Skipulags- og samgönguráð
Ár 2021, miðvikudaginn 24. mars kl. 09:01, var haldinn 98. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Hofi. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Kosning í skipulags- og samgönguráð,
- USK2018060045 Mál nr. US200285Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. mars 2021, þar sem tilkynnt er að Marta Guðjónsdóttir taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Hildar Björnsdóttur. Jafnframt tekur Hildur sæti sem varamaður í ráðinu í stað Mörtu.
Fylgigögn
-
Breyting á fundadagatali, Mál nr. US210074
Fundur skipulags- og samgönguráðs 31. mars felldur niður og bætt inn fundi þann 7. apríl.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 12. og 19. mars 2021.
Fylgigögn
-
Gufunes, áfangi 1 - reitur C,
breyting á deiliskipulagi (02.2) Mál nr. SN210161
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi vegna kvikmyndaþorps 1, reitur C. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í tvo hluta ásamt frekari skilgreiningum, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 16. mars 2021. Einnig er lögð fram greinargerð GN Studios ehf. og Gufuness Fasteignaþróunar ehf. dags. 18. febrúar 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er hreint með ólíkindum að einkaaðila eru afhend gæði á spottprís eins og þetta stóra landflæmi í Gufunesi sem nú gengur kaupum og sölum til annarra einkaaðila til uppbyggingar. Borgarsjóður hefði átt að fá þetta fjármagn á lóðasölu en ekki einkaaðili. Þetta mál allt lyktar af spillingu. Það er óskiljanlegt að borgarstjóri og meirihlutinn gefi eigur Reykjavíkurborgar þegar borgarsjóður er tómur og borgin er rekin á lánum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Telji áheyrnarfulltrúinn sig hafa upplýsingar um spillingu eða refsiverða háttsemi er hún hvött til að leita til efnahagsbrotadeildar lögreglu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Bestu þakkir fyrir ábendinguna – hugmyndin er mjög góð. Gæði, lóðir og auðlindir Reykjavíkur má aldrei gefa eins og gert var með Gufunesið.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
5. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, Mál nr. US210049Lögð fram Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 15. janúar 2021 sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf fyrir skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og svæðisskipulagsnefnd ásamt minnisblaði SSH, dags. 11. janúar 2021 og bréfi SSH til Reykjavíkurborgar, dags. 22. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2021.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þróunaráætlunin byggir á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Hún felur í sér sameiginlega sýn sveitarfélaganna á byggingaráform næstu fjögurra ára. Reiknað er með að um 66% nýrra íbúða verði á áhrifasvæði Borgarlínu og um 64% nýs atvinnuhúsnæðis. Óvirkjaðar heimildir í deiliskipulagi eru fyrir 8 þúsund íbúðir og um 15 þúsund íbúðir eru í deiliskipulagsferli. Reiknað er með íbúðaþörfin verði 1000-1600 íbúðir á næstu árum en áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir um 2 þúsund íbúðum á ári. Útlit er því fyrir framboð á húsnæðismarkaði muni ná jafnvægi á næstu árum. Umfram allt þá fögnum við sameiginlegri sýn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og þeirri áherslu á að einbeita sér að uppbyggingu í tengslum við Borgarlínuna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er lögð fram þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem byggt er á úreltum dagsetningum varðandi samgönguframkvæmdir. Í skjalinu er gert ráð fyrir því að nýjum gatnamótum við Arnarnesveg og Bústaðaveg við Breiðholtsbraut verði lokið á árinu 2021, en ljóst er að svo verður ekki. Að óbreyttu verða gatnamót við Bústaðaveg ekki frágengin fyrr en eftir að skipulagstíma þróunaráætlunarinnar lýkur. Þá er gert ráð fyrir því að borgarlína verði komin í rekstur árið 2023, en samkvæmt framkvæmdaáætlun sem kynnt var af Betri samgöngum ohf. verður hún ekki komin í rekstur á skipulagstímanum. Þá skortir framboð á hagstæðu byggingarlandi í Reykjavík á skipulagstímanum til að mæta eftirspurn.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bent er á að Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ samþykki ekki fundargerðina á fundinum og lagði fram svohljóðandi bókun: „Á 98 fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins undir 3. dagskrárlið er afgreidd þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið án aðkomu fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefndinni sbr. fundargerðina sjálfa. Sé vísað í 4. ml., 1. greinar starfsreglna fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins segir: ,,Varamenn eru ekki tilnefndir, en við samþykkt tillagna og afgreiðslu mála sem koma til umfjöllunar nefndarinnar skal þess gætt að a.m.k. einn fulltrúi hvers sveitarfélags hafi tækifæri til að greiða atkvæði.". Ekki er séð að þessu hafi verið gætt við afgreiðslu við ofangreint mál á síðasta fundi. Þess vegna telur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ brýnt að málið sé tekið upp á ný innan nefndarinnar. Að því sögðu getur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ ekki samþykkt fundargerðina.“ Því ber að vísa málinu á ný til svæðisskipulagsnefndarinnar til afgreiðslu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þróunaráætlun sýnir að þétta á byggð gríðarlega og er gengið allt of mikið á græn svæði og fjörur. Erfitt er að spá fyrir um mannfjölda svo rennt er blint í sjóinn með margt. Segir í skýrslunni að lögð skuli áhersla á að bæta sameiginlega stafræna umgjörð fyrir húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaga. Er það aðalmálið? Nauðsynlegt er að útskýra svona hugtök fyrir útsvarsgreiðendum áður en milljörðum er streymt í alls konar stafræn verkefni. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra. Nóg þarf að vera af hagkvæmu húsnæði, bæði litlu og stóru. Minnstu íbúðirnar eru hins vegar hlutfallslega dýrari. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Skortur er á húsnæði með rými í kring. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengt. Ef horft er til gatnamannvirkja þá eru mestu áhyggjurnar af fyrirhuguðum þriðja áfanga Arnarnesvegar. Ákveðið hefur verið að byggja framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati þrátt fyrir að forsendur hafa breyst verulega frá því mati, ásamt breytingum á landnotkun á áhrifasvæði, og breytinga á löggjöf um umhverfismál og á alþjóðlegum skuldbindingum.
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10:10 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi.
- Kl. 10:11 tekur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag Mál nr. SN170833
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Tillagan gerir einnig ráð fyrir nýjum vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem er eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. ASK Arkitekta, EFLU og Landslags dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, greinargerð og almennir skipulagsskilmálar dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, sérskilmálar dags. 26. júní 2020 br. 5. mars 2021, hönnunarleiðbeiningar dags. 26. júní 2020, skýrsla Minjasafns Reykjavíkur nr. 161 frá 2013 (byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun), fjórir undirritaðir samningar: samkomulag um skipulag og uppbygging á landi ríkisins við Skerjafjörð dags 1. mars 2013, samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli dags. 19. apríl 2013, samkomulag um innanlandsflug dags. 25. október 2013, kaupsamningur og afsal í framhaldi af formlegri lokun ríkisins á norður/suður og austur/vestur flugbrautar (braut (06/24) á Reykjavíkurflugvelli dags. 11. ágúst 2016, skýrsla NLR dags. í ágúst 2020 varðandi vindrannsóknir í Nýja Skerjafirði og áhrif þéttingu byggðar á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli og minnisblað Isavia dags. 16. september 2020 um vindáhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á Reykjavíkurflugvöll. Jafnframt eru lögð fram ítargögn: skýrsla Eflu um jarðkönnun og mengunarrannsóknir í jarðvegi skerjafjarðar dags. 29. janúar 2019, skýrsla Eflu um hljóðvist dags. 12. september 2019, samgöngumat Eflu dags. 26. júní 2020, skýrsla Eflu um vindgreiningu dags. 7. janúar 2020, minnisblað Eflu vindgreining - viðauki A dags. 16. júní 2020, minnisblað Eflu Vindgreining - viðauki B dags. 26. júní 2020 og minnisblað Eflu vegna færslu skipulagsmarka (áhrif færslu skipulagsmarka á umferð, hljóðvist og vindafar) dags. 26. júní 2020. Tillagan fellir úr gildi eldra deiliskipulag frá 16. janúar 1986, br. 1999. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 9. nóvember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Siglingafélag Reykjavíkur Brokey dags. 31. ágúst 2020, Isavia dags. 21. október 2020, Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna dags. 26. október 2020, Eyjólfur Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Trausti Eyjólfsson, Atli Már Eyjólfsson og Magnús Daði Eyjólfsson dags. 27. október 2020, Ásta Logadóttir, Örn Þór Halldórsson, Hjördís Sóley Sigurðardóttir og Ólafur Hjálmarsson f.h. áhugafólks um gæði dagsljóss í byggðu umhverfi dags. 27. október 2020, Samgöngustofa dags. 28. október 2020, Flugfélagið Geirfugl ehf. dags. 28. október 2020, Hildur Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson dags. 28. október 2020, Jens Pétur Jensen dags. 28. október 2020, Guðjón B. Haraldsson dags. 28. október 2020, Daníel B. Sigurgeirsson, Elín Björk Jónasdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Birgir Arnór Birgisson dags. 28. október 2020, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir dags. 28. október 2020, Sigríður Ragna Sigurðardóttir dags. 28. október 2020, Prýðisfélagið Skjöldur dags. 28. október 2020, Ester Helgadóttir dags. 28. október 2020, Patricia Anna Þormar og Hannes Árdal dags. 28. október 2020, Kristján Ívar Ólafsson og Heba Helgadóttir dags. 28. október 2020, Guðrún Dóra Steindórsdóttir dags. 28. október 2020, Aðalheiður M. Steindórsdóttir, Helga Árnadóttir Ingvi Hrafn Óskarsson, Úlfur Eldjárn, Sara Skúladóttir og Stefán Halldórsson dags. 28. október 2020, Steinunn María dags. 28. október 2020, Páll Rafnar Þorsteinsson dags. 28. október 2020, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 9. nóvember 2020, Veitur dags. 19. nóvember 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 23. nóvember 2020, Veðurstofan dags. 23. nóvember 2020 og Vegagerðin ódags. mótt. 7. desember 2020. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 22. október 2020 þar sem óskað er eftir kynningu og tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 10. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2020 ásamt ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar í Nýja Skerjafirði og minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021 um flutning á aðstöðu siglingaklúbbs og mögulega smábátahöfn í Skerjafirði, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021, skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur nr. 204, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. árið 2021, og umsögn Minjastofnunar Íslands dags 1. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. mars 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, greiða atkvæði gegn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, situr hjá.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Skerjafjarðar felur í sér sjálfbæra, blandaða byggð með um 690 íbúðum, leik- og grunnskóla, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Áhersla er lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir, hjúkrunarheimili og hagkvæmt húsnæði. Gert er ráð fyrir grænu neti opinna svæða og gönguleiðir í gegnum inngarða í anda Þingholtanna. Tenging Nýja Skerjafjarðar við atvinnukjarna, háskóla og vistvæna samgöngumáta gerir hann enn fremur að eftirsóknarverðum stað til að búa á. Fulltrúar meirihlutans fagna þeirri uppbyggingu sem áætluð er í fyrsta áfanga deiliskipulags fyrir svæðið og er tillagan samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið. Í fyrsta lagi eru áformaðar landfyllingar komnar í umhverfismat sem er ólokið og því algerlega óvissa um stærð skipulagssvæðisins og þar með fjölda íbúða og íbúa. Þá er Náttúrufræðistofnun með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð í samræmi við samþykkt Alþingis frá 2004. Í öðru lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari heildrænt samgöngumat en því er enn ólokið, en gert er ráð fyrir þreföldun íbúa í hverfinu með tilheyrandi álagi á umferð.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Verið er að breyta deiliskipulagi í hinum svokallaða „Nýja Skerjafirði“. Málið er keyrt áfram af fullum þunga þrátt fyrir fjöldamargar vel rökstuddar og grafalvarlegar athugasemdir. Margt er enn á huldu um þetta svæði s.s. lögmætt gildi landfyllingar sem nú er í umhverfismati, olíumengun á svæðinu og ekkert tillit er tekið til öryggishlutverks Flugvallarins í Vatnsmýrinni en ljóst er að hann er ekki á förum miðað við umbrot á Reykjanesi undanfarnar vikur. Eldgos er hafið og þeir sem eru með skýra hugsun sjá að flugvöllur verður aldrei í Hvassahrauni. Hvað þarf til – til að borgarstjóri og meirihlutinn opni augun og viðurkenni staðreyndir. Hollenska loft- og geimferðarstofnunin hefur gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina og lagði til að áhættumat yrði gert. Alþingi samþykkti árið 2004 að stefnt skuli að friðlýsingu fjöru og grunnsævis Skerjafjarðar og hefur Náttúrufræðistofnun áréttað þær hugmyndir. Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa allar í umsögnum til Reykjavíkurborgar undirstrikað verndargildi fjörunnar. Á fundinum er kynnt að fara eigi í nýja landfyllingu gegnt flugskýli Flugfélagsins Ernis. Það er alveg ljóst að ef farið verður í þessar framkvæmdir eiga þær eftir að hafa gríðarleg áhrif á umferðarþunga og skuggavarp á svæðinu eins og íbúar og umsagnaraðilar hafa bent á í umsögnum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að fara gegn áliti fjölda manna enda má segja að níðst sé á náttúrunni. T.d. er fjaran í Skerjafirði ein af örfáum ósnertu fjörum borgarinnar. Tilslakanir ná skammt. Fermetrum í byggingum hefur jú verið fækkað smávegi og örlítið dregið úr landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til óafturkræfanlegra mistaka á náttúru og svæðinu öllu svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu með fram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd sem verður þá ekki náttúruleg lengur? Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins skipulagsyfirvöld hafa gert víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði nú þegar gos er hafið í Geldingadal. Í Skerjafirði er mengun í jörðu og hávaðamengun af flugvélum sem hefur áhrif á svæðið sem íbúðasvæði. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Þess utan mun viðbót, um 1100 íbúðir væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst. Kemur ekki til greina að hætta við að byggja í Skerjafirði og bíða eftir því að flugvöllurinn fari ef hann þá fer einhvern tíman?
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Sigurður Örn Jónsson frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Teigahverfi,
breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42 (01.360) Mál nr. SN200258
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af malarsvæði á milli núv. gangstéttar og nyrðri lóðarmarka Sigtúns 42 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 3 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 9 í 6, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2020, br. 12. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. september 2020 til og með 19. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Lilja Þorgeirsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Auður Inga Þorsteinsdóttir f.h. eigenda að Sigtúni 42 dags. 15. október 2020, Ólafur Örn Ólafsson og Þórunn Margrét Gunnarsdóttir dags. 18. október 2020, Kristinn Einarsson dags. 19. október 2020, Hákon Þór Sindrason, dags. 19. október 2020 og Guðrún Einarsdóttir dags. 19. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að fjölga grenndarstöðvum og djúpgámum eftir atvikum til að auðvelda íbúum flokkun. Frágangur skiptir máli, en ekki síður að tæming sé regluleg svo ásýnd og umgengni verði sem best. Heildarfrágangur þarf að vera lokið og hann þarf að vera góður svo umhverfið verði snyrtilegt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Breyta á hluta af malarsvæði við Sigtún 42 í grenndarstöð. Þetta hefur mætt andstöðu sumra og ekki gengið að sameinast um staðsetningu. Hér er dæmi um að erfitt er að breyta grónu umhverfi jafnvel þótt íbúar vilji breytingar og aukna þjónustu. Í þessu tilfelli á að setja upp gáma fyrir flokkað sorp. Meginatriðið hlýtur að vera að hægt sé að koma svona gámum í svæði sem er afmarkað af léttum skjólgirðingum eða trjágróðri. Svo þarf að huga að sjónrænum áhrifum slíkra gáma sjáist í þá á annað borð. Sumir er með auglýsingar álímdar sem getur varla talist prýði. Mikilvægt er að vinna mál sem þetta þétt með íbúum. Sé íbúum boðið strax að borðinu eru meiri líkur á að málið vinnist í sátt. Víða í borginni eru grenndargámar mikil óprýði og sjómengun í umhverfinu. Vert væri að gera skurk í að reyna að finna leiðir til að koma þeim meira í var eða í það minnsta fegra ásýnd þeirra.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN170017
Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 ReykjavíkLagðir fram uppdrættir Yrki arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2021. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda. Forsendur varðandi frekar uppbyggingu á reitnum hafa breyst á þann veg að ekki náðust samningar við lóðarhafa og eigendur fasteigna á lóðum við Laugaveg 168-174. Í ljósi þess hafa orðið umtalsverðar breytingar á skipulagstillögunni sem nú er lögð fram frá skipulagslýsingu og markmiðum þess að lútandi. Á lóðinni við Laugaveg 176 verður heimilt að rífa bakhús og byggja við núverandi byggingar, sjá nánar tillögu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Arnarnesvegur, skipulagslýsing (04.9) Mál nr. SN210221
Lögð er fram skipulagslýsing verkfræðistofunnar EFLU fh. Reykjavíkurborgar og Kópavogs, dags. 19. mars 2021, fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Íbúaráði Breiðholts, Vegagerðinni, HHGK, Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnafjarðar og Kópavogs, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Veðurstofu Íslands og Veitum ohf. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf góðar tengingar fyrir gangandi og hjólandi í hæsta gæðaflokki milli sveitarfélaga, yfir áætlaðan Arnarnesveg. Samfelldur stígur þyrfti að liggja norðan og sunnan við veginn alla leið. Eins þyrfti viðbótarþverun á miðri leið, t.d. undirgöng sem fólk og dýr gætu nýtt. Áætluð framkvæmd þarf að tryggja að ekki sé gengið á svæðið fyrirhugaðs vetrargarð og að fyrirhuguð gatnamóta gengi ekki of freklega á land og umhverfi um leið og gætt verði að öryggi allra vegfarenda.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt samgöngusáttmála átti að ljúka við gerð nýrra gatnamóta við Arnarnesveg á yfirstandandi ári. Ljóst er að skipulagsmál í Reykjavík hafa tafið það. Réttast hefði verið að gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2019 til að unnt væri að standa við framkvæmdaáætlunina. Það var ekki gert. Enn á eftir að auglýsa breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi þar sem hér er aðeins verið að samþykkja að auglýsa deiliskipulagslýsingu sem er eitt skref af mörgum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skýrsla um lokaáfanga Arnarnesvegar er miklum annmörkum háð. Hér er ekki fjallað um valkosti heldur er einum kosti stillt upp. Annar augljós kostur er að leggja veginn í Tónahvarf og tvöfalda veg þaðan að Breiðholtsbraut og gera stórt hringtorg á mótum þeirra vega. Hvers vegna eru mismunandi kostir ekki bornir saman? Á síðustu 18 árum hefur margt breyst. Umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega matinu er úrelt. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu og hefur Vegagerðin þar með ekki heimild til frekari stórframkvæmda. Vegagerðin ætlar samt að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Endurmeta þarf áhrif stóraukinnar umferðar með tilliti til mengunar, hljóðvistar og fleiri þátta, í návígi við fjölmenn íbúðahverfi, Salaskóla og þessa vinsæla útivistarsvæðis sem Vatnsendahvarfið er. Ný hverfi í nánd við veginn hafa verið byggð eftir að umhverfismat var gert og gert er ráð fyrir Vetrargarði í Vatnsendahvarfinu. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautar-mengunarmekki.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210196
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst færsla á skipulagsmörkum á nokkrum stöðum, áætluð akstursundirgöng sunnan Grundarhverfis eru felld niður, almennar stígabreytingar, svæði fyrir hljóðvarnir skilgreindar o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 7. júní 2018, br. 8. mars 2021, hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 10. mars 2021 og hljóðvistarkort dags. í mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri samgangna ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Árvellir,
breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210195
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Árvalla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að Vesturlandsvegi færast í átt að Esjunni um 8-13 metra, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Hof, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210191
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjuhofs á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Esjuhofs hliðrast um 2-3 m til austurs, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210188
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Saltvíkur er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, vegna breyttrar legu á nýjum stíg í tengslum við ný undirgöng undir Vesturlandsveg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210186
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun vesturhluta deiliskipulags Vallá er færð vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Skrauthólar,
breyting á deiliskipulagi (33.2) Mál nr. SN210187
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Skrauthóla er færð til austurs um nokkra metra, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, auk þess að stofnstíg er bætt við, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Sætún 1,
breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210189
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sætúns 1 á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Sætúns 1 er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að Vesturlandsvegi færast í lóðarmörk milli svæðis F annars vegar og hins vegar svæða A og B, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 4. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Kollagrund 2, Klébergsskóli,
breyting á deiliskipulagi (32.484) Mál nr. SN210193
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund 2. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Klébergsskóla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að Vesturlandsvegi færast í átt að skólanum um u.þ.b. 5 metra, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Gufunes, samgöngutengingar, skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag (02.2) Mál nr. SN210218
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. mars 2021 fyrir nýtt deiliskipulag. Um er að ræða tæplega 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Hafa þarf í huga fyrirhugaða lega Sundabrautar við skipulagsvinnuna. Jafnframt verður Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgarsögusafni Reykjavíkur, OR/Veitum, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar USK, Skrifstofu Umhverfisgæða USK, Íbúaráði Grafarvogs, Vegagerðinni og Listasafni Reykjavíkur. Einnig skal kynna hana fyrir almenningi.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að núverandi Gufunesvegi verði breytt í hjóla- og göngustíg. Einnig að rýna hönnun nýja vegarins með tilliti til sjálfakandi vagna og hvort rými sér fyrir sérakrein sem vagnarnir geta einir nýtt og síðan tengst stærri almenningsvögnum Strætó uppi við Strandveg. Gætt verði í þessu sambandi að framtíðarlegu Sundabrautar um svæðið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sporin hræða. Meirihlutanum er ekki treystandi. Verið er að kynnar bráðabirgðatengingar frá Gufunesi upp í Grafarvog og eiga þær að vera víkjandi gagnvart Sundabraut. En á ný er verið að þrengja að komu Sundabrautar. Hvers vegna er rokið í þetta verkefni núna sem verður mjög kostnaðarsamt korter í að ákvarðanir um legu Sundabrautar. Þessu fólki sem stórnar Reykjavík er ekki viðbjargandi. Borgarfulltrúi Miðflokksins skilur ekki hvers vegna Vegagerðin er ekki löngu búin að gefast upp á samstarfi við meirihlutann í Reykjavík.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Iðunnarbrunnur 6 og 8,
breyting á skilmálum deiliskipulags (02.693.7) Mál nr. SN210215Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst lagfæring á heimiluðu byggingarmagni, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1106 frá 9. mars 2021 og nr. 1107 frá 16. mars 2021.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Umferðaröryggisaðgerðir 2021,
tillaga - USK2021030075 Mál nr. US210073Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Óskað er heimildar skipulags- og samgönguráð til að halda áfram undirbúningi hönnunar og gerð útboðsgagna fyrir aðgerðirnar með það að markmiði að bjóða þær út til framkvæmda vorið 2021. Aðgerðirnar eru eftirtaldar en teikningar fylgja með tillögunni: a. Ný gangbraut yfir Meistaravelli austan húss nr. 19-23 á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. b. Ný gangbraut yfir Hofsvallagötu vestan Ásvallagötu og hraðadempandi aðgerðir til samræmis við gatnamót við Sólvallagötu. Bætt lýsing á gatnamótum Hofsvallagötu og Sólvallagötu og Hofsvallagötu og Ásvallagötu. c. Ný gangbraut yfir Bríetartún austan Þórunnartúns á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. Til að tryggja sýn að og frá gönguþverun er gert ráð fyrir að fella niður tvö bílastæði sunnan götunnar. Norðan götunnar er gert ráð fyrir að tveimur bílastæðum næst gönguþveruninni sé hækkað upp í hæð gangstéttar og breytt í stæði stæði fyrir hreyfihamlaða (kemur ekki fram á teikningunni). d. Ný gangbraut yfir Nóatún sunnan Sóltúns á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. e. Aðgreining bílastæðis á lóð og gönguleiðar að leiksvæði í enda botnlanga Rauðalækjar 19-25. f. Ný gangbraut yfir Engjaveg móts við hús nr. 6 með gangbrautarlýsingu á núverandi upphækkun. Upphækkun vestan innkeyrslu að bílastæði Þróttar. g. Ný gangbraut yfir Skeiðarvog og húsagötu samsíða götunni, móts við hús nr. 97-107 með gangbrautarlýsingu. Ný upphækkun og tenging við gangstétt innan við húsagötu. Til að ná að tengja gönguþverunina við gangstétt innan húsagötu þarf að fella niður tvö bílastæði við húsagötuna. h. Ný gangbraut yfir Háaleitisbraut sunnan Hvassaleitis með gangbrautarlýsingu. Hraðadempandi aðgerðir í aðdraganda gönguþverunarinnar og þrenging götunnar niður í eina akrein í hvora átt gegnum gatnamótin við Hvassaleiti. i. Ný upphækkun og núverandi gangbraut yfir Vesturhóla vestan Fýlshóla. Gangbrautarlýsing og lagfæringar á gangstétt. j. Grindverk (fallvörn) með fram stíg við Höfðabakka og rampa að Vesturlandsvegi við hleðslu að lóð Húsgagnahallarinnar. k. Ný upphækkun yfir Lokinhamra norðan við aðkomu frá Gullinbrú við núverandi gangbraut. Gangbrautarlýsing og lagfæringar á gönguleið að undirgöngum. l. Ný gangbraut yfir Fjallkonuveg norðan Reykjafoldar með gangbrautarlýsingu, miðeyju og hraðadempandi aðgerðum. m. Ný gangbraut yfir Fjallkonuveg miðja vegu milli Reykjafoldar og Logafoldar með gangbrautarlýsingu, miðeyju og hraðadempandi aðgerðum. n. Ný gangbraut yfir Borgaveg austan Strandvegar, austar. Gönguþverun yfir Strandveg, norðan Borgavegar færð. Gangbrautarlýsing á báðum gönguþverunum, hraðadempandi aðgerðir og stígar aðlagaðir að nýjum staðsetningum þeirra. Hægribeygjuframhjáhlaup á gatnamótum afnumin til að stuðla að hægari umferð og bættu öryggi akandi vegfarenda. o. Ný gangbraut yfir Borgaveg vestan og austan biðstöðvar strætó í Spöng með gangbrautarlýsingu, hraðadempandi aðgerðum. p. Ný gangbraut yfir Korpúlfsstaðaveg við biðstöð strætó milli Bakkastaða og Brúnastaða, með gangbrautarlýsingu og hraðadempandi aðgerðum. q. Hraðadempandi aðgerðir við gönguþverun yfir Þúsöld norðan Vínlandsleiðar og bætt lýsing gatnamóta. r. Ný gönguþverun yfir Þúsöld í tengslum við biðstöð strætó norðan Guðríðarstígs með gangbrautarlýsingu og hraðadempandi aðgerðum. Stígar aðlagaðir að staðsetningu gönguþverunar. s. Ný gönguþverun og upphækkun yfir Stjörnugróf sunnan Undralands (teikning ekki tilbúin). Til viðbótar við ofangreindaraðgerðir sem ekki hafa verið kynntar áður er ráðgert að merkja gangbraut yfir Sogaveg móts við göngubrú að Skeifunni en hún var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs 2. desember 2020. Áætlaður kostnaður vegna aðgerðanna er 140 millj.kr.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Gangbrautir í tengslum við umferðaröryggisaðgerðir 2021,
tillaga - USK2021020121 Mál nr. US210076Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að: 1. Eftirtaldar gönguþveranir verði merktar sem gangbrautir. a. Yfir Meistaravelli austan húss nr. 19-23. b. Yfir Hofsvallagötu vestan Ásvallagötu. c. Yfir Bríetartún austan Þórunnartúns. d. Yfir Nóatún sunnan Sóltúns. e. Yfir Engjaveg móts við hús nr. 6. f. Yfir Skeiðarvog og húsagötu samsíða götunni, móts við hús nr. 97-107. g. Yfir Háaleitisbraut sunnan Hvassaleitis. h. Yfir Fjallkonuveg norðan Reykjafoldar. i. Yfir Fjallkonuveg miðja vegu milli Reykjafoldar og Logafoldar. j. Yfir Borgaveg austan Strandvegar. k. Yfir Borgaveg vestan biðstöðvar strætó í Spöng. l. Yfir Borgaveg austan biðstöðvar strætó í Spöng. m. Yfir Korpúlfsstaðaveg við biðstöð strætó milli Bakkastaða og Brúnastaða. 2. Bílastæði norðan Bríetartúns austan Þórunnartúns verði fyrir hreyfihamlaða. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Fylgigögn
-
Breytt tilhögun umferðar í Reykjavík, tillögur - USK2021020121 Mál nr. US210068
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi: - Að stæði fyrir framan Lækjargötu 2A verði merkt sem stæði fyrir vöruafhendingu. - Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í sleppistæði við Lindargötu 66. - Að óheimilt verði að stöðva og leggja ökutækjum norðan Grjóthálsar, frá Hálsabraut að Bitruhálsi. - Að bílaumferð úr botnlanga Ægisíðu 115-119 skuli víkja fyrir bílaumferð um Ægisíðu á biðskyldu. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Fylgigögn
-
Eiðsgrandi, forgangur umferðar gagnvart umferð á Grandavegi,
tillaga - USK2021020121 Mál nr. US210071Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að umferð eftir Grandavegi skuli víkja fyrir umferð á Eiðsgranda. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með A06.11 biðskyldu og viðeigandi yfirborðsmerkingu, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Fylgigögn
-
Sægarðar, breytingar á gatnamótum við Vatnagarða og Sæbraut,
tillaga - USK2021030076 Mál nr. US210072Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar hefur í samstarfi við skrifstofu framkvæmda og viðhalds, Faxaflóahafnir og Vegagerðina unnið hönnun breytinga á Sægörðum við Vatnagarða og Sæbraut. Óskað er heimildir fyrir áframhaldandi hönnun og gerð útboðsgagna svæðið í samræmi við meðfylgjandi mynd með það að markmiði að bjóða út framkvæmdir vorið 2021. Tillagan gerir ráð fyrir að hægribeygjuakrein frá Sægörðum á gatnamótum við Sæbraut sé lengd til að draga úr uppsöfnun ökutækja inn í gatnamótin við Vatnagarða. Að gönguleiðir séu bættar og að miðeyjur séu gerðar á Vatnagörðum beggja vegna gatnamótanna við Sægarða til að draga úr umfangi gatnamótanna og bæta öryggi gangandi vegfarenda þegar farið er götuna.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lækkun hámarkshraða á Breiðholtsbraut, tillaga Vegagerðarinnar, umsögn - USK2021030072 Mál nr. US210069
Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar, dags. 16. mars 2021, um lækkun á leyfilegum hámarkshraða í 60 kílómetra á klukkustund á Breiðholtsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vegagerðarinnar.
Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum öllum tillögum Vegagerðarinnar um hraðalækkanir og tökum heilshugar undir umsögn samgöngustjóra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til á fundi Skipulags- og samgönguráðs að áeggjan Vegagerðarinnar að lækka eigi hámarkshraða á Breiðholtsbraut. Það er sérstakt hvað skipulagsyfirvöld borgarinnar samþykkja allt frá Vegagerðinni gagnrýnislaust. Þessi tillaga er tilgangslaus og hvorki bætir umferðaröryggi né umhverfisástand. Núverandi umferðarhraði er að hámarki 70 km/klst. Hluta dags er það mikil umferð á Breiðholtsbrautinni að hraðinn er langt undir þeim hraðamörkum. En á öðrum tímum er ekki mikil umferð og engin ástæða til að takmarka hraðann.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Tunguvegur 12, kæra 2/2021,
umsögn, úrskurður (01.822.3) Mál nr. SN210023
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru dags. 10. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á kynningu byggingarleyfisumsóknar á byggingu bílskúrs á lóð nr. 12 við Tunguveg 12. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. janúar 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. mars 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. desember 2020 um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 12 við Tunguveg.
-
Bergstaðastræti 37, kæra 1/2021, umsögn (01.184.4) Mál nr. SN210022
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru mótt. 1. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans i Reykjavík frá 22. desember 2020 á byggingarleyfisumsókn frá Hótel Holt Hausti ehf. um áður gerða loftstokka upp úr þaki hússins á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti og að byggja yfir þá. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. mars 2021.
-
Skólavörðustígur 36, kæra 29/2021 (01.181.4) Mál nr. SN210206
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2021 ásamt kæru dags. 11. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á 2. og 3. hæð á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg.
-
Dunhagi 18-20, kæra 28/2021 (01.545.1) Mál nr. SN210182
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. mars 2021 ásamt kæru dags. 9. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 8. mars 2021 um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. mars 2021.
Fylgigögn
-
Laugarnesvegur 83, kæra 19/2021 (01.345.2) Mál nr. SN210179
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2021 ásamt kæru dags. 27. febrúar 2021 þar sem kærðar eru "óleyfisframkvæmdir" að Laugarnesvegi 83.
-
Laugardalur - austurhluti,
breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.39) Mál nr. SN200070Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals.
Fylgigögn
-
Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.138.2) Mál nr. SN210166
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
U22 ehf., Katrínartúni 2, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 11. mars 2021 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bykoreits/Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun,
breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN200325Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. mars 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 2. mars 2021 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna byggðar í Skerjafirði.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Hafnartorg, umsögn Mál nr. US210007
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli að beita sér fyrir að gera Hafnartorg meira aðlaðandi, veðursælla og lygnari stað? Með skreytingum er vissulega hægt að gera Hafnartorg meira aðlaðandi er erfiðara er að leiðrétta form bygginga sem þegar hafa verið byggðar. Hafnartorg er á vindasömum stað og þar eru byggingar byggðar eins og kassar í stað þess að láta þær mjókka upp sem myndi milda áhrif vinda þannig að ekki koma eins stífir vindstrengir við jörð. Flokkur fólksins hefur áður talað um líkantilraunir í vindgöngum. Spurningu um að notast við vindgöng sem tilraunatæki til að meta vindáhrif var lögð fram í bókun en er ekki svarað beint í þessu annars ágætu svari. Tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga eru ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrænum hætti. En, af hverju eru loftför prófuð í vindgöngum og af hverju eru hafnarmannvirki prófuð í líkani þótt mikil reynsla sé af því að byggja út í sjó? Skýringin er að við slíkar tilraunir fæst miklu nákvæmari niðurstaða en með útreikningum. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um skýrsluna "Borgarlína - frumdrög að fyrstu skýrslu", umsögn -USK2021020024 Mál nr. US210022
Lagt fram svar Vegagerðarinnar, dags. 15. mars 2021.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gefin var út skýrsla sem ber heitið „Borgarlínan – frumdrög að fyrstu lotu.“ Nú hefur komið í ljós að skýrslan kostaði tæpar 136 milljónir og er sá kostnaður ekki tæmandi því kostnaðurinn er miðaður við síðustu áramót en ekki við útgáfu skýrslunnar. Betri samgöngur ohf. fengu ekki að koma að gerð þessarar „frumdragaskýrslu“. Þetta verkefni sem kallað er borgarlína er og verður óseðjandi á opinbert fjármagn eins og Nýr Landsspítali ohf. Ein skýrsla upp á 136 milljónir í verkefni sem er hugarórar!!! Hér er krókurinn aldeilis mataður. Eftirfarandi aðilar fengu greitt fyrir skýrsluna og upphæðir eru rúnnaðar í heila tölu: 1. VSÓ rúmar 35 milljónir, 2. Hnit rúmar 20 milljónir, 3. Verkís og Kolofon 19 milljónir, 4. Reykjavíkurborg 14 milljónir, 5. Vegagerðin 10 milljónir, 6. Kópavogsbær 7 milljónir, 7. Athygli og Trípólí arkitektar 3 milljónir, 8. Snorri Eldjárn 2 milljónir, 9. Mannvit 1,5 milljón, 10. Liska 1,3 milljónir, 11. Tvist 900 þúsund, 12. Efla 600 þúsund. Mjög mikla athygli vekur að opinberir aðilar eru að fá greitt fyrir skýrsluna, Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær. Þessar greiðslur geta ekki verið launagreiðslur því þessir aðilar „lánuðu“ starfsmenn í verkefnið. Hér er því verið að flytja fjármagn úr einum vasa í annan – alveg óútskýrt.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210056
Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla" 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er. Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi: Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu? Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar. Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasvæði?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210057
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210059
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja það til að Reykjavíkurborg geri lagfæringar sem fyrst á gönguleiðum sem eru í landi Reykjavíkur upp á Úlfarsfell. Mikið er gengið á fellið og eins og tíðarfarið er núna þá er töluverð aurbleyta á þeim slóðum sem liggja á fellið Reykjavíkurmegin sem veldur því að fólk fer að ganga út fyrir stíga og þar sem stækkar það svæði sem verður fyrir miklum ágangi. Mikilvægt er að stígar séu bættir þannig að ekki myndist á þeim aurbleyta.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210060
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að skúr sem stendur við Strandveg í Grafarvogi og nýttur hefur verið af þeim sem hafa verið með matjurtagarða á svæðinu verði lagfærður eða fjarlægður ef ekki á að reka matjurtagarða á þessu svæði sumarið 2021. Tillögunni fylgir mynd.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210062
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að lagfæringar verði gerðar á malarstíg sem liggur með fram strandlengjunni á milli Fossvogsdals og Kópavogs. Stígurinn er mikið nýttur og er orðinn mjög illa farinn, fulltrúarnir óska eftir því að meiri möl verði bætt í stíginn. Tillögunni fylgir mynd.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210063
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipulags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 Aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð. Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003. Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um getu Reykjavíkurborgar til að hefta starfsemi spilakassa - R21030123 Mál nr. US210075
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem lögð var fram í borgarráði 11. mars 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. Fyrirspurnin er svohljóðandi:
Mikil umræða hefur átt sér stað upp á síðkastið um áhrif spilafíknar í tengslum við spilakassa þar sem það hefur komið í ljós að lítill hópur landsmanna spilar í spilakössum að staðaldri. Í Aðalskipulagi er fjallað um rekstur spilasala og spilakassa og því er spurt hvaða áhrif Reykjavíkurborg getur haft á starfsemi og leyfisveitingu spilakassa? Gæti borgin orðið spilakassalaus?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Sjómannaskólareitinn Mál nr. US210077
Fram hefur komið í miðlum að leggja átti fram gögn á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um þessi gögn og hvenær eigi að opinbera þau? Ekki er seinna vænna að öll gögn komi upp á borð nú þegar búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Í þessu máli hafa verið mikil átök og því afar mikilvægt að gegnsæi ríki í málinu á öllum stigum þess.
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um merkingar við göngugötur Mál nr. US210078Nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti. Eftir því sem næst er komist stendur ekki til að merkja göturnar í samræmi við lagaheimildina t.d. með því að setja upp skilti eða aðrar merkingar sem gefa til kynna að eigendur P merktra bíla hafi þessa heimild. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að tryggja að hreyfihamlað fólk verði ekki fyrir aðkasti aki þeir göngugötu þegar merkingar eru ekki nákvæmari en raun ber vitni?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafbíla og bílastæðakort Mál nr. US210079
Nú vill meirihlutinn að íbúar í miðbænum fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Í Osló þurfa eigendur rafbílar, vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun ekki að kaupa kort. Í Drammen þarf að skrá rafbíla en ekkert að borga. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sama fyrirkomulag verði í Reykjavík og er í Osló og Drammen þegar kemur að raf-, vetni og metan bíla. Þessi tillaga ætti að falla skipulags- og samgönguyfirvöldum vel í geð enda hafa þau tekið nánast flest allt upp eftir yfirvöldum í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Með því að taka upp þann hátt sem Osló og Drammen hafa gætu fleiri viljað skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210081
Lagt er til að samgöngu- og skiplagssviðs/ráð beiti sér fyrir því að gerðar verði tillögur að úrbótum sem fyrst til að tryggja betur umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Álmgerði sem er gönguleið barna í skóla sem búa við Furugerði, Hlyngerði, Seljugerði og Viðjugerði. Mikill umferðarhraði er við götuna og samkvæmt mælingum lögreglu er brotahlutfall þar hátt. Ekki er forsvaranlegt að hvetja börn til að ganga eða hjóla í skóla ef umferðaröryggi þeirra verður ekki tryggt eins og best verður á kosið.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 14:00
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2403.pdf