að segja þegar enn og aftur er lagt í leiðangur þar með annaðhvort breytingum á skólahaldi eða sameiningum skóla. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. júní 2023, um breytingar á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla ásamt reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla með breytingum, núgildandi reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, samkomulag mennta- og barnamálaráðherra, innviðaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 29. mars 2022 og reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016.

    Greinargerð fylgir. Reglurnar taki gildi frá samþykkt borgarráðs.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs. SFS22050078

    Elín Oddný Sigurðardóttir, Haukur Þór Haraldsson, Anna Rún Atladóttir, Júlíana Rún Indriðadóttir, Róbert Þórhallsson og Sigurður Sævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði telja mikilvægt, að þeir nemendur sem falla ekki undir ný aldursviðmið, fái í gegnum bráðabrigðaákvæði tækifæri til að ljúka sínu námi miðað við eðlilega námsframvindu en áætlað er að umræddir nemendur hafi lokið námi árið 2025. Þannig taka þessar breytingar einungis til nýrra nemenda en ekki þeirra sem eru nú þegar í námi.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista samþykkir ekki breytingar sem takmarka stuðning til hljóðfæra- og söngnáms við aldur. Hingað til hefur fólk á öllum aldri getað sótt sér slíka kennslu og fengið fyrir það stuðning. Hér eftir munu einungis þau efnameiri hafa ráð á að sækja sér þessa menntun, eftir að aldurstakmarkinu er náð. Samþykkt þessarar tillögu mun halda áfram að ýta undir ójöfnuð og stéttaskiptingu í Reykjavík.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. júní 2023, um framlengingu samninga við tónlistarskóla í Reykjavík vegna neðri stiga tónlistarnáms og endurnýjun samninga vegna efri stiga tónlistarnáms ásamt viðauka við þjónustusamning við tónlistarskóla vegna neðri stiga tónlistarnáms, þjónustusamningi við tónlistarskóla vegna efri stiga tónlistarnáms, drögum að reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, núgildandi reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, samkomulag mennta- og barnamálaráðherra, innviðaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 29. mars 2022, reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016, bréfi Tónskóla Sigursveins, dags. 19. júní 2023, bréfi Tónstofu Valgerðar, dags. 10. júní 2023, bréfi Tónskóla Eddu Borg, dags. 12. júní 2023 og bréfi Tónskóla Sigursveins, dags. 24. júní 2023:

    Lagt er til að samningar Reykjavíkurborgar við 15 tónlistarskóla með þjónustusamning við Reykjavíkurborg vegna neðri stiga tónlistarnáms sem renna út þann 31. júlí 2023 verði framlengdir með viðauka til 31. júlí 2024, sjá upplýsingar um samningsaðila og kennslumagn í fylgiskjali 1, sem birt er með fyrirvara um endanlega útreikninga. Þá er lagt til að samþykktir verði samningar Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla í Reykjavík vegna efri stiga tónlistarnáms á grundvelli þeirra upplýsinga sem berast munu frá Jöfnunarsjóði vorið 2023. Gildistími verði 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að miðla framlagi Jöfnunarsjóðs í samræmi við reglur sjóðsins og gera samninga við þá aðila sem falla undir samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er því falið að ganga frá samningum við hlutaðeigandi aðila á grundvelli upplýsinga frá Jöfnunarsjóði þegar þær berast. Samningsaðilar og fjárhæðir í fskj. 2 eru birtar með fyrirvara um greiðslur frá Jöfnunarsjóði og byggja á eldri upplýsingum frá Jöfnunarsjóði og taka breytingum í samræmi við ákvarðanir frá sjóðnum sem berast munu vorið 2023. Sviðsstjóra er falið að gera samninga um kennslu á neðri stigum í samræmi við endanlega útreikninga og fjárheimildir sviðsins og samninga um efri stig í samræmi við greiðslur Jöfnunarsjóðs. Jafnframt verði í viðauka vegna neðri stiga og samningi vegna efri stiga tekið tillit til breytinga sem verða á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. Gerður er fyrirvari um að tónlistarskólarnir uppfylli skilyrði reglna um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og samningsbundnar skyldur þeirra samkvæmt núgildandi samningum.

    Greinargerð fylgir.

    Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. Vísað til borgarráðs. SFS22050078

    Elín Oddný Sigurðardóttir, Haukur Þór Haraldsson, Anna Rún Atladóttir, Júlíana Rún Indriðadóttir, Róbert Þórhallsson og Sigurður Sævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að hafa í huga að ábyrgð skóla- og frístundasviðs snýr fremur að tónlistaruppeldi barna og ungmenna frekar en fullorðinsfræðslu og starfstengdu námi en mikill vilji er fyrir því að sem flest börn njóti tónlistarmenntunar sem er að verða órjúfanlegur þáttur bæði náms- og félagsþroska. Með þessum breytingum á að styrkja þetta svið í menntun barna og ungmenna, ásamt því að styrkja tónlistarskóla þar.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistar geta ekki samþykkt þessa samninga. Í ákvæðum þeirra er tekið fram að stuðningur fylgi einungis fólki áður en það nær tilteknum aldri. Slíkt mun auka ójöfnuð og stéttaskiptingu í borginni. Jafnframt dregur það úr tækifærum fullorðins fólks til að mennta sig, nema það sé með nægt fé milli handanna.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2023, um staðfestingu skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið 2023-2024.

    Samþykkt. SFS23020110

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 22. maí 2023:

    Lagt er til að fulltrúar flokka í minnihluta skóla- og frístundaráðs fái að lágmarki ávallt á einum fundi ráðsins í hverjum mánuði rétt til að taka mál á dagskrá með þeim hætti að aðili, með viðeigandi sérþekkingu, reynslu og eftir atvikum er ekki starfsmaður Reykjavíkurborgar, fái að koma á fund ráðsins til að kynna viðkomandi mál.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands. SFS23050137

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrir liggja samþykktir sem kveða skýrt á um málfrelsi og tillögurétt fulltrúa og áheyrnarfulltrúa ráðsins. Fyrirkomulag dagskrár er ákveðið í samræmi við samþykktir, sem og hvenær fara skuli fram efnisleg umræða um framkomnar tillögur.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 12. júní 2023:

    Lagt er til að fræðimennirnir Hermundur Sigmundsson og Svava Þórhildur Hjaltalín verði boðuð á fund skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur mánudaginn 26. júní nk. til að fjalla um valkosti við að þróa kennslu í lestri í íslensku í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Komist fræðimennirnir ekki á þann ráðsfund þá er lagt til að þeim verði boðið á einhverjum af fundum ráðsins næstkomandi ágúst eða september. Fullnægjandi er að annar hvor fræðimannanna geti mætt.

    Greinargerð fylgir.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands. SFS23060046

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 20. mars 2023:

    Lagt er til að leik- og grunnskólar í Reykjavík séu ávallt með sín eigin mötuneyti og eldi mat á staðnum. Matur sé ávallt eldaður og fullbúinn í eldhúsum leik- og grunnskóla. Börn séu þar að auki fengin til að taka þátt í undirbúningi, ræktun og matargerð þegar því verði við komið og eigi þannig hluti í matarmenningu skólans.

    Greinargerð fylgir.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS23030124

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar skóla- og frístundaráðs:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur til skráningu og kortlagningu á ofbeldisbrotum af hendi nemenda gagnvart kennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Gert með það að markmiði að greina umfang vandans svo hægt sé að setja fram skýra heildar aðgerðaráætlun innan allra skóla borgarinnar.

    Greinargerð fylgir.

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata:

    Lagt er til að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og skrifstofustjóri mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu rýni tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði um skráningu og kortlagningu á ofbeldisbrotum nemenda gagnvart starfsfólki grunnskóla og komi með tillögu um hvernig megi meðhöndla málin.

    Samþykkt. MSS23040242

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. febrúar 2023, um svohljóðandi tillögu Emblu Maríu Möller Atladóttur, fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs, sem á fundi borgarstjórnar 14. febrúar 2023 var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. apríl 2023, um tillöguna:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að hefja vinnu við innleiðingu skyldunáms í fjármálalæsi í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkurborgar. Miða skal við að kennsla hefjist í öllum grunnskólum eigi síðar en á haustmisseri 2024.

    Greinargerð fylgir.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að skóla- og frístundasvið hvetji skólastjórnendur og kennara í grunnskólum til að halda áfram að efla kennslu í fjármálalæsi á öllum stigum grunnskóla og nýta öll þau tækifæri sem gefast í skólastarfinu til að sinna þessum mikilvæga þætti til að búa nemendur undir líf og starf. Þá er lagt til að skóla- og frístundasvið óski eftir því við Menntamálastofnun að fram fari samkeppni um námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla um fjármálalæsi sem grunnskólar í Reykjavík muni nýta.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að skóla- og frístundasvið hvetji skólastjórnendur og kennara í grunnskólum til að halda áfram að efla kennslu í fjármálalæsi á öllum stigum grunnskóla og nýta öll þau tækifæri sem gefast í skólastarfinu til að sinna þessum mikilvæga þætti til að búa nemendur undir líf og starf. Þá er lagt til að skóla- og frístundasvið óski eftir því við mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun að gefið verði út sérstakt námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla um fjármálalæsi sem grunnskólar í Reykjavík muni nýta.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. MSS23020093

    Tillagan er samþykkt svo breytt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að börn fái viðeigandi kennslu um það sem skiptir þau máli í daglegu lífi. Aðkoma verkalýðsfélaga að slíkri kennslu væri mjög til bóta, enda eru þau með mikla reynslu af því að efla kjör almennings. Að efla skilning nemenda á þeirra baráttu og samtakamætti væri góð leið til að skila bættu fjárhagslegu öryggi þegar komið er á fullorðinsár.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. maí 2023, um afgreiðslu borgarráðs á breyttu rekstrarleyfi LFA ehf. vegna sameinaða leikskólans Fossakots/Korpukots. SFS23030160

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 31. maí 2023, um afgreiðslu borgarráðs á auknu framlagi til LFA ehf. vegna sameinaða leikskólans Fossakots/Korpukots - SFS23030160

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík um tillögur um úrræði vegna dagforeldramála. SFS23060023

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutaflokkarnir hafa lengi sýnt andvaraleysi gagnvart uppbyggingu dagforeldrakerfisins í stað þess að hlúa að því. Þetta endurspeglast í því að dagforeldrum fækkaði úr 206 í 78 á tæpum áratug. Árið 2014 voru 689 börn í vistun hjá dagforeldrum en fóru í 371 í fyrra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað lagt til að styðja betur við dagforeldrakerfið svo að hægt sé að mæta brýnni þörf fyrir dagvistarúrræði. Sem dæmi lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram efni á fundum skóla- og frístundaráðs, 19. september 2022, 3. október 2022 og 21. nóvember 2022 með það að markmiði að fá umræðu um stöðu dagforeldrakerfisins í Reykjavík ásamt því að leggja fram tillögu um málaflokkinn á fundi ráðsins 5. desember 2022. Tillögur Sjálfstæðisflokksins um neyðaraðgerðir í dagvistunarmálum, þar sem efling dagforeldrakerfisins lék lykilhlutverk, voru teknar til umræðu í borgarstjórn 21. mars sl. en var svo vísað frá á vettvangi skóla- og frístundaráðs á fundi ráðsins 22. maí 2023. Meirihlutinn virðist gleyma því að borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald þar eð fulltrúum meirihlutaflokkanna er allt að því fyrirmunað að samþykkja tillögur minnihlutans. Eigi að síður er ljóst að meirihlutanum hefur litist vel á þær lausnir sem Sjálfstæðismenn hafa bent á við eflingu dagforeldrakerfisins og er það jákvætt.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 22. október 2019:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja það til að breyting verði gerð á þjónustu við dagforeldra þannig að rekstrarumhverfi þeirra verði ekki jafn ótryggt og nú er. Breytingarnar stuðla að því að jafna stöðu dagforeldra á milli sveitarfélaga. Lagt er til að ef barn hættir hjá dagforeldri eftir 1. apríl og fer í einhvern af leikskólum Reykjavíkur þá fái dagforeldrar niðurgreiðslu frá Reykjavíkurborg fyrir maí og júní mánuð ef ekki vistast annað barn í staðinn hjá dagforeldrinu. Skilyrði fyrir greiðslu er að barnið hafi verið í vistun hjá dagforeldrinu frá 1. janúar sama ár. Þetta ákvæði á eingöngu við um dagforeldra sem eru starfandi hjá Reykjavíkurborg.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. SFS22020274

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að vísa frá tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem lögð var upphaflega fram í skóla- og frístundaráði 22. október 2019. Núna, tæpum fjórum árum síðar, er formlega tekin afstaða til tillögunnar með frávísun. Þessi vinnubrögð eru hvorki í anda lýðræðislegrar né skilvirkrar stjórnsýslu. 

    Kl. 16.05 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum og Ásta Björg Björgvinsdóttir tekur þar sæti.

    Fylgigögn

  15. Fram fer kynning og umræða um ráðningar á skóla- og frístundasviði og aðgerðir til að bæta mönnun. SFS22080136

    Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Jóhanna H. Marteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihlutans fagna tillögum um bætta mönnun í leikskólum borgarinnar. Eru fulltrúarnir sannfærðir um að miklir möguleikar og tækifæri felast í miðlægri vinnu í gegnum afleysingarstofu og fagþekkingu mannauðsráðgjafa. Íslenskunám á vegum Vinnumálastofnunnar er góður almennur grunnur en vilja fulltrúar meirihlutans ítreka mikilvægi þess að huga að eftirfylgni á langtímagrundvelli með starfstengt íslenskunám sem aðlagað hefur verið að starfsumhverfi í leikskólum, stuðning við fjölmenningarleg samskipti á öllum þeim vinnustöðum sem hér er um að ræða og einnig að tryggja sérþekkingu á mismunandi menningarheimum, faglegri reynslu á fjölmenningarlegu skólastarfi hjá starfsfólki sem mun vinna í þessu verkefni. Einnig þarf að huga að samskiptatungumáli á meðan innleiðingu stendur hvort það sé í gegnum túlkun og þýðingar eða þá tungumálakunnáttu starfsfólks sem vinnur í þessu verkefni.

    Kl. 16.34 víkur Guðrún Jóna Thorarensen af fundinum.

  16. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. júní 2023, um skólavist barna á grunnskólaaldri með lögheimili í Reykjavík skólaárið 2022-2023. SFS23060172

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upplýsingar um skóla þar sem mygla og rakavandamál hafa komið upp 2018-2022, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 21. nóvember 2022. SFS22110187

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. maí 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir við leikskólann Sunnuás, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 20. mars 2023. SFS23030125

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um húsnæði Borgaskóla, sbr. 10. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. apríl 2023. SFS23040098

    Fylgigögn

  20. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um húsnæði Langholtsskóla, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 12. júní 2023. SFS23060084

    Fylgigögn

  21. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögur varðandi dagforeldrakerfið, sbr. 15. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 21. nóvember 2022. SFS22110186

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. maí 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samning við sjálfstætt starfandi leikskóla vegna reksturs leikskólans Bakka, sbr. 12. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. apríl 2023. SFS23040100

    Fylgigögn

  23. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. júní 2023, við fyrirspurnum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu biðlista eftir leikskólum og meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla haustið 2023, sbr. 13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. apríl 2023 og 13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 8. maí 2023. SFS23040101

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrir liggur svar skóla- og frístundasviðs um áætlaðan meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla haustið 2023. Áður hafði sviðið veitt svar um meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla á tímabilinu 2019-2022, sbr. 15. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs dags. 6. febrúar 2023. Ljóst er af þeim tölum sem hér eru lagðar fram að staða biðlista eftir leikskólarými er alvarleg og óásættanleg og brýnt að farið verði í átak í að stytta biðlista sem fyrst. Vandinn vex með hverjum mánuði en nú eru 614 12 - 18 mánaða börn á biðlista og 194 börn 18 mánaða og eldri og því alls 808 börn á biðlista og meðalaldur barna við inngöngu er tveggja ára. Enn eru tveir mánuðir þar til innganga barna í leikskóla hefst í haust og má því búast við að biðlistinn eigi eftir að lengjast. Tilgangurinn með því að afla upplýsinga um þessi atriði var að fá rauntölur um þetta efni á meðan Samfylkingin hefur verið ráðandi flokkur við stjórn Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan er sú að meðaldur barna verður að meðaltali yfir 20 mánaða við inngöngu í borgarreknum leikskólum á árunum 2019-2023. Þessar tölulegu staðreynda lýsa vanda sem og síendurteknum sviknum kosningaloforðum Samfylkingarinnar.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um verklagsreglur sem bregðast við rasisma í skóla- og frístundastarfi, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 8. maí 2023. SFS22080225

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um umsagnir um skýrslu starfshóps um aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 8. maí 2023. SFS22080225

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. maí 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um ánægju foreldra og starfsfólks með Betri borg fyrir börn, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. MSS23030036

    Fylgigögn

  27. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um systkinaafslátt vegna skólamáltíða, sbr. 61. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. maí 2023. MSS23050150

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um skóla sem hafa fengið fræðslu frá Samtökunum ´78, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. janúar 2023. MSS23010215

    Fylgigögn

  29. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Sósíalistar leggja til að verkferillinn „Viðbrögð við meintri óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni í leikskóla, grunnskóla, frístundastarfi eða tónlistarstarfi“ verði tekinn á dagskrá skóla- og frístundaráðs til umræðu og samþykktar á þeim vettvangi.

    Greinargerð fylgir.

    Frestað. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. SFS23060210

    Fylgigögn

  30. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvað er gert ráð fyrir mörgum börnum á borgarreknum leikskólum árið 2023? 

    SFS23060219

  31. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvað er gert ráð fyrir að mörg börn komi inn á biðlista í Reykjavík á mánuði?

    SFS23060220

  32. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvað kostar skóla- og frístundasvið í hverfum eða þ.e. sú starfsemi sem tilheyrir sviðinu á þjónustumiðstöðvum? 

    SFS23060221

  33. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er sundurliðað eftir þjónustumiðstöðvum eftir hversu margir starfsmenn sem tilheyra skóla- og frístundasviði starfa þar? Jafnframt er óskað eftir sundurliðun á stöðugildum og starfsheitum. 

    SFS23060222

  34. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir yfirliti eftir mánuðum yfir starfsfólk, leikskólakennara og leikskólastjóra sem hætt hafa störfum eða hafa farið í langtímaveikindi frá árinu 2021 – júlí 2023.

    SFS23060223

  35. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um fjölda kennara eftir stöðuheitum innan hvers borgarrekins leikskóla og deilda á leikskólunum.

    SFS23060224

  36. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvaða styrkjapottar voru starfræktir á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar tímabilið 1. janúar 2019 til og með 31. desember 2022 og hvaða verkefni voru styrkt og fyrir hve háar fjárhæðir? Hvaða reglur hafa gilt um úthlutun styrkja á miðlægri stjórnsýslu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar síðan 1. janúar 2023 og hvaða styrkir hafa verið veittir hingað til á þessu ári? Með þessum tveim fyrirspurnum er verið að vísa til úthlutunar fjármagns frá skóla- og frístundasviði til einstaklinga, hópa, samtaka, starfsmanna og svo framvegis.

    SFS23060225

  37. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir því að í sumarleyfi borgarstjórnar fái fulltrúar í skóla- og frístundaráði sendar upplýsingar um uppfærða stöðu biðlista eftir leikskóla. 

    SFS23060226

  38. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um kostnað vegna bráðabirgðahúsnæðis sem taka hefur þurft á leigu fyrir þá skóla sem þurft hefur að rýma vegna endurbóta og viðhalds. Óskað er eftir upplýsingum um hvoru tveggja þá leik- og grunnskóla sem hefur þurft að rýma vegna slæms ástands á síðustu tveimur árum.

    SFS23060227

  39. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er fjöldi þeirra barna sem eru ekki á leikskóla í Reykjavík, sökum vals foreldra þeirra? Átt er við fjölda þeirra sem eru ekki á leikskóla því að fjölskyldan hefur valið að skrá þau ekki inn í leikskóla.

    SFS23060211

  40. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver hefur viðhaldsprósenta verið af innri leigu frá árinu 2008-2023 vegna grunn- og leikskólabygginga? Hver er viðhaldsprósenta af innri leigu árið 2023?

    SFS23060228

    Kl. 16.44 víkja Sabine Leskopf og Alexandra Briem af fundinum.

Fundi slitið kl. 16:45

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Skóla- og frístundaráð 26. júní - prentvæn útgáfa