Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 91

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 16. desember kl. 10:03, var haldinn 91. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 3. hæð Saltvík.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

 1. Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð 2018-2022, 
  fundadagatal 2021         Mál nr. US200444

  Lögð fram drög að fundadagatali skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2021.

  Samþykkt.

  (A) Skipulagsmál

  Fylgigögn

 2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 4. og 11. desember 2020.

  Fylgigögn

 3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190323

  Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögum umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2020 að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem fela m.a. í sér endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og framlengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Einnig eru lögð fram drög að nýjum viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2020 dags. í september 2020 og umhverfisskýrsla VSÓ-ráðgjafar dags. í september 2020. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 28. október 2020 og bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var kynnt til og með 27. nóvember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Kópavogsbær dags. 22. október 2020, Mosfellsbær dags. 6. nóvember 2020, Bláskógabyggð dags. 9. október 2020, Bjarni V. Guðmundsson dags. 12. nóvember 2020, Hvalfjarðarsveit dags. 13. nóvember 2020, Ólafur Páll Jónsson dags. 17. nóvember 2020, Umhverfisstofnun dags. 17. nóvember 2020, Heiðbjört Tíbrá dags. 18. nóvember 2020, Ingibjörg H. Sverrisdóttir f.h. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis dags. 19. nóvember 2020, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Gunnlaugur Friðriksson, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þorvarður Löve dags. 19. nóvember 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 19. nóvember 2020, Heiða Rós Gunnarsdóttir dags. 19. nóvember 2020, Samtök aldraðra bsvf og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni dags. 19. nóvember 2020,  Karl Alvarsson yfirlögfræðingur f.h. Isavia Innanlandsflugvellir ehf. dags. 20. nóvember 2020, íbúaráð Kjalarness dags. 20. nóvember 2020, Anna Sif Jónsdóttir f.h. íbúa á Fornastekk 7 dags. 20. nóvember 2020, Samtök iðnaðarins dags. 20. nóvember 2020, Hafrannsóknastofnun dags. 20. nóvember 2020, Haraldur Óskar Haraldsson og Guðrún Pétursdóttir dags. 23. nóvember 2020,  Guðrún Pétursdóttir dags. 23. nóvember 2020, Fulltrúar Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar dags. 24. nóvember 2020, Daði Björnsson dags. 25. nóvember 2020, Guðbrandur Benediktsson dags. 25. nóvember 2020, stjórn Íbúasamtaka Laugardals dags. 25. nóvember 2020, Þór Sigfússon stofnandi Íslenska sjávarklasans dags. 26. nóvember 2020, Ársæll Guðmundsson dags. 26. nóvember 2020, Vala Gauksdóttir dags. 26. nóvember 2020, félagið Græðir dags. 26. nóvember 2020, ályktun stjórnar foreldrafélags Álftamýrarskóla dags. 26. nóvember 2020, Katrín Þorsteinsdóttir dags. 26. nóvember 2020, Ásta Logadóttir, Ólafur Hjálmarsson og Örn Þór Halldórsson dags. 26. nóvember 2020, Björg Melsted, Heimir Örn Herbertsson, Nanna Viðarsdóttir, Þórólfur Jónsson, María Karen Ólafsdóttir, Valdimar Bjarnason, Bjarni Þórður Bjarnason og Ragnheiður Melsted dags. 26. nóvember 2020, Sorpa dags. 26. nóvember 2020, Salvör Gissurardóttir dags. 27. nóvember 2020, Björn Hauksson dags. 27. nóvember 2020, Brimgarðar ehf. dags. 27. nóvember 2020, Steinunn Haraldsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Reginn hf. dags. 27. nóvember 2020, íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 27. nóvember 2020, Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna dags. 27. nóvember 2020, Kristinn Steinn Traustason dags. 27. nóvember 2020, Ingi Freyr Ágústsson dags. 27. nóvember 2020, Gunnar Ólafsson dags. 27. nóvember 2020, Íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 27. nóvember 2020, stjórn íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 27. nóvember 2020,  Prýðifélagið Skjöldur dags. 27. nóvember 2020, Reitir fasteignafélag hf. dags. 27. nóvember 2020, Gerður Gunnarsdóttir dags. 27. nóvember 2020, íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 27. nóvember 2020,  íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 27. nóvember 2020, Friðrik Ingi Þráinsson og Sara Þöll Halldórsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Ester Helgadóttir dags. 27. nóvember 2020, Björn Ingi Björnsson dags. 27. nóvember 2020, Faxaflóahafnir dags. 27. nóvember 2020, Ívar S. Kristinsson og Erla Halldórsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Helga Hreiðarsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Árni Jón Sigfússon og Annetta Scheving dags. 27. nóvember 2020, Matthildur Skúladóttir og Bjarni Guðmundsson dags. 27. nóvember 2020, Íris Magnúsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Harpa Björt Barkardóttir dags. 27. nóvember 2020, Kjartan Kjartansson dags. 27. nóvember 2020,  Ingimundur Stefánsson dags. 27. nóvember 2020, Ragnhildur B. Guðjónsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Unnsteinn Örn Elvarsson dags. 27. nóvember 2020, Agatha Sif Guðmundsdóttir dags. 27. nóvember 2020, Harpa Helgadóttir dags. 27. nóvember 2020,  Bjarmar Arnarsson dags. 27. nóvember 2020, Sigríður Ingólfsdóttir, Maríus Þ. Jónasson, Þorbjörg Gígja og Ottó B. Ólafsson dags. 29. nóvember 2020, Guðmundur Ingi Þorsteinsson dags. 30. nóvember 2020, Samtök um betri byggð dags. 30. nóvember 2020, tveir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða; Kristín Vala Erlendsdóttir og Örn Þórðarson dags. 1. desember 2020, fjórir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða; Margrét M. Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Benóný Ægisson og Jón Magnússon fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 1. desember 2020, íbúaráð Grafarvogs dags. 2. desember 2020, leikskólinn Álftaborg dags. 3. desember 2020, stjórn íbúasamtaka Háaleitis dags. 3. desember 2020, Knattspyrnufélagið Fram dags. 4. desember 2020, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 8. desember 2020, íbúaráð Breiðholts dags. 9. desember 2020, fulltrúi í íbúaráði Breiðholts dags. 9. desember 2020, íbúaráð Breiðholts ásamt erindi Vina Vatnshólsins dags. 9. desember 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 9. nóvember 2020, íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts dags. 10. desember 2020, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts dags. 10. desember 2020, fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi slembivalinna dags. 11. desember 2020, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 11. nóvember 2020, Vegagerðin dags. 11. nóvember 2020, Veitur dags. 11. desember 2020 og öldungaráð Reykjavíkurborgar dags. 15. desember 2020. Einnig er lögð fram fundargerð 97. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 6. nóvember 2020. Jafnframt er lögð fram samantekt umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 11. desember 2020.

  Kynnt.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Margar athugasemdir eru gerðar við lagningu Arnarnesvegar í deiliskipulagi og hafa Vinir Vatnsendahvarfs sent inn athugasemdir. Þeir eru ósammála úrskurði í umhverfismati, sem var unnið fyrir Vegagerðina árið 2003, um að lagning 3. kafla Arnarnesvegar muni hafa óveruleg áhrif á umhverfi, útivist og hljóðvist. Þeir telja að framkvæmdin muni hafa verulega neikvæð áhrif á umhverfi og útivist á svæðinu. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er óafturkræf skipulagsmistök. Þörf er á endurgerð umhverfismatsins, sem er nær tveggja áratuga gamalt. Mikið hefur breyst varðandi áherslur í umhverfismálum og samgöngumálum á þessum áratugum sem nauðsynlegt er að taka með inn í myndina.  Bent er á þau neikvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin  hefur í för með sér, m.a. vegna nálægðar við Vetrargarðinn og einnig lýst yfir áhyggjum af áhrifum hinna nýju gatnamóta á umferðarflæði á Breiðholtsbraut. Með framkvæmdinni eru framtíðarmöguleikar Vetrargarðsins settar skorður.  Ef Vetrargarðurinn verður vinsæll þarf hann einhverja möguleika á þróun, stækkun, útisvæði, gönguleiðir o.fl.  Vatnsendahvarfið er sérstakt vegna þess að þetta er hæsti punktur borgarinnar. Þarna má setja upp lágan útsýnispall sem hefur afþreyingargildi. Þessi vegagerð hindrar allt annað sem hefði mun meira jákvætt í för með sér , en að fólk úr austurhluta Kópavogs geti ekið hratt frá Kópavoginum.

  Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
   

  Fylgigögn

 4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030., Stefna um íbúðarbyggð, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200328

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 uppf. 27. nóvember 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. Breytingin tekur til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefnu um íbúðabyggð, sem sett er fram á mynd 13 í kaflanum Borgin við Sundið: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells, Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklubrautar, Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 28. ágúst 2020, Ingibjörg Halldórsdóttir hjá Lands lögmönnum f.h. Kristins Ziemsen, Helgu Helgadóttur, Láru Áslaugu Sverrisdóttur og Jóns Höskuldssonar dags. 31. ágúst 2020, íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 1. október 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 26. október 2020 og Vegagerðin dags. 28. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. nóvember 2020.

  Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Við styðjum þær breytingar á aðalskipulagi sem miða að þéttingu og þróun byggðar á sex stöðum í borginni. Flestar athugasemdir snúa að Furugerði þar sem til stendur að reisa lágreista 2 hæða byggð auk raðhúsa. Við styðjum uppbyggingu á viðkomandi reit en nánari útfærsla bíður vinnslu deiliskipulags.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Ástæða er til að hlusta betur á sjónarmið íbúa, ekki síst vegna mögulegra breytinga við Furugerði. Við getum því ekki stutt þessa tillögu. Hér er verið að samþykkja almennar heimildir í aðalskipulagi, en enn er mögulegt að takmarka þær og útfæra betur í deiliskipulagi áður en framkvæmdir eru heimilaðar.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúar í Furugerði og Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis hafa miklar áhyggjur af framvindu uppbyggingaráforma við Furugerði. Íbúar eru hræddir um skemmdir á húsum sínum þegar farið verður að sprengja fyrir bílakjallara því grunnt er niður á klöpp. Einnig hafa íbúar miklar áhyggjur af skorti á bílastæðum því nú þegar er takmarkað magn bílastæða og einnig eru áhyggjur af hljóðvist. Íbúaráðið bendir á fleiri þætti s.s að takmarkað pláss er fyrir gangstéttir og þröngt verði um bíla. Aðal áhyggjurnar eru þó þær að byggingamagnið á reitnum verði allt of mikið og stendur til að margfalda það miðað við fyrirliggjandi aðalskipulag. Íbúaráðið bendir á að „í B-hluta aðalskipulags 2010-2030 kemur fram um þennan reit: „ÍB33 Gerði-vestur. Svæðið er að mestu fullbyggt og fastmótað. Möguleiki er á lítils háttar þéttingu íbúðarbyggðar (4-6 íbúðir) við Furugerði, næst Bústaðavegi (Gróðrarstöðin Grænahlíð).“ Núverandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 4-6 íbúðum, en í breytingartillögunni er því haldið fram að heimild sé fyrir 49 íbúðum og að stefnt sé að byggingu 32 íbúða.“ Þessi tillaga kemur algjörlega aftan að íbúum á þessu svæði og vinnubrögð borgarinnar eru síður en svo til fyrirmyndar – ekkert tillit er tekið til athugasemda.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ein af breytingartillögum sem hér er lögð fram snýr að Arnarbakkanum. Stækka á núverandi hverfiskjarna og skilgreina reit fyrir íbúðarbyggð. Við stækkun kjarnans í Arnarbakka þarf að huga að samgöngum við kjarnann. Núverandi bílvegur liggur fram hjá skóla og er þröngur. Í því standi sem hann er nú ber hann ekki mikla umferð. Skýra þarf því hvernig almenningssamgöngur, bíla og hjólaumferð tengist áformunum. Staða hjólastíga gefur færi á að auka virkni þeirra t.d. með því að lagfæra legu að hluta og fjarlægja óþarfa hindranir svo sem tröppur og þröngar 90 gráðu beygjur. Svipað gildir um hina kjarnana í Breiðholtinu og að frekari uppbygging þeirra kallar á þægilegar vistvænar samgöngur. Stígarnir í Breiðholti henta eins og er miklu frekar gangandi umferð en umferð á hjólum. Venjuleg hjól, rafknúin hjól, hlaupahjól og sambærilegt önnur rafknúin tæki eru og munu vera hluti af samgöngukerfi borgarinnar. Þess vegna þarf að bæta núverandi göngustígakerfi með tilliti til þess. Bent er á að hjólastígar eiga að fylgja hæðarlínum eins og unnt er. Allt of oft þeir lagðir upp og niður brekku og stundum  þannig að kröpp beygja er við enda brekku, sem er afleitt fyrir hjólreiðafólk.

  Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 5. Hraunberg 4, breyting á deiliskipulagi     (04.674.0)    Mál nr. SN200714
  610415-1560 RK Pípulagnir ehf., Lambhagavegi 9, 113 Reykjavík
  530201-2280 Nexus arkitektar ehf., Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Ívars Arnar Guðmundssonar dags. 19. nóvember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts III, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg. Í breytingunni felst að bætt er við heimild til að gera íbúðir á efri hæðum, samkvæmt tillögu Nexus arkitekta ehf. dags. 8. desember 2020. Einnig er lögð fram grunnmynd Nexus arkitekta ehf. dags. 4. nóvember 2020. 

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  (B) Byggingarmál

  Fylgigögn

 6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1093 frá 1. desember 2020 og nr. 1094 frá 8. desember 2020.

  Fylgigögn

 7. Njálsgata 36, nýtt lóðablað/lóðabreyting     (01.190.2)    Mál nr. SN200748

  Lagt fram breytingablað dags. 4. desember 2020 ásamt hluta úr lóðauppdrætti dags. 4. desember 2020 vegna stækkun lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Einnig eru lögð fram skýringarblöð; endanleg lóðarstærð ásamt spildu úr borgarlandi dags. 4. desember 2020 og lóðarblöð.

  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 8. Bergstaðastræti 37, 
  áður gerður loftstokkur og yfirbygging     (01.184.407)    Mál nr. BN054877
  420502-5910 Hótel Holt Hausti ehf., Stigahlíð 80, 105 Reykjavík

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki og til að byggja yfir þá á þaki húss á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 9. september 2020 og Heiða Jóhannsdóttir dags. 15. september 2020. Lagður fram  tölvupóstur umsækjanda dags. 22. október 2020 varðandi frestun máls. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 
  13. nóvember 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020.
  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 9. Tjarnargata 10C, þaksvalir og kvistur     (01.141.308)    Mál nr. BN057152
  690609-0610 Grétar Guðmundsson ehf., Gnitaheiði 5, 200 Kópavogur
  Vésteinn Gauti Hauksson, Ólafsgeisli 119, 113 Reykjavík

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. ágúst 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist og koma fyrir þaksvölum á norðvesturhlið ósamþykktrar íbúðar 0401 í húsi á lóð nr. 10C við Tjarnargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 2. september 2020 til og með 30. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Emilía Kristín Bjarnason dags. 21. september 2020 og Gústaf Þór Tryggvason hrl. dags. 21. september 2020. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Bark studio dags. 1. desember 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.desember 2020.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020.
  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  (E) Samgöngumál

  Fylgigögn

 10. Uppbygging hjólastíga í Reykjavík 2021 - áætlun, kynning         Mál nr. US200447

  Kynning á helstu göngu- og hjólastígaverkefna sem eru í undirbúningi fyrir árið 2021. 

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar meirihlutans þakka fyrir kynningu á hjólreiðaáætlun, framkvæmdaáætlun göngu- og hjólastíga, tilraunaverkefni um útlán rafhjóla og hlaupahjólastöndum við grunnskóla. Reykjavíkurborg leggur mikinn metnað í eflingu hjólreiða og það kemur skýrt fram í þessum áætlunum, og gangi þær eftir verður borgin hjólreiðaborg á heimsmælikvarða.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna vandaðri vinnu við gerð hjólreiðaáætlunar. Nýlegar mælingar sýna að nær 27% íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu helst vilja ferðast til vinnu á reiðhjóli. Það er mikilvægt að svara þessari eftirspurn og bregðast við þessari jákvæðu þróun – en til þess þarf Reykjavíkurborg að ráðast í raunverulega stórsókn í lagningu nýrra hjólastíga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið nauðsynlegt að ráðast í gerð allra þeirra hjólastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda fyrir árið 2021 og harma því að einungis hluti þeirra stíga hafi verið fjármagnaður í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Þá vakti jafnframt athygli að einungis 2,2% af fjárfestingum áranna 2021-2025 mun fara í gerð hjólastíga, þrátt fyrir boðaða stórsókn í grænum fjárfestingum. Sjálfstæðisflokkur hefði viljað ganga lengra, fullfjármagna alla stígana og styðja enn betur við hjólreiðabyltinguna í Reykjavík.

 11. Áætlaðar göngu- og hjólastígaframkvæmdir 2021, USK2020110077         Mál nr. US200448

  Lagt er fram svohljóðandi bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. desember 2020.

  Óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs fyrir áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir eftirtaldar stígaframkvæmdir:
  Aðskildir göngu- og hjólastígar:
  -    Borgartún, norðurkantur milli Snorrabrautar og Katrínartúns.
  -    Snorrabraut, milli Hverfisgötu og Sæbrautar.
  -    Faxaskjól og Sörlaskjól, milli Ægissíðu og Nesvegar.
  -    Elliðaárdalur, milli Höfðabakkabrúar og Nautavaðs.
  -    Bústaðavegur, brúin yfir Kringlumýrarbraut og tenging við Kringlumýrarbraut meðfram rampa.
  -    Ánanaust, Hringbraut að Mýrargötu.

  Sameiginlegir göngu- og hjólastígar:
  -    Elliðaárdalur, stígur í stað stokks.
  -    Hálsabraut, stígur að austanverðu .
  -    Svarthöfði, tenging stígs við Stórhöfða.
  -    Þverársel, tenging milli Skógarsels og stígs samsíða Reykjanesbraut við ÍR völl.
  -    Kjalarnes, stígur norðan hringvegar samhliða aðskilnaði aksturstefna.
  -    Gufunes, tenging við Borgaveg

  Samþykkt.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna vandaðri vinnu við gerð hjólreiðaáætlunar. Nýlegar mælingar sýna að nær 27% íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu helst vilja ferðast til vinnu á reiðhjóli. Það er mikilvægt að svara þessari eftirspurn og bregðast við þessari jákvæðu þróun – en til þess þarf Reykjavíkurborg að ráðast í raunverulega stórsókn í lagningu nýrra hjólastíga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið nauðsynlegt að ráðast í gerð allra þeirra hjólastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda fyrir árið 2021 og harma því að einungis hluti þeirra stíga hafi verið fjármagnaður í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Þá vakti jafnframt athygli að einungis 2,2% af fjárfestingum áranna 2021-2025 mun fara í gerð hjólastíga, þrátt fyrir boðaða stórsókn í grænum fjárfestingum. Sjálfstæðisflokkur hefði viljað ganga lengra, fullfjármagna alla stígana og styðja enn betur við hjólreiðabyltinguna í Reykjavík.

  Fylgigögn

 12. Rafhjól til útláns í Reykjavík 2021, tilraunaverkefni, tillaga, USK2020120036         Mál nr. US200451

  Lögð er fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. desember 2020. 
   
  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að farið verði í tilraunaverkefni um útlán á 25 rafhjólum á tímabilinu janúar - maí 2021 til að hvetja til vetrarhjólreiða og afla gagna um notkun, áskoranir og úrlausnarefni. Því starfsfólki Skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem að jafnaði ferðast á bíl til/frá vinnu verði boðið að sækja um að fá að láni rafhjól á nagladekkjum til eigin notkunar í rúmlega 5 vikur hver gegn því að skrá ferðir sínar á lánstímabilinu og svara spurningakönnunum. 

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Hlaupahjólastandar við grunnskóla í Reykjavík, tillaga, USK2020120037         Mál nr. US200452

  Lögð er fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. desember 2020.
   
  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að grunnskólum borgarinnar verði, í samstarfi USK við skóla- og frístundasvið, boðið að setja upp sérstaka standa fyrir hlaupahjól nemenda og starfsfólks. Kostnaður skólanna við kaup á stöndum fyrir hlaupahjól og uppsetningu þeirra verði greiddur af fjármunum hjólreiðaáætlunar líkt og verið hefur við fjölgun hjólastæða við skóla. Gert verði átak í uppsetningu hlaupahjólastanda við grunnskóla vorið 2021. 

  Samþykkt.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins telur afar mikilvægt að koma upp stöndum fyrir hlaupahjól og hjól af öllu tagi. Hjólastanda vanta víða t.d. fyrir utan leiksvæði barna og verslunarkjarna. Sjá má hjól stundum skilin eftir á óheppilegum stöðum sem skapar slysahættu. Hjólum sem lögð eru á gangstétt eru slysagildra eða hindrun fyrir fatlaðan einstakling t.d. þann sem er í hjólastól eða er sjónskertur/blindur.   Það vantar skýrar umgengnisreglur um hvernig megi og eigi að skilja við hjólin og þá þarf vissulega að vera aðstæður (hjólastandar) til að leggja hjólunum.  Gríðarleg fjölgun hefur orðið á notkun hlaupahjóla sem og rafskútna og rafhlaupahjóla á stuttum tíma. Enn skortir mikið á að innviðir í borgarlandinu geti tekið við þessari miklu fjölgun.

  Fylgigögn

 14. Umsókn um sérmerkt stæði f. hreyfihamlaðan, Öldugata 5, tillaga, USK2020120033         Mál nr. US200455

  Lögð er fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. desember 2020.

  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að bílastæði við Öldugötu 5 verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling.
  Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki, D01.22, og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Fylgigögn

 15. Gjaldskyldu á almennum bílastæðum, 
  á lóð Landspítalans við Eiríksgötu 5, tillaga         Mál nr. US200454

  Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. desember 2020, ásamt fylgigögnum

  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki með tilvísun í 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 eftirfarandi:
  Að almenn bílastæði á lóð við Eiríksgötu 5, sem sýnd eru á meðfylgjandi korti, verði gerð gjaldskyld og að svæðið verði skilgreint sem gjaldsvæði 4 með gjaldskyldutíma virka daga frá kl. 8-16.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Samþykkt er að heimila gjaldtöku á bílastæðum í námunda við göngudeildarþjónustu að beiðni Landspítalans. Markmið þeirrar breytingar er að koma í veg fyrir að stæðin teppist að óþörfu. Bílastæðin þurfa að vera laus fyrir þau sem erindi eiga á Landsspítalann. Mun gjaldtakan renna til Landspítalans eins og önnur gjaldtaka fyrir bílastæði á lóðum hans.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Landsspítalinn hefur fundið upp nýja tekjuleið með því að fara fram á það við Reykjavíkurborg að yfirtaka bílastæðin í kringum spítalann og hefja gjaldtöku. Nú hefur komið í ljós að Landsspítalinn fær allar tekjur af bílastæðunum. Er það eðlilegt að bílastæðasjóður/Reykjavíkurborg geti framselt gæði – í þessu tilfelli bílastæði til þriðja aðila? Svarið er einfalt – nei svo sannarlega ekki. Minnt er á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landsspítalanum eru færð bílastæði borgarinnar til gjaldheimtu á mjög viðkvæmum hópi sem eðli málsins samkvæmt þarf oft á tíðum bráðaþjónustu. Fólk fer ekki á spítala vegna skemmtunar og að greiða í bílastæði er ekki það fyrsta sem fólk hugsar um þegar bráðaástand blasir við. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Á fundinum er lögð fram beiðni Landspítala að setja á gjaldskyldu á merkt bílastæði á Eiríksgötu 5 þar sem nýtt göngudeildarhús opnar eftir áramót. Segir í beiðni að tryggja þurfi að sjúklingar og aðstandendur komist sem næst inngangi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessu vegna erfiðleika fólks að glíma við gjaldmæla. Appið EasyPark er þess utan flókið og treysta ekki allir sér til að nota það. Þeir sem aka rafbílum hafa bílstæðaklukku í 90 mín. en eftir það þarf  fara út og setja í mæli eða nota app. Eldra fólk kvartar yfir slæmu aðgengi og treystir æ meira á að finna einhvern til að aka sér á staðinn. Áhersla er lögð á að koma hjólastöndum upp víða sem er vel. Eldri borgarar ferðast minna um á hjólum og gagnast hjólastandar þeim því síður. Allt of oft eru teknar ákvarðanir sem gera ákveðnum hópi í samfélaginu (öryrkjum og eldri borgurum) erfiðara um vik að komast leiðar sinnar í borginni. Til að bæta þetta mætti nota frekar bifreiðaklukku í stað gjaldmæla gjaldmæla en það kerfi er mun einfaldara en stöðumælar eða app, alla vega að mati einhverra. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur leggja til að notaðar verða  bifreiðaklukkur t.d. á merkt stæði á Eiríksgötu 5.

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 16. Yfirlit yfir verkefni innkaupaskrifstofu fyrir september til nóvember 2020, 
  f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur - USK2020020031         Mál nr. US200293

  Lögð eru fram yfirlit yfir verkefni innkaupaskrifstofu fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur fyrir september til nóvember 2020.

  Fylgigögn

 17. Bláskógar 5, málskot     (04.941.1)    Mál nr. SN200702
  290481-5119 Svavar Páll Pálsson, Bláskógar 5, 109 Reykjavík

  Lagt fram málskot Svavars Páls Pálssonar dags. 13. nóvember 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 4. september 2020 um að gera innkeyrslu á lóð nr. 5 við Bláskóga, samkvæmt skissu á ljósmynd.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. september 2020, staðfest.

  Fylgigögn

 18. Búland 1-31 2-40, kæra 126/2020     (01.850.3)    Mál nr. SN200743
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. september 2020 ásamt kæru dags. 27. nóvember 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að ætla ekki að framfylgja þá þegar tekinni ákvörðun sinni um beitingu þvingunarúrræða gagnvart eigendum eignarinnar að Búlandi 36.

 19. Hólmasel 2, kæra 129/2020     (04.937.7)    Mál nr. SN200764
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. desember 2020 ásamt kæru dags. 3. desember 2020 þar sem kærð er afgreiðsla og samskipti m.a. við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar vegna ýmissa erinda er varða fasteign kæranda að Hólmaseli 2.

 20. Gissurargata 4, kæra 101/2020, umsögn     (05.113.8)    Mál nr. SN200655
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. október 2020 ásamt kæru dags. 15. október 2020 þar sem kærðar eru framkvæmdir við byggingu húss að Gissurargötu 4 sem byggingarfulltrúi hefur samþykkt og varðar m.a. þakglugga, skorsteina o.fl. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. nóvember 2020.

  Fylgigögn

 21. Sólvallagata 23, kæra 106/2020, umsögn     (01.162.0)    Mál nr. SN200679
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. október 2020 ásamt kæru dags. 28. október 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur að samþykkja byggingu bílskúrs á suðausturhluta lóðarinnar að Sólvallagötu 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. desember 2020.

 22. Laugavegur, Bolholt, Skipholt, kæra 61/2020, umsögn, úrskurður     (01.251.1)    Mál nr. SN200455
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2020 ásamt kæru dags. 14. júlí 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 19. mars 2020 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til Suðurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholt 31. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. september 2020 og 10. nóvember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. desember 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 19. mars 2020 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 176-178, Bolholt 4-8 og Skipholt 33-37.

 23. Gufunes, áfangi 1, kæra 79/2020, umsögn, úrskurður     (02.2)    Mál nr. SN200559
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. september 2020 ásamt kæru dags. 3. september 2020 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis vegna Gatnagerðar í Gufunesi, áfanga 1. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. september 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 20. september 2020 um að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagningar veitukerfa í Gufunesi, áfanga 1.

 24. Hverfisgata 73, kæra 108/2020, umsögn, úrskurður     (01.153.2)    Mál nr. SN200688
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 5. nóvember 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að veita byggingarleyfi fyrir Hverfisgötu 73, dags. þann 12. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. nóvember 2020 vegna stöðvunarkröfu. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. apríl 2019 um að veita leyfi fyrir viðbyggingu og endurnýjun matshluta 02 í húsinu að Hverfisgötu 73 í Reykjavík.

  Fylgigögn

 25. Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi     (01.15)    Mál nr. SN200208

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg-Skúlagötu vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Frakkastíg 1.

  Fylgigögn

 26. Rofabær 7-9, breyting á hverfisskipulagi Árbæjar skilmálaeiningu 7-2-4     (04.334.3)    Mál nr. SN200703
  660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
  460616-0770 Rofabær 7-9 ehf., Dalaþingi 12, 203 Kópavogur

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. 2020 á auglýsingu á breytingu á hverfisskipulagi fyrir Árbæ, skilmálaeiningu 7.2.4., vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Rofabæ.

  Fylgigögn

 27. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um lóð fyrir Malbikunarstöðina Höfða, svar, USK2020120003         Mál nr. US200421

  Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsvið, eignaskrifstofu, dags. 4. desember 2020, ásamt fylgigögnum.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Þetta er nokkuð merkilegt svar. Samkvæmt svarinu hefur lóð undir Malbikunarstöðina Höfða ekki verið úthlutað á Esjumelum. Það er hreint með ólíkindum að ekki er hægt að gefa upp áætlað kaupverð á þeim 12 sameinuðu lóðum sem gera samtals 5 hektara á þessu svæði. Á fundi borgarráðs þann 22. ágúst 2019 var samþykkt lóðarvilyrði fyrir Malbikunarstöðina Höfða á Esjumelum. Það var síðan ekki fyrr en á fundi borgarráðs þann 20. júní sl. að samþykkt var að segja upp ótímabundnum afnotasamningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða á um 8.330 m2 lóð að Sævarhöfða 6-10 og óútvísuðu borgarlandi við sömu götu. Þann 21. júní sl. var Malbikunarstöðinni send uppsögn sem tók gildi þann 1. júlí sl. og gerð sú krafa að Malbikunarstöðin víki af svæðinu fyrir 30. júní 2021. Með bréfi, dags. 12. júlí sl., óskaði Malbikunarstöðin eftir lóð á Esjumelum undir starfsemi fyrirtækisins. Tímalínan er eitthvað rugluð í þessu máli. Lóðavilyrði þetta var veitt án auglýsingar á lóðinni á grundvelli þess að verið er að greiða fyrir uppbyggingu á Ártúnshöfða. Hér er Reykjavíkurborg einn túrinn enn að úthluta gæðum „yfir borðið“ til eins aðila og án þess að leyfa öðrum að bjóða í lóðirnar sem eðli málsins samkvæmt eru mjög verðmætar til framtíðar.

  Fylgigögn

 28. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innleiðingu LEAN aðferðarfræðinnar, umsögn - USK2020100075         Mál nr. US200374

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. nóvember 2020.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kostnað við innleiðingu LEAN aðferðarfræðinnar og hvar innleiðingin er stödd?  Í svari kemur fram að  LEAN hefur ekki verið innleitt formlega hjá borginni í heild og ekki hefur verið tekin ákvörðun um slíkt en að verið sé að vinna í því að innleiða LEAN á nokkrum starfsstöðvum. Kostnaður við verkefnið árin 2019 og 2020 var 3,8 m.kr. Áætlaður kostnaður fyrir næstu skref gæti orðið um 2-3 m.kr. Mikilvægt er að innleiða ekkert af þessu tagi nema það sé fullvíst að það muni nýtast, passi á þá starfsstöð sem um ræðir. Allt of oft er stokkið á innleiðingu á einhverjum nýjungum, tískufyrirbrigðum jafnvel án þess að skoða hvort nálgunin/aðferðarfræðin henti stofnuninni/deildinni. Aðgerðir/aðferðarfræði sem ekki skapa virði, heldur jafnvel frekar aukið flækjustig eru skilgreind sem sóun og bruðl. LEAN getur verið sóun og bruðl ef það er innleitt þar sem það passar ekki og skilar ekki tilætluðum árangri. En þá er oft búið að kosta miklu til og ekki síst eyða háum fjárhæðum í innleiðinguna og sóa tíma starfsmanna.

  Fylgigögn

 29. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um úttekt SWECO á umferðarljósastýringu         Mál nr. US200433

  1.  Hvað kostar skýrslan sem SWECO gerði um umferðarljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu? 2.  Hvernig var þessi aðili valinn til skýrslugerðarinnar?

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um úttekta SWECO á umferðarljósastýringu         Mál nr. US200434

  Kynntar eru niðurstöður úttektar SWECO á umferðarljósastýringum í Reykjavík. Reykjavík fær þar frekar slæma útreið og er aftarlega á merinni ef samanborin við aðrar borgir sem Reykjavík er borin saman við. Fulltrúi Flokks fólksins fýsir að vita hvernig það kom til að Reykjavík er þátttakandi í þessari úttekt og hvað er verið að greiða fyrir að vera aðili að þessari úttekt?  Hvaða fyrirtæki er þetta SWECO og hver eru tengsl þess við skipulagsyfirvöld í borginni? Óskað er eftir að umhverfis- og skipulagssvið finni út hver kostnaður er ef hann liggur ekki fyrir nú. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um að breyta bílastæðum fyrir stóra bíla 
  fyrir hleðslustöðvar         Mál nr. US200436

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðað verði hvort ekki er hægt að breyta bílastæðum fyrir stóra bíla, sem ekki fá að nota þau lengur samkvæmt hverfisskipulagi Breiðholts,  í hleðslustæði ? Nú ríður á að liðka fyrir orkuskiptum og skipulagsyfirvöld geta beitt sér mun meira og betur í að komið verði hratt upp hleðslustöðum bæði fyrir rafmagn og metan.

  Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Þegar er vinna á vegum Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna við uppsetningu rafhleðslustöðva í borginni og stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva á lóðum húsfélaga. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu um að breyta mætti bílastæðum fyrir stóra bíla fyrir hleðslustöðvar. Tillagan er felld með þeim rökum að vinna sé í gangi á vegum Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna við uppsetningu rafhleðslustöðva í borginni og stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva á lóðum húsfélaga. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að sums staðar er verið að leggja af bílastæði fyrir stóra bíla. Við það gefst tækifæri á að fjölga hleðslustöðvum með ódýrum hætti og hvetja einnig til orkuskipta. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að Orkuveita Reykjavíkur og Veitur gætu vel nýtt sér þegar góðar hugmyndir koma fram og í stað þess að fella þessa tillögu hefði verið nær að senda hana  til  Veitna og OR til skoðunar.

 32. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um að nota frárennsli húsa í meiri mæli til að hita almennar gangstéttir         Mál nr. US200437

  Flokkur fólksins leggur til frárennsli frá húsum verði í meira mæli nýtt til að hita almennar gangstéttir. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar  beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring.  Þar sem ekki tekst að hita gangstéttir þarf að sinna snjómokstri og salta þegar hálka myndast.  Saltkassar eiga einnig að vera aðgengilegir við göngustíga.

  Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Aðstæður eru misjafnar og vatn er  víða notað til upphitunar stétta á einkalóðum og í borgarlandi en betri orkunýting húsa hefur takmarkað þann möguleika að nota frárennslisvatn þar sem það er ekki jafnheitt og áður.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks minna á tillögu sína um upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík. Tillagan var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2019 en var vísað til umsagnar sviðsins. Umsögn hefur ekki enn borist og tillagan því ekki hlotið afgreiðslu. Fulltrúarnir undirstrika mikilvægi þess að málið komi til afgreiðslu málsins við fyrsta tækifæri, enda nær 22 mánuðir liðnir frá því málið var fyrst lagt fram í ráðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að nota ætti  frárennsli húsa í meiri mæli til að hita almennar gangstéttir. Tillaga er felld   og segir að aðstæður séu misjafnar. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að sóun er að láta afrennslisvatn renna í skólpkerfin frekar en nýta það í að hita upp gangstéttir í nærumhverfinu.

 33. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að innleiða bifreiðastæðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla         Mál nr. US200458

  Lagt er til að Reykjavíkurborg ræði við Landspítala að notast við  bifreiðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla.  Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni í miðbænum og í kringum háskóla. Framrúðuskífa hentar sérlega vel fyrir borgir af þessari stærðargráðu. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja. Leyfilegur tími verður tilgreindur á skiltum. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, er lagt á stöðugjald. Bifreiðaklukkur henta sér vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma. Easy park appið hefur reynst mörgum þyrnir í augum. Greitt er bæði til  Bílastæðasjóðs og EasyPark, en  EasyPark leggur á aukaþóknun fyrir hverja notkun. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vond tíðindi og veltir fyrir sér hvort bílaeigendur sem leggja bíl sínum séu meðvitaðir um að þeir eru að greiða gjöld til beggja aðila? Flokkur fólksins mælir með bifreiðastæðaklukkum á sem flestum stöðum þar sem það er hægt.

  Frestað.

 34. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200459

  Hvað hafa göturnar í Reykjavík verið þrifnar/þvegnar oft á árinu 2020 tæmandi talið eftir hverfum?

  Frestað.

 35. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200460

  Samræmist nýr vegur sem verið er að leggja í Öskjuhlíð deiliskipulagi?

  Frestað

 36. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200461

  Leggja.is er hætt starfsemi. Við tók fyrirtækið Easy Park öllum að óvörum. 1. Hverjir eru eigendur Easy Park? 2. Hvert er mánaðargjaldið/áskriftin hjá Easy Park svo notendur bílastæða geti þegið þjónustuna sem fyrirtækið veitir og borginni er skylt að uppfylla til að hafa greiðan aðgang að bílastæðum í miðborginni? 3. Er það eðlilegt að bílastæðasjóður framselji gæði - í þessu tilfelli bílastæði í miðbænum til einkaaðila án útboðs eða verðkönnunar? 4. Á hvaða lagagrunni byggir þessi ákvörðun með framsal bílastæða til einkaaðila?

  Frestað.

  -    Kl. 12:41 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

Fundi slitið klukkan 12:58

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir