Skóla- og frístundaráð
Ár 2018, 11. september, var haldinn 143. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.35. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Alexandra Briem (P), Katrín Atladóttir (D), Líf Magneudóttir (V), Pawel Bartoszek (C), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum og Þórhildur Löve, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs árið 2019. SFS2018020112
- Kl. 12.42 tekur Sigríður Björk Einarsdóttir sæti á fundinum.
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 14. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 13. júní 2018,ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. ágúst 2018:
Nýbygging Dalskóla er byggð þétt upp við spennistöð, sem hefur óæskileg áhrif á birtuskilyrði í skólanum auk þess sem foreldrar og starfsmenn skólans hafa áhyggjur af hugsanlegri hættu vegna rafsviðs stöðvarinnar. Skóla- og frístundaráð skorar á borgarráð að beita sér fyrir því að umrædd spennistöð verði flutt í viðunandi fjarlægð frá skólabyggingunni.
Tillagan er dregin til baka með hliðsjón af niðurstöðum úr kynningu Geislavarna ríkisins. SFS2018060205
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð þakkar forsvarsmönnum frá Geislavörnum ríkisins fyrir greinargóðar athuganir og kynningu á niðurstöðum þeirra á rafsegulgeislun frá spennistöð sem staðsett er nálægt Dalskóla. Eftir að farið var í ítarlegar mælingar kom í ljós að segulgeislun er ekki yfir mörkum og því ekki tilefni til þess að grípa til aðgerða þar sem börnum eða starfsliði skólans stafar ekki hætta af staðsetningu hennar miðað við þessar niðurstöður. Skóla- og frístundaráð hvetur til þess að þessar niðurstöður mælinga verði kynntar sem fyrst fyrir skólastjórnendum og foreldrum barna í Dalskóla.
Sigurður Magnús Magnússon og Elísabet Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 15. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2018, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 9. ágúst 2018, og minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2018,:
Lagt er til að skólar verði valdefldir með þeim hætti að þeir ráði sjálfir til sín skólasálfræðinga sem hafa skulu aðsetur í skólum og taka við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að hver skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Gert skal ráð fyrir því að hver skóli fái nægjanlegt fjármagn til að hafa í það minnsta sálfræðing í 40% starfshlutfalli.
Greinargerð fylgir tillögunni. SFS2018080303
Tillagan er felld með 4 atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að auka samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um fyrirkomulag skólaþjónustunnar sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgarinnar á ábyrgð velferðarsviðs. Hlutverk skólaþjónustunnar er tvíþætt samkvæmt lögum um grunnskóla, annars vegar að styðja við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra. Brýnt er að færa starfsemi skólaþjónustunnar nær vettvangi með því að auka viðveru sérfræðinga hennar þar með talið skólasálfræðinga úti í skólunum. Það er hins vegar óskynsamlegt að skilja einn sérfræðihóp frá öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar með þeim hætti sem hér er lagt til. Þá liggur ekki fyrir nein þarfagreining á bak við þá tillögu að fjölga skólasálfræðingum um rúmlega 15 stöðugildi eins og hér er lagt til.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að þjónustusamningi skóla- og frístundasviðs og Skóla Ísaks Jónssonar um framlag vegna barna í Skóla Ísaks Jónssonar sem nýta frístundaheimili skólans og eiga lögheimili í Reykjavík og fósturbarna ef fósturforeldrar eiga lögheimili í Reykjavík. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. september 2018, um samninginn, tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi framlag Reykjavíkurborgar til sjálfstætt rekinna grunnskóla vegna reksturs frístundaheimila, dags. 6. október 2017, minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um framlag Reykjavíkurborgar til sjálfstætt rekinna grunnskóla vegna reksturs frístundaheimila, dags. 4. janúar 2018 og bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um áhrif breytinga á grunnskólalögum nr. 76/2016 á kostnað sveitarfélaga, dags. 23. ágúst 2017. SFS2017100036
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði fagna því að stutt sé við alla þætti sjálfstætt starfandi skóla. Við teljum mikilvægt að jafna aðstöðumun sjálfstæðra skóla og borgarrekinna því allir skólar í Reykjavík eru að sinna reykvískum börnum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2018, um viðurkenningar fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum. SFS2018020018
Lagt er til að að eftirtaldir aðilar hljóti viðurkenningar fyrir meistaraverkefni árið 2018:
Bjarni Þórðarson fyrir verkefnið Vinabönd - Þróunarverkefni um námskeið í vináttuþjálfun fyrir unglinga.
Diljá Barkardóttir fyrir verkefnið Nám og kennsla um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara.
Guðbjörg Lóa Ólafsdóttir fyrir verkefnið „Milli steins og sleggju“ - Hindranir sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla að mati kennara.
Hákon Sæberg Björnsson fyrir verkefnið „Dagurinn líður ótrúlega hratt og ég er alltaf komin strax heim“ - Starfendarannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar sérfræðingskápan þar sem nám nemenda fer fram í hlutverki.
Katrín Pálsdóttir fyrir verkefnið Faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum.
Kriselle Lou Suson Jónsdóttir fyrir verkefnið Tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi: Tungumálastefna fjölskyldu þeirra og íslensk hljóðkerfisvitund.
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir fyrir verkefnið SKYNJAÐU, UPPLIFÐU, NJÓTTU - Miðlun menningararfs og menning hversdagsins.
Linda Rós Jóhannsdóttir fyrir verkefnið Lítum lengra - Sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara sem skrá athafnir þeirra.
Ómar Örn Magnússon fyrir verkefnið Self-reported honesty and measured trust - An experiment in comparing head teachers´ self-reported honesty and trust as measured in job satisfaction survey in compulsory schools in Reykjavík, Iceland.
Sigurbaldur Frímannsson verkefnið „Börnin ráða sjálf ferðinni“ - Reynsla leikskólakennara af opnum efnivið.
Sólveig Edda Ingvarsdóttir fyrir verkefnið „Við erum í forréttindahverfi“ - Starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði kennara í grónum millistéttarhverfum.
Tanya Helgason fyrir verkefnið „Hvernig tengist þetta stærðfræði?“ - Stærðfræðikennsla í fjölmenningarbekk.Samþykkt.
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Eitt mikilvægasta viðfangsefni skólamála þessi misserin er að fjölga kennurum og hvetja ungt fólk til að leggja stund á kennaranám. Fyrir réttu ári samþykkti skóla- og frístundaráð að veita árlega viðurkenningu fyrir meistaraverkefni í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum sem eru unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs Reykjavíkurborgar og/eða hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun formlegrar og óformlegrar menntunar í borginni. Markmið þessara verðlauna er að auka nýtingu rannsókna í fagstarfi með börnum og unglingum, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi í borginni og hvetja meistaranema til að gera Reykjavík að vettvangi rannsókna, náms og starfs. Nú hafa verið valin fyrstu tólf verðlaunaverkefnin og eru þau af mjög fjölbreyttum toga. Verkefnið er innlegg í náið og gott samstarfi skóla- og frístundasviðs og háskólanna um eflingu kennaramenntunar í landinu, sem ber að fagna. Þó má lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með það að ekki hafi borist fleiri umsóknir nú, í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt, og er ástæða til að huga vel að kynningu á verðlaununum í framtíðinni, skoða stærð og umfang þeirra og skerpa á umgjörð þeirra með setningu sérstakra reglna um þær.
Ásdís Olga Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. ágúst 2018, um fyrirhugaða samninga við 13 tónlistarskóla í Reykjavík vegna kennslu á efri stigum tónlistarnáms og dreifingu framlags Jöfnunarsjóðs milli þeirra.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu framkvæmda við húsnæði á vegum skóla- og frístundasviðs. Lagðar fram skýrslurnar Ástandsskoðun á leikskólum 2017, samantekt úr skýrslum fasteignastjóra og öðrum greiningum á ástandi fasteigna og Ástandsskoðun á grunnskólum 2017, samantekt úr skýrslum fasteignastjóra og öðrum greiningum á ástandi fasteigna. SFS2018030118
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við byggingu nýrra skóla og endurbætur á eldra húsnæði í borginni. Klettaskóli er að verða tilbúinn í nýju glæsilegu skólahúsnæði. Fyrstu kennslustofur í hinum nýja Dalskóla voru afhentar í gær, verkgreinastofur verða afhentar um áramótin og verklok skólabyggingar eru áætluð í ágúst 2019. Viðbygging við Vesturbæjarskóla verður tilbúin til afhendingar í þessari viku og er áætlað að kennsla geti hafist í henni um mánaðamótin. Þá eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar í tengslum við leikskólauppbyggingu komandi ára, nýjar deildir opna á næstu mánuðum í færanlegum stofum, viðbyggingar eru á teikniborðinu og loks nýir leikskólar ekki síst í nýjum íbúðahverfum. Þá hefur verið ráðist í fjölmörg átaksverkefni og umfangsmikið viðhald á fasteignum leik- og grunnskóla undanfarin ár. Þá er einnig brýnt að ljúka sem fyrst aðgengisúttektum á byggingum og lóðum og ráðast í úrbætur þar sem við á.
Jón Valgeir Björnsson og Daníel Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. september 2018, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi endurbætur á húsnæði leikskóla frá 122. fundi skóla- og frístundaráðs. SFS2017080026
- Kl. 14.40 víkur Þórhildur Löve af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram sex mánaða uppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir tímabilið janúar til júní 2018. SFS2018090028
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 m.kr. apríl til júní 2018. SFS2018060175
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðir skóla- og frístundasviðs apríl til júní 2018. SFS2018060173
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. september 2018, um ráðningu í stöðu skólastjóra við Húsaskóla. SFS2018080111
Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra Húsaskóla Katrínu Cýrusdóttur til hamingju með starfið og óskar henni velfarnaðar. Ráðið þakkar fráfarandi skólastjóra Ástu Bjarneyju Elíasdóttur fyrir vel unnin störf.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. september 2018, um stöðu ráðninga í skóla- og frístundastarfi 30. ágúst 2018. SFS2018080035
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði þakka starfsfólki fyrir góða vinnu við að ráða í lausar stöður í leikskólum, skólum og frístundaheimilum en betur má ef duga skal. Ótækt er að enn séu 1052 börn á biðlista í frístund og 93 börn sem lofað hefur verið plássi á leikskóla hafi ekki enn fengið dagsetningu til innritunar. Fulltrúarnir leggja áherslu á að þung vinna verði áfram lögð í að klára ráðningar svo biðlistum verði eytt.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Umtalsvert betur gengur að manna lausar stöður en á sama tíma í fyrra. Fjölmargar aðgerðir sem gripið hefur verið til frá sumri 2017 eru farnar að skila árangri og talsverð breyting verður milli mælinga í rétta átt. Í lok ágúst í fyrra vantaði 119 starfsmenn á leikskólana en í síðustu viku vantaði helmingi færri eða 56 starfsmenn til að tryggja grunnmönnun. Þá vantar að fylla 20 stöðugildi í afleysingar en þá er þess að geta að fjölga þurfti starfsmönnum um rúmlega 20 milli ára vegna aukins undirbúningstíma. Miðlæg afleysingastofa hefur nú tekið til starfa og mun þjóna leikskólunum sérstaklega. Þá fækkaði verulega í hópi barna sem ekki hafa fengið ákveðna dagsetningu á inntöku og voru þau nú 93 í stað 128 síðari hluta ágúst. Búið er að ráða í 96% stöðugilda í leikskólum, 99% stöðugilda í grunnskólum og í frístund er staðan talsvert betri en í fyrra og hefur tekist að koma nærri 600 börnum í vistun á innan við 10 dögum þrátt fyrir verulegan fjölda nýrra umsókna. Verkefnið er viðvarandi og áfram verður unnið hörðum höndum að því að leysa að fullu úr mönnunarþörfinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. september 2018, um yfirlit aðgerða sem ætlað er að tryggja næga mönnun á frístundaheimilum borgarinnar haustið 2018. SFS2018080035
Fylgigögn
-
Fram fer skipan fulltrúa í valnefnd vegna barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að skipa Valgerði Sigurðurdóttur g Tinnu Ásgeirsdóttur sem jafnframt verður formaður valnefndarinnar.- Kl. 15.40 víkur Guðrún Kaldal af fundinum.
-
Fram fer skipan fulltrúa í valnefnd vegna hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs.
Samþykkt að skipa í valnefndina Alexöndru Briem, Sigríði Arndísi Jóhannsdóttur, Katrínu Atladóttur og Pawel Bartoszek sem jafnframt verður formaður valnefndarinnar. -
Fram fer skipan fulltrúa í nefnd um íslenskuverðlaun skóla- og frístundaráðs.
Samþykkt að skipa í nefndina Þorstein Einarsson og Mörtu Guðjónsdóttur.- Kl. 15.45 víkja Anna Metta Norðdahl og Sigríður Björk Einarsdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 15:55
Skúli Helgason Alexandra Briem
Pawel Bartoszek Líf Magneudóttir