Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 238

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 3. október, var haldinn 238. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.30.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Ásta Björg Björgvinsdóttir (B), Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Líf Magneudóttir (V) og Marta Guðjónsdóttir (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Áslaug Björk Eggertsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram skýrslan Klettaskóli: Greining á starfsemi Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju, dags. í ágúst 2022. SFS22090172 

    Róbert Ragnarsson og Freyja Sigurgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 13.35 taka Linda Ósk Sigurðardóttir og Atli Steinn Árnason sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs ásamt skýrslunni Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi, ódags: 

    Sviðsstjóri, fyrir hönd skóla- og frístundasviðs, leggur til að sviðsmynd I í skýrslu starfshóps um framtíðarsýn skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi verði fyrir valinu til að móta skóla- og frístundastarf í Laugardalnum til framtíðar.

    Greinargerð fylgir. 

    Samþykkt. Skóla- og og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá. Vísað til borgarráðs. SFS22020010

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn fagnar þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stöðu skóla- og frístundamála í Laugardalnum. Lögð hefur verið áhersla á að sátt ríki um þá ákvörðun sem skóla- og frístundaráð hefur tekið eftir þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn. Eftir umfangsmikla sviðsmyndagreiningu, þar sem settar voru fram þrjár sviðsmyndir, var skóla- og frístundaráði falið að taka afstöðu um hvaða sviðsmynd myndi styðja best við skóla- og frístundastarf í Laugarnes- og Langholtshverfi. Hefur ráðið ákveðið að sviðsmynd 1 sé best til þess fallin. Með þessari ákvörðun telur skóla- og frístundasvið að halda megi áfram að byggja upp farsælt skólastarf í hverfinu.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er ástæða til að fagna því að ákvörðun hefur verið tekin um hvernig byggja eigi upp framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja þá sviðsmynd sem orðið hefur fyrir valinu, þ.e. að byggja við þá skóla sem fyrir eru í hverfinu, Laugarnesskóla, Laugarlækjarskóla og Langholtsskóla. Hæg viðbrögð borgarinnar í þessum málefnum verða hins vegar að teljast ámælisverð, svo sem ráða má af máli þeirra sem staðið hafa að undirskriftasöfnuninni „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“ en í áskorun forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar kom m.a. eftirfarandi fram: „Undanfarinn áratug hefur stóraukinn nemendafjöldi þrengt sífellt meir að starfi Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla og er nú svo komið að aðstaða nemenda og starfsfólks er komin langt fram yfir þolmörk.“ Full þörf er á því að lærdómur sé dreginn af þeim seinagangi sem þetta mál hefur einkennst af.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er léttir að loksins hafi verið tekin ákvörðun í skóla- og frístundaráði um framtíð skólastarfs í Laugardalnum. Öllum þremur tillögunum fylgdu kostir og gallar og allar krefjast þær mikillar samhæfingar og samtals ólíkra sviða og skólasamfélagsins á hverjum stað svo framkvæmdin verði farsæl til langrar framtíðar. Hjáseta Vinstri grænna í þessu máli felur ekki sér andstöðu við þá tillögu sem varð fyrir valinu og von um að hún njóti víðtækrar samstöðu í nútíð og tugi ára fram í tímann. 

    Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur fagnar því að niðurstaða hefur fengist um framtíðarsýn skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Hér er verið að tryggja óbreytt farsælt skóla- og frístundastarf og brag í hverfunum en jafnframt að farið verði í þá vegferð að byggja við skólanna eftir þeim þörfum sem við á. Áheyrnarfulltrúi ítrekar mikilvægi þess að viðunandi aðstaða verði tryggð fyrir frístundaheimilis- og félagsmiðstöðvastarf í Laugarnes- og Langholtshverfi í þeirri vinnu sem framundan er. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 5. september 2022: 

    Lagt er til að málefni skólamunasafns sem staðsett hefur verið í risi Austurbæjarskóla verði á dagskrá næsta reglulegs fundar skóla- og frístundaráðs.

    Samþykkt. SFS22090034
     

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning og umræða um málefni skólamunasafns Austurbæjarskóla. SFS22090034 

    Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Austurbæjarskóli á sér langa og merkilega sögu í skólasögu Reykjavíkur og því telur ráðið það farsæla lendingu að fá inn fagfólk frá Borgarsögusafni til að meta, yfirfara og grisja muni skólamunasafnsins einmitt til að tryggja að þeir munir sem hafa sögulegt gildi glatist ekki heldur fá viðeigandi varðveislu. Fjölbreytt eru verkefni skóla- og frístundasviðs en að reka og hýsa söfn er ekki eitt af verkefnum þess. Ráðið telur engu að síður mikilvægt að halda munum með skólamenningarlegt gildi til haga og treystir Borgarsögusafni til að leiða það verkefni til lykta.

    -    Kl. 15.30 víkur Frans Páll Sigurðsson af fundinum. 

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 5. september 2022: 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að leyst verði úr þeim hnút sem Skólamunasafnið er í og fundinn verði hið fyrsta varanlegur staður fyrir safnið sem er aðgengilegur öllu fólki. Það þarf að standa vörð um safnkostinn og þá merkilegu sögu sem hann hefur að segja og virða það merka hugsjónastarf sem þessi söfnun er.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS22090014 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Austurbæjarskóli á sér langa og merkilega sögu í skólasögu Reykjavíkur og því telur ráðið það farsæla lendingu að fá inn fagfólk frá Borgarsögusafni til að meta, yfirfara og grisja muni skólamunasafnsins einmitt til að tryggja að þeir munir sem hafa sögulegt gildi glatist ekki heldur fá viðeigandi varðveislu. Fjölbreytt eru verkefni skóla- og frístundasviðs en að reka og hýsa söfn er ekki eitt af verkefnum þess. Ráðið telur engu að síður mikilvægt að halda munum með skólamenningarlegt gildi til haga og treystir Borgarsögusafni til að leiða það verkefni til lykta.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var á fundi borgarráðs 15. september 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs: 

    Um árabil hefur merkum munum úr skólastarfi í Reykjavík verið safnað saman til varðveislu í svonefndri skólamunastofu, sem staðsett er í risi Austurbæjarskóla. Hollvinafélag skólans hefur annast varðveislu gripanna og sýningarhald á þeim í sjálfboðavinnu. Lagt er til að horfið verði frá þeim áformum að leggja skólamunastofuna niður. Þess í stað verði framtíð hennar tryggð, helst í núverandi húsnæði í risi Austurbæjarskóla en annars í öðru hentugu húsnæði á vegum skóla- og frístundasviðs eða Borgarsögusafns Reykjavíkur. 

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá. SFS22060127

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Austurbæjarskóli á sér langa og merkilega sögu í skólasögu Reykjavíkur og því telur ráðið það farsæla lendingu að fá inn fagfólk frá Borgarsögusafni til að meta, yfirfara og grisja muni skólamunasafnsins einmitt til að tryggja að þeir munir sem hafa sögulegt gildi glatist ekki heldur fá viðeigandi varðveislu. Fjölbreytt eru verkefni skóla- og frístundasviðs en að reka og hýsa söfn er ekki eitt af verkefnum þess. Ráðið telur engu að síður mikilvægt að halda munum með skólamenningarlegt gildi til haga og treystir Borgarsögusafni til að leiða það verkefni til lykta.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að tillögunni sé vísað frá. Hér er verið að leggja til að framtíð skólamunasafnsins verði tryggð til framtíðar enda samanstendur safnkosturinn af merkum munum úr skólastarfi í Reykjavík. Betri bragur hefði verið á því að vísa málinu til borgarráðs til endanlegrar ákvörðunar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka að mikilvægt er að málefni safnsins verði unnin í fullu samráði við Hollvinasamtökin hvað varðar framtíð safnsins.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem var á fundi borgarráðs 15. september 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs: 

    Til stendur að leggja niður Skólamunastofu Austurbæjarskóla, sem varðveitir sögu skólans með hinum ýmsu munum. Hollvinafélag Austurbæjarskóla hefur barist fyrir að halda stofunni lifandi. Lagt er til að hætt verði við þessi áform og ákvörðunin endurskoðuð. Hér er um að ræða vanhugsað skref sem einkennist af geðþóttaákvörðun eftir því sem séð verður. Þess utan er þetta í hrópandi mótsögn við auglýsingu um stöðu skólastjóra Austurbæjarskóla. Þar stóð einmitt að leitað væri að einstaklingi sem gæti leitt starfið inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð. Hverju má það sæta, að skólastjórinn skuli ekki sporna við fæti hér?

    Greinargerð fylgir. 

    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. SFS22060127

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Austurbæjarskóli á sér langa og merkilega sögu í skólasögu Reykjavíkur og því telur ráðið það farsæla lendingu að fá inn fagfólk frá Borgarsögusafni til að meta, yfirfara og grisja muni skólamunasafnsins einmitt til að tryggja að þeir munir sem hafa sögulegt gildi glatist ekki heldur fá viðeigandi varðveislu. Fjölbreytt eru verkefni skóla- og frístundasviðs en að reka og hýsa söfn er ekki eitt af verkefnum þess. Ráðið telur engu að síður mikilvægt að halda munum með skólamenningarlegt gildi til haga og treystir Borgarsögusafni til að leiða það verkefni til lykta.

    -    Kl. 15.45 víkur Soffía Pálsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 5. september 2022 ásamt umsögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2022:

    Lagt er til að börn í Staðahverfi í Grafarvogi haldi áfram að hafa forgang að plássum í leikskóla hverfisins (leikskóladeild), Bakka, og horfið verður frá áformum um að frá og með 1. janúar 2023 eigi börn í hverfinu að sækja leikskóla í öðru hverfi, leikskólanum Hömrum.

    Greinargerð fylgir. 

    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. SFS22080276 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Misskilnings hefur gætt í umræðunni en staðreyndin er sú að engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka Bakka og/eða að börn í hverfinu sæki leikskóla í öðru hverfi frá og með 1. janúar 2023. Horfið var frá þeirri hugmynd að færa börnin í Bakka yfir í Hamra í september sl. Verið er að skoða þrjár sviðsmyndir hjá skóla- og frístundasviði og stendur sú vinna ennþá yfir. Þær sviðsmyndir sem er verið að skoða eru eftirfarandi: 1. Að sjálfstætt starfandi leikskóli taki við húsnæði Bakka og hefji þar leikskólastarf. 2. Að leikskólinn Nes verði lagður af og leikskólarnir Hamrar og Bakki starfi í sitthvoru lagi. Leikskólastjóri yrði þá ráðin í Bakka og lagt yrði upp með að efla leikskólastarfið með fagfólki ásamt því að skoða möguleika á því að fjölga börnum í leikskólanum úr öðrum hverfum, sbr. Úlfarsárdal. 3. Að börnin í Bakka flytjist í aðra leikskóla og leikskólanum verði lokað. Húsnæðið yrði þá nýtt fyrir leikskóla sem þurfa á tímabundnu húsnæði að halda. Rétt er að benda á að börn úr hverfi fá aldrei forgang í sinn hverfisleikskóla heldur innritast börn í leikskóla eftir kennitölu og þá elstu börnin fyrst, nema þegar um forgangsumsókn er að ræða en um það gilda sérstakar reglur.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Staðahverfi í Grafarvogi mun síður blómstra til framtíðar litið ef hvorki leikskóli né grunnskóli eru starfræktir í hverfinu til að þjóna íbúum þess. Til þess verður einnig að líta að borgaryfirvöld hafa um langt árabil ekki viljað breyta skipulagi í því skyni að fjölga íbúum hverfisins en slíkt væri m.a. til þess fallið að styrkja forsendur fyrir starfrækslu skóla. Kjarni málsins við afgreiðslu þessarar tillögu er einfaldur, óviðunandi er að leikskóli starfi ekki í hverfinu. Sé slíkur leikskóli starfræktur þá leiða eðlisrök til þess að börn í hverfinu muni í raun og veru hafa forgang að plássum að þeim leikskóla. Umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september sl., varpar ljósi á þær sviðsmyndir sem taldar eru koma til greina og er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að grípa eigi til aðgerða til að tryggja leikskólastarfsemina fyrir íbúa hverfisins.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem var á fundi borgarráðs 8. september 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs:

    Flokkur fólksins leggur til að skóla- og frístundasvið fari í kraftmeiri aðgerðir í leikskólamálum. Það sem verið er að gera reynist vera hálfgert hálfkák, skilar ekki árangri nógu hratt. Þær 6 tillögur sem meirihlutinn lagði fram fyrir skemmstu duga ekki til. Hluti þeirra lýtur auk þess að framtíðarlausnum sem hjálpa ekki þeim foreldrum sem núna eru í vandræðum og komast ekki til vinnu af því að þeir fá ekki leikskólapláss fyrir börn sín. Það eru ekki aðeins foreldrar sem ekki komast til vinnu, börnin fá heldur ekki tækifæri til að hitta önnur börn. Leggjast þarf yfir þessi mál að nýju og finna alvöru lausnir og að það séu kynnt úrræði sem að virka núna en ekki á næsta ári. Horfa þarf út fyrir boxið. Foreldrar geta þegið margs konar aðstoð ýmist í formi styrkja eða sem dæmi að skipta leikskólaskólaplássi milli tveggja barna, allt eftir því sem foreldrar sjá sér hag í. Aðstæður fólks eru mismunandi. Allt er betra en ekki neitt. Finna þarf leiðir til að nýta innviðina og mannauðinn en ekki bara bíða eftir að nýir skólar verði byggðir og að nýtt starfsfólk verði ráðið. Það þarf að vinna hratt og gera betur.

    Tillagan er felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. MSS22090035

    -    Kl. 15.58 víkur Líf Magneudóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 14. júní 2022:

    Lagt er til að skoðað verði að hætta með stimpilklukkur í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með því verður komið til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma.

    Tillögunni er vísað til borgarráðs. SFS22060089 

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem var á fundi borgarráðs 31. mars 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. ágúst 2022: 

    Tillaga um að hætt verði að framkvæma hin svokölluðu píp-próf í íþróttakennslu. Dæmi eru um að börn hafi ofreynt sig í ákafa um að reyna að standa sig vel á svokölluðum píp-prófum í íþróttakennslu í grunnskólum. Mörg börn upplifa vanlíðan og kvíða fyrir umræddum prófum og á meðan á þeim stendur. Þá upplifa mörg börn það sem niðurlægingu þegar þau detta út úr píp-prófunum í viðurvist skólafélaga sinna. Um þetta hefur umboðsmaður barna tjáð sig, m.a. í bréfi til mennta- og barnamálaráðherra. Píp-próf eru þol- og hlaupapróf sem framkvæmd eru þannig að nemendur hlaupa fram og til baka í íþróttasal skólans þar sem tíminn milli lota er stöðugt styttur. Þeir sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskildum tíma verða að setjast niður og fylgjast með þar til aðeins einn stendur eftir. Það skal nefnt að próf þessi eru ekki notuð í öllum skólum. Þessi próf valda mörgum börnum kvíða og eru letjandi í stað hvetjandi. Börn eiga að fá tækifæri til að stunda hreyfingu á eigin forsendum. Í þessu máli verður Reykjavíkurborg og skóla- og frístundasvið að beita sér enda skal ávallt hafa hagsmuni barna að leiðarljósi í hvívetna.

    Frestað. MSS22030283

    Fylgigögn

  12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2022, um yfirlit yfir starfandi starfshópa skóla- og frístundasviðs og erindisbréf nýrra starfshópa. SFS2202003

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2022. SFS22090134

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. september 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við rekstur leikskólakerfa og samþættingu þeirra, sbr. 26. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 5. september 2022. SFS22090035

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ástæður þess að málefni skólamunasafns var ekki á dagskrá skóla- og frístundaráðs, sbr. 15. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2022. SFS22090034

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. september 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um rafræna þjónustu í leikskólamálum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst 2022. MSS22080056

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. september 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum um íþróttaæfingar íþróttafélaga á leikskólatíma gegn greiðslu, sbr. 14. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2022. SFS22090127

    Fylgigögn

  18. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS22050155

    Lögð fram svohljóðandi bókun skóla- og frístundaráðs:

    Skóla- og frístundaráð þakkar Guðrúnu Gunnarsdóttur áheyrnarfulltrúa leikskólastjórnenda fyrir farsælt og gott samstarf um árabil.

  19. Áheyrnarfulltrúar starfsfólks í leikskólum og leikskólastjóra leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna leikskólinn Brákarborg var opnaður áður en hann var tilbúinn og hvernig skóla- og frístundasvið ætlar að koma til móts við starfsfólk sem hefur unnið undir ómanneskjulegum aðstæðum um leið og þau hafa verið að aðlaga inn börn og sinnt daglegum rekstri. Vinnuaðstæður barna og starfsfólks í Brákarborg eru algjörlega óviðunandi. Það er ólíðandi að starfsfólki og börnum í leikskólum sé ítrekað boðið upp á óviðunandi vinnuaðstöðu í lok breytinga á leikskólahúsnæði hvort sem er eftir viðgerðir vegna myglu eða reglubundins viðhalds. 

    SFS22100008

  20. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir að listi verði lagður fram á næsta skóla- og frístundaráðsfundi yfir þá skóla og leikskóla þar sem rakaskemmdir og mygla hefur komið upp á þessu ári. Jafnframt er óskað eftir að upplýsingar verði lagðar fram um stöðu framkvæmda við þá skóla þar sem mygla hefur komið upp og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt húsnæði meðan framkvæmdir og endurbætur á skólahúsnæðinu fara fram.

    SFS22100009

  21. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Svo sem fram kemur í bókun undir dagskrárlið 12 á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs, haldinn hinn 19. september sl., þá var sá skilningur lagður til grundvallar að staða dagforeldrakerfisins yrði rædd heildstætt á næsta fundi ráðsins. Samt sem áður er það málefni ekki sett á dagskrá fundarins í dag. Hver er ástæða þess að málefni dagforeldrakerfisins eru ekki á dagskrá fundarins?

    SFS22100010

  22. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er skýringa á því hvers vegna leikskólinn Brákarborg fékk verðlaunin, Græna skóflan, í ljósi þess að ástand húsnæðisins er ófullnægjandi fyrir starfsemina, sem dæmi virkar loftræstingin illa, það er ekki búið að ganga frá ljósum og gluggum ásamt því að bílaplanið er hálfklárað þar sem stórvirkar vinnuvélar aka um. Leikskólinn opnaði í lok ágúst en nú er kominn 3. október og er sérstaklega spurt um ástæður þess að skólinn sé tekinn í notkun áður en framkvæmdum er lokið. Hvenær má búast við að framkvæmdum ljúki við skólann?

    SFS22100011

Fundi slitið kl. 16:20

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Guðný Maja Riba

Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
238. Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 3. október 2022.pdf