Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 87

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 10:04, var haldinn 87. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Vogabyggð svæði 2 (Kuggavogur 26), breyting á skilmálum deiliskipulags vegna lóðar 2-9-2     (01.45)    Mál nr. SN200631
    120944-2669 Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík
    520220-3210 Vogabyggð ehf., Pósthólf 8787, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 9. október 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Vogabyggð svæði 2 vegna lóðar 2-9-2, Kuggavogur 26. Í breytingunni felst aukning á heildarbyggingarmagni lóðar um 100 m2, samkvæmt tillögu Kristins Ragnarssonar arkit. ehf. dags. 9. október 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Mýrargata 21 og 23, breyting á deiliskipulagi     (01.116)    Mál nr. SN190436
    010562-3419 Einar Ólafsson, Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
    670901-2110 Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins, Öldugötu 44, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ólafssonar, dags. 18. júlí 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17. metrum niður í 15 metra og umfang kirkjunnar minnkar, samkvæmt deiliskipulags-, skuggavarps- og skýringaruppdr. Arkiteo ehf. dags. 18. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Íbúaráð Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020 og Guðmundur Pálsson dags. 1. september 2020. Einnig er lagt bréf Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi dags. 31. ágúst 2020 og minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 16. september 2020 og bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 29. september 2020 vegna athugasemda fulltrúa Pírata um tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. október 2020.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða Mýrargata 21 og 23, breyting á deiliskipulagi sem m.a. felst í því að minnka umfang og hæð kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Fulltrúi Flokks fólksins  þykir sem málið sé einfaldlega kannski ekki fullunnið. Turnunum kirkjunnar fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 í 18 metra.  Kirkjan er ekki sátt við skipulagið eftir að lagt er til að kirkjan verði minnkuð verulega og margir aðrir eru einnig ósáttir, sbr. innsendar athugasemdir. Málið hefur verið í vinnslu frá 2008 og enn virðist ekki lending í sjónmáli þótt takist hafi vissulega að sætta einhver sjónarmið. 

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Blesugróf 30 og 32, breyting á deiliskipulagi     (01.885.3)    Mál nr. SN200595

    Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1087 frá 20. október 2020 og nr. 1088 frá 27. október 2020.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  5. Urðarbrunnur 16, kæra 100/2020, umsögn, úrskurður     (05.056.2)    Mál nr. SN200653
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. október 2020 ásamt kæru dags. 13. október 2020 þar sem kærð er neikvæð afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2020 um byggingu tvíbýlishúss á tveimur hæðum á lóð nr. 16 við Urðarbrunn. Einnig er lagður fram tölvupóstur/umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. október 2020 þar sem krafist að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem ekki hefur verið tekin nein lokaákvörðun í málinu, en kært er svar við fyrirspurn kæranda til skipulagsfulltrúa. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. október 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  6. Fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar, varðandi heildarmagn skrifstofuhúsnæðis í 101, umsögn - USK2020090052         Mál nr. US200313

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 23. október 2020.

    Fylgigögn

  7. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um greiningavinnu vegna aukningar á skrifstofuhúsnæði í miðborg, umsögn - R20090083         Mál nr. SN200587
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 23. október 2020.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að skipan starfshóps í samræmi við umsögn sviðsins.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að tillagan hafi fengið jákvæða afgreiðslu. Mikilvægt er að greiningarvinnan verði unnin fljótt og örugglega. Á næstu árum má gera ráð fyrir að í miðborginni verði talsvert af tómu verslunar- og skrifstofurými. Þetta er varhugaverð þróun og mikilvægt að bregðast fljótt við. Við þurfum sveigjanlegra kerfi og breyttar reglur um notkun húsnæðis í miðborg.

    Fylgigögn

  8. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um ljósleiðara á Esjumelum og Hólmsheiði, umsögn         Mál nr. US200375

    Lögð fram umsögn Gagnaveitu Reykjavíkur, dags. 29. október 2020.

    Fylgigögn

  9. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, um framkvæmdir í Esjuhlíðum, umsögn - USK2020100063         Mál nr. US200368

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. október 2020.

    Fylgigögn

  10. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200407

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaða mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig það mál standi?  Íbúar hafa verið að reyna að ná til skipulagsyfirvalda/sviðs til að fá þessar upplýsingar en ekki haft erindi sem erfiði. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins skilur þá er talsverður hávaði í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut og Stekkjarbakka. Eftir því sem næst er komist átti þetta verkefni að vera í forgangi. Spurt er um stöðu verkefnisins og samhliða hvetur fulltrúi Flokks fólksins skrifstofu umhverfis- og skipulagsmála, skipulags- og samgöngustjóra að fara yfir póstinn sinn og svara fyrirspurnum og erindum frá borgarbúum sem kunna að hafa gleymst. Því betri viðbrögð og svör sem borgarbúar  fá við fyrirspurnum  því sjaldnar er þörf á að leita til borgarfulltrúa eftir hjálp við að fá svör. Það eru jú embættismennirnir og starfsfólkið sem hafa svörin en ekki borgarfulltrúar minnihlutans. Minnt er einnig í þessu sambandi á tillögu Flokks fólksins um að bæta  vinnubrögð almennt séð við svörun erinda frá borgarbúum

    Frestað.

  11. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200408

    Flokkur fólksins leggur til að skipulagssvið borgarinnar útfæri leiðir/ umgengnisreglur í samráði við rafskutlaleigur til að fá leigjendur til að ganga frá hjólum þar sem þau skapa ekki  hættu. Hjólunum er stundum  illa lagt, t. d.  á miðja gangstétt þannig að fatlaður einstaklingur í hjólastól eða sjónskertur vegfarandi ýmist kemst ekki fram hjá eða gengur á hjólið. Fólk með barnakerrur lendir einnig í vandræðum með að komast ferðar sinnar. Um 1.100 rafskutlur standa borgarbúum til leigu frá fjórum fyrirtækjum. Fjölga á skutlunum enn meir.  Sá ferðamáti sem hér um ræðir hefur rutt sér til rúms í borginni á stuttum tíma. Þetta er góður ferðamáti en enn vantar augljóslega reglur um umgengni.  Fylgja þarf lögum í þessu sambandi. Í lögum er skýrt tekið fram að ekki má skilja við hjól þar sem það getur valdið hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra í umferðinni. Skýrir rammar þurfa  að liggja að baki þessum samgöngutækjum sem öðrum. Hætta er á slysum ef ekkert er að gert og fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagssvið til að bíða ekki eftir þeim áður en tekið er til hendinni við að leysa þetta vandamál.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 10:49

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir