Skóla- og frístundaráð
Ár 2019, 13. ágúst, var haldinn 165. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.33. Fundinn sátu Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P), Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Katrín Atladóttir (D), Pawel Bartoszek (C), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 21. júní 2019, þar sem tilkynnt er að Marta Guðjónsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Valgerðar Sigurðardóttur og bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 27. júní 2019, þar sem tilkynnt er að Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Katrínar Atladóttur og að Katrín Atladóttir verði varamaður í skóla- og frístundaráði. SFS2019060216
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 21. júní 2019, þar sem tilkynnt er um nýja samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð og drög að breyttum viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. SFS2019060217
- Kl. 13:00 taka Ásta Bjarney Elísasdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir sæti á fundinum.
Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 29. mars 2019, þar sem tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um aukið nemendalýðræði er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. maí 2019, um tillöguna. SFS2019040004
Lögð fram svohljóðandi tillaga Ásdísar Maríu Hrafnsdóttur og Bryndísar Ýrar Sigurþórsdóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði, í samstarfi við mannréttinda- og lýðræðisráð, að auka nemendalýðræði í grunnskólum Reykjavíkur með því að gefa nemendum möguleika á því að ráðstafa hluta af fjármagni skólans.
Greinargerð fylgir.
Frestað.Ásdís María Hrafnsdóttir, Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 29. mars 2019, þar sem tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um táknmálskennslu í grunnskólum er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. júní 2019, um tillöguna. SFS2019040003
Lögð fram svohljóðandi tillaga Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að innleiða táknmálskennslu í alla grunnskóla Reykjavíkurborgar eigi síðar en vorönn 2020.
Greinargerð fylgir.
Frestað.Aldís Lóa Benediktsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Námsflokka Reykjavíkur.
Iðunn Antonsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna, dags. 4. apríl 2019, um uppbyggingu innviða til hleðslu á rafbílum í Reykjavík.
Guðmundur Benedikt Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 30. nóvember 2018, þar sem svohljóðandi tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. júní 2019 og umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 29. október 2018, varðandi tillögu um gjaldfrjáls frístundaheimili fyrir börn efnaminni foreldra:
Lagt er til að borgarráð samþykki að skóla- og frístundasvið hafi aðgang að upplýsingum um tekjur og framfærslu forráðamanna þeirra barna sem sækja frístundaheimili og afgreiði málefni þeirra innan sviðsins. Þetta kallar á endurskoðun á verklagsreglum og ferlinu öllu. Með þessari breytingu yrði væntanlega létt á ferlinu, það gert skilvirkara fyrir notendur þess. Þessi tillaga er lögð fram í tengslum við umsögn skóla- og frístundasviðs við tillögu Flokks fólksins um að börn foreldra sem eru undir fátæktarmörkum fái gjaldfrjálst frístundaheimili fyrir börn sín.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fylgigögn
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að skóla- og frístundasvið hafi aðgang að uppl. um tekjur eða framfærslu forráðam.
- Minnisblað sviðsstjóra SFS varðandi tillögu fullrúa Flokks fólksins
- Borgarráð 5. júlí 2018: Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gjaldfrjáls frístundaheimili fyrir börn efnaminni foreldra
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. júlí 2019, um ráðningu í stöðu skólastjóra við Vogaskóla. SFS2019060139
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra Vogaskóla Snædísi Valsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi skólastjóra Jónínu Ólöfu Emilsdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. júlí 2019, um ráðningu í stöðu leikskólastjóra Suðurborgar. SFS2019070078
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Suðurborgar Berglindi Hallgrímsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Elínborgu K. Þorláksdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. júlí 2019, um ráðningu í stöðu leikskólastjóra Hólaborgar. SFS2019070079
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra Hólaborgar Sigrúnu Grétarsdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi leikskólastjóra Pálu Pálsdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júlí 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 160. fundi skóla- og frístundaráðs, um leikskóladeildir. SFS2019050119
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júlí 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 160. fundi skóla- og frístundaráðs, um ungbarnadeild við leikskólann Sunnuás. SFS2019050120
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. ágúst 2019, varðandi stöðu ráðninga í frístundaheimilum/sértækum félagsmiðstöðvum á skóla- og frístundasviði 12. ágúst 2019. SFS2018080035
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:45