Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 224

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 8. febrúar, var haldinn 224. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.33.

Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem (P). Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Eygló Traustadóttir og Ólafur Brynjar Bjarkason.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Skúli Helgason formaður (S), Diljá Ámundadóttir Zoëga (C), Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Hildur Björnsdóttir (D), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Jökull Jónsson, Reykjavíkurráð ungmenna; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Jafnframt eftirtalið starfsfólk skóla- og frístundasviðs: Guðrún Sigtryggsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. janúar 2022, um starfsemi skólahljómsveita starfsárið 2021-2022 ásamt starfsáætlunum skólahljómsveita fyrir starfsárið 2021-2022. SFS22020029

    -    Kl. 12:40 tekur Magnús Þór Jónsson sæti á fundinum. 

    Einar Jónsson, Ingi Garðar Erlendsson, Sólveig Moravek Jóhannsdóttir og Snorri Heimisson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar hafa lyft grettistaki á tímum Covid og eiga mikið hrós skilið fyrir að halda uppi öflugu starfi á erfiðum tímum. Þessar aðstæður undirstrika þörfina fyrir það að innleiða tækni til æfinga og kennslu. Nýlega var samþykkt ný stefna um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, og er þar lagt upp með eflingu skólahljómsveita. Það er mikilvægt að starfsemi skólahljómsveita fái betra rými innan skólastarfs borgarinnar og aðstaða sé bætt, en nú er stefnt að miklu átaki í viðhaldi húsnæðis á skóla- og frístundasviði, eins hefur ábyrgð á skólahljómsveitum verið komið fyrir nær notendum úti í hverfunum og verður spennandi að sjá hvernig gengur upp með að samræma betur starf skólahljómsveita, grunnskóla og frístundar og félagsmiðstöðva, en einnig verður áhugavert að fylgjast með uppbyggingu hverfiskóra á grunni skólahljómsveitanna.

    -    Kl. 13.15 víkur Soffía Pálsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. febrúar 2022,  um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs árið 2022 og yfirlit yfir umsóknir um almenna styrki skóla- og frístundaráðs árið 2022. Lögð er fram svohljóðandi tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki skóla- og frístundaráðs 2022, í þeim tilfellum þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að hluta er skilyrt að styrkupphæð verði varið í tilgreinda þætti sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, dags. 3. febrúar 2022:

    1)    Umsækjandi: ADHD samtökin. Heiti verkefnis: Nám og tómstundir með ADHD. Kr. 400.000.
    2)    Umsækjandi: Alexía Björg Jóhannesdóttir. Heiti verkefnis: Kynfræðsla pörupilta. Kr. 500.000. 
    3)    Umsækjandi: Andri Sæmundsson. Heiti verkefnis: Fab Lab kennsluefni. Kr. 400.000.
    4)    Umsækjandi: Barnaheill. Heiti verkefnis: SHOH! Hvað er ofbeldi? Kr. 500.000.
    5)    Umsækjandi: Diljá Sigursveinsdóttir. Heiti verkefnis: Tónsmiðja Efra Breiðholts. Kr. 200.000.
    6)    Umsækjandi: Félagið Leiklist í skólastarfi – FLÍSS. Heiti verkefnis: Drama for Tall and Small. Kr. 500.000.
    7)    Umsækjandi: Fríða Rún Thordardottir. Heiti verkefnis: Fræðsla um fæðuofnæmi og viðbrögð til starfsfólks. Kr. 200.000. 
    8)    Umsækjandi: Hjólakraftur slf. Heiti verkefnis: Hjólakraftur í skólum borgarinnar. Kr. 400.000.
    9)    Umsækjandi: Tónskóli Sigursveins. Heiti verkefnis: Lögin hans Ladda. Kr. 700.000.
    10)    Umsækjandi: Samband íslenskra myndlistarmanna – SÍM. Heiti verkefnis: Mánuður myndlistar 2022. Kr. 400.000. 
    11)    Umsækjandi: Stefán Þór Þorgeirsson. Heiti verkefnis: Fyrirlestur um gervigreind. Kr. 500.000. 

    Samþykkt. SFS22020040

    Guðrún Edda Bentsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skúli Helgason víkur af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram skýrslan Ferðavenjur barna og foreldra til leikskóla, dags. 2021. SFS22020030

    Áróra Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúarnir þakka fyrir kynningu á ferðavenjum barna og foreldra þeirra til leikskóla. Niðurstöður leiða í ljós að flestir eða 93% búa innan við 3 km frá leikskóla barnsins, þar af tæp 64% innan við km. Hinsvegar vekur athygli hversu hátt hlutfall foreldra sækir daglega virkni á borð við vinnu og skóla langt frá leikskólanum. Flestir eða 27% fara 10 km eða meira og næst flestir 5-10 km frá leikskólanum eða samtals um 46%. Foreldrar fara langoftast beint í vinnu/skóla eftir að hafa farið með barnið á leikskólann og því var aðeins um stopp á lengri leið að ræða hjá flestum sem hefur áhrif á hvaða samgöngukostir eru valdir. Foreldrar eru heilt yfir ánægðir með staðsetningu leikskólans og flestir velja að ganga eða keyra með börnin til leikskóla og er það breytilegt eftir árstíðum. Á vorin, sumrin og haustin fara flestir gangandi með börn sín á leikskólann en að vetri til fara flestir með börnin sín á bíl. Í framhaldinu mætti skoða hvaða þættir eru líklegir til þess að breyta ferðavenjum en flestir segja að aðstæður á heimili, á vinnustað og tími hafi mest að segja hvað varðar val á ferðamáta.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning og umræða um stafræna vegferð skóla- og frístundasviðs, endurbætt ferli við innritun í grunnskóla og stafræna grósku. SFS22020031 

    -    Kl. 14:13 víkur Jökull Jónsson af fundinum og Ragnheiður E. Stefánsdóttir tekur þar sæti. 

    Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Helen Símonardóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson og Halla María Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 14:53 víkur Magnús Þór Jónsson af fundinum. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Frekari innleiðing stafrænna lausna á sviðinu býður upp á risavaxin tækifæri. Allt frá utanumhaldi og miðlun gagna og upplýsinga, til stafrænnar innritunar í grunnskóla, leikskóla, frístund, skólahljómsveitir og félagsmiðstöðvar. Þess háttar stafræn umbreyting er lykilatriði í því að bæta þjónustu og viðmót notenda, það verður auðveldara að átta sig á afgreiðslu og ferlum, og afgreiðslutími getur styst til muna. Með innleiðingu stafrænnar tækni í kennslu verða til ótrúleg tækifæri í kennslu og nýsköpun og það er gífurlega spennandi að fylgjast með þessari þróun verða í rauntíma, og það er til fyrirmyndar hve mikil áhersla er lögð á samráð við notendur og notendamiðaða hönnun viðmóts.

  5. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um starfsánægjukannanir meðal starfsmanna Fossvogsskóla. SFS2018120034

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. febrúar 2022, við fyrirspurn um áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um íþróttakennslu í Laugardal. SFS22020037

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. febrúar 2022, við fyrirspurn um áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um upplýsingagjöf til foreldra vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfis. SFS22020010

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. febrúar 2022, við fyrirspurn um áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um kostnaðargreiningu vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfis. SFS22020010

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um stöðu mála á vettvangi skóla- og frístundastarfs.

  10. Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hefur verið skoðað hvort hægt væri að færa skráningar vegna fría í kringum jól inn í Völuna? Margir foreldrar upplifa mikla pressu þegar listar þar sem börn eru skráð í frí í kringum jól og nýár til að fá niðurfelld leikskólagjöld eru hengdir upp og allir geta séð hvort barnið verður í fríi eða ekki. Foreldrar geta því miður ekki alltaf tekið frí þessa daga. Það hefur verið almenn ánægja með þetta nýja fyrirkomulag að hægt sé að fá afslátt af leikskólagjöldum ef barnið er skráð í frí með nægum fyrirvara en það mætti kannski slípa fyrirkomulagið aðeins og þá liggur beint við að nýta Völuna líkt og gert er með lengda viðveru í frístund.

    SFS22020120

    -    Kl. 15:14 víkja Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Soffía Vagnsdóttir, Albína Hulda Pálsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jón Ingi Gíslason, Linda Ósk Sigurðardóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir af fundinum. 

  11. Málefni leikskólans Sælukots, trúnaðarmál.

Fundi slitið klukkan 15:35

Skúli Helgason Alexandra Briem

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
224._fundargerd_skola-_og_fristundarads_fra_8._februar_2022.pdf