Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 246

Skóla- og frístundaráð

Ár 2023, 15. febrúar, var haldinn 246. fundur skóla- og frístundaráðs og 446. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.10. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd skóla- og frístundaráðs: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Birna Hafstein (D), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Rannveig Ernudóttir (P), Sabine Leskopf (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi  fyrir hönd velferðarráðs: Heiða Björg Hilmisdóttir (S), Helga Þórðardóttir (F), Magnea Gná Jóhannsdóttir (B), Magnús Davíð Norðdahl (P), Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (D), Sanna Magdalena Mörtudóttir (J) og Þorvaldur Daníelsson (B). Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn: Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Dís Sigurgeirsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Hulda Björk Finnsdóttir og Randver Kári Randversson.  Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum, Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Auk þeirra tóku eftirtaldir starfsmenn Reykjavíkurborgar sæti á fundinum með rafrænum hætti: Atli Steinn Árnason, Bára Birgisdóttir, Elísabet Helga Pálmadóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðrún Kaldal, Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Helgi Hjartarson, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg Kristleifsdóttir, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, Kristinn J. Reimarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Soffía Pálsdóttir, Stefanía Helga Ásmundsdóttir, Styrmir Erlingsson, Svandís Egilsdóttir, Þóranna Rósa Ólafsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á sýningunni Betri borg fyrir börn. VEL23020044.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði og velferðaráði fagna innilega þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í innleiðingu Farsældarlaganna. Með verkefninu Betri borg fyrir börn hafa verið tekin stór og mikilvæg skref í átt að því að þjónusta börnin í borginni betur og við þökkum þeim sem hafa starfað að þessu verkefni kærlega fyrir framúrskarandi starf. Við væntum mikils af framhaldinu og viljum áfram leggja ríka áherslu á starfið. Það á að vera gott að vera barn í Reykjavík.

  2. Fram fer kynning á niðurstöðu Bloomberg-verkefnisins, endurskoðun verkferla í skólaþjónustu. VEL23020037. 

    Orri Freyr Rúnarsson og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Fram fer kynning á stöðu starfshópa Ísaks. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. febrúar 2023, um stöðu starfshópa Ísaks sem stofnaðir voru út frá tillögum stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir. VEL23020034.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Árið 2021 voru samþykktar sex tillögur sem stýrihópur lagði til um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir. Myndaðir voru starfshópar Ísaks.
    Tillaga 2 var að óska eftir 140 m.kr. til að mæta kostnaði vegna tímabundinna stöðugilda sálfræðinga.  Ekki tókst að nýta rúmar 80 m.kr. þótt vandinn hafi verið rakinn til skorts á fjármagni. Nú er óljóst hvort velferðarsvið hafi misst ónýtt fjármagn því ekki er víst hvort hægt sé að færa það á þetta ár. Það skortir ekki sálfræðinga, þeir fást einfaldlega ekki til starfa  fyrir borgina. Það skal ekki undra því  gengið var fram af hörku í síðustu samningaviðræðum við sálfræðinga og reynt að klípa af þeim launuð réttindi sem þeir höfðu barist fyrir áratugum saman. Biðlistinn er nú 2292 börn og meira en helmingur bíður eftir sálfræðingum. Innleiðing BBB er óþarflega flókið ferli. Stofnaðir voru stýri- og starfshópar með allt of mörgum aðilum með tilheyrandi fundaálagi. Skortur er á skilvirkni í ferlinu og árangur því ekki í samræmi við áætlun. Foreldrar hafa ekki verið spurðir álits. Foreldrar 120 barna voru sendir á HAM eins og það muni leysa tilfinningavanda barna þeirra. Áfram eru allir sérfræðingar staðsettir í miðstöðvum Reykjavíkurborgar en ekki í skólum borgarinnar.

    -    Kl. 14.22 víkur Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á stöðu innleiðingar verkefnisins Betri borg fyrir börn. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. febrúar 2023, um stöðu innleiðingar verkefnisins Betri borg fyrir börn, markvissara samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í öll þjónustuhverfi borgarinnar ásamt samningi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar og framkvæmdar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, dags. 3. mars 2022. VEL23020033. 

    Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
    Verkefninu Betri borg fyrir börn er ætlað að samþætta skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu til að þjónustan nýtist sem best börnum og fjölskyldum þeirra. Fulltrúar sósíalista árétta mikilvægi þess að hlúa vel að aðbúnaði og kjörum starfsfólks sem veitir umrædda þjónustu og að mönnunarvandinn verði leystur með öllum ráðum. Auk þess verður fjármagn að aukast í takt við fjölgun barna í hverfum. Mikilvægt er að skóla- og frístundaþjónusta og velferðaþjónusta sé samþætt, enda á Reykjavíkurborg að vinna í heild sinni að hag barna. Hér þarf einnig að taka inn stærra samhengið en á síðustu árum hefur fjölda barna sem búa við ótryggar aðstæður fjölgað. Aðgengi að öruggu húsnæði fellur undir velferðarþjónustu og biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa lengst og húsnæðisaðstæður marga barna eru mjög ótryggar á þeim leigumarkaði sem blasir við okkur í dag. Öruggt húsnæði er grunnur að velferð 153 barnafjölskyldur og 260 börn bjuggu við ótryggar húsnæðisaðstæður þann 1. desember 2019. Þann 1. desember 2022 bjuggu 206 barnafjölskyldur við ótryggar húsnæðisaðstæður og fjöldi barna í slíkum aðstæðum 411. Gott er að samþætta þjónustu borgarinnar en hún mun ekki i nýtast öllum börnum á meðan að ekki er hugað að grunninum sem er m.a. öruggt húsnæði.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innleiðing á verkefninu Betri borg hefur tafist von úr viti. Það er ekki að undra ef horft er til þess flókna ferlis sem farið var í. Á meðan hefur biðlisti barna stöðugt lengst. Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Segir í gögnum að „lausnarteymi” hafi leitt til þess að færri beiðnir berast til miðstöðva en þar eru allir sálfræðingarnir staddir. Segir “þar með minnkar t.d. þörf á erindum til sálfræðings”. Lausnateymin vinna ekki með börnunum, aðeins starfsfólki og reynt er að valdefla það. Er það nokkur furða að biðlistar lengist? Ferli Betri borgar fyrir börn: Skipaðir voru fimm starfshópar til að koma verkefninu af stað. Skipaður var eigendahópur verkefnisins með sviðsstjórum, formanni verkefnastjórnar og fulltrúa miðstöðva. Settur var á laggirnar stýrihópur innleiðingar. Skipaðar voru verkefnisstjórnir BBB á hverri miðstöð sem samanstóðu af röð stjórnenda með hina ýmsu titla. Og öll þessi hersing var svo í samvinnu við ÞON. Hvar er skilvirknin í þessu öllu? Starfsfólk er sagt ánægt. Því er sinnt af lausnateymum og deildir eru sagðar  ánægðar. Skilvirkni er lítil sem engin enda viðurkennt að þetta reyndist allt þyngra en reiknað var með og að fundarálag  mikið. Hvað með foreldra barna sem bíða, eru þeir ánægðir?

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á vinnusmiðjum um innleiðingu farsældarlaganna, Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Betri borg fyrir börn. VEL23020038. 

Fundi slitið kl. 15:00

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Birna Hafstein

Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson

Rannveig Ernudóttir Sabine Leskopf

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Skóla- og frístundaráð 15.2.2023 - Prentvæn útgáfa