No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Ár 2019, 25. júní, var haldinn 163. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.34. Fundinn sátu Skúli Helgason formaður (S), Katrín Atladóttir (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D), Pawel Bartoszek (C), Rannveig Ernudóttir (P) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum; Sigríður Björk Einarsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum, Sindri Bjarkason, Reykjavíkurráð ungmenna og Þorgerður L. Diðriksdóttir, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Elísabet Helga Pálmadóttir, Eygló Traustadóttir, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram skýrslan Framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í norðanverðum Grafarvogi, dags. í júní 2019. SFS2019020105
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Tillögum sem fram koma í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í norðanverðum Grafarvogi er vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Í umsögn verði meðal annars, með vísan til þess sem fram kemur í tillögu 2, fjallað um áform um þéttingu byggðar í Staðahverfi og lagt mat á raunhæfni og fýsileika þess að ráðast í uppbyggingu á þróunarsvæði í Staðahverfi sem styður við bindandi markmið gildandi aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Auk þess er sérstaklega óskað eftir því að lagt verði raunhæft mat á tímalínu mögulegrar uppbyggingar.
Samþykkt.
Guðlaug Gísladóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Starfshópi um framtíðarskipan skólastarfs í norðanverðum Grafarvogi er þakkað fyrir mikla og góða vinnu, vandaða greiningu á stöðunni og helstu valkostum. Það er einróma niðurstaða starfshópsins að núverandi fyrirkomulag sé ekki vænlegt til framtíðar. Tillögur starfshópsins eru tvær, annarsvegar að tveir skólar verði fyrir nemendur á yngsta og miðstigi í Borgum og Engi og hinsvegar einn sameinaður unglingaskóli í Vík- nýsköpunarskóli. Þar með verði skólahald aflagt í Kelduskóla-Korpu þar til nemendafjöldi hefur náð 150 nemendum. Skýrsla starfshópsins undirstrikar að sterk menntunarleg, félagsleg og fjárhagsleg rök eru fyrir þessari tillögu. Síðari tillagan byggir á þeirri forsendu að ráðist verði í verulega uppbyggingu á þróunarsvæði í Staðahverfi. Mikilvægt er að fá faglegt mat og greiningu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar á því hversu raunhæft og fýsilegt er að ráðast í slíka uppbyggingu á næstu árum sem styður við bindandi markmið gildandi Aðalskipulags borgarinnar. Samþykkt er að óska eftir því mati og að það liggi fyrir á komandi hausti, svo hægt verði að taka endanlega afstöðu til tillagnanna. Jafnframt er mikilvægt að strax verði hafist handa við undirbúning þeirra samgöngubóta sem eru mikilvæg forsenda þeirra tillagna um breytingar sem hér eru lagðar fram.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Enn eina ferðina hefur verið gerð tilraun til þess að koma skólastarfi í Grafarvogi í uppnám án þess að fyrir lægju nægjanlegar forsendur þegar farið var af stað með hugmyndir um að loka Korpuskóla. Farið var í vegferðina þrátt fyrir að fyrir lægi ítarleg úttekt ráðgjafafyrirtækisins Intellecta vegna sameininga skóla og leikskóla í Grafarvogi sem hafi leitt í ljós ýmsa vankanta á framkvæmd fyrri sameininga. Í skýrslunni voru sett fram ígrunduð varnaðarorð og rökstudd gagnrýni á sameiningarnar. Bent var á að samráð hafi verið ófullnægjandi og framtíðarsýn hafi skort. Nýta mætti betur þann lærdóm sem fá má af umræddri skýrslu. Kröftug mótmæli íbúa og foreldra ásamt athugasemdum minnihlutans í skóla- og frístundaráði þrýstu á um stofnun starfshóps til að skoða sameiningarhugmyndir nánar, fyrir það ber að þakka. Sömuleiðis er starfshópnum þökkuð vönduð og fagleg vinna. Mikilvægt er að niðurstöður skýrslu starfshópsins fái góða og almenna kynningu í hverfunum og allar ákvarðanir verði í framhaldinu teknar í sátt og samráði við íbúa og foreldra skólabarna á skólasvæðinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. júní 2019, um úthlutun úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs Látum draumana rætast ásamt yfirliti yfir umsóknir í B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs og reglur um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs vegna styrkja í B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs. SFS2019040020
Tillaga úthlutunarnefnda þróunar- og nýsköpunarstyrkja skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2019:
1) Umsækjandi: Ársel, íþróttafélagið Fylkir, Ártúnsskóli, Norðlingaskóli Dalskóli, Ingunnarskóli, Sæmundarskóli, Þjónustumiðstöð Árbæjar. Heiti verkefnis: Rafíþróttir í 110 og 113. Kr. 3.500.000.
2) Umsækjandi: Kringlumýri, Miðberg, Háskóli Íslands, Vinnuskólinn. Heiti verkefnis: Mikilvægi gagnreyndra aðferðar í félagsmiðstöðvastarfi. Kr. 500.000
3) Umsækjandi: Miðberg, Gufunesbær, Kringlumýri, Tjörnin, Öryrkjabandalag Íslands. Heiti verkefnis: Ungmennaráð sértækra félagsmiðstöðva í Reykjavík. Kr. 1.000.000.
4) Umsækjandi: Hagaskóli, Laugalækjarskóli, Frosti, Háskóli Íslands. Heiti verkefnis: Allir með – valnámskeið. Kr. 1.800.000.
5) Umsækjandi: Hlíðaskóli, Eldflaugin, Barnaskóli Hjallastefnunnar, Suðurhlíðarskóli, Gleðibankinn, Tjarnarskóli, Landakotsskóli, Melaskóli, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Heiti verkefnis: Skólafélagsfærni PEERS. Kr. 4.000.000.
6) Umsækjandi: Tjörnin, Gleðibankinn, Hlíðaskóli. Heiti verkefnis: Rafíþróttaver. Kr. 2.000.000.
7) Umsækjandi: Tjörnin, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Lögreglan, Barnavernd, Kringlumýri, Ársel, Gufunesbær, Miðberg, allar félagsmiðstöðvar í Reykjavík. Heiti verkefnis: Föruneyti félagsmiðstöðvar. Kr. 2.500.000.
8) Umsækjandi: Bjartahlíð, Háskóli Íslands, Stakkaborg. Heiti verkefnis: Vísindaleiki - Varmi og hitastig. Kr. 500.000.
9) Umsækjandi: Undraland, Tjörnin, Háskóli Íslands. Heiti verkefnis: Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi. Kr. 1.100.000.
10) Umsækjandi: Kringlumýri, Réttarholtsskóli, Fossvogsskóli, Breiðagerðisskóli, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, íþróttafélagið Víkingur, Skátafélagið Garðbúar, foreldrafélag Réttarholtsskóla, foreldrafélag Fossvogsskóla, foreldrafélag Breiðagerðisskóla. Heiti verkefnis: Svefn, orkudrykkir og rafrettur. Kr. 1.400.000.
11) Umsækjandi: Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Háskóli Íslands, Simbað, Regnbogaland, Kastali. Heiti verkefnis: Markviss íslenskukennsla fjöltyngdra nemenda með áherslu á ríkan orðaforða, sterka sjálfsmynd og félagsfærni í leik og starfi. Kr. 2.000.000.
12) Umsækjandi: FabLab Reykjavík, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Seljaskóli, Háskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, RG Menntaráðgjöf, Vísindasmiðja Háskóla Íslands. Heiti verkefnis: Skapandi námssamfélag í Breiðholti. Kr. 6.500.000
13) Umsækjandi: Borg, Breiðholtsskóli, Bakkaborg, Bakkasel, Bakkinn, KVAN, Háskóli Íslands, Þjónustumiðstöð Breiðholts. Heiti verkefnis: Það þarf heilt þorp, samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu. Kr. 5.500.000.
14) Umsækjandi: Ingunnarskóli, Vesturbæjarskóli, Selásskóli. Heiti verkefnis: Austur-Vestur, sköpunar- og tæknismiðjur Kr. 5.700.000.
15) Umsækjandi: Reynisholt, Borg, Brákarborg, Stakkaborg, Tjörn, RannUng. Heiti verkefnis: Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag. Kr. 5.000.000.
16) Umsækjandi: Tjörnin, 100og1, Austurbæjarskóli, Háskóli Íslands. Heiti verkefnis: Draumasviðið, tækifæri sköpunar. Kr. 2.000.000.
17) Umsækjandi: Klettaskóli. Heiti verkefnis: Lausnir varðandi tjáskipti nemenda í Klettaskóla. Kr. 2.000.000.
18) Umsækjandi: Gufunesbær, Brosbær, Galdraslóð, Hvergiland, Kastali, Regnbogaland, Simbað, Tígrisbær, Ævintýraland, Miðstöð útivistar og útináms, Háskóli Íslands. Heiti verkefnis: Útivist og útinám. Kr. 3.000.000.Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Guðrún Edda Bentsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn hefur lagt á það mikla áherslu að tryggja nýtt fjármagn til þróunarverkefna til að innleiðing nýrrar menntastefnu fari hratt og vel af stað. Þess vegna er varið 200 milljónum í nýjan þróunar- og nýsköpunarsjóð Látum draumana rætast, 150 milljónir runnu beint til einstakra leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva og 50 milljónir fara í stærri samstarfsverkefni. Allir starfsstaðir 171 að tölu sendu inn umsókn og fengu fjármagn úr A hluta sjóðsins. Alls bárust 40 umsóknir um samstarfsstyrki úr B hluta sjóðsins og fá 18 þeirra styrki í þessari fyrstu úthlutun. Hæstu styrkina fá verkefnin Skapandi námssamfélag í Breiðholti, Austur-Vestur samstarfsverkefni þriggja grunnskóla í Grafarvogi, Vesturbæ og Árbæ um sköpunar- og tæknismiðjur í grunnskólastarfi, Það þarf heilt þorp, samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla og frístundar um félagsfærni og sjálfseflingu og loks Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag sem er samstarfsverkefni sex leikskóla í borginni.
Anna Metta Norðdahl, Guðrún Kaldal og Magnús Þór Jónsson víkja af fundinum vegna vanhæfis undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. júní 2019, um staðfestingu skóladagatala grunnskóla Reykjavíkurborgar skólaárið 2019-2020 ásamt útdrætti úr skóladagatölum grunnskóla Reykjavíkurborgar 2019-2020. SFS2018020107
Samþykkt.
Guðrún Edda Bentsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. júní 2019, um breytingar á reglum um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar og akstur nemenda með hópbifreiðum og tillaga að breytingum á reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar, drög að reglum um strætókort til nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar, núgildandi reglum um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar með strætisvögnum Reykjavíkur og akstur nemenda með hópbifreiðum, núgildandi reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar, minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2018 og umsagnir skólasamfélags Árbæjarskóla, ódags., skólaráðs Foldaskóla, dags. 11. mars 2019, foreldra í Suðurhlíðum, ódags., skólaráðs Réttarholtsskóla, dags. 12. febrúar 2019 og skólaráðs Fossvogsskóla, dags. 27. febrúar 2019:
Samþykktar eru nýjar reglur um strætókort til nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar sem búa í meira en 1,5 km. göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum miðað við örugga gönguleið frá heimili að skólalóð. Jafnframt falli úr gildi reglur um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar, samþykktar í menntaráði 3. nóvember 2005. Samþykkt er breyting á 6. gr. reglna um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar, með þeim hætti að fram komi að þeir nemendur með lögheimili í Reykjavík sem eiga þess kost að fá ókeypis strætókort eru nemendur í 1.-10. bekk sem búa (eiga lögheimili) í meira en 1,5 km göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum, til samræmis við reglur um strætókort til nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Breytingarnar skulu taka gildi 22. ágúst 2019. Þó skulu nýjar reglur ekki taka gildi fyrr en 1. janúar 2020 fyrir nemendur í 1.-4. bekk Hlíðaskóla með lögheimili í Suðurhlíðum og nemendur í 1.-4. bekk Melaskóla með lögheimili í Skerjafirði.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að málinu verði frestað. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillagan er samþykkt og vísað til borgarráðs. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS2018110156
Guðrún Edda Bentsdóttir og Hjalti Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Með nýjum reglum eiga nemendur kost á að fá ókeypis strætókort sé vegalengdin frá heimili þeirra að skóla meiri en 1,5 km. Lagður verður af akstur með rútum í þremur skólahverfum en á móti geta viðkomandi nemendur nýtt strætókortið án endurgjalds allt árið um kring. Þær breytingar sem snúa að breytingum á skólaakstri yngstu barna í Skerjafirði og Suður-Hlíðum taka þó ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Markmiðið með þessum breytingum öllum er að auka jafnræði og gagnsæi og að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Þá er breytingin til þess fallin að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum sem styður við markmið stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að betur hefði mátt standa að kynningu á breytingum á reglum á afhendingu strætókorta til nemenda í grunnskólum. Breytingin snertir alla foreldra skólabarna sem málið varðar. Umsagnir skólaráða og foreldrafélaga gefa ágæta mynd en eru ekki trygging fyrir því að allir foreldrar séu upplýstir um breytingarnar og hvaða áhrif þær hafa. Akstur með skólabílum fyrir börn sem búa í lengri fjarlægð en 1,5 km. frá skóla verður aflagður og sýnt að það muni hafa mikil áhrif á ferðir skólabarna. Í ljósi athugasemda frá nokkrum skólum þykir rétt að skoða málið nánar og leyfa umsögnum allra hagsmunaaðila að koma að áður en reglurnar verði endanlega samþykktar, slíkt hefði verið í anda íbúalýðræðis og samráðs.
Skúli Helgason víkur af fundinum vegna vanhæfis og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur þar sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
- Tillaga um breytingar á reglum um afhendingu strætómiða til nemenda í grunnskólum Reykjavíkuborgar
- Minnisblað um breytingar á reglum um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar
- Drög að breytingum á reglum um afhendingu farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar
- Reglur um farmiða til nemenda í grunnskólum borgarinnar ...
- Reglur um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar
- Tillaga að breytingum á reglum um afhendingu strætómiða/- korta fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur
- Ályktun frá Árbæjarskóla vegna reglna um strætókort til nemenda grunnskóla
- Umsögn frá skólaráði Foldaskóla
- Ályktun frá foreldrum í Suðurhlíðum v/skólaksturs í Hlíðaskóla
- Umsögn skólaráðs Réttarholtsskóla
- Umsögn skólaráðs Fossvogsskóla
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. júní 2019, um ákvörðun um fjölda nemenda sem greitt verður framlag vegna til Arnarskóla ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. nóvember 2018, um meðferð umsókna foreldra reykvískra nemenda í sjálfstætt rekna sérskólann Arnarskóla. SFS2018110109
Hrund Logadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2019, um viðmið um hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt rekinna grunnskóla utan Reykjavíkur, bréfi Alþjóðaskólans á Íslandi, dags. 20. maí 2019, varðandi viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem greitt er framlag með vegna náms í International School of Iceland og umsögn sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2019, um viðmið um hámarkasfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt rekinna grunnskóla utan Reykjavíkur:
Lagt er til að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt rekinna grunnskóla utan Reykjavíkur skólaárið 2019 - 2020 verði eftirfarandi: Waldorfskólinn Lækjarbotnum; 64 reykvískir nemendur. International School of Iceland; 30 reykvískir nemendur. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ; 5 reykvískir nemendur. Grunnskólinn NÚ, Framsýn; 15 reykvískir nemendur. Ákvörðun um viðmið er tímabundin og gildir til 1. júlí 2020, fyrir þann tíma verður tekin ákvörðun um framlengingu eða endurskoðun á fyrirkomulaginu. Með samþykkt viðmiða um hámarksfjölda er ekki fallið frá óskilyrtum rétti sveitarfélagsins til að synja einstaka umsóknum foreldra um skólavist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags. Gerður er fyrirvari af hálfu Reykjavíkurborgar um að fjárveitingar skóla- og frístundasviðs eru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir skv. fjárhagsáætlun á hverju ári.
Samþykkt og vísað til borgarráðs. SFS2019050183
Fylgigögn
- Tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna
- Minnisblað - Viðmið um hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að gr. framlag v. til sjálst. rekinna gr.
- Erindi frá Alþjóðaskólanum í Garðabæ v . reykvískra barna og framlags með þeim
- Umsögn sviðsstjóra fjármála og áhættustýringasviðs
-
Lagt fram minnisblað Skúla Helgasonar, Katrínar Atladóttur og Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttur, dags. 20. júní 2019, um þátttöku Reykjavíkurborgar á fundinum Borgir framtíðar sem haldinn var í London dagana 6. og 7. júní 2019, dagskrá ráðstefnunnar Borgir framtíðarinnar og dæmi um áherslur sem kynntar voru á fundinum Cities of the future. SFS2019050093
Fríða Bjarney Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Skrekk, hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík 2018. SFS2018100016
Harpa Rut Hilmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 15.27 víkur Magnús Þór Jónsson af fundinum.
- Kl. 15.36 víkur Sigríður Björk Einarsdóttir af fundinum.
-
Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir tímabilið janúar – mars 2019. SFS2019060141
- Kl. 15.52 víkur Guðrún Kaldal af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 m.kr. á tímabilinu janúar – mars 2019. SFS2019060142
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðir starfsmanna skóla- og frístundasviðs og kjörinna fulltrúa á tímabilinu janúar – mars 2019. SFS2019060143
- Kl. 15.57 víkur Sindri Bjarkason af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2019, um ráðningu í stöðu skólastjóra við Norðlingaskóla. SFS2019060139
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra Norðlingaskóla Aðalbjörgu Ingadóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi skólastjóra Sif Vígþórsdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. júní 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 160. fundi skóla- og frístundaráðs, um uppsagnir á leikskólunum Hólaborg og Suðurborg. SFS2019050120
- Kl. 16.05 víkja Kristján Gunnarsson, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Þorgerður L. Diðriksdóttir af fundinum.
- Kl. 16.10 víkur Katrín Atladóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir að skýrsla Mannvits um ástand skólahúsnæðis frá í apríl sl. verði lögð fyrir skóla- og frístundaráð til upplýsingar um ástand þeirra skóla sem verkfræðistofan hefur tekið út. Það er ekki viðunandi að kjörnir fulltrúar sem hafa ríka eftirlitsskyldu fái fréttir utan úr bæ um innihald skýrslunnar og úttekt verkfræðistofunnar á ástandi einstakra skóla eins og gerst hefur í tilfelli Hagaskóla.
SFS2019060223
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um erindi sem sent var sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og borgarstjóra fyrir þremur árum um ástand skólahúsnæðis Hagaskóla. Mikilvægt er að skóla- og frístundaráð sé betur upplýst um stöðu mála í Hagaskóla en fram hefur komið að stundum séu kennslustofur rennandi blautar, töluvert sé um silfurskottur og skemmdum sem bendi til raka.
SFS2019060224
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram fyrirspurnir á fundi skóla- og frístundaráðs 11. júní sl. varðandi framkvæmdir við Hagaskóla, Breiðholtsskóla, Fossvogsskóla og Seljaskóla og bjuggust við svörum á þessum fundi þar sem þetta er síðasti fundur fyrir sumarleyfi og ráðið kemur ekki saman fyrr en rétt fyrir skólabyrjun í haust. Nauðsynlegt er að fyrir liggi svör til að hægt verði að bregðast við og gera ráðstafanir ef ekki næst að ljúka framkvæmdum fyrir skólabyrjun.
SFS2019060225
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hvenær skýrsla um ástand fimm grunnskóla í Reykjavík verður lögð fram til kynningar. Þegar hefur komið fram á fundi borgarstjórnar að umrædd skýrsla er í vinnslu og er skilgreind sem „vinnuplagg á borði borgarstjóra“. Mikilvægt er að skýrslan komi fram sem fyrst til að hægt verði að kynna niðurstöður hennar fyrir þeim aðilum sem málið varðar og ábyrgð á því bera.
SFS2019060226
Fundi slitið klukkan 16:20
Skúli Helgason Marta Guðjónsdóttir
Pawel Bartoszek