Skóla- og frístundaráð
Ár 2019, 22. janúar, var haldinn 152. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.30. Fundinn sátu Pawel Bartoszek (C) varaformaður, Alexandra Briem (P), Katrín Atladóttir (D), Hreindís Garðarsdóttir (V), Kolbrún Baldursdóttir (F), Þorkell Heiðarsson (S) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Sindri Bjarkason, Reykjavíkurráð ungmenna. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um verklag vegna myglu í húsnæði Reykjavíkurborgar. SFS2018120034
- Kl. 12:38 tekur Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 12:45 tekur Sigríður Björk Einarsdóttir sæti á fundinum.Jón Valgeir Björnsson, Kristján Sigurgeirsson og Daníel Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins þakka góða kynningu á viðbrögðum við ábendingum um myglu í húsnæði skóla- og frístundasviðs. Lagt er til að farið verði í sérstakt átak við að gera úttekt á stöðu mála á öllum starfsstöðvum SFS í þeim tilgangi að grípa til forvirkra aðgerða, til að mygla uppgötvist fyrr og þannig geta dregið úr líkum á því að nemendur og starfsfólk skólanna finni fyrir óþægindum og jafnvel veikist. Forgangsraða þarf úttektinni og aðgerðum í samræmi við fyrirliggjandi ábendingar frá starfsstöðvum SFS.
Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:
Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva fagna því að verklagsreglur vegna myglu í húsnæði séu að verða að veruleika. Á undanförnum árum hefur skort mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni gagnvart þessum málum. Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 66. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018, ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi tillöguna, dags. 17. janúar 2019:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fara þess á leit við skóla- og frístundaráð að gerð verði úttekt á list- og verknámskennslu við grunnskóla borgarinnar. Skoða þarf hvort nemendur fái þá kennslu í skapandi greinum miðað við viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár grunnskóla. Það virðist sem list- og verknámskennsla sé æri misjöfn eftir skólum og spurning hvort ríki jafnræði hjá nemendum innan alls skólakerfis borgarinnar. Það er á valdi skólastjóra hvers grunnskóla að ákveða hversu mörgum stundum er úthlutað til þessara greina. (sjá grein 8.5 í AG 2016). List- og verknámsgreinar eru fjárfrekari en hefðbundið bóknám sem líklega hafi áhrif á skiptingu á námsgreinum innan skólanna. Jafnframt er brýnt að innleiða nám í nýsköpun í sem flestum námsgreinum.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá.Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að skóla- og frístundaráð sé að athuga hversu vel skólar borgarinnar sinna kennslu í list- og verkgreinum. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar virðast grunnskólar ekki veita nemendum lágmarks kennslu í umræddum greinum. Skólastjórar hafa reynt að gera sitt besta í stöðunni eins og sjá má við úttekt og tínt ýmislegt til. Það má til sanns vegar færa að oft eru nemendur í leik- og grunnskólum að vinna skapandi vinnu í námi sínu í öðrum greinum eins og t.d. íslensku eða sögutímum, en það breytir ekki því að fjöldi kennslustunda í þeim greinum sem heita t.d. myndmennt, tónmennt og verkmennt (handavinna og smíði) er klárlega undir viðmiðunarmörkum í all flestum skólum, þá sér í lagi grunnskólum borgarinnar. Lausleg athugun á meðal kennara í þessum greinum staðfestir það. Flokkur fólksins leggur áherslu á að skóla- og frístundaráð flýti þessari kennslu-mínútutalningu eins og hægt er svo hægt verði að fá niðurstöðu í málið. Að þeim niðurstöðum fengnum er brýnt að taka á málinu hið fyrsta og leita leiða til að lagfæra ástandið. Nemendur leik- og grunnskóla eiga að fá lögbundna kennslu í öllum greinum sem ætlast er til af skólum að veita þeim samkvæmt námskrá. Fara á eftir námskrá í þessu sem öðru.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meiri hluta þakka fram komna tillögu um úttekt á list- og verknámskennslu. Líkt og fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra barst beiðni um sambærilega úttekt frá Menntamálastofnun nú í byrjun árs. Vinna við þá úttekt er þegar hafin og er í fullum gangi og af þeim ástæðum þykir rétt að vísa tillögunni frá. SFS2018110144
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um þjónustusamninga við sjálfstætt rekna grunnskóla í Reykjavík, dags. 17. janúar 2019, drög að þjónustusamningi við sjálfstætt rekna grunnskóla, umsögn Landakotsskóla, dags. 22. nóvember 2018, umsögn Samtaka sjálfstæðra skóla, dags. 22. nóvember 2018, umsögn skóla Ísaks Jónssonar, dags. 30. nóvember 2018 og umsögn Tjarnarskóla, dags. 22. nóvember 2018:
Skóla- og frístundaráð samþykkir og vísar til borgarráðs, með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. janúar 2019, og fyrirliggjandi draga að þjónustusamningi, tillögu sviðsstjóra um að gerður verði þjónustusamningur við sjálfstætt reknu grunnskólana Hjallastefnan Grunnskólar ehf, Landakotsskóla ses, Skóla Ísaks Jónssonar ses, Tjarnarskóla ehf, Suðurhlíðarskóla og Waldorfskólann Sólstafi. Gerður er fyrirvari um að tilskilin gögn vegna umsóknar til Menntamálastofnunar vegna staðfestingar þjónustusamninganna berist skóla- og frístundasviði innan 30 daga.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs. SFS2013090060Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um framlag til sjálfstætt rekinna grunnskóla í Reykjavík vegna reksturs frístundaheimila, dags. 18. janúar 2019 og drög að þjónustusamningi við sjálfstætt rekna grunnskóla um framlag vegna barna sem nýta frístundaheimili skólans og eiga lögheimili í Reykjavík og fósturbarna ef fósturforeldrar eiga lögheimili í Reykjavík. SFS2016100093
Fylgigögn
-
Dagskrárlið 5 í útsendri dagskrá varðandi úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs árið 2019 er frestað.
- Kl. 13:36 víkur Ragnheiður E. Stefánsdóttir af fundinum og Jóhanna H. Marteinsdóttir tekur þar sæti.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að kössum verði komið upp í miðrými skóla í Reykjavík, þar sem börn, foreldrar/forsjáraðilar og aðrir sem tengjast skólastarfinu geti komið óskum sínum, tillögum, skilaboðum eða ábendingum á framfæri með einföldum hætti er varða skólastarfið. Tillaga þessi er hugsuð til að auðvelda börnum og forráðamönnum að hafa áhrif á skólastarfið og velferð barnanna í skólanum.
Greinargerð fylgir. SFS2019010157
Frestað.- Kl. 13:46 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum og Valgerður Sigurðardóttir tekur þar sæti.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi börn á grunnskólaaldri með lögheimili í Reykjavík skólaárið 2018-2019, dags. 18. janúar 2019. SFS2019010115
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi leikskólaráðstefnu skóla- og frístundasviðs 2019, dags. 15. janúar 2019. SFS2019010114
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og nýárs, dags. 16. janúar 2019. SFS2019010113
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir fundi skóla- og frístundaráðs, janúar-júní 2019, með fyrirvara um breytingar. SFS2017050059
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla og frístundaráð þakkar fyrir framlagða áætlun og felur sviðsstjóra að undirbúa nokkrar heimsóknir ráðsins á starfsstöðvar sviðsins til kynningar á yfirstandandi skólaári.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. janúar 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi stærð hjartarýmis hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar, sbr. 15. lið fundargerðar skóla- og frístundasvið frá 13. nóvember 2018. SFS2018110077
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði þakka fyrir vinnu við það að taka saman yfirlit varðandi stærð hjartarýmis hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar. Því miður þá er víða sem þarf að huga að úrbótum. Álag á börn og starfsfólk er óviðunandi vegna plássleysis á þessum stöðum og hætta á því að starfsfólk flosni úr starfi sökum þess.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði óska eftir því að strax verði farið verði í að laga þau atriði sem eru rauðmerkt í skjalinu vegna fyrirspurnar um stærð hjartarýmis hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar. Óskað er eftir: Hvernig er verið að vinna í því að finna lausn á vanda þessara frístundaheimila. Hvaða tímalínu er verið að vinna eftir miða við hvert og eitt frístundaheimili.
Frestað.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta í skóla og frístundaráði þakka góða vinnu við svör vegna fyrirspurna um málefni húsnæðis frístundaheimila og frístundamiðstöðva. Þær upplýsingar sem þar birtast munu nýtast við þá vinnu við að tryggja frístundastarfi borgarinnar viðunandi starfsaðstæður. Ljóst er víða er úrbóta þörf og fulltrúar meirihlutans eru reiðubúnir í það verkefni.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. janúar 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi ábendingar Heilbrigðiseftirlits vegna frístundaheimila, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. október 2018. SFS2018100119
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði þakka fyrir vinnu við það að taka saman yfirlit varðandi ábendingar Heilbrigðiseftirlits vegna frístundaheimila. Það að átta frístundaheimili hafa fengið athugasemdir/frávik/ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti sem ekki hefur verið brugðist við er óviðunandi.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:Lagt er til að strax verði brugðist við þeim athugasemdum/frávikum/ábendingum frá Heilbrigðiseftirliti sem átta frístundaheimili hafa fengið og ekki hefur verið brugðist við. Það er óboðlegt að athugasemdum/frávikum/ábendingum frá Heilbrigðiseftirlitinu sé ekki sinnt strax.
Frestað.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta í skóla og frístundaráði þakka góða vinnu við svör vegna fyrirspurna um málefni húsnæðis frístundaheimila og frístundamiðstöðva. Þær upplýsingar sem þar birtast munu nýtast við þá vinnu við að tryggja frístundastarfi borgarinnar viðunandi starfsaðstæður. Ljóst er víða er úrbóta þörf og fulltrúar meirihlutans eru reiðubúnir í það verkefni.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. janúar 2019, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi frístundaheimili sem eru á biðlista eftir hentugra húsnæði sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. október 2018. SFS2018100118
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði þakka fyrir vinnu við það að taka saman yfirlit varðandi frístundaheimili sem eru á biðlista eftir hentugra húsnæði. Núna eru sjö frístundaheimili á bið eftir hentugra húsnæði og eru flest þeirra í vesturbæ Reykjavíkur. Húsnæðisvandi frístundaheimila bitnar á börnunum sem þar dvelja og því starfsfólki sem þar vinnur. Þetta ástand á ekki að vera viðvarandi og því mikilvægt að það sé leyst.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir að fulltrúar í skóla og frístundaráði verði upplýstir sem fyrst um það hvenær þau sjö frístundaheimili sem eru á biðlista eftir hentugra húsnæði fái lausn á sínum vanda. Hvernig er verið að vinna í því að finna lausn á húsnæðisvanda þessara frístundaheimila? Hvaða tímalínu er verið að vinna eftir miða við hvert og eitt frístundaheimili?
Frestað.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihluta í skóla og frístundaráði þakka góða vinnu við svör vegna fyrirspurna um málefni húsnæðis frístundaheimila og frístundamiðstöðva. Þær upplýsingar sem þar birtast munu nýtast við þá vinnu við að tryggja frístundastarfi borgarinnar viðunandi starfsaðstæður. Ljóst er víða er úrbóta þörf og fulltrúar meirihlutans eru reiðubúnir í það verkefni.
Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:
Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva þakka fyrir fyrspurn til skóla- og frístundaráðs vegna stöðu á húsnæði frístundaheimila og úttektar frá Heilbrigðiseftirliti. Ljóst er að aðstaðan er ófullnægjandi á ýmsum stöðum í borginni hvort sem það lýtur að þörfum fyrir stærra rými eða út frá kröfum heilbrigðiseftirlits. Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva vilja ítreka mikilvægi þess að finna viðeigandi lausnir gagnvart þeim stöðum þar sem húsnæði eða heilbrigðis- og vinnuaðstæður er ekki í lagi. Frístundastarf á vegum borgarinnar er hluti af grunnþjónustu fyrir börn og unglinga og því er mikilvægt að aðstaða og aðbúnaður sé þannig úr garði gerð að það henti öllum þjónustuþegum og starfsfólki. Fyrir liggur að gerð verði úttekt á húsnæði frístundastarfs á vegum borgarinnar en gott væri að fá tímaramma varðandi þá úttekt. Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva óska eftir úttektinni verði flýtt og að hún verði klár fyrir fjárfestingar og fjárhagsáætlunargerð borgarinnar fyrir árið 2020.
Fylgigögn
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði óska eftir upplýsingum um það hversu lengi starfsfólk Gufunesbæjar á að hafa vinnuaðstöðu í gámum. Leyfi var veitt til eins árs fyrir gámum, mun það verða endurnýjað ? Eins þá er óskað eftir svörum við því hvað á að gera við gamla Gufunesbæinn sem nú stendur auður. SFS2019010155
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði óska eftir upplýsingum um það í hvaða húsnæði frístundamiðstöðva hefur fundist mygla. SFS2019010156
Fundi slitið klukkan 14:35
Pawel Bartoszek Alexandra Briem