Skóla- og frístundaráð
Ár 2020, 9. júní, var haldinn 185. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.30.
Eftirtaldir voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P), Diljá Ámundadóttir Zoëga (C), Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D),Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðmundur G. Guðbjörnsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir og Soffía Pálsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 3. júní 2020, um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, notkun fjarfundabúnaðar. Heimildin gildir til 2. júlí 2020. SFS2020040074
- Kl. 12.35 taka Ragnheiður Davíðsdóttir og Soffía Vagnsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júní 2020, um breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um þjónustu frístundaheimila ásamt reglum um þjónustu frístundaheimila með tillögum að breytingum og núgildandi reglum um þjónustu frístundaheimila sem samþykktar voru í borgarráði 2. maí 2019.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS2020060031
- Kl. 12.40 tekur Stefán Geir Hermannsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júní 2020, um breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um þjónustu félagsmiðstöðva ásamt reglum um þjónustu félagsmiðstöðva með tillögum að breytingum og núgildandi reglum um þjónustu félagsmiðstöðva sem samþykktar voru í borgarráði 2. maí 2019.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS2020060032
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eitt mikilvægasta nýmæli í endurskoðuðum reglum um félagsmiðstöðvar er nýtt ákvæði um að starfsfólk þeirra sinni reglulega vettvangsstarfi innan og utan opnunartíma félagsmiðstöðva í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga. Mikilvægt er að skýra og festa í sessi það góða starf sem félagsmiðstöðvar hafa unnið, svo hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem upp hefur komið í kjölfar Covid, þar sem til langs tíma skorti mörg börn aðgang að sínum reglulega og skipulega skóladegi og þeirri kjölfestu sem hann gat verið. Hér er um mikilvægt framfaraskref að ræða sem styrkir í sessi þennan mikilvæga þátt í starfi félagsmiðstöðvanna en starfsfólk þeirra hefur um árabil verið í fararbroddi varðandi eftirlit með áhættuhegðun unglinga með það að markmiði að styrkja félagslega stöðu þeirra í borginni og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu og styðjandi umhverfi.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að nýju rekstrarleyfi fyrir leikskólann Vinagarð ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2020, varðandi beiðni um opnun ungbarnadeildar á leikskólanum Vinagarði, bréfum Vinagarðs, dags. 4. febrúar 2020 og 24. apríl 2020, umsögn foreldraráðs Vinagarðs, dags. 24. apríl 2020 og rekstrarleyfi fyrir leikskólann Vinagarð, dags. 15. júní 2015.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS2019120144
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2020, um beiðni um breytt framlag vegna opnunar ungbarnadeildar á leikskólanum Vinagarði, umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. maí 2020, bréfum Vinagarðs, dags. 4. febrúar 2020 og 24. apríl 2020, umsögn foreldraráðs Vinagarðs, dags. 24. apríl 2020, samningi um framlag skóla- og frístundasviðs til Vinagarðs fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára, dags. 18. mars 2019 og reglum um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla:
Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2020, að viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til leikskóla KFUM og KFUK Vinagarðs verði breytt með þeim hætti að heimilt verði að greiða framlag vegna 9 barna frá 12 mánaða til 18 mánaða og að framlag vegna barnanna verði til samræmis við samninga við sjálfstætt rekna ungbarnaleikskóla. Jafnframt verði heimilt að greiða framlag vegna 86 barna á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Þannig verði hámarksfjöldi reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna í heild 95. Breytingin taki gildi 1. september 2020. Sviðstjóra er falið að gera samninga við leikskóla KFUM og KFUK vegna framlagsins sem taki mið af tímalengd núgildandi samnings.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS2019120144
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er meginmarkmið Brúum bilið aðgerðaáætlunarinnar að fjölga leikskólaplássum, svo bjóða megi fleiri yngri börnum í leikskóla eða allt frá lokum 12 mánaða fæðingarorlofs. Það gerir Reykjavíkurborg með því að byggja nýja leikskóla og stækka vinsæla leikskóla með viðbyggingum og nýjum leikskóladeildum í færanlegu húsnæði. Loks er fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls er stefnt að fjölgun um 700-750 nýrra leikskólaplássa fram til ársins 2023. Á þessum fundi samþykkjum við að fjölga um 17 pláss hjá sjálfstætt starfandi skólum, annars vegar í leikskólanum Vinagarði og hins vegar í leikskóladeild Landakotsskóla.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2020, um beiðni um breytingu á hámarksfjölda 5 ára reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til Landakotsskóla, umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. maí 2020, samningi um framlag skóla- og frístundasviðs til leikskóladeildar Landakotsskóla, dags. 5. febrúar 2019, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla, rekstrarleyfi fyrir leikskóladeild 5 ára barna við Landakotsskóla, dags. 10. júní 2016 og bréf Landakotsskóla, dags. 23. febrúar 2020:
Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. maí 2020, að viðmið um hámarksfjölda reykvískra fimm ára barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til Landakotsskóla vegna leikskóladeildar fyrir fimm ára börn verði breytt með þeim hætti að heimilt sé að greiða framlag vegna 30 barna frá 20. ágúst 2020 í stað 22 nú. Sviðsstjóra er falið að gera viðauka við núgildandi samning skólans, dags. 5. febrúar 2019, sem taki mið af tímalengd núgildandi samnings.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS2015040095
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna að skóla- og frístundaráð sé nú að auka fjárframlag til sjálfstætt rekinna skóla, slíkt er vel til þess fallið að auka fjölbreytni í skólamálum og fjölga þannig áhugaverðum valkostum fyrir nemendur og foreldra þeirra. Engu að síður er ástæða til að koma þeirri skoðun á framfæri að betur megi styðja við alla sjálfstæða skóla í borginni, það þyrfti að vera þannig að sama upphæð opinbers fjár fylgdi öllum börnum í öllum skólum, óháð rekstrarformi þeirra skóla sem börnin velja að sækja. Með því eru tryggð jöfn tækifæri fyrir öll börn innan skólakerfisins, óháð efnahag foreldra.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 29. mars 2019, þar sem tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um táknmálskennslu í grunnskólum er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblöðum sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júní 2020 og 3. júní 2019, um tillöguna.
Lögð fram svohljóðandi tillaga Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að innleiða táknmálskennslu í alla grunnskóla Reykjavíkurborgar eigi síðar en vorönn 2020.
Greinargerð fylgir.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að boðið verði upp á táknmál sem valgrein í grunnskóla í öllum hverfum Reykjavíkur skólaárið 2020-2021. Gengið verði til samstarfs við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um fyrirkomulag og inntak námsins. Einnig verði boðið upp á námskeið fyrir kennara í grunnskólum Reykjavíkurborgar til að styðja þá kennara sem vilja taka upp táknmálskennslu í sínum námshópum.
Samþykkt. SFS2019040003
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts um að auka veg táknmálskennslu í grunnskólum borgarinnar er allrar athygli verð og hefur verið unnið að því undanfarna mánuði að finna henni góðan farveg. Niðurstaða þess undirbúnings er að bjóða táknmálskennslu sem valfag í unglingadeildum í öllum hverfum borgarinnar og er það mikilvægt skref í þá átt að draga úr félagslegri einangrun þess hóps sem treystir á íslenskt táknmál sem tungumál og samskiptaform.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 28. apríl 2020 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. júní 2020, um tillöguna:
Lagt er til að þeim nemendum sem ljúka grunnskóla nú í vor standi til boða að stunda fjarnámsáfanga í framhaldsskólum í sumar sér að kostnaðarlausu. Í ljósi ástandsins og skerts skólahalds að undanförnu vegna Covid-19 faraldursins og samkomubannsins er mikilvægt að nemendur eigi þess kost við skólaskilin að spreyta sig á framhaldsskólaáföngum. Þannig munu þeir kynnast framhaldsskólastiginu, geta nýtt tímann og verða betur í stakk búnir til að takast á við krefjandi nám á framhaldsskólastigi. Þetta gæti orðið hluti af virkniúrræðum fyrir þessa nemendur enda má búast við að erfitt verði fyrir þennan aldurshóp að fá vinnu í sumar. Lagt er til að Reykjavíkurborg leiti samninga við ríkið um að greiða kostnað vegna þessara fjarnámsnemenda sem ljúka munu 10. bekk nú í vor. Enda um að ræða áfanga sem ríkið þyrfti hvort eð er að greiða fyrir þegar þessir nemendur hefja nám í framhaldsskóla.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. SFS2020040151
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að útskriftarárgangur grunnskóla geti stundað fjarnám í sumar til að undirbúa framhaldsskólanám sitt er efalítið lögð fram af góðum hug. Engu að síður liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um að reykvísk ungmenni hafi áhuga á slíku úrræði og engar vísbendingar eru um áform ráðuneytis um að koma slíku á fót. Hins vegar hafa staðið yfir viðræður við framhaldsskóla um að tekið verði tillit til hinna óvenjulegu kringumstæðna í tengslum við COVID-19 faraldurinn við inntöku nema í framhaldsskólana og hafa þær skilað góðum árangri og sameiginlegum skilningi á því að komið verði til móts við nýnema hvað þetta varðar á komandi skólaári í framhaldsskólunum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það að tillagan sé ekki tekin fyrir fyrr en um sömu mundir og fjarnám framhaldsskólanna hefst lýsir því best að meirihlutinn hefur ekki haft neinn áhuga á að taka málið til frekari skoðunar og reyna að koma til móts við þá nemendur sem eru að ljúka grunnskóla núna og hafa orðið fyrir skertu skólastarfi vegna kórónuveirunnar. Mikilvægt er að nemendur séu vel undirbúnir til að takast á við framhaldsskólanám. Þrátt fyrir að framhaldsskólarnir séu meðvitaðir um að nemendur grunnskólans hafi orðið fyrir skertu skólastarfi og munu að einhverju leyti taka tillit til þess má búast við að margir nemendur hefðu viljað undirbúa sig enn frekar fyrir framhaldsskólann og nýta sér tilboð um kostnaðarlausa fjarnámsáfanga í sumar til að efla sig og styrkja fyrir framhaldsskólanámið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 25. febrúar 2020:
Lagt er til að skóla- og frístundasvið sjái til þess að unnið verði í fullu samstarfi við fulltrúa starfsfólks og foreldra Fossvogsskóla varðandi endurbætur við skólann. Þá er jafnframt lagt til að komið verði á samstarfsvettvangi ofangreindra aðila við fulltrúa fagmanna og úttektaraðila sem unnið hafa að endurbótum og gert hafa mælingar og úttekt á skólahúsnæðinu og aðra þá fagaðila sem komið hafa að verkinu. Ennfremur er mikilvægt að allar upplýsingar um framkvæmdina verði aðgengilegar fulltrúum foreldra og starfsfólks.
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 26. maí 2020:
Ítrekuð tillaga frá 25. febrúar 2020 en þar var lagt er til að skóla- og frístundasvið sjái til þess að unnið verði í fullu samstarfi við fulltrúa starfsfólks og foreldra Fossvogsskóla varðandi endurbætur við skólann. Þá er jafnframt lagt til að komið verði á samstarfsvettvangi ofangreindra aðila við fulltrúa fagmanna og úttektaraðila sem unnið hafa að endurbótum og gert hafa mælingar og úttekt á skólahúsnæðinu og aðra þá fagaðila sem komið hafa að verkinu. Ennfremur er mikilvægt að allar upplýsingar um framkvæmdina verði aðgengilegar fulltrúum foreldra og starfsfólks. Þremur mánuðum eftir að tillagan var lögð fram hefur hún ekki verið tekin á dagskrá. Þennan tíma hefur óvissa foreldra og barna í Fossvogsskóla um málefni skólans aukist mikið.
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. júní 2020:
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir fullum stuðningi við það upplegg sem skóla- og frístundasvið í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið og skólaráð Fossvogsskóla hefur ákveðið varðandi gott samstarf og upplýsingamiðlun til foreldra og starfsfólks Fossvogsskóla í tengslum við yfirstandandi endurbætur á húsnæði skólans. Þar er áréttað að fulltrúar sviðanna fundi reglulega með skólaráði Fossvogsskóla og skólastjóri miðli upplýsingum til foreldra um gang framkvæmdanna. Lögð er áhersla á að framkvæmdum verði lokið fyrir byrjun næsta skólaárs.
Samþykkt. SFS2018120034
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Undanfarið ár hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsnæði Fossvogsskóla og hefur verið varið um 412 milljónum króna í að endurnýja byggingarefni á stórum hluta skólans. Lokaverk framkvæmdanna verða unnin í sumar og liggur fyrir samkomulag skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og skólaráðs Fossvogsskóla með aðkomu foreldra, starfsmanna og nemenda um að utanaðkomandi aðili Verkís verði fenginn til að taka út framkvæmdirnar og ganga kyrfilega úr skugga um að staðið hafi verið rétt að þeim. Reglulegir fundir verða haldnir til að upplýsa skólaráðið um gang framkvæmda og áhersla lögð á góða upplýsingamiðlun til foreldra.
Fylgigögn
-
Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs 2019. SFS2019060141
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2019 endurspeglar trausta stöðu borgarsjóðs en þó minnkandi tekjur í takt við niðursveiflu í efnahagslífinu. Frávik í rekstri skóla – og frístundasviðs var 1% sem helgaðist af halla í rekstri grunnskólanna en rekstur leikskóla og frístundastarfseminnar skilaði afgangi. Brýn þörf er á ítarlegri úttekt á rekstrarumhverfi grunnskólanna og er nú unnið að því að leggja lokahönd á nýtt úthlutunarlíkan sem verður tilbúið til notkunar í haust. Markmiðið með nýju líkani er að stuðla að sanngjarnri og raunhæfri úthlutun sem tekur mið af mismunandi nemendasamsetningu, rekstrarumhverfi og félagslegum aðstæðum í nærumhverfi grunnskólanna.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2019 sýnir að allt of margir skólar skila hallarekstri eða mikill meirihluti. Ábendingar um að reiknilíkanið sé löngu úrelt hafa oft komið fram í bókunum fulltrúa Sjálfstæðisflokks á þessu og síðasta kjörtímabili. Þær ábendingar voru staðfestar í skýrslu Innri endurskoðunar fyrir um ári síðan, sem og í athugasemdum fjármála- og áhættustýringasviðs í ársreikningi sviðsins. Allt staðfestir þetta að reiknilíkanið sé löngu orðið úrelt, fjárhagsrammi sviðsins sé rangur og skólarnir vanfjármagnaðir til margra ára. Hraða þarf gerð nýs reiknilíkans fyrir fjárhagsáætlun næsta árs þannig að þeir geti haldið sér innan úthlutaðs fjárhagsramma og sinnt þeim lögboðnu verkefnum sem þeim er ætlað.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 milljón kr. árið 2019. SFS2019060142
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðir skóla- og frístundasviðs, október – desember 2019. SFS2019060143
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 25. maí 2020, um ráðningu leikskólastjóra í Hraunborg. SFS2020050131
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Hraunborgar Sigríði Fanneyju Pálsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Guðnýju Sigríði Hallgrímsdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. maí 2020, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 175. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi kostnað við aðkeypta vinnu vegna ráðgjafar og sérverkefna á skrifstofu skóla- og frístundasviðs árin 2018 og 2019. SFS2019110144
Frestað.
- Kl. 15.02 víkur Anna Metta Norðdahl af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 28. febrúar 2020, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 178. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi tónmenntakennslu í grunnskólum. SFS2019060109
- Kl. 15.12 víkur Guðrún Gunnarsdóttir af fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjöldi nemenda í grunnskólum Reykjavíkur fer á mis við tónmenntakennslu. Staða tónmenntakennslu er alvarleg þegar litið er til þess að 879 nemendur í tveimur skólum borgarinnar fá alls enga tónmenntakennslu þ.e. í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Fjöldi annarra nemenda fara einnig á mis við tónmenntakennslu því ekki er kennd tónlist í öllum árgöngum nema í 12 skólum borgarinnar af 36. Af þessu er ljóst að ekki fá allir nemendur borgarinnar kennslu í þessu fagi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólarnir geta því ekki mætt þeim hæfniviðmiðum í kennslu í þessu fagi sem aðalnámskráin gerir ráð fyrir. Til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár og að öll börn í borginni sitji við sama borð hvað tónmenntakennslu varðar verður að taka þessa stöðu alvarlega og gera ráðstafanir fyrir haustið til að tryggja öllum nemendum kennslu í tónmennt sem þeim ber skv. aðalnámskrá.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er af samantekt sviðsins um stöðu tónmenntakennslu í grunnskólum borgarinnar að það er verk að vinna að tryggja nemendum þá tónmenntakennslu sem þeir eiga rétt á skv. aðalnámskrá. Það verður verkefni sviðsins í samstarfi við viðkomandi skóla að ráða bragarbót á þessu á komandi misserum.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að eftirfarandi málsgrein bætist við samþykkt um skóla- og frístundaráð. Við ráðningu í stöðu skólastjóra og leikskólastjóra skal skóla- og frístundasvið gefa foreldrafélagi/foreldraráði og skólaráði viðkomandi skóla kost á virku samráði um málið. Þar sem ráðning skólastjóra eða leikskólastjóra stendur fyrir dyrum, skal gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags, foreldraráði og skólaráði kost á að hitta umsækjendur, sem metnir hafa verið hæfastir, til að kynnast sýn þeirra á starfið. Heimilt er að hafa slíkan fund opinn öllum foreldrum viðkomandi skóla. Að undangengnu slíku samráði er þessum aðilum þ.e. stjórn foreldrafélags og skólaráði heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundasviðs með áliti um hvaða umsækjandi sé áhugaverðasti kosturinn með hliðsjón af metnaðarfullri framtíðarsýn að þeirra mati til að gegna starfinu.
Frestað. SFS2020060059
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir á leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi, nýlega var farið í miklar framkvæmdir og endurbætur á leikskólanum meðal annars til undirbúnings á nýrri ungbarnadeild. Fulltrúarnir vilja vita hvort að til standi að fækka plássum á leikskólanum með því að loka einni deild leikskólans og hætt sé við að opna ungbarnadeild? Ef þetta er gert vegna aðstöðuleysis starfsfólks hvers vegna er ekki byggt við þá aðstöðu sem starfsfólk hefur? Hafa framkvæmdir verið kostnaðarmetnar, þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og borið saman við kostnað við það að byggja við núverandi starfsmannaaðstöðu?
SFS2020060060
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hvort að viðræður séu við fulltrúa Hjallastefnunnar um það að opna barnaskóla í húsnæði Kelduskóla Korpu.
SFS2020040154
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um breytingar á opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID-19. Hversu margir leikskólar hafa skertan opnunartíma 1. júní 2020 og hverjar eru forsendur fyrir þeim skerta opnunartíma?
SFS2020060061
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hvort frístundaheimili Klettaskóla verði opið í sumar.
SFS2020060062
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir stöðu ráðningarmála í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar fyrir komandi vetur.
SFS2020050139
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar óska upplýsinga í hvaða framkvæmdir á að ráðast í sumar til að bæta umferðaröryggi við Dalskóla í Úlfarsárdal?
SFS2019100042
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir að aðstöðumál frístundamiðstöðvar við Sæmundarskóla verði á dagskrá næsta fundar skóla- og frístundaráðs.
SFS2020020040
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar óska upplýsinga um hversu margir nemendur eru í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Óskað er sundurliðaðra upplýsinga eftir aldri nemenda.
SFS2020060063
Fundi slitið klukkan 15:33
Skúli Helgason Alexandra Briem
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skola_og_fristundarad_0906.pdf