Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 210

Skóla- og frístundaráð

Ár 2021, 8. júní, var haldinn 210. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 11.33.

Eftirtaldir voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P), Diljá Ámundadóttir Zoëga (C), Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir og Guðrún Sigtryggsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í auglýsingu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir (D) og Valgerður Sigurðardóttir (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Brynjar Bragi Einarsson, Reykjavíkurráð ungmenna; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar í leikskólum; Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Auk þeirra starfsmaður skóla- og frístundasviðs: Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir.

Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. júní 2021, ásamt reglum um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur vegna styrkja í A hluta og B hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ um að gerð verði breyting á 8. gr. í reglum um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur vegna styrkja í A hluta og 12. gr. reglna um B hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur „Látum draumana rætast“. 

    Breytingin taki gildi við samþykkt borgarráðs. 
    Samþykkt. Vísað borgarráðs. SFS2021060015

    -    KL. 11:41 tekur Magnús Þór Jónsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. maí 2021, um úthlutun úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs Látum draumana rætast ásamt yfirliti yfir umsóknir B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs. 

    Tillaga úthlutunarnefndar þróunar- og nýsköpunarstyrkja skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2021:

    1)    Umsækjandi: Borg, Bakkaborg, Breiðholtsskóli, Bakkasel, Bakkinn, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, KVAN, Félagsráðgjafadeild HÍ og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Heiti verkefnis: Það þarf þorp. Kr. 4.000.000.
    2)    Umsækjandi: Engjaborg, Hólaborg, Sunnufold, Funaborg og HÍ. Heiti verkefnis: Flæði og samsetning. Kr. 4.000.000.
    3)    Umsækjandi: Félagsmiðstöðvar Kringlumýrar, Réttarholtsskóli, Jafnréttisskólinn og RannTóm. Heiti verkefnis: Kyn- og ofbeldisfræðsla í félagsmiðstöðvum – Fræði og fagstarf. Kr. 4.000.000.
    4)    Umsækjandi: Gufunesbær, Rimaskóli, Foldaskóli, Víkurskóli, Klébergsskóli, Húsaskóli, Engjaskóli, Hamraskóli, Borgaskóli, Sigyn, Fjörgyn, Vígyn, Höllin og HÍ. Heiti verkefnis: Hinsegyn – Hinseginvænni Grafarvogur og Kjalarnes. Kr. 5.000.000.
    5)    Umsækjandi: Hlíðaskóli, Dalskóli, Hamraskóli, Borgaskóli, Engjaskóli og Víkurskóli. Heiti verkefnis: Áframhald innleiðingar leiðsagnarnáms í þekkingarskólum. Kr. 4.000.000.
    6)    Umsækjandi: Húsaskóli, Foldaskóli, Engjaskóli, Hamraskóli, Rimaskóli, Klébergsskóli, Íslenskuþorp HÍ og Menntavísindasvið HÍ. Heiti verkefnis: Vertu velkomin/n í hverfið okkar – Viltu tala íslensku við mig? Kr. 4.000.000
    7)    Umsækjandi: Ingunnarskóli, Selásskóli, Vesturbæjarskóli og HÍ. Heiti verkefnis: Austur-Vestur, sköpunar- og tæknismiðjur. Kr. 4.000.000.
    8)    Umsækjandi: Laugasól, Blásalir, Austurbæjarskóli, Miðja máls og læsis, Menntamálastofnun og námsbraut í talmeinafræði við HÍ. Heiti verkefnis: Fyrstu 1000 orðin. Kr. 4.000.000.
    9)    Umsækjandi: FabLab, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Hólabrekkuskóli, Fellaskóli, Seljaskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntavísindasvið HÍ. Heiti verkefnis: Skapandi námssamfélag í Efra-Breiðholti. Kr. 4.000.000.
    10)    Umsækjandi: Tjörnin, RannTóm, Ársel, Gufunesbær, Kringlumýri, Miðborg, félagsmiðstöðvar í Reykjavík, Samtökin 78, fagskrifstofa frístundamála, Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar. Heiti verkefnis: Öll sem eitt. Kr. 4.000.000.
    11)    Umsækjandi: Fylkir, Rofaborg, Árborg, Blásalir, Heiðarborg, Rauðaborg og Rauðhóll. Heiti verkefnis: Heilsuefling leikskólabarna í Árbæjarhverfi. Kr. 4.000.000.
    12)    Umsækjandi: Tjörnin, Stígamót, Jafnréttisskólinn, Menntavísindasvið HÍ og RannKyn. Heiti verkefnis: Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla. Kr. 5.000.000.

    Samþykkt. SFS2021020259

    Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Hanna Halldóra Leifsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Nýja menntastefnan í borginni lifir góðu lífi m.a. í gegnum þróunarstyrki nýsköpunar- og þróunarsjóðsins Látum draumana rætast þar sem 150 milljónir á ári fara beint út til 170 leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. 50 milljónir fara svo í samstarfsverkefni þar sem eru 4 samstarfsverkefni grunnskóla, 2 samstarfsverkefni leikskóla, 2 samstarfsverkefni frístundastarfs og 4 samstarfsverkefni þar sem leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili rugla saman reitum. Meðal nýrra verkefna sem fá styrki eru: Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla; Fyrstu 1000 orðin; Áframhald innleiðingar leiðsagnarnáms í þekkingarskólum; Heilsuefling leikskólabarna í Árbæjarhverfi; Öll sem eitt; Hinsegyn - Hinseginvænn Grafarvogur og Kjalarnes; Flæði og samsetning og Kyn- og ofbeldisfræðsla í félagsmiðstöðvum, fræði og fagstarf. Fjölbreytnin er mikil og hæfniþættirnir fimm sem mynda kjarna menntastefnunnar eru í forgrunni verkefnanna: félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði, læsi og sköpun.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytingu á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu ásamt reglum um leikskólaþjónustu með breytingum og núgildandi reglum um leikskólaþjónustu. 

    Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs. SFS2021060016

    -    Kl. 12:30 tekur Anna Metta Norðdahl sæti á fundinum. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrika mikilvægi þess að biðlistavandi leikskólanna verði leystur, en vandinn hefur verið viðvarandi frá árinu 1994 þegar Samfylking tók við stjórnartaumum í borginni.

    -    Kl. 12:50 víkur Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir af fundinum og Soffia Pálsdóttir tekur þar sæti. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. júní 2021, um tillöguna, verklag um meðferð skóla- og frístundasviðs vegna umsókna um sjálfstætt rekinn sérskóla í gildi fyrir skólaárið 2021-2022, umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. júní 2021 og ytra mat Menntamálastofnunar á Arnarskóla, dags. í febrúar 2021.

    Lagt er til að borgarráð samþykki að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til Arnarskóla skólaárið 2021-2022 verði ellefu nemendur og fjölgar nemendum því um fjóra nemendur frá því sem nú er á yfirstandandi skólaári. Þessu til samræmis er lagt til að skóla- og frístundaráð og borgarráð heimili sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að gera samning við Arnarskóla um framlag vegna tilgreindra ellefu reykvískra nemenda sem sótt hefur verið um skólavist vegna við skólann skólaárið 2021-2022, innan umsóknarfrests og sem uppfylla skilyrði meðferðar Reykjavíkurborgar á umsóknum í skólann, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 21. janúar 2021. Að öðru leyti verði af hálfu Reykjavíkurborgar ekki samþykkt framlög vegna fleiri reykvískra nemenda við Arnarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Tekið er fram að með samþykkt viðmiða um hámarksfjölda er ekki fallið frá óskilyrtum rétti sveitarfélagsins til að synja einstaka umsóknum foreldra um skólavist í grunnskóla utan lögheimilis sveitarfélagsins. Gerður er fyrirvari af hálfu Reykjavíkurborgar um að fjárveitingar skóla- og frístundasviðs eru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir skv. fjárhagsáætlun á hverju ári. Í öllum tilvikum er lagt til að ákvörðun um viðmið verði tímabundin vegna skólaársins 2021-2022. 

    Greinargerð fylgir. 

    Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs. SFS2021060017

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fagna þeirri þróun sem á sér stað í samstarfi við Arnarskóla og að nú séu reykvískir nemendur að fara úr sjö upp í ellefu nemendur árið 2021 - 2022. Með þessari tillögu er einnig skerpt á verklagi sem samþykkt var í skóla- og frístundaráði og borgarráði í janúar sl. um meðferð umsókna vegna reykvískra nemenda í sjálfstætt rekna sérskólann Arnarskóla. Mikilvægt er að verklag sé til staðar til þess að nemendur og foreldrar hafi skýran farveg til að velja þá þjónustu sem hentar best miðað við aðstæður hjá hverjum og einum. Það er okkar skylda að tryggja það verklag og góða upplýsingagjöf sem þarf til að svo megi verða.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að staða einhverfra barna í borginni verði skoðuð heildstætt með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að fjölga valkostum fyrir börn og foreldra.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 23. júlí 2020 sem vísað var til meðferðar skóla- og frístundaráðs:

    Boðað var til kynningarfundar í sumar um húsnæði Korpuskóla þar sem til stóð að kynna að sjálfstætt rekinn grunnskóli hefði áhuga á að vera með starfsemi sína þar. Nú hefur verið. ákveðið að auglýsa húsnæðið til útleigu en mikilvægt er að húsnæðið verði áfram nýtt í þágu skólastarfs. Verði það raunin að sjálfstætt rekinn grunnskóli verði með starfsemi sína í húsnæðinu er lagt til að börn í Staðahverfi eigi þess kost að ganga í skólann sér að kostnaðarlausu. í ljósi þess að enginn grunnskóli er rekinn af Reykjavíkurborg í hverfinu eftir lokun Korpuskóla er sanngirnismál að Reykjavíkurborg greiði kostnað vegna þessara. nemenda kjósi þeir að ganga í sjálfstætt rekinn skóla í hverfinu. Búast má við að margir foreldrar hafi áhuga á að börn þeirra geti sótt skóla í sínu nærumhverfi sem er í anda við eitt meginstef aðalskipulagsins að íbúar geti sótt þjónustu í nærumhverfi sínu sem ekki er til staðar í hverfinu eftir að Korpuskóla var lokað.

    Tillagan er dregin til baka. SFS2020070186

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 26. maí 2020 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2021: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að allir reykvískir foreldrar njóti jafnræðis þegar kemur að systkinaafslætti vegna frístundagjalds. Því leggja þeir til að systkinaafsláttur gildi um öll reykvísk börn hvort sem þau stunda nám við borgarrekna skóla eða sjálfstætt starfandi skóla utan Reykjavíkur. 

    Greinargerð fylgir.     

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. SFS2020050136

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að sveitarfélög landsins geri með sér samning um systkinaafslætti vegna frístundagjalds fyrir þau börn sem stunda nám í skólum utan síns sveitarfélags. Eðlilegt er að Samband íslenskra sveitarfélaga leiði slíkar viðræður. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hvetja Reykjavíkurborg til að vera öflugt hreyfiafl í þeim viðræðum, enda mikilvægt jafnréttismál sem snertir margar fjölskyldur í borginni.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. maí 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 208. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi fjölda barna í Reykjavík 2018-2021. SFS2021050141

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um stöðu mála á vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS2020080228

  9. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hvort að loka eigi leikskóla í Staðahverfi og setja inn í húsnæði leikskólans börn úr Fossvogi?

    SFS2021060052

  10. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hversu margir starfsmenn Fossvogsskóla hafa sagt upp störfum við skólann árið 2021.

    SFS2021060053

  11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hvort að kvartanir hafi borist vegna veikra barna í Korpuskóla/Staðahverfi þar sem grunur var um að veikindin væru vegna myglu á árunum 2016 – 2019. Ef svo var voru gerðar úttektir á skólahúsnæðinu og mælt hvort að myglu væri að finna í því ? Voru gerðar lagfæringar á húsnæðinu?

    SFS2021060054

  12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að unnið verði með foreldrum í Fossvogi að ásættanlegri lausn í hverfinu vegna þess vanda sem skapast hefur vegna Fossvogsskóla.

    Frestað. SFS2021060055

Fundi slitið klukkan 13:45

Skúli Helgason Alexandra Briem

Hildur Björnsdóttir Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skola-_og_fristundarad_0806.pdf