Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2004, 16. nóvember kl. 17:30, var fram haldið á Fræðslumiðstöð aukafundi í fræðsluráði Reykjavíkur sem frestað var frá morgni sama dags, 220. fundi ráðsins. Fundinn sátu: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Katrín Jakobsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ragnhildur Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir áheyrnarfulltrúi SAMFOKs, Daníel Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra og Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri og Guðmundur Þór Ásmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Áheyrnafulltrúi SAMFOK lagði fram eftirfarandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi foreldra og stjórn SAMFOK hafa ávallt lagt áherslu á að forsendur framúrskarandi skólastarfs í grunnskólum Reykjavíkur eru að þar fáist til starfa vel menntaðir kennarar sem búi við launa- og starfskjör sem standast samanburð við sambærilegar stéttir.
Kennarar hafa notið samúðar foreldra í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Stuðningur við baráttuaðferðir þeirra fer hins vegar óðum dvínandi. Það er von áheyrnarfulltrúa foreldra og stjórnar SAMFOK að kennarar snúi aftur til starfa og að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Nú er mál að linni.
2. Áheyrnarfulltrúar kennara kynntu yfirlýsingu frá fundi stjórna og trúnaðarmanna á suðvesturhorninu.
Fundi slitið kl 18:00.
Stefán Jón Hafstein
Katrín Jakobsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir