Skóla- og frístundaráð
Ár 2020, 14. janúar, var haldinn 177. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.30. Fundinn sátu Alexandra Briem varaformaður (P), Geir Finnsson (C), Marta Guðjónsdóttir (D), Sara Björg Sigurðardóttir (S), Sigríður Arndís Jóhannsdóttir (S), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir staðgengill sviðsstjóra, Eygló Traustadóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram áfangaskýrsla stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík, dags. í desember 2019. SFS2019100023
Guðlaug Gísladóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.40 taka Magnús Þór Jónsson og Embla María Möller Atladóttir sæti á fundinum.
- Kl. 13.17 víkur Anna Metta Norðdahl af fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þakka stýrihópnum fyrir góða og áhugaverða áfangaskýrslu, en sú vinna sem unnin er í hópnum og þær upplýsingar sem þar hefur verið safnað saman eru bæði góðar og gagnlegar fyrir alla sem starfa að málefnum leikskóla. Sérstaklega er því fagnað að nú sé verið að skoða starfsemi leikskólanna og þá ólíku þætti sem hafa áhrif á gæði starfsins heildrænt og verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata ásamt reglum um leikskólaþjónustu og jafnréttisskimun, dags. 9. janúar 2020:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að gerð verði breyting á 1. mgr. í gr. 1.b í reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu. Ákvæðið er nú svohljóðandi: Almennur opnunartími leikskóla er frá kl. 07:30 til 17:00 og börn geta dvalið í leikskólanum í fjórar til níu og hálfa klukkustund að hámarki á dag. Eftir breytingu orðast ákvæði svo: Almennur opnunartími leikskóla er frá kl. 07:30 til 16:30 og börn geta dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir að hámarki á dag. Samþykkt er að sett verði eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða í reglur um leikskólaþjónustu: Ekki eru gerðir nýir dvalarsamningar né heldur lenging á gildandi dvalarsamningum fram yfir kl. 16:30. Frá 1. apríl 2020 verða dvalarsamningar, sem nú þegar eru í gildi og ná til lengri tíma en 16:30, að hámarki til kl. 16:30. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til kl. 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Breyting taki gildi frá og með samþykkt borgarráðs.
Greinargerð fylgir. SFS2019100023
Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vísað til borgarráðs.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar árétta að níu og hálfur tími er mjög langur viðverutími fyrir barn í leikskóla. Mikilvægt er að vinnuveitendur sýni barnafólki líka skilning þegar kemur að högun vinnutíma, en hvorki er heilsusamlegt né fýsilegt að dvalartími á leikskólum sé eins langur að staðaldri og hingað til hefur verið heimild fyrir. Hér er lagt til að hámarksvistunartími verði styttur um hálftíma til að draga úr álagi á börn og starfsfólk og er það til samræmis við það sem gert hefur verið í ýmsum stærri sveitarfélögum að undanförnu, s.s. Akureyri, Reykjanesbæ og nú síðast Kópavogi auk þess sem heimild til að loka kl. 16.30 hefur verið veitt í Hafnarfirði. Þá er rétt að hafa í huga að innan við helmingur foreldra sem kaupir tíma fyrir börn sín eftir kl. 16.30 notar hann í reynd.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Breyttur samningur um leikskólaþjónustu mun hafa í för með sér skerta þjónustu fyrir fjölmargar fjölskyldur í borginni. Ljóst er að flestir foreldrar ráða ekki vinnutíma sínum eða hafa sveigjanlegan vinnutíma. Þá hefur auk þess ferðatími fólks til og frá vinnu aukist umtalsvert undanfarin ár þannig að erfitt getur reynst fyrir marga foreldra að ná að sækja börn sín fyrir kl. 16:30. Mikilvægt er að þörfum þessara foreldra sé mætt með sveigjanlegum opnunartíma leikskólanna í stað þess að taka miðlæga ákvörðun um opnunartíma fyrir alla leikskóla borgarinnar. Hverjum og einum leikskóla yrði falið að skipuleggja lengd leikskóladagsins miðað við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra. Slík ráðstöfun myndi auka sjálfstæði leikskólanna enn frekar og opna á sveigjanlegri vinnudag starfsfólks leikskólanna.
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra leggur fram svohljóðandi bókun:
Leikskólastjórar fagna breytingu um opnunartíma leikskóla úr 07:30-17:00 í 07:30 til 16:30 og að hámarksdvalartími barns verði 9 tímar. Þessi aðgerð mun jafna stöðu skóla í borginni og auka gæði í þjónustu við börn og skref í áttina til móts við styttri vinnuviku.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. nóvember 2019, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla í Reykjavík starfsárið 2019-2020 ásamt starfsáætlunum leikskóla í Reykjavík. SFS2019040204
Samþykkt.
Fylgigögn
- Ægisborg
- Ártúnsskóli leikskóladeild
- Klébergsskóli - Berg
- Bjartahlíð
- Borg
- Brákarborg
- Dalskóli leikskóladeild
- Hlíð
- Holt
- Jöklaborg
- Langholt
- Maríuborg
- Miðborg
- Múlaborg
- Nóaborg
- Ösp
- Sólborg
- Sunnufold
- Álftaborg
- Austurborg
- Bakkaborg
- Blásalir
- Brekkuborg
- Engjaborg
- Fífuborg
- Furuskógur
- Garðaborg
- Geislabaugur
- Grænaborg
- Grandaborg
- Gullborg
- Hagaborg
- Hálsaskógur
- Heiðarborg
- Hof
- Hólaborg
- Hraunborg
- Hulduheimar
- Jörfi
- Klambrar
- Klettaborg
- Laufskálar
- Laugasól
- Lyngheimar
- Nes
- Rauðaborg
- Reynisholt
- Rofaborg
- Seljaborg
- Seljakot
- Stakkaborg
- Steinahlíð
- Suðurborg
- Sunnuás
- Tjörn
- Vesturborg
- Vinagerði
- Árborg
- Rauðhóll
- Drafnarsteinn
- Ungbarnaleikskólinn Ársól
- Krílasel
- Regnboginn
- Sælukot
- Askja
- Fossakot-Korpukot
- Laufásborg
- Lundur
- Skerjagarður
- Waldorfleikskólinn Sólstafir
- Vinagarður
- Kvistaborg
- Vinaminni
- Staðfesting starfsáætlana leikskóla 2019-2020
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. desember 2019, um staðfestingu starfsáætlana grunnskóla í Reykjavík skólaárið 2019-2020 ásamt starfsáætlunum grunnskóla í Reykjavík. SFS2018020107
Samþykkt.
Fylgigögn
- Árbæjarskóli
- Ártúnsskóli
- Austurbæjarskóli
- Barnaskóli Hjallastefnunnar
- Breiðagerðisskóla
- Breiðholtsskóli
- Brúarskóli
- Dalskóli
- Fellaskóli
- Foldaskóli
- Fossvogskóli
- Grandaskóli
- Háaleitisskóli
- Hagaskóli
- Hamraskóli
- Háteigsskóli
- Hlíðaskóli
- Hólabrekkuskóli
- Húsaskóli
- Ingunnarskóli
- Skóli Ísaks Jónssonar
- Kelduskóli
- Klébergsskóli
- Klettaskóli
- Landakotsskóli
- Langholtsskóli
- Laugalækjarskóli
- Laugarnesskóli
- Melaskóli
- Norðlingaskóli
- Ölduselsskóli
- Réttarholtsskóli
- Rimaskóli
- Sæmundarskóli
- Selásskóli
- Seljaskóli
- Suðurhlíðarskóli
- Tjarnarskóli
- Vættaskóli
- Vesturbæjarskóli
- Vogaskóli
- Waldorfskólinn Sólstafir
- Staðfesting starfsáætlana grunnskóla 2019-2020
-
Lagt fram nýtt rekstrarleyfi fyrir Waldorfleikskólann Sólstafi ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. janúar 2020, varðandi rekstrarleyfi fyrir Waldorfleikskólann Sólstafi ásamt rekstrarleyfi fyrir Waldorfleikskólann Sólstafi og bréf Waldorfskólans Sólstafa, dags. 4. desember 2019. SFS2020010018
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarráði 31. október 2019 og vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. janúar 2020:
Lagt er til að skóla- og frístundasvið ráðist í eftirfarandi aðgerðir til að koma til móts við fjölskyldufólk í Reykjavík: 1. Skipulags- og starfsdagar kennara í leik- og grunnskólum verði betur samræmdir innan borgarhverfa þvert á skólastig. 2. Skólasetning grunnskóla hefjist á mánudegi og fyrsti skóladagur hefjist samdægurs í beinu framhaldi. 3. Skólaslit grunnskóla verði á föstudegi og eigi sér stað að loknum síðasta skóladegi. 4. Börnum í 1. – 4. bekk grunnskóla bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá þá daga sem foreldraviðtöl eiga sér stað.
Greinargerð fylgir. SFS2019110047
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þakka fulltrúum Sjálfstæðisflokksins fyrir auðsýndan áhuga á breytingum á skólastarfi til að falla betur að vinnutíma foreldra, sem séu að sögn ætlaðar til hagsbóta fyrir fjölskyldufólk, fremur en vinnuveitenda þeirra. Eins þakka fulltrúarnir skóla- og frístundasviði minnisblað þar sem ekki er annað að sjá en að allar þær tillögur sem hér um ræðir séu annað hvort nú þegar í framkvæmd að einhverju eða öllu leyti, eða að innleiðing þeirra myndi skarast á við ákvæði kjarasamninga eða faglegt sjálfstæði skólaeininga. Þó er rétt að árétta að þau tilmæli sviðsins til skólanna að reynt sé að samræma starfsdaga eftir því sem mögulegt er, eru nú þegar í gildi.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 14. nóvember 2019 og vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. nóvember 2019:
Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg gefi öllum grunnskólabörnum í Reykjavík endurskinsmerki. Með slíkri gjöf er borgin að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Barn sést fimm sinnum fyrr þegar það lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. Kostnaður við að gefa grunnskólabörnum borgarinnar endurskinsmerki gæti verið um 25 milljónir og má taka það fjármagn af liðnum „ófyrirséð.“ Öryggi barnanna í umferðinni í borginni ætti að vera efst á forgangslista okkar allra. Öll viljum við leggja okkar að mörkum til að börnin séu sem öruggust nú þegar skammdegi er mest. Skemmtilegt væri ef börn fengju það verkefni að hanna endurskinsmerkið.
Tillagan er felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS2019110136
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir ágæta tillögu og tekur undir þá áherslu sem þar kemur fram á notkun endurskinsmerkja í umferðinni. Þó er tekið undir þau sjónarmið skóla- og frístundasviðs að ósennilegt sé að takmarkaður aðgangur að slíkum endurskinsmerkjum, eða að kostnaður við þau sé fjölskyldum íþyngjandi og standi notkun þeirra fyrir þrifum. Tekið er undir þau rök að leita þurfi betur leiða til að hvetja til aukinnar notkunar þeirra og auka fræðslu til að tryggja umferðaröryggi barna og mikilvægi notkunar endurskinsmerkja.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. janúar 2020, um stöðu innleiðingar vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi ásamt drögum að erindisbréfum innleiðingarhópa. SFS2019020105
- Kl. 14.30 víkur Geir Finnsson af fundinum og Aron Leví Beck tekur þar sæti.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka fyrir skýrar og góðar upplýsingar um stöðu mála í norðanverðum Grafarvogi. Mikilvægt er að áfram sé haldið vel á málum og innleiðingarhóparnir geti tekið til starfa sem fyrst, til þess að hægt sé að hefjast handa við samráð og útfærslu breytinganna sem fyrst, svo að eftirstandandi óvissu sé eytt og möguleg neikvæð áhrif hennar á líðan og störf starfsfólks og nemenda verði með minnsta móti.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja ítreka þá afstöðu sína að þeir eru mótfallnir þeim sameiningum sem verið er að fara í í Grafarvogi. Þeir telja það ekki góðs viti að vinna starfshópa sé ekki farin af stað þar sem stuttur tími er til stefnu til þess að fara í þessar viðamiklu breytingar.
Fylgigögn
-
Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs, tímabilið janúar – september 2019. SFS2019060141
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2020. SFS2019020034
Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun:
Í kynningu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er enn fluttur sá boðskapur að enn verði ekki unnið að því að verðbæta almennan rekstrarkostnað eða horfa til raunkostnaðar við sérkennslu í grunnskólum borgarinnar. Auk þess virðist ekki horft raunsæjum augum á þann kostnað sem hlýst af langtíma- og skammtímaforföllum starfsfólks. Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara skora á skóla- og frístundaráð að ganga óhikað og tafarlaust til þeirra verka að uppfæra fjárhagsáætlun grunnskólahluta skóla- og frístundasviðs að raunkostnaði og taka þá umræðu upp á vettvangi borgarstjórnar.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði þakka góða kynningu á fjárhagsáætlun og fjárhagsuppgjöri sviðsins. Ljóst er að skólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og enn er vinnu við reiknilíkan skólanna ekki lokið. Yfirlitið ber með sér að ábendingar Innri endurskoðunar um að rekstur skóla- og frístundastarfs Reykjavíkur væri vanfjármagnaður síðustu árin, áttu fullan rétt á sér og kallar á viðbrögð án tafa. Athugasemdir og ábendingar sem koma fram í meðfylgjandi yfirliti eru þær sömu og komið hafa fram árlega síðustu árin án þess að meirihluti borgarstjórnar hafi brugðist við. Þessi vanfjármögnun veldur stjórnendum skóla borgarinnar erfiðleikum sem bitna á skólastarfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera alvarlegar athugasemdir við vinnulagið og kalla enn og aftur eftir breyttum vinnubrögðum í fjárhagsáætlanagerð skóla- og frístundasviðs, núverandi ástand er algjörlega óviðunandi og til skaða fyrir skólastarf í borginni. Sem dæmi má nefna að í dag geta margir skólar ekki lengur fjármagnað forfallakennslu og þurfa því að senda nemendur heim. Það er gert þó lögboðin sé sú skylda grunnskólanna og fræðsluyfirvalda í borginni að sjá til þess að nemendur fái forfallakennslu.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka fyrir skýra og góða kynningu á fjárhagsáætlun sviðsins fyrir 2020 og uppgjöri ársins 2019. Töluvert áhyggjuefni er að sjá að kostnaður vegna veikinda er enn vanáætlaður milli ára og jafnframt kostnaður vegna sérkennslu, en með vísun í úttekt Innri endurskoðunar á fjárhagslegu umhverfi grunnskóla Reykjavíkur er ljóst að ljúka þarf sem fyrst yfirstandandi endurskoðun á úthlutunarlíkani vegna grunnskóla til að kostnaður vegna veikinda, sérkennslu, kennslu barna með annað móðurmál en íslensku og annarra verkefna endurspegli umhverfi starfsemi þeirra með raunsærri hætti. Eins er þörf á endurskoðun bókhaldsumhverfis og bókhaldslykla grunnskóla, með gegnsæi og rekjanleika að leiðarljósi. Ljóst er að endurskoðun af þessu tagi er nauðsynleg forsenda þess að skólastarf borgarinnar geti haldið áfram að dafna.
Lögð er fram bókun skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata sem skráð var í trúnaðarbók skóla- og frístundaráðs 24. september 2019:
Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir komandi ár sýnir áframhaldandi hækkun framlaga til málaflokksins og stefnir í að hækkunin nemi tæpum 2 milljörðum króna milli ára þrátt fyrir 1% hagræðingarkröfu. Engu að síður er ljóst að þörf er á auknum framlögum í einstaka liði til að mæta raunkostnaði, einkum vegna sérkennslu, langtímaveikinda starfsfólks og annars rekstrarkostnaðar starfsstöðva en því sem tengist launum og húsnæði. Meðal helstu breytinga má nefna aukin framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku, móttökustöðvar fyrir börn innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda og fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskóla í tengslum við aðgerðir til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks.
- Kl. 15.39 víkur Valgerður Sigurðardóttir af fundinum.
- Kl. 15.47 víkur Guðrún Kaldal af fundinum.
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 m.kr. tímabilið júlí – september 2019. SFS2019060142
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðir starfsmanna skóla- og frístundasviðs og kjörinna fulltrúa, tímabilið júlí til september 2019, dags. 2. desember 2019. SFS2019060143
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. nóvember 2019, um ráðningu í stöðu leikskólastjóra í Garðaborg. SFS2019120028
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Garðaborgar Elínu Björk Einarsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Gunni Árnadóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. nóvember 2019, um ráðningu í stöðu leikskólastjóra í Klettaborg. SFS2019100064
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Klettaborgar Júlíönu S. Hilmisdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Lilju Eyþórsdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. nóvember 2019, um ráðningu í stöðu leikskólastjóra í Fífuborg. SFS2019120029
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Fífuborgar Helgu Sigurðardóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Sæunni Elfu Pedersen fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. janúar 2020, um ráðningu í stöðu skólastjóra í Ártúnsskóla. SFS2020010019
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra Ártúnsskóla, Ellen Gísladóttur, til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi skólastjóra, Rannveigu Andrésdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. desember 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 167. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi dreifingu námsgagna haustið 2019. SFS2019080135
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka skóla og frístundasviði fyrir greinagott svar og fagna því jafnframt hversu vel þessi aðgerð hefur gengið og hve miklu hagræði hún hefur skilað í bæði tíma og fjármunum foreldra og barna sem annars hefðu farið í innkaup á námsgögnum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. desember 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 171. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi umferðaröryggi barna við grunnskóla Reykjavíkurborgar. SFS2019090289
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Pírata þakka skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði fyrir greinagóð svör, og taka undir að fjöldi gangbrauta, gönguljósa og undirganga er ekki endilega mælikvarði á öryggi barna á leið í og úr skóla, en það mikilvægasta sem við getum gert til að auka öryggi barna og annarra gangandi í umferðinni er að draga úr umferð nálægt skólum og stuðla að því að gönguleiðir séu öruggar og setji gangandi í forgang.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Umferðaröryggi barna við grunnskóla borgarinnar er víða ábótavant. Athygli vekur að ekki eru gangbrautir við 9 grunnskóla og ekki gangbrautarljós nema við 7 skóla. Margítrekað hefur verið bent á að bæta þurfi umferðaröryggi við þá skóla þar sem því er ábótavant. Brýnt er að hafist verði handa sem fyrst við að tryggja umferðaröryggi við þá skóla þar sem ekki eru sérmerktar upplýstar gangbrautir í samræmi við umferðarlög.
- Kl. 16.27 víkja Embla María Möller Atladóttir, Magnús Þór Jónsson, Kristján Gunnarsson, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir af fundinum.
- Kl. 16.40 víkja Jón Ingi Gíslason, Guðrún Gunnarsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Mikið uppsafnað viðhaldsleysi hefur verið svo árum skiptir á skólahúsnæði Melaskóla með þeim afleiðingum að ástandið var komið á grafalvarlegt stig í vetur þegar nemendur og kennarar þurftu að hírast í köldum skólastofum þar sem ofnar og ofnakerfi skólans voru komnir á tíma og rafmagnskerfi í ólestri. Það var ekki fyrr en í óefni var komið að brugðist var við þessu ástandi. Enn er ekkert loftræsikerfi í gamla skólanum, hljóðvist í ólagi þannig að sumir hverjir nemendur þurfa að matast með eyrnahlífar og ennfremur eru aðgengismál fyrir fatlaða í ólestri þar sem engin lyfta er til staðar í gamla skólahúsnæðinu. Lagt er til að gerð verði áætlun um endurbætur og viðhald á skólanum hið fyrsta.
Frestað. SFS2020010086
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að opnunartími leikskóla Reykjavíkur verði sveigjanlegur og hverjum og einum leikskóla verði boðið að skipuleggja lengd leikskóladagsins með þarfir þeirra foreldra í huga sem eru ekki með sveigjanlegan vinnutíma, sem og hagsmuni barna og starfsfólks. Slík ráðstöfun myndi gera leikskólana sjálfstæðari og á sama tíma myndi skapast tækifæri til að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma í leikskólunum.
Frestað. SFS2019100023 -
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að vinnu við reiknilíkan skólanna ljúki sem allra fyrst. Þar sem fulltrúar skólastjórnenda sitja ekki í starfshópnum við vinnu við nýtt reiknilíkan er lagt til að þeim verði boðið að skipa fulltrúa í hópinn þannig að þeir hafi tækifæri til að koma að sjónarmiðum skólastjórnenda áður en vinnu við reiknilíkanið lýkur.
Frestað. SFS2020010087
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi þess að ekki tókst að fullmanna allar stöður í leik- og grunnskólum ásamt frístundaheimilum fyrir áramót er óskað eftir að fá stöðu ráðninga inn á næsta fund ráðsins.
SFS2018080035
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ítrekuð er fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá því í nóvember um stöðu biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Í ljósi þeirrar staðreyndar og fyrirliggjandi upplýsinga um fjölda barna í Reykjavík sem eru á biðlista eftir sérfræðiaðstoð er óskað eftir að fá sundurliðaðar upplýsingar eftir hverfum um stöðu biðlistanna.
SFS2019110080
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um fjölda leikskólakennara eftir skiptingu niður í hverfi. Nú er skólunum skipt niður á 10 hverfi og óskað er eftir þessum upplýsingum per hverfi miða við fjölda starfandi leikskólakennara í nóvember 2019.
SFS2020010088
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði óska eftir upplýsingum um það hvort að skólaakstur úr Staðahverfi í Grafarvogi verði endurskoðaður vegna fjölda kvartana frá foreldrum og þeirri staðreynd að skólaaksturinn hafi verið að bregðast hvað eftir annað.
SFS2019100041
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir skilgreiningu á því hvað sé nýsköpunarskóli. Eins óska þeir eftir því hvort að hægt verði að opna nýsköpunarskóla á unglingastigi í Kelduskóla Vík haustið 2020 líkt og stefnt er að, þrátt fyrir að stuttur tími sé til stefnu. Eins hvort að foreldrar verði ekki fljótlega upplýstir um gang mála og hvernig skólastarfi nýsköpunarskóla sé háttað.
SFS2020010089
Fundi slitið klukkan 16:48
PDF útgáfa fundargerðar
skola_og_fristundarad_1401.pdf