Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 149

Skóla- og frístundaráð

Ár 2018, 6. desember, var haldinn 149. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík kl. 15.10 og var opinn almenningi. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Alexandra Briem (P), Katrín Atladóttir (D), Líf Magneudóttir (V), Pawel Bartoszek (C), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Eva Sóldís Bragadóttir, Reykjavíkurráð ungmenna; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Eygló Traustadóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Ávarp borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar.

  2. Menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, kynnir.

    Fylgigögn

  3. Sjónarhorn foreldra á menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Þórunn Steindórsdóttir frá SAMFOK kynnir.

  4. Sjónarhorn nemenda á menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Embla Nótt Pétursdóttir frá Reykjavíkurráði ungmenna kynnir.

  5. Framtíðarskólinn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, kynnir.

    -    Kl. 16.20 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

  6. Pallborð um menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 og framtíðarskólann. 

    Skúli Helgason, Valgerður Sigurðardóttir, Helgi Grímsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Magnús Þór Jónsson og Þrúður Hjelm taka sæti í pallborði. Fríða Bjarney Jónsdóttir stýrir pallborðsumræðum.

Fundi slitið klukkan 17:10

Skúli Helgason Alexandra Briem

Pawel Bartoszek