Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 158

Skóla- og frístundaráð

Ár 2019, 9. apríl, var haldinn 158. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Vísu í Hörpu í Reykjavík kl. 13.00. Fundinn sátu Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D), Pawel Bartoszek (C), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum; Sigríður Björk Einarsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum og Sindri Bjarkason, Reykjavíkurráð ungmenna. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. mars 2019, ásamt umsögn skólaráðs Háaleitisskóla um tillöguna, dags. 8. mars 2019 og umsögn foreldrafélags Háaleitisskóla um tillöguna, dags. 26. mars 2019.

    Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til að sett verði á laggirnar stoðdeild þar sem þróað verður starf fyrir börn einna helst í 3. – 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í þessum hópi eru fyrst og fremst börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem hafa mjög rofna skólagöngu erlendis að baki. Deildin verður starfrækt við Háaleitisskóla – Álftamýri frá og með skólaárinu 2019-2020.

    Greinargerð fylgir tillögunni. SFS2019030066

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun.

    Sá hópur grunnskólanemenda sem sækir um alþjóðlega vernd er ekki einsleitur og það er afar mikilvægt að standa vel að því að taka á móti honum í skólakerfinu á forsendum hvers og eins. Undanfarin ár hefur hópurinn farið stækkandi og samhliða því er aukin þjónustuþörf fyrir þennan viðkvæma hóp. Það er ekki síður mikilvægt að hlúa að félagslegri stöðu hans eins og námslegri sama hversu lengi hann staldrar við á Íslandi. Stoðdeildin sem nú er verið að setja á laggirnar í Háaleitisskóla - Álftamýri er hugsuð sem tímabundið úrræði fyrir grunnskólabörn sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og félagsfærni og líðan. Í stoðdeildinni verður lögð áhersla á að vinna og byggja upp heildrænan skóladag í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og annarra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðsvegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur. Markmiðið með stoðdeildinni er að undirbúa nemendur síðar meir til að sækja nám og félagsstarf í sínu hverfi.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2019, um tillögur starfshóps um markvisst verklag við útfærslu tillagna fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings barna í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík, aðgerðabundin og tímasett markmiðaáætlun vegna tillagnanna og skýrsla starfshóps um markvisst verklag við útfærslu tillagna fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings barna í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík, dags. í nóvember 2018. SFS2018110057

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Dröfn Rafnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.37 tekur Anna Garðarsdóttir sæti á fundinum.

    Áheyrnarfulltrúar kennara í grunnskólum og skólastjóra í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur og Félags skólastjórnenda í Reykjavík fagna framkominni markmiðaáætlun vegna læsis. Áætlunin er ítarleg og tekur til ólíkra þátta læsis og vinnu við að auka færni nemenda. Fulltrúar vilja árétta það að þeir telja umrædda áætlun vera vegvísi í málaflokknum en horfa þarf til þeirra sérfræðinga sem sinna kennslunni í hverjum skóla þegar kemur að útfærslu hennar. Hver skóli þarf að fá að útfæra lestrarkennslu út frá meginstefnunni sem fram kemur í áætluninni en lykillinn að árangri í lestrarnámi er innleiðing hennar og þá innleiðingu verða kennarar að leiða, hver í sinni kennslustofu í sínum skóla. Á þann hátt mun bestur árangur nást.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir þau sjónarmið í skýrslunni að sérfræðiþjónusta skóla tilheyri skóla- og frístundasviði en ekki velferðarsviði og að kennsluráðgjafar starfi samkvæmt stefnu sviðsins. Mikilvægt er að jafnræðis gæti milli skóla og hverfa hvað þessa þjónustu varðar og stytta þarf boðleiðir. Í því sambandi er nauðsynlegt að farið verði að tillögum fagráðsins um endurskoðun á skólaþjónustu, hvað varðar hlutverk kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, talmeinafræðinga og staðsetningu þeirra undir skrifstofu skóla- og frístundasviðs.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Læsi er einn af fimm hæfniþáttum nýrrar menntastefnu og Miðja máls og læsis hefur það sérhæfða hlutverk að styðja við bakið á starfsstöðvum sviðsins varðandi eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings. Hér er lögð fram tillaga um nánari útfærslu á tillögum fagráðs sem lagði grunn að læsisstefnu borgarinnar þar með talið um áfangaskiptingu á metnaðarfullum markmiðum um bættan árangur nemenda.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram nýtt rekstarleyfi fyrir Barnaheimilið Ós ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytingu á rekstarleyfi Barnaheimilisins Óss, dags. 4. apríl 2019. SFS2017100143

    Samþykkt og vísað til borgarráðs með þeirri breytingu að fram komi í rekstrarleyfi að það nái til 48 barna á aldrinum 12 mánaða til 6 ára, þarf af til 7 barna á aldrinum 12 til 18 mánaða.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í samræmi við fyrri ákvörðun skóla- og frístundaráðs eru gerðir samningar við Barnaheimilið Ós og Sælukot um sérstaka samninga vegna barna á aldrinum 12-18 mánaða. Samningarnir eru liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið, munu fjölga þeim leikskólaplássum í borginni sem ætluð eru yngstu börnunum um rúmlega 30 og því ber að fagna.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytt framlag vegna opnunar ungbarnadeildar í Barnaheimilinu Ósi, dags. 20. mars 2019, bréf stjórnar Barnaheimilisins Óss varðandi breytingu á framlagi vegna opnun ungbarnadeildar, dags. 11. mars 2019, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 18 mánaða til 6 ára sem tók gildi 1. janúar 2019 og reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna 6/9 mánaða til 36 mánaða sem tók gildi 1. janúar 2019:

    Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. mars 2019, að viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til Barnaheimilisins Óss verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna á aldrinum 18 mánaða til 6 ára verði 41. Jafnframt verði heimilt að greiða framlag vegna 7 barna á aldrinum 12 til 18 mánaða á forsendum samninga vegna barna á aldrinum 6/9 mánaða til 36 mánaða. Breytingin taki gildi 1. september 2019. Sviðsstjóra er falið að gera samninga við Barnaheimilið Ós vegna framlagsins.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs. SFS2017100143

    -    Kl. 13.50 víkur Eygló Traustadóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram nýtt rekstarleyfi fyrir leikskólann Sælukot ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytingu á rekstarleyfi leikskólans Sælukots, dags. 20. mars 2019. SFS2019020055

    Samþykkt og vísað til borgarráðs með þeirri breytingu að fram komi í rekstrarleyfi að það nái til 72 tveggja barna á aldrinum 12 mánaða til 6 ára, þar af 20 á aldrinum 12 mánaða til 18 mánaða.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytt framlag vegna opnunar ungbarnadeildar í leikskólanum Sælukoti, dags. 20. mars 2019, bréf leikskólans Sælukots varðandi breytingu á framlagi vegna opnunar ungbarnadeildar, ódags, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 18 mánaða til 6 ára sem tók gildi 1. janúar 2019, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna 6/9 mánaða til 36 mánaða sem tók gildi 1. janúar 2019 og samningur skóla- og frístundasviðs og leikskólans Sælukots um framlag vegna vistunar reykvískra barna í leikskólanum Sælukoti, dags. 29. nóvember 2018:

    Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. mars 2019, að viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til leikskólans Sælukots verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna geti orðið 52 vegna barna á aldrinum 18 mánaða til 6 ára á forsendum samninga vegna barna á þeim aldri og 20 vegna barna á aldrinum 12 til 18 mánaða á forsendum samninga vegna barna á aldrinum 6/9 mánaða til 36 mánaða frá 1. september 2019. Sviðsstjóra er falið að gera samninga við leikskólann Sælukot vegna framlagsins.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs. SFS2019020055

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um aukið framlag til Skóla Ísaks Jónssonar vegna reksturs leikskóladeildar fyrir fimm ára börn, dags. 2. apríl 2019, beiðni Skóla Ísaks Jónssonar um aukið framlag, ódags., samningur skóla- og frístundasviðs og Skóla Ísaks Jónssonar um vistun reykvískra barna sem verða fimm ára á árinu sem þau hefja skólagöngu í leikskóladeild leikskólans að hausti, dags. 31. janúar 2019 og umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um beiðni Skóla Ísaks Jónssonar, dags. 25. mars 2019:

    Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra, dags. 2. apríl 2019, að viðmið um hámarksfjölda reykvískra fimm ára barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til Skóla Ísaks Jónssonar verði breytt með þeim hætti að heimilt verði að greiða framlag vegna allt að 65 barna frá 1. maí 2019 í stað 61 barns. Sviðsstjóra er falið að gera viðauka við núgildandi samning skólans, dags. 31. janúar 2019.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs. SFS2019040036

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ásamt umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um breytingu á reglum vegna systkinaafsláttar, dags. 27. febrúar 2019:

    Skóla- og frístundaráð samþykkir að gerðar verði breytingar á ákvæðum er varða systkinaafslátt í reglum um leikskólaþjónustu, reglum um þjónustu frístundaheimila og reglum um þjónustu félagsmiðstöðva með þeim hætti að barnafjölskyldur greiði námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Breytingarnar gildi frá 1. janúar 2019.

    Greinargerð fylgir tillögunni. SFS2019040040

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er sérstakt metnaðarmál núverandi meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að búa vel að barnafólki með því að halda gjaldtöku í lágmarki fyrir þá þjónustu sem barnafólk þarf sérstaklega að sækja til borgarinnar. Þess vegna er mikilvægt skref stigið með því að hækka systkinaafslætti þvert á skólastig með því að foreldrar greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn en gjaldið falli niður fyrir eldri systkini. Hér er mikið hagsmunamál á ferðinni fyrir fjölmargar barnafjölskyldur í borginni.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði fagna þessari tillögu um að hækka systkinaafslætti þvert á skólastig enda mikilvægt fyrir hagsmuni barnafjölskyldna í borginni. Jafnframt vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokks minna á þá góðu leið að veita jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með hverjum nemanda sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar leikskóla/grunnskóla og/eða frístundaheimili. Skal sama upphæð opinbers fjár því fylgja hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi viðkomandi leikskóla, grunnskóla eða frístundaheimilis.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga og greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi breytingar á reglum um leikskólaþjónustu, dags. 2. apríl 2019 ásamt umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um breytingu á reglum vegna systkinaafsláttar, dags. 27. febrúar 2019, reglum um leikskólaþjónustu með breytingum og núgildandi reglum um leikskólaþjónustu. SFS2019040037

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga og greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um þjónustu frístundaheimila, dags. 4. apríl 2019, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um breytingu á reglum vegna systkinaafsláttar, dags. 27. febrúar 2019, reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar með breytingum og núgildandi reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar. SFS2019040038

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

    Lagt er til að starfsmenn frístundaheimila fái frí þegar grunnskólar borgarinnar fara í vetrarleyfi. Þannig er gætt jafnræðis milli starfsmanna skólanna enda stendur nemendum ekki til boða þjónusta frístundaheimilanna í vetrarleyfum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram tillaga og greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um þjónustu félagsmiðstöðva, dags. 4. apríl 2019, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um breytingu á reglum vegna systkinaafsláttar, dags. 27. febrúar 2019, reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar með breytingum og núgildandi reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar. SFS2019040039

    -    kl. 14:25 víkur Skúli Helgason af fundinum. 

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    -    Kl. 14:37 víkja Magnús Þór Jónsson, Jón Ingi Gíslason og Sindri Bjarkason af fundinum.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að húsnæðishluti reglanna grein 10 verði skýr fyrir 1. maí þegar nýjar reglur eiga að taka gildi þannig að aðstaða fyrir starfið verði tryggt.

    Fylgigögn

  12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

    Skóla- og frístundaráð samþykkir að gefa starfshóp er stofnaður var til þess að meta og útfæra tillögur um framkvæmd grunnskóla- og frístundastarfs í norðanverðum Grafarvogi, skólahverfum Kelduskóla og Vættaskóla lengri tíma til þess að útfæra sína vinnu. Til stendur að hópurinn skili niðurstöðum til sviðsstjóra eigi síðar en 29. apríl 2019. Líkt og bent er á í skýrslu Intellecta þá var stofnun nýs skóla- og frístundasviðs og sameiningarferli leikskóla og grunnskóla viðamikið verkefni sem hafði ekki fyrirfram augljósan og óumdeilanlegan ávinning. Þetta kemur fram í óháðri úttekt sem Intellecta gerði fyrir Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Því er mikilvægt að vanda gríðarlega þá vinnu sem nú hefur verið sett af stað. Páskar og aðrir frídagar skerða verulega þann tíma sem þessi hópur hefur til þess að vinna og því leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að hópurinn fái tíma til 31. maí 2019. 

    Frestað. SFS2019020105

Fundi slitið klukkan 14:42

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir