Skóla- og frístundaráð
Ár 2023, 8. maí, var haldinn 252. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.15. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir (P), Helgi Áss Grétarsson (D), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S); Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Sigríður Björk Einarsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning og umræða um málefni barna af erlendum uppruna. SFS23050011
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Aleksandra Kozimala, Erla Guðrún Gísladóttir, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir og Salah Karim Mahmood taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata þakka fyrir upplýsandi kynningu á málefnum barna af erlendum uppruna. Meirihlutinn leggur mikla áherslu á þennan málaflokk með inngildingu að leiðarljósi. Vonir standa til að ágreiningur varðandi vanfjármögnun málaflokks úr Jöfnunarsjóði leysist til að styrkja þennan hóp eins og borgin hefur bæði metnað og þekkingu til. Starfið á skóla- og frístundasviði er stórbrotið, margþætt, fjölbreytt og leiðandi í sinni vinnu með fjöltyngd börn og þarfir þeirra með Velkomin í hverfið, stoðdeild Birtu, brúarsmiði, íslenskuverin og sérstaklega brúarbekkinn fyrir úkraínsku börnin. Mikilvægt er að styrkja börn með annað móðurmál í öllum grundvallarþáttum Menntastefnunnar sem eru félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði.
Kl. 13.40 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum.
Kl. 14.50 víkur Frans Páll Sigurðsson af fundinum.
-
Lögð fram Skýrsla starfshóps um aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi, dags. í desember 2022.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að vinna kostnaðarmat og áætlun um forgangsröðun vegna tillagna starfshóps um aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi.
Samþykkt. SFS22080225
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Aleksandra Kozimala og Helga Ágústsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata þakka fyrir umfangsmikla og vandaða vinnu starfshópsins sem tóku ítarlegt samtal við bæði fagfólk í skólunum og þeim sem hafa persónulega þekkingu og reynslu af rasisma í skólaumhverfi, eins og Antirasistar og fulltrúar frá Ofbeldisvarnaskólanum. Tillögurnar eru til þess fallnar að sporna gegn rasisma í skólaumhverfinu og eru grundvallarviðmið um það hvernig við viljum stuðla að sem bestu umhverfi fyrir öll börn og starfsmenn sem með þeim starfa, ásamt fjölskyldum þeirra. Menntastefna Reykjavíkur leggur höfuðáherslu á að allir geti látið draumana rætast og rasismi verður ekki liðinn.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir skýrslu starfshópsins. Ljóst er að fara þarf í það að móta og setja fram skýrar verklagsreglur við rasisma þannig að þær séu til staðar í skólum og frístundastarfi. Börn sem verða fyrir barðinu á rasisma eiga ekki að þurfa að takast á við það ein. Það á ekki að lenda á þeim né foreldrum að takast á við slíkt. Tillagan fól m.a. í sér að mótaðar yrðu verklagsreglur um rasisma sem á sér stað í skólum og frístundastarfi. Á sama tíma og þakkað er fyrir skýrsluna, er mikilvægt að tryggt sé að slíkar verklagsreglur séu til staðar en þær er ekki að finna hér. Langur tími hefur farið í að bíða eftir þeim verklagsreglum og ljóst er að sá tími mun lengjast. Fulltrúi Sósíalista telur að vinna þurfi með skýringarmyndirnar um rasísk atvik í grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð. Skerpa þarf þar á viðbrögðum þannig að það sé alveg ljóst hvernig eigi að bregðast við. Skýringarmyndirnar eru góður grunnur fyrir viðbragðsreglur.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um Útilífsborgina, greiningu á tækifærum til samþættingar á útilífstengdri starfsemi menningar- og íþróttasviðs og skóla- og frístundasviðs. SFS23050012
Atli Steinn Árnason, Eiríkur Björn Björgvinsson og Logi Sigurfinnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Pírata þakkar fyrir upplýsandi kynningu um útilífsborgina. Mikil sóknafæri liggja til grundvallar í samþættingunni við mannauð, þekkingarmiðlun og nýtingu tækja og tóla við að efla skóla- og frístundastarf í borginni samhliða því að draga fram gæði útvistarborgarinnar, gera hana sýnilegri borgarbúum, gestum og ferðamönnum.
-
Lögð fram skýrslan Framtíðarskipan skóla í Austurbæ: Mat á kostnaði fimm sviðsmynda, áhættumat, styrkleika- og tækifæramat, dags. í júní 2022 ásamt skýrslunni Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs: Austurbæjarskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Vörðuskóli, Draumaland, Halastjarna og Eldflaugin, 105, Gleðibankinn og 100og1, dags. 2021 og minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. nóvember 2022, um umsagnir hagaðila um tillögur starfshóps um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Vörðuskóla, Draumalands, Halastjörnunnar, Eldflaugarinnar, 105, Gleðibankans og 100og1. SFS22020011
Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkar meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Pírata fyrir góða kynningu og faglega framsetningu á þeirri vinnu sem liggur að baki fjármála- og áhættugreiningu þeirra fimm tillagna sem fram koma í sviðsmyndagreiningunni um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla. Samhliða hefur umfangsmikið og mikilvægt samtal átt sér stað innan skólasamfélagsins, frístundaaðila, foreldra og barna í hverfunum. Það er vilji fulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Pírata að farsæl lausn finnist á framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í hverfunum með hliðsjón af íbúaþróun, samnýtingu húsnæðis og mannvirkja í anda Græna plansins, skynsamlegri ráðstöfun fjármuna og faglegum sjónarmiðum kennslu.
Kl. 16.05 víkur Soffía Pálsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. apríl 2023, um endurnýjun á samstarfssamningi við Móðurmál – samtök um tvítyngi ásamt samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs og samtakanna Móðurmáls.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS23030098
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. maí 2023:
Lagt er til að sett verði viðmið um hámarksfjölda nemenda með lögheimili í Reykjavík, hér eftir reykvískra nemenda, sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt starfandi grunnskóla utan Reykjavíkur skólaárið 2023-2024 til samræmis við eftirfarandi: Waldorfskólinn Lækjarbotnum; 74 reykvískir nemendur. Alþjóðaskólinn á Íslandi; 30 reykvískir nemendur. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ og Hafnarfirði; 8 reykvískir nemendur. Grunnskólinn NÚ, Framsýn; 20 reykvískir nemendur. Ákvörðun um viðmið verði tímabundin og gildi til 1. júlí 2024, fyrir þann tíma verði tekin ákvörðun um framlengingu eða endurskoðun á fyrirkomulaginu. Með samþykkt viðmiða um hámarksfjölda er ekki fallið frá óskilyrtum rétti sveitarfélagsins til að synja einstaka umsóknum foreldra um skólavist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags. Gerður er fyrirvari af hálfu Reykjavíkurborgar um að fjárveitingar skóla- og frístundasviðs eru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir skv. fjárhagsáætlun á hverju ári.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. Vísað til borgarráðs. SFS22040100
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. apríl 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um samtal við börn sem eru á biðlista eftir fagþjónustu hjá skólaþjónustunni og foreldra þeirra, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. mars 2022. MSS22030042
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 25. apríl 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um öryggismál, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. mars 2023. MSS23030011
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. apríl 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgang forsjáraðila utan lögheimilis barns að upplýsingum úr skólakerfinu, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2022. SFS22060269
Fylgigögn
-
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. apríl 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði varðandi biðlista í íslenskuver, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2023. MSS23030225
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. maí 2023, um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sjö mál. SFS22080009
Kl. 16.32 víkja Guðrún Jóna Thorarensen og Linda Ósk Sigurðardóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á síðasta fundi ráðsins 24. apríl sl. lögðum við fram fyrirspurn um stöðu biðlista, sundurliðað eftir leikskólum, og fleiri atriði sem vörðuðu stöðu leikskólamála í Reykjavík. Fyrirspurninni er enn ósvarað. Þetta sætir furðu í ljósi þess að svokallaðri seinni úthlutun í leikskóla lauk 17. apríl sl. og vitað er að margir aðstandendur barna á leikskólaaldri eru afar óánægðir með stöðu umsókna sinna barna um leikskólapláss í Reykjavík. Þessi skortur á upplýsingagjöf er óviðunandi og er þess eindregið óskað að þær upplýsingar sem beðið var um í áðurnefndri fyrirspurn frá 24. apríl sl., verði sendar sem fyrst á kjörna fulltrúa í ráðinu og settar á dagskrá næsta reglulegs fundar skóla- og frístundaráðs.
SFS23040101
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á dagskrárliðnum embættisafgreiðsla hér á fundinum í dag, 8. maí, er ráðning leik- og grunnskólastjóra. Um er að ræða tvær stöður leikskólastjóra og tvær stöður grunnskólastjóra. Enginn rökstuðningur fylgir þessum ráðningum eingöngu upplýst um hverjir fengu þessar stöður. Þá fylgdu heldur ekki umsagnir frá foreldra- og skólaráðum varðandi þessar ráðningar. Skóla- og frístundaráð fékk heldur ekki upplýsingar um þessar ráðningar fyrr en eftir að þær voru gerðar opinberar sem er óásættanlegt þar sem ráðið ber ábyrgð á skólastarfi í borginni. Hér er því ekki um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu að ræða. Í ljósi ofangreinds er óskað eftir því að þessar ráðningar með rökstuðningi verði settar á dagskrá næsta reglulegs fundar skóla- og frístundaráðs. Sömuleiðis verði sett á dagskrá til afgreiðslu tillaga okkar sjálfstæðismanna sem lögð var fyrir ráðið í febrúar síðastliðnum um að verklag við ráðningar æðstu stjórnenda í borgarreknum grunn- og leikskólum verði tekið til endurskoðunar.
SFS23050033
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir tölfræðilegum gögnum um fjölda ofbeldismála gagnvart börnum í leikskólum innan Reykjavíkur. Tölfræðin sé sundurliðuð eftir ári, síðustu fimm ár og jafnframt komi fram fjöldi ofbeldismála eftir því hvort þau eiga sér stað í sjálfstætt reknum leikskólum eða borgarreknum leikskólum.
SFS23050027
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Starfshópur, sem falið var að vinna aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi, skilaði vinnu sinni um miðjan janúar til framkvæmdastjórnar skóla- og frístundasviðs. Í kjölfarið var þeirri vinnu skilað til umsagnar hjá skólastjórafélaginu og kennarafélaginu áður en það fór fyrir skóla- og frístundaráð. Er sérþekking á þessum málaflokki innan skólastjórafélags og/eða kennarafélags? Hafa samtök foreldra komið að þessari vinnu? Hafa fjölskyldur/þolendur með reynslu af kynþáttafordómum í skólakerfinu komið að þessari vinnu? Ætlar ráðið ekki að fá fagaðila með sérþekkingu á þessum málaflokki kynþáttafordómum, til að veita umsögn? Ætlar ráðið ekki að fá fjölskyldur/þolendur með reynslu af kynþáttafordómum í skólakerfinu til að veita umsögn?
SFS22080225
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir svari við því hvenær fullbúnar verklagsreglur verða tilbúnar sem bregðast við rasisma í skóla- og frístundastarfi. Á fundi skóla- og frístundaráðs var kynnt skýrsla um þá tillögu þar sem fram kom góð umfjöllun um málið og fjallað um mikilvægi verklagsreglna. Á meðan að skýrslan var mjög góð er ekki að sjá að fullmótaðar og skýrar verklagsreglur hafi þar verið settar fram. Því er óskað svara við því hvenær þess sé að vænta og hvar sú vinna muni fara fram, þ.e.a.s hver eða hvaða svið innan borgarinnar komi að því að skrifa verklagsreglurnar?
SFS22080225
Fundi slitið kl. 16:37
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf Sara Björg Sigurðardóttir
Trausti Breiðfjörð Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 8. maí 2023