Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 237

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 19. september, var haldinn 237. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.30.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Sara Björg Sigurðardóttir (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 9. september 2022, um að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Alexöndru Briem. Jafnframt að Sara Björg Sigurðardóttir og Sandra Hlíf Ocares taki sæti sem varamenn í ráðinu í stað Þorleifs Arnar Gunnarssonar og Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. MSS22060048

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning og umræða um hverfisskipulag fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. SFS22090073

    Ólafur Ingibergsson og Gréta Þórsdóttir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.41 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum. 

  3. Lögð fram skýrslan Framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfum: Mat á kostnaði þriggja sviðsmynda, áhættu- og styrkleikamat, dags. í september 2022 ásamt skýrslunni Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi, ódags. SFS22020010

    Gréta Þórsdóttir Björnsson og Ólafur Ingibergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er ástæða til að fagna frekari upplýsingagjöf um þær sviðsmyndir sem til greina koma til að leysa langtímavanda skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Eigi að síður er það svo að hvorki liggur fyrir traust kostnaðaráætlun né raunhæf tímaáætlun um að hrinda einstökum sviðsmyndum í framkvæmd. Þessi staða er óviðunandi og fyrirséð að vandi hverfisins verður áfram til staðar á næstu árum.

    Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í ljósi umræðu og vinnu um framtíðarskipan í skóla- og frístundastarfi í Laugarnes- og Langholtshverfi vill áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva skóla- og frístundasviðs ítreka mikilvægi þess að tryggt verði viðunandi rými og aðstaða fyrir frístundaheimilis- og félagsmiðstöðvarstarf í viðkomandi hverfum. Taka skuli mið af rýmisþarfagreiningu og viðmiðum þar sem bæði er rýnt í sérrými fyrir frístundastarfsemina auk samnýtingar á húsnæði með skólastarfi. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. september 2022: 

    Lagt er til að Hjallastefnunni Grunnskólum ehf. verði heimilað skólastarf í nýju húsnæði skólans að Skógarhlíð 6, Reykjavík og að gildistími þjónustusamnings frá 13. maí 2019 vegna 1 til 5. bekkjar, verði framlengdur til 31. desember 2022. Einnig er lagt til að Hjallastefnunni Grunnskólum ehf. verði veitt tímabundið leyfi skólaárið 2022 til 2023 til kennslu í 6. og 7. bekk og að greitt verði framlag vegna nemenda með lögheimili í Reykjavík til samræmis við framangreindan gildistíma þjónustusamnings til 31. desember 2022. Ekki verði gerð breyting á þjónustusamningi um 150 nemenda hámarksfjölda sem heimilt er að greiða framlag vegna. Sviðsstjóra verði falið að gera viðauka við samning aðila, dags. 13. maí 2019, sem kveður á um framangreint sem gildi til 31. desember 2022 og að heimilt sé að greiða framlag vegna allt að 150 nemenda með lögheimili í Reykjavík. Gerður er fyrirvari um að skólahúsnæði uppfylli skilyrði 20. gr., sbr. 43. gr. d. laga um grunnskóla nr. 91/2008, sbr. einnig reglugerð nr. 657/2009, um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, með síðari breytingum og að staðfesting Menntamálastofnunar fáist. 

    Greinargerð fylgir.

    Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá. Vísað til borgarráðs. SFS22080026

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning og umræða um grunnskólalíkanið Eddu. FAS22030046 

    Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi skólastjóra fagnar því að nýtt líkan sé komið í gagnið. Nú fer af stað tímabil þar sem við prófum okkur áfram og mátum okkur í því. Mikilvægt er að líkanið sé metið reglulega með skólastjórnendum og við vinnum í því að gera það eins skothelt og hægt er.

  6. Fram fer kynning og umræða um notkun Google Workspace for Education Plus í grunnskólum Reykjavíkurborgar og úttekt Persónuverndar. SFS22040012 

    Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Friðþjófur Bergmann, Jón Kristinn Ragnarsson, Karen María Jónsdóttir, Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Dagbjört Hákonardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  7. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 8. september 2022, um samþykkt tillögu um skammtímaúrræði fyrir úkraínsk börn ásamt fylgiskjölum. MSS22090023 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. september 2022, um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði, 13. september 2022. SFS22080136 

    -    Kl. 16.03 víkur Líf Magneudóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. september 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um leikskólamál, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. júlí 2022. MSS22070058 

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. september 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um fjölda foreldra sem ekki hafa fengið upplýsingar um upphaf aðlögunar barna þeirra í leikskóla, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst 2022. MSS22080057

    Fylgigögn

  11. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. september 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um hugbúnaðinn Seesaw, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2022. MSS22060092

    Fylgigögn

  12. Lagðar fram embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. september 2022, tvö mál. SFS22080009 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í ljósi fyrirliggjandi embættisafgreiðslu er farið fram á að staða dagforeldrakerfisins verði rædd heildstætt á næsta fundi skóla- og frístundaráðs.

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS22050155

  14. Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Í hve mörgum leikskólum borgarinnar bjóða íþróttafélög upp á fótboltaæfingar eða aðrar íþróttaæfingar á leikskólatíma gegn greiðslu frá foreldrum/forráðafólki? Í sumum leikskólum er boðið upp á íþróttaskóla endurgjaldslaust á meðan öðrum er boðið upp á æfingar gegn greiðslu þar sem börnin fara af leikskólanum til að æfa. Í einum leikskóla kom þetta tilboð mjög seint en einungis var gefinn vikufrestur til að skrá börnin. Miðað við kostnaðinn sem gefinn var upp, 18.000 kr, þá vakna spurningar um hvort börn af tekjulægri heimilum sitji eftir þar sem börn á leikskólaaldri eiga ekki rétt á frístundastyrk. Einnig þarf að vera skýrt hvað þau börn sem verða eftir á leikskólanum gera á meðan, en svo virðist ekki vera. Það væri gott að fá umræðu þetta mál og hver sé sýn Reykjavíkurborgar á þetta fyrirkomulag.

    SFS22090127

  15. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað var eftir á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs að málefni skólamunasafns Austurbæjarskóla yrðu á dagskrá fundar ráðsins í dag. Hver er ástæða þess að málefni safnsins eru ekki á dagskrá fundarins?

    SFS22090034

  16. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um hvernig tekist hefur að innleiða stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030 sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili.

    SFS22090134

  17. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms er kveðið á um að hvatt verði til aukins samstarfs ólíkra stofnanagerða þ.e grunnskóla, tónlistarskóla, skólahljómsveita og annarra starfsstaða á skóla- og frístundasviði auk menningarstofnana. Óskað er upplýsinga um hvernig gengið hefur að koma á slíku samstarfi og hversu margir grunnskólar eru í samstarfi við tónlistarskóla. Þá er óskað upplýsinga, sundurliðað eftir hverfum, hversu margir reykvískir nemendur stunda tónlistarnám við tónlistarskóla og í skólahljómsveitum.

    SFS22090135

Fundi slitið kl. 16:24

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson

Marta Guðjónsdóttir Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
237. Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2022.pdf