Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 229

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 29. mars, var haldinn 229. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.07.

Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P) og Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ólafur Brynjar Bjarkason og Guðrún Sigtryggsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Hildur Björnsdóttir (D), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Jafnframt eftirtalið starfsfólk skóla- og frístundasviðs: Eygló Traustadóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning og umræða um almennar aðgerðir menntastefnu 2022-2024 í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar. SFS22030260

    -    Kl. 12.20 tekur Sara Björg Sigurðardóttir sæti á fundinum. 

    -    Kl. 12:30 taka Linda Ósk Sigurðardóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 12:55 víkur Fríða Bjarney Jónsdóttir af fundinum. 

    -    Kl. 13:00 tekur Soffía Pálsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

  2. Fram fer umræða um ný verkefni í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar. SFS22030261

  3. Fram fer umræða um hagræðingu á árinu 2022 í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar. SFS22030262

    -    Kl. 13:26 víkur Kristján Gunnarsson af fundinum.

  4. Lögð fram innleiðingaráætlun stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, dags. 21. mars 2022. 

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS22030263

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stefna um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík til 2030 er gífurlega mikilvægt skref í þá átt að gera borginni kleift að forgangsraða sínum fjármunum til þess að efla tónlistarstarf til framtíðar. Hér er lagður grundvöllur að nýju upphafi í samstarfi við sjálfstætt starfandi tónlistarskóla ásamt eflingu skólahljómsveita og bættri aðstöðu fyrir þær. En önnur mikilvæg skref felast í því að leita allra leiða til að efla tónlistarmenntun og vitund, svo sem með hverfiskórum, með auknu samstarfi milli aðila, auknum stuðningi við tónlist í leikskólum, grunnskólum og frístund og með því að nýta betur tæknilausnir og nútíma kennsluaðferðir. Mikilvægt stef er að stefnt er að því að fjölga börnum sem eiga kost á tónlistarmenntun í borginni, dreifa þeim möguleikum betur um borgina og draga úr kostnaðarþátttöku fjölskyldna barna sem fara í tónlistarnám.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að samningi milli skóla- og frístundasviðs og Tónlistarskóla Árbæjar um hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla á skólatíma ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2022 og jafnréttisskimun á verkefninu. 

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS22030264 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á tilraunaverkefni Tónlistarskóla Árbæjar um hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla. SFS22030264

    Stefán Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um ótrúlega áhugavert tilraunaverkefni að ræða, sem er hluti af innleiðingu stefnu um framtíð tónlistarnáms, en í þessu verkefni er nemendum boðið upp á að prófa hljóðfæranám endurgjaldslaust. Í boði er að prófa píanó, rafmagnsgítar og samspil þar sem kennt er á trommur, gítar, hljómborð og bassa. Það er gott að geta boðið upp á fjölbreytt hljóðfæraúrval og ef þetta tilraunaverkefni gefst vel verður spennandi að innleiða það víðar í borginni. Sérstaklega ber að hrósa fyrir nútímalegar og spennandi kennsluaðferðir sem notast er við í kennslunni.

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 23. nóvember 2021 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. mars 2021: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja það til að Reykjavíkurborg taki upp kennslu geðræktar í grunnskólum sínum. Útfærslan verður í höndum skóla- og frístundasviðs. 

    Greinargerð fylgir. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu: 

    Tillögu varðandi kennslu í geðrækt er vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs og nánari útfærslu í almennum aðgerðum menntastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2022-2024.

    Samþykkt. SFS22020254 

    Ólöf Kristín Sívertsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Heilbrigði er einn af fimm hæfniþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar og í almennum aðgerðum menntastefnunnar til næstu þriggja ára er sérstaklega kveðið á um að efla skuli geðrækt í skóla- og frístundastarfi. Nú er unnið að nákvæmari útfærslu á aðgerðum í þá veru og tillaga Sjálfstæðisflokksins rímar vel við þá vinnu. Því er lagt til að henni verði vísað inn í vinnu við útfærslu aðgerðaáætlunarinnar sem stefnt er að því að ljúki á komandi mánuðum.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um biðlista eftir leikskólaplássi frá fundi borgarráðs 15. apríl 2021. SFS22020252

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. mars 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um manneklu í leikskólum frá fundi skóla- og frístundaráðs 23. nóvember 2021. SFS22020153

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um manneklu í leikskólum frá fundi borgarráðs 18. nóvember 2021. SFS22020245

    Fylgigögn

  11. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í borgarráði um manneklu í leikskólum frá fundi borgarráðs 18. nóvember 2021. SFS22020155

    Fylgigögn

  12. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. mars 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjöld vegna vanskila foreldra frá fundi skóla- og frístundaráðs 14. desember 2021. SFS22020148

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa starfsfólks í leikskólum um hljóðvist í leikskólum frá fundi skóla- og frístundaráðs 8. mars 2022. SFS22030132

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um stöðu mála á vettvangi skóla- og frístundastarfs. 

  15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, um svohljóðandi tillögu Núma Hrafns Baldurssonar, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, sem á fundi borgarstjórnar 8. febrúar 2022 var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. mars 2022: 

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að innleiða vinnueinkunn í íþróttum í stað núverandi einkunnarkerfis í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lagt er til að breytingarnar taki gildi eigi síðar en á vorönn 2023.

    Greinargerð fylgir. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að skóla- og frístundasvið hvetji skólastjórnendur og kennara í grunnskólum til að nýta það svigrúm sem aðalnámskrá grunnskóla veitir til fjölbreytilegs námsmats í skólaíþróttum. Í aðalnámskrá segir í kaflanum um skólaíþróttir að megintilgangur námsmats sé að afla upplýsinga sem hjálpa nemandanum við námið, örva hann og hvetja til að leggja sig fram. Námsmatið á einnig að vera leiðarljós við frekari skipulagningu náms. Mikilvægt er að kennarar nýti sér fjölbreyttar aðferðir við námsmatið enda þjónar matið mismunandi tilgangi. Námsmat í skólaíþróttum getur verið greinandi mat til að greina námsvanda nemenda, stöðumat til að kanna stöðu nemanda við upphaf náms, leiðsagnarmat til að fylgjast með stöðu nemenda og nota þær upplýsingar til að gera nauðsynlegar breytingar á námi og kennslu og lokamat sem er mat á árangri náms og kennslu í lok námstíma.

    Samþykkt. MSS22020122

    Númi Hrafn Baldursson, Heiða Björk Halldórsdóttir og Gísli Ólafsson taka sæti undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða er þakkað fyrir athyglisverða tillögu sem verðskuldar vandaða umræðu og rýni um eðli námsmats í skólaíþróttum. Eins og fram kemur í minnisblaði sviðsins er mikilvægt að fylgja ákvæðum aðalnámskrár í málinu og þeim hæfniviðmiðum sem þar koma fram en skólarnir hafa engu að síður verulegt svigrúm til að haga námsmati eftir því sem hæfir best í hverju tilviki. Hvatt er til þess að skólarnir nýti þetta svigrúm vel og leiti leiða til að koma til móts við þau sjónarmið sem koma fram í tillögunni t.d. með auknu vali og fjölbreyttara námsmati þar sem það á við.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:25

Skúli Helgason Alexandra Briem

Hildur Björnsdóttir Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
229._fundargerd_skola-_og_fristundarads_fra_29._mars_2022.pdf