Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 232

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 14. júní, var haldinn 232. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Kristinn Jón Ólafsson (P), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Sabine Leskopf (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Áslaug Björk Eggertsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Eygló Traustadóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 8. júní 2022, þar sem greint er frá því að á fundi borgarstjórnar 7. júní 2022 hafi eftirtaldir aðilar verið kosnir í skóla- og frístundaráð.

    Árelía Eydís Guðmundsdóttir

    Guðný Maja Riba

    Alexandra Briem

    Sabine Leskopf

    Marta Guðjónsdóttir

    Helgi Áss Grétarsson

    Trausti Breiðfjörð Magnússon

    Til vara:

    Ásta Björg Björgvinsdóttir

    Stein Olav Romslo

    Kristinn Jón Ólafsson

    Þorleifur Örn Gunnarsson

    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

    Birna Hafstein

    Líf Magneudóttir

    Formaður var kjörinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir. MSS22060048

    Fylgigögn

  2. Sabine Leskopf er kosin varaformaður skóla- og frístundaráðs. MSS22060048

  3. Lagt fram yfirlit sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2022, yfir áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráði. SFS22060050

    - Kl. 12:40 taka Kristján Gunnarsson og Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagður fram og kynntur samstarfssáttmáli Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. SFS22060051

    - Kl. 13:50 víkur Ragnheiður E. Stefánsdóttir af fundinum.

    - Kl. 14:16 víkur Kristinn Jón Ólafsson af fundinum og Alexandra Briem tekur þar sæti með rafrænum hætti.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í nýja meirihlutasáttmála Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar eru hagsmunir barna og barnafjölskyldna hafðir að meginleiðarljósi. Aðaláherslur sáttmálans eru m.a. að innleiða Betri borg fyrir börn, brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla, hækka frístundastyrk upp í 75.000 krónur og leggja sérstaka áherslu á málefni barna með annað móðurmál en íslensku.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ýmislegt endurtekið efni kemur fyrir í nýgerðum samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna, sem hefur verið í ólestri og ekki tekist að leysa um langt árabil, þ.m.t. inntaka barna í leikskóla og viðhaldsmál skólahúsnæðis. Kjörtímabil eftir kjörtímabil hafa þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta, fyrir utan Framsóknarflokkinn, lofað að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi loforð hafa ekki gengið eftir. Í lok nýafstaðins kjörtímabils var staðan orðin svo slæm að börnum hafði verið boðið leikskólarými sem ekki voru til og stendur leit að þeim rýmum enn. Til stóð að að bæta stöðuna og því lofað í aðdraganda kosninga, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem borgarráð samþykkti 3. mars sl., að öllum 12 mánaða börnum yrði tryggð leikskólavist 1. september nk. en núna liggur fyrir að það mun ekki ganga eftir. Ljóst er því að langt er í land að hægt verði að efna loforð um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Um árabil hefur viðhaldi skólahúsnæðis verið ábótavant með alvarlegum afleiðingum, svo sem á skólastarfi þar sem loka hefur þurft skólum og leikskólum vegna mygluvandamála. Sem fyrr er þetta vandamál ávarpað með almennum orðum í samstarfssáttmálanum í stað þess að útskýra nákvæmlega hvernig og hvenær eigi að takast á við viðhaldsmál skólanna.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mörg mikilvæg stefnumarkandi mál í samstarfssáttmála SPCV síðasta kjörtímabils fá að lifa inn á það næsta. Það er gott. Hins vegar eru fá ný mál og ekki er að finna róttækar aðgerðir í sáttmálanum sem miða að því að uppræta marglaga misskiptingu í skólakerfinu m.a. með því að hætta gjaldtöku fyrir leik- og grunnskóla og frístundaheimili. Líklega er það vegna þess að allir þessir flokkar vilja halda áfram að rukka fyrir menntun barna. Engin svör fengust við því hvað á að gera við náms- og fæðisafslætti þvert á skólastig og það væri mikil afturför að afnema þá. Þá vekur það upp margar spurningar af hverju meirihlutanum er meira í mun að afnema gjaldtöku fyrirtækja á almennum markaði sem reka menntastofnanir. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst að uppfylla þetta stefnumið sáttmálans og hverjar og hvort kröfurnar til sjálfstætt starfandi skóla verði þær sömu og til borgarrekinna og hvort gjaldskrár þeirra eigi þá einnig að fylgja því sem gerist í borgarreknum skólum. Að lokum hvetur fulltrúi Vinstri grænna til meira samstarfs ráðsins og sviðsins við önnur ráð og svið enda skortir talsvert upp á ýmsa samræmingu og samvinnu þegar það kemur að uppbyggingu góðrar menntunar og menntaumhverfis barna.

    Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum því að í málefnasamningi sé ákveðið að gera nýja stefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og þróa starfsemi fjölmenningarráðs. Við viljum ítreka það að styðja þarf skólana til að standa faglega að þessum málum og veita þeim sem þar starfa stuðning. Huga þarf að starfsumhverfi skólanna og gera starfið aðlaðandi. Það vilja allir gera vel í þessum málum en þá þarf auðvitað að veita til þess fjármagn og stuðning.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á starfsemi skóla- og frístundasviðs. SFS22060052

  6. Lögð fram og kynnt menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030 og almennar aðgerðir 2022-2024. SFS22030260

    - Kl. 14:45 víkur Alexandra Briem af fundinum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. maí 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um stöðu skólahljómsveita. SFS22020251

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. maí 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verkferla við ráðningar skólastjóra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. SFS22020238

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir svarið en telja óheppilegt hversu langan tíma hefur tekið að svara jafn einfaldri fyrirspurn sem þessari eða alls um 9 mánuði.

    Fylgigögn

  9. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að skoðað verði að hætta með stimpilklukkur í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með því verður komið til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma.

    Frestað. SFS22060089

  10. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hversu margir nýir leikskólar voru teknir í notkun á kjörtímabilinu 2018-2022? Hversu margar nýjar ungbarnadeildir og leikskóladeildir voru opnaðar á síðasta kjörtímabili? SFS22060090

  11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Annars vegar í borgarreknum leikskólum og hins vegar í sjálfstætt starfandi leikskólum. SFS22060091

  12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um hvort búið sé að gera ráðstafanir fyrir þau börn sem boðin hafði verið innganga í leikskóla sem reyndist ekki vera til og áttu að hefja leikskólanám í janúar eða fyrir hálfu ári síðan. SFS22060092

  13. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um stöðu biðlista eftir leikskólarýmum sundurliðað eftir leikskólum og aldri barnanna. SFS22060093

  14. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir að upplýsingar liggi fyrir sem fyrst um stöðu ráðningarmála í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum. SFS22060094

    -    Kl. 15:05 víkja Líf Magneudóttir, Soffía Pálsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Kristján Gunnarsson af fundinum.

  15. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir að fá upplýsingar um meðal svartíma fyrirspurna sem lagðar voru fram frá minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. SFS22060096

Fundi slitið klukkan 15:17

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Guðný Maja Riba

Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
232._fundargerd_skola-_og_fristundarads_fra_14._juni_2022.pdf