Skóla- og frístundaráð
Ár 2018, 27. nóvember, var haldinn 148. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.33. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Alexandra Briem (P), Katrín Atladóttir (D), Líf Magneudóttir (V), Pawel Bartoszek (C), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram greinargerð Tónmenntaskólans í Reykjavík vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Söngskólans í Reykjavík vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Tónskóla Eddu Borg vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018, greinargerð Tónlistarskóla Hörpunnar vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Tónlistarskóla FÍH vegna starfsársins 2018-2019, greinargerð Tónlistarskólans í Grafarvogi vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Nýja tónlistarskólans fyrir starfsárið 2018-2019, greinargerð Píanóskóla Þorsteins Gauta vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Söngskóla Sigurðar Demetz fyrir starfsárið 2018-2019 og greinargerð fyrir starfsárið 2017-2018, starfsáætlun Tónskóla DoReMi vegna starfsársins 2018-2019, starfsáætlun Tónstofu Valgerðar vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018, starfsáætlun Allegro, Suzuki tónlistarskóla vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018 og greinargerð Tónskóla Sigursveins vegna starfsársins 2017-2018. SFS2018110113
- Kl. 12.47 tekur Guðrún Kaldal sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti skóla – og frístundaráðs þakkar fulltrúum Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fyrir góða kynningu á starfsemi tónlistarskólanna í borginni. Tónlistarskólarnir gegna mjög mikilvægu hlutverki í skóla- og menningarlífi borgarinnar og eiga stóran þátt í þeim landvinningum sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð á erlendum vettvangi. Ný menntastefna borgarinnar boðar aukna áherslu á listnám, þar með talið tónlistarnám og framundan er vinna við að móta framtíðarsýn um öfluga tónlistarmenntun í borginni á komandi árum í góðu samstarfi við fulltrúa tónlistarskólanna.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði harma það að stöðugildum í tónlistarskólum Reykjavíkur sé að fækka. Það er áríðandi að tryggja rekstur tónlistarskóla með sanngjörnum fjárframlögum sem endurspegla þau mikilvægu áhrif sem tónlistarmenntun hefur á nám barna og unglinga. Reykjavíkurborg er þar eftirbátur annarra sveitarfélaga, s.s. Garðabæjar og Akureyrar. Úr þessu þarf að bæta.
Sigfríður Björnsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Halldóra Aradóttir og Edda Borg taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
- Tónmenntaskólinn í Reykjavík - greinargerð 2017-2018
- Söngskólinn í Reykjavík - starfsáætlun 2018-2019 og greinargerð 2017-2018
- Tónskóli Eddu Borg - starfsáætlun 2018-2019 og greinargerð 2017-2018
- Tónlistarskóli Hörpunnar - greingargerð 2017-2018
- Tónskóli Sigursveins - greinargerð 2017-2018
- Tónskóli FÍH - starfsáætlun 2018-2019
- Tónlistarskólinn í Grafarvogi - greinargerð 2017-2018
- Nýi tónlistarskólinn - starfsáætlun 2018-2019
- Píanóskóli Þorsteins Gauta - greinargerð 2017-2018
- Söngskóli Sigurðar Demetz - starfsáætlun 2018-2019 og greinargerð 2017-2018
- Tónskólinn DoReMi - starfsáætlun 2018-2019
- Tónstofa Valgerðar - starfsáætlun 2018-2019 og greinargerð 2017-2018
- Allegro, Suzuki tónlistarskóli - starfsáætlun 2018-2019 og greinargerð 2017-2018
-
Lögð fram starfsáætlun skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts vegna starfsársins 2018-2019, starfsáætlun skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar vegna starfsársins 2018-2019, starfsáætlun skólahljómsveitar Austurbæjar vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018 og starfsáætlun skólahljómsveitar Grafarvogs vegna starfsársins 2018-2019 og greinargerð vegna starfsársins 2017-2018. SFS2018110112
- Kl. 13.27 tekur Kristján Gunnarsson sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Skólahljómsveitirnar eru ómissandi og nauðsynlegur þáttur í reykvísku skólahaldi þar sem tónlistaráhugi- og færni barna er nærð og efld. Í þeim fer fram gríðarlega gott og fjölbreytt starf og þar hefur margt af okkar fremsta tónlistarfólki stigið sín fyrstu skref. Með auknum stuðningi síðastliðin ár hefur skólahljómsveitunum vaxið fiskur um hrygg, tónlistariðkendum hefur fjölgað og meira svigrúm er til hljóðfærakaupa. Verkefnin á vettvangi skólahljómsveitanna halda áfram að aukast og að þeim þarf að hlúa bæði hvað varðar starfsumhverfi og aðstöðu tónlistarkennara og auðvitað þeim verkefnum sem tengjast lærdómsumhverfi barna og gleði þeirra og vellíðan í náminu.
Sigfríður Björnsdóttir, Snorri Heimisson, Vilborg Jónsdóttir, Lárus H. Grímsson og Einar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Helgi Grímsson víkur af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrslan Viðhorf foreldra barna í skólahljómsveitum, dags. í október 2018. SFS2018110110
Sigfríður Björnsdóttir og Ásgeir Björgvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Helgi Grímsson víkur af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrslan Viðhorf foreldra barna í tónlistarskólum, dags. í október 2018. SFS2018110111
Sigfríður Björnsdóttir og Ásgeir Björgvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:00 víkur Guðrún Kaldal af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. nóvember 2018, um niðurstöður starfshóps um rekstrarumhverfi leikskólans Sunnufoldar og skýrsla starfshóps um rekstrarumhverfi leikskólans Sunnufoldar, dags. 16. nóvember 2018. SFS2018090083
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa tillögu starfshóps um rekstrarumhverfi leikskólans Sunnufoldar til umsagnar foreldraráðs og foreldrafélags leikskólans. Tillagan verði jafnframt kynnt fyrir starfsmönnum leikskólans og þeim gefinn kostur á að leggja fram umsögn um hana.
Samþykkt.
Fanný Heimisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 14 nóvember 2018, um tillögur stýrihópsins Brúum bilið ásamt fylgiskjölum. SFS2014090065
- Kl. 14.58 tekur Sigríður Björk Einarsdóttir sæti á fundinum.
Áheyrnarfulltrúar starfsfólks í leikskólum og leikskólastjóra leggja fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúar starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur og leikskólastjóra taka heilshugar undir þau sjónarmið FL og FSL að skynsamlegt væri að hægja á vexti leikskólastigsins og taka ekki inn yngri börn á meðan kraftur verður settur í nýliðun stéttarinnar. Í skýrslu stýrihóps um nýliðun og bætt vinnuumhverfi í leikskólum kemur skýrt fram hver vandinn er og hvernig er hægt að leysa hann. Það þarf samstillt átak allra í borgarstjórn enda ætti framtíð leikskólanna og faglegt starf innan þeirra að vera sameiginlegt verkefni allra flokka hvort sem þeir eru í meiri- eða minnihluta. Við getum uppfyllt þessi viðmið ef við leggjumst á eitt. Reykjavíkurborg á ekki að vera eftirbátur annarra sveitarfélaga hvað varðar hlutfall leikskólakennara í leikskólum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Brúum bilið verkefnið markar tímamót í uppbyggingu leikskólaþjónustu í borginni, því hér eru lagðar fram tillögur um hvernig megi tryggja leikskólarými í borginni fyrir öll börn sem eru 12 mánaða og eldri, innan fimm ára. Með tillögunum er lagt til að fjölga leikskólarýmum um allt að 750 með byggingu fimm leikskóla, viðbyggingum við fimm starfandi leikskóla og nýjum leikskóladeildum í færanlegu húsnæði. Þá verður haldið áfram uppbyggingu ungbarnadeilda við alla stærri leikskóla borgarinnar. Lagt er til í fjárfestingaáætlun borgarinnar til næstu fimm ára að rúmlega 5,2 milljörðum króna verði varið í þessa leikskólauppbyggingu. Hér er um metnaðarfullar tillögur að ræða sem ætlað er að tryggja faglega menntun allra barna, auka þjónustu við foreldra og stuðla þannig að auknu jafnræði á vinnumarkaði. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt fjölmargar tillögur til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks og hefur verið varið 1200 milljónum króna í það verkefni sl. 2 ár. Það verkefni verður áfram í forgangi samhliða samstarfi við ríkið um að fjölga fagfólki og þeim sem leggja stund á leikskólakennaranám. Þegar hefur verið skipaður stýrihópur kjörinna fulltrúa frá meirihluta og minnihluta sem mun fylgja verkefninu eftir, hafa eftirlit með áætlunum og eftir atvikum leggja til endurskoðun á áætlunum um einstakar framkvæmdir ef þörf krefur.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði fagna því að verið sé að móta framtíðarsýn sem á að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fulltrúarnir hafa þó verulegar áhyggjur af málefnum leikskóla Reykjavíkur. Í október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Laus pláss árið 2017 voru 200, 2018 eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 voru þeir 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara. Eins þá hefur ekki tekist að koma öllum þeim börnum sem boðið var vistun í haust pláss á leikskóla. Þetta veldur fulltrúum Sjálfstæðisflokks verulegum áhyggjum. Verkefnið er því risavaxið og ekki auðvelt að sjá að það geti gengið eftir.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2018, um meðferð umsókna foreldra reykvískra nemenda í sjálfstætt rekna sérskólann Arnarskóla. SFS2018110109
Skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra, dags. 23. nóvember 2018, meðferð umsókna foreldra reykvískra nemenda í sjálfstætt rekna sérskólann Arnarskóla vegna skólaársins 2019 -2020.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Hrund Logadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2018, að breytingum á reglum um afhendingum strætómiða/korta fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. SFS2018110156
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Tillaga að breytingu á reglum um afhendingu strætómiða/korta fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur er send til umsagnar skólaráða og foreldrafélaga þeirra skóla sem málið varðar.
Samþykkt.
Guðrún Edda Bentsdóttir og Hjalti Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. nóvember 2018, um íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. SFS2018090107
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Allir með, tölum um skólamenningu á Íslandi – niðurstöður samstarfsverkefnis skóla- og frístundasviðs, SAMFOK og samtakanna Móðurmáls.
Renata Peskova tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:05
Skúli Helgason Alexandra Briem
Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek