Skóla- og frístundaráð
Ár 2023, 20. febrúar, var haldinn 247. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.17.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Rannveig Ernudóttir (P), Sabine Leskopf (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir (D). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Áslaug Björk Eggertsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Eygló Traustadóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2023, um að Birna Hafstein taki sæti sem varamaður í skóla- og frístundaráði í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060048
Kl. 13.20 tekur Fríða Bjarney Jónsdóttir sæti á fundinum.
Kl. 13.26 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um vinnusmiðjur um innleiðingu farsældarlaganna, Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Betri borgar fyrir börn. VEL23020038
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar fagna framtaki og forystu af hálfu stjórnsýslu og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við vinnusmiðjur um innleiðingu farsældarlaganna, Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Betri borgar fyrir börn. Farsældarlögin og BBB verkefnið eru þungamiðja í að öll börn fái menntun við hæfi og að menntastefnan komist til framkvæmda. Það er lykilatriðið í framgangi og stefnumótun á því starfi að styrkja sameiginlega sýn allra þeirra sem vinna með börn á leik- og grunnskólaaldri og að öll vinni að sameiginlegri framtíðarsýn menntastefnunnar.
-
Fram fer kynning og umræða um nýsköpunarskólann Víkurskóla – kynning. SFS23020086
Þuríður Óttarsdóttir og Stefán Örn Kárason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Víkurskóli hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020 og er nýr grunnskóli í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 8. - 10. bekk sem hafa sótt skóla í Borga- og Engjaskóla. Víkurskóli er með sérstaka áherslu á nýsköpun en mikilvægi nýsköpunarstarfs í skólum er grunnurinn í menntastefnu Reykjavíkurborgar. Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði lýsa yfir ánægju með starfið sem hefur farið í gang með gleði, fjölbreytileika og sköpunarkraft að leiðarljósi. Starfið byggir einnig á nánu samtali við grunnskólaskrifstofu sem og NýMið, Nýsköpunarmiðju menntamála, sem hafa það hlutverk að veita starfsstöðum skóla- og frístundasviðs stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðla að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veita stuðning við þróun og nýsköpun í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi.
Kl. 14.30 víkur Fríða Bjarney Jónsdóttir af fundinum.
Kl. 14.35 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. febrúar 2023:
Lagt er til að leikskólagjöld verði felld niður vegna barna sem ekki sækja leikskóla á eftirfarandi tímabilum: Alla virka daga í dymbilviku (síðustu vikunni fyrir páska) og alla virka daga í öðru hvoru eða báðum vetrarleyfum grunnskóla (samkvæmt samþykktu skóladagatali vegna grunnskóla Reykjavíkurborgar), enda hafa foreldrar sótt um niðurfellingu fyrir tilgreindan umsóknarfrest. Reglum um leikskólaþjónustu verði breytt til samræmis við framangreint.
Greinargerð fylgir.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að tillögu um niðurfellingu leikskólagjalda vegna barna sem eru í leyfi í dymbilviku og vetrarfríum grunnskóla verði vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Samþykkt. SFS23020056
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar telja að með þessu sé stigið skref til að koma til móts við kennara og starfsfólk við mönnun leikskóla borgarinnar. Eins getur þetta spornað við flótta kennara úr leikskólunum yfir í grunnskólana. Eins fá stjórnendur á leikskólum aukinn sveigjanleika bæði til að manna rétt þá daga sem foreldrar ákveða að hafa börn sín heima þegar niðurfelling leikskólagjalda er í boði, og koma á móts við starfsfólk sitt í styttingu vinnuvikunnar.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að falla frá gjöldum fyrir þau börn sem taka sér frí frá leikskólum í dymbilviku, vetrarfríum grunnskóla og milli jóla og nýárs. Fulltrúi Sósíalista gerir athugasemdir við þau skilyrði að foreldrar verði að taka sér frí alla virku dagana til að fá niðurfellingu leikskólagjalda. Foreldrum ætti einnig að vera veittur kostur á niðurfellingu gjalda á þeim dögum sem þau ráða við að taka sér frí á.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. febrúar 2023, um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu ásamt greinargerð og reglum um leikskólaþjónustu með fyrirhuguðum breytingum og núgildandi reglum um leikskólaþjónustu.
Frestað. SFS23020056Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að verklag við ráðningar æðstu stjórnenda í borgarreknum grunn- og leikskólum verði tekið til endurskoðunar, m.a. í því skyni að auka gegnsæi með hvaða hætti stöður eru auglýstar, hverjir sækja um slíkar stöður og með hvaða hætti upplýsingar séu veittar kjörnum fulltrúum um ráðningar í slíkar stöður.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ráðningar æðstu stjórnenda í borgarreknum grunn- og leikskólum er vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
Samþykkt. SFS23020089
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 25. janúar 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda leikskólakennara og leikskólastjóra sem hafa sagt upp störfum eða voru í langtímaveikindaleyfi árið 2022, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 21. nóvember 2022. SFS22110188
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði leggja mikla áherslu á að halda áfram þeirri vinnu sem fram hefur farið til að bæta starfsumhverfið í leikskólum til að styðja við stjórnendur og vinna gegn langtímaveikindum starfsfólks leikskólanna.
Kl. 15.30 víkur Ragnheiður E. Stefánsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum í skóla- og frístundaráði um matarmál leikskóla, sbr. 23. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 16. janúar 2023. SFS23010092
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. janúar 2023, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kostnað við viðburði, skemmtanir og ferðir á vegum grunnskóla, sbr. 22. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 16. janúar 2023. SFS23010091
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í minnisblaði sviðsstjórans hefur verið fylgst með kostnaði fjölskyldna vegna viðburða á vegum skólanna í nokkur ár. Einnig kemur fram að ávallt er leitast við að allir nemendur sem hafa áhuga geti tekið þátt óháð efnahag foreldra og kemur það til af samstarfi starfsfólks skólanna og foreldrafélaganna.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um móttökudeildina Birtu, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. janúar 2023. MSS23010258
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú stendur yfir úttekt á stoðdeildinni Birtu sem er móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd. Allar kynningar í nefndum og ráðum hingað til gefa til kynna að þjónustan við þennan viðkvæmasta hóp barna hefur verið stórkostlega bætt. Álagið hefur verið gífurlegt þar sem þróun í málefnum flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið með algerlega ófyrirsjáanlega aukningu einmitt á starfstímabili tilraunaverkefnisins. Ráðið mun fá úttektina til kynningar um leið og hún liggur fyrir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um biðlista flóttabarna eftir skólavist, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. janúar 2023. MSS23010254
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs lýsa yfir mikilli ánægju með úrvinnslu þessara mála. Umsókn í grunnskóla og móttökuferli tekur yfirleitt ekki nema nokkra daga. Frá því að umsókn berst til deildarstjóra stoðdeildar Birtu er afgreiðslan yfirleitt um tveir til þrír dagar, en það fer eftir túlkaþjónustu. Þann 3. febrúar 2023 voru samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðateymi Reykjavíkur engin börn í umsóknarferli um alþjóðlega vernd að bíða eftir skólavist. Það eru hins vegar börn sem eru í þjónustu hjá Vinnumálastofnun sem eru að bíða eftir að komast í grunnskóla í Reykjavík þar sem afgreiðsla hjá Vinnumálastofnun ríkisins hefur dregist aðeins síðustu vikurnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. janúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks Fólksins í borgarráði um árangursmælingar á sérkennslu í grunnskólum, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. október 2022. MSS22100260
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs, dags. 9. febrúar 2023, um embættisafgreiðslu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eitt mál. SFS22080009
Kl. 15.47 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:50
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Guðný Maja Riba
Helgi Áss Grétarsson Rannveig Ernudóttir
Sabine Leskopf Trausti Breiðfjörð Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Skóla- og frístundaráð 20.2.2023 - Prentvæn útgáfa