Skóla- og frístundaráð
Ár 2023, föstudaginn 9. júní var haldinn 254. fundur skóla- og frístundaráðs og 456. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 09:06 í Hinu Húsinu Rafstöðvarvegi 7 - 9. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu fyrir hönd velferðarráðs Magnea Gná Jóhannsdóttir varaformaður, Helga Þórðardóttir, Rannveig Ernudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Á fundinn mættu fyrir hönd skóla- og frístundaráðs Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður, Helgi Áss Grétarsson, Sabine Leskopf, Sara Björg Sigurðardóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Á fundinn mættu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar í skóla- og frístundaráði; Sigríður Björk Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna. Af hálfu starfsmanna velferðarsviðs sátu fundinn Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð. Af hálfu starfsmanna skóla- og frístundasviðs sátu fundinn Helgi Grímsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Ólöf Kristín Sívertsen og Ólafur Brynjar Bjarkason.
Þetta gerðist:
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, setur fundinn og felur Magneu Gná Jóhannsdóttur, varaformanni velferðarráðs, fundarstjórn.
-
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar Kópavogsbæjar, halda erindið Forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu. VEL23060024
-
Margrét Edda Yngvadóttir, verkefnastjóri Senter og Hjörleifur Steinn Þórisson, teymisstjóri Senter, halda erindið Senter verkefnið – úrræði fyrir börn og ungmenni. VEL23060025
-
Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingasviðs í frístundamiðstöðinni Tjörninni, heldur erindið Stafrænt ofbeldi. VEL23060026
-
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, fulltrúi í Reykjavíkurráði ungmenna og áheyrnarfulltrúi í skóla- og frístundaráði, heldur erindið Sjónarhorn ungmennis. VEL23060027
-
Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks og áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna í skóla- og frístundaráði, heldur erindið Sjónarhorn foreldris. VEL23060028
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:09
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Sara Björg Sigurðardóttir
Sabine Leskopf Helgi Áss Grétarsson
Trausti Breiðfjörð Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 9. júní 2023