Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 83

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 7. október kl. 09:05, var haldinn 83. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstödd var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. 
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 25. september og 2. október 2020.

    Fylgigögn

  2. Tryggvagata, samskiptahópur USK og Veitna vegna framkvæmda, kynning         Mál nr. US200331

    Ákveðið var að USK og Veitur vinni saman í teymum að öllum viðamiklum framkvæmdum í miðborginni. Samskiptahópur þeirra kynnir samstarfið vegna framkvæmda við Tryggvagötu. Hvað var gert, hvernig gekk og hvað er framundan? 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Frábært er að fylgjast með hve vel hefur tekist til við framkvæmdir við Tryggvagötu. Bylting hefur átt sér stað í verklagi við umbreytingu svæða í miðborginni. Fulltrúar meirihlutans fagna því hve samstarf við hagsmunaaðila hefur gengið vel og undirstrika mikilvægi þess að þetta góða verklag haldi áfram.

    Gunnar Hersveinn Sigursteinsson verkefnastjóri og Inga Lind Valsdóttir og Ólöf Snæhólm Baldursdóttir frá Veitum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190323

    Lögð fram drög að tillögum umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2020 að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem fela m.a. í sér endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og framlengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Einnig eru lögð fram drög að nýjum viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2020 dags. í september 2020 og umhverfisskýrsla VSÓ-ráðgjafar dags. í september 2020. 

    Kynnt.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með uppfærðu skipulagi er verið að móta sýn til ársins ársins 2040. Borgarlína er fest í sessi ásamt lykilstöðvum hennar. Ábyrgðarhlutverk borgarinnar í loftslagsmálum er mikið og með breytingu á aðalskipulagi eru stór skref stigin í átt að sjálfbærni, kolefnishlutleysi og bættum lífsgæðum fyrir borgarbúa. Stutt er við markmið Parísarsáttmálans. Reykjavík verður áfram í forystu þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu og stefnt er að uppbyggingu um 1000 íbúða á ári. Nýir og spennandi uppbyggingarreitir eru settir fram sem mikilvægt er að fylgt verði eftir. Sett eru viðmið um gæði íbúðarbyggðar og almenningsrýma en jafnframt stigin skref í átt til einföldunar ferla og meiri sveigjanleika. Þá er stefna um íbúðarbyggð samtvinnuð húsnæðisstefnu sem hefur það að markmiði að tryggja fjölbreytta byggð fyrir alla.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í drögum að tillögu um breytingar á Aðalskipulagi „Nýr viðauki“ skortir á að nægt framboð af hagstæðu byggingarlandi sé tryggt. Uppsafnaður skortur á íbúðum fer vaxandi miðað við nýjustu upplýsingar Samtaka Iðnaðarins og er nauðsynlegt að borgin bjóði upp á fjölbreytta og hagkvæma valkosti. Í því sambandi væri nærtækt að heimila uppbyggingu á Keldum innan fimm ára, eða frá 2025. Þá er jafnframt mikið tækifæri í að heimila íbúðir í Örfirisey þar sem þjónusta og verslun er þegar til staðar. Ekki er vikið að því að starfssemi olíubirgðastöðvar á að minnka um helming fyrir 2025. Þá er ekki mælt fyrir íbúðum við BSÍ reit sem þó er í hugmyndasamkeppni. Skortur á hagstæðu byggingarlandi mun áfram leiða til verðhækkana á húsnæði í Reykjavík og gera ungu fólki og fyrstu kaupendum erfitt fyrir að velja borgina sem búsetukost. Í tillögunni er gert ráð fyrir yfir 4.000 íbúðum á flugvallarsvæðinu, en óraunhæft er að gera ráð fyrir þeim á skipulagstímabilinu. Tillagan gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika hvað varðar notkunarheimildir atvinnuhúsnæðis. Undanfarin ár hafa sýnt hversu mikið getur breyst á stuttum tíma. Sú leið að hafa starfssemiskvóta án heimilda til sveigjanleika takmarkar notkunarmöguleika atvinnuhúsnæðis, ekki síst á jarðhæðum. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að framlengja skipulagstímabilið til 2040. Margt er jákvætt í þessum tillögum en annað ekki. Ekki er minnst á Sundabraut í tillögunum. Eins virðist það afdráttarlaus stefna að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að ekki er komin niðurstaða starfshóps um könnun á flugvallarkosti í Hvassahrauni. Gengið er mjög á græn svæði. Athyglisvert verður að sjá viðbrögð almennings og hagsmunaaðila við þessum tillögum að kynningu lokinni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að kynna stórt mál. Nokkrir punktar standa upp úr svona í fyrstu atrennu. Bílastæðum á að fækka og eru nokkrar áhyggjur af því. Bílum mun fjölga án efa en vonandi aðeins raf- og metanbílum. Aðgengi á vissa staði borgarinnar er erfitt og má nefna miðborgina. Þrátt fyrir þéttingu byggðar er borgin talsvert dreifð. Fólk þarf að geta komist um innan borgarinnar. Borgarlína er enn talsvert inn í framtíðinni og óvíst með almenna notkun hennar jafnvel þótt byggt sé þétt í kringum hana. Hvað varðar mannfjöldaspá hefur Hagstofan tekið inn nýja spá til ársins 2068. Í fyrra reiknaði hagstofan með verulegum aðflutningi fólks umfram brottflutning fram til ársins 2023 vegna efnahagsástands en þær forsendur eru úreltar. Atvinnutækifærum á að fjölga. Það þurfa að vera atvinnutækifærum í öllum hverfum. Fram kemur að varðveita eigi græn svæði. Til stendur engu að síður til að eyðileggja eina fallegustu náttúruperlu Reykjavíkur, Vatnsendahvarfið með lagningu Arnarnesvegar sem skera mun hæðina. Þetta stríðir gegn einu af leiðarljósum sem kynnt eru „að ekki verði gengið á svæði sem hafa hátt náttúru- og eða útivistargildi“. Hægt er að fara aðrar leiðir og hafa þær verið lagðar fram. Vel má tengja Arnarnesveginn inn á Tónahvarf og gera hringtorg við Breiðholtsbrautina/Vatnsendahvarf.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, deiliskipulag         Mál nr. SN200207

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á þremur lóðum, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 25. júní 2020. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 196 frá 2019. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Anna Guðmundsdóttir dags. 20. ágúst 2020, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Jón Atli Árnason og Jóhann Friðriksson dags. 28. ágúst 2020, Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Á. Þráinsson, Halldór Árnason, Anna Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Árni Halldórsson, Marta María Halldórsdóttir og Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir dags. 30. ágúst 2020, Eyvindur Árni Sigurðarson dags. 30. ágúst 2020, Snjólaug Árnadóttir dags. 31. ágúst 2020, Soffía Óladóttir dags. 31. ágúst 2020, Einar Ólafsson dags. 31. ágúst 2020 og Bjarki Már Baxter hjá Málþingi lögmannsstofu f.h. sjálf síns, Einars Ólafssonar, Gunnhildar Stefánsdóttur, Arnars Vilmundarsonar og Signýjar Sifjar Sigurðardóttur dags. 31. ágúst 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. sept. 2020.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Málefni Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga hefur verið til umræðu lengi ekki síst vegna athugasemda og gagnrýni íbúa svæðisins. Kvartað hefur verið undan málsmeðferð en taka skipulagsyfirvöld ekki undir það. Andmælendur hafa tvívegis unnið mál fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. Eigendur fengu aukafrest til að skila athugasemdum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort skipulagsyfirvöld telji að vel hafi verið tekið í ábendingar og athugasemdir íbúa hverfisins og hvort þeim hafi verið mætt eins og framast er unnt? Vonandi hefur náðst meiri sátt í málinu með þeim breytingum sem gerðar verða frá upphaflegu skipulagi/tillögum.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi     (01.63)    Mál nr. SN200370

    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    510615-0690 Fasteignafélagið Eyjólfur ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

    Lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020, ásamt bréfi dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargötu (lóð A). Í breytingunni felst að sunnan við hús er komið fyrir bílarampa niður í bílakjallara. Í bílakjallara undir nýbyggingu er gert ráð fyrir 73 bílastæðum sem eingöngu eru hugsuð fyrir rafbíla. Samtals er fjöldi bílastæða í bílageymslu neðanjarðar 100 talsins, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020, breytt 2. október. Einnig er lagt fram skýringarhefti ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júní 2020 til og með 24. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Magnús Orri Einarsson f.h. Félagsstofnun Stúdenta/Stúdentagarða dags. 24. júní 2020 og 14. júlí 2020 og samþykki Félagsstofnunar Stúdenta dags. 16. september 2020. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020 sbr. a-liður 

    1. gr. viðauka 1.1. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Nýlendugata 34, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.130.2)    Mál nr. SN200599

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýlendureits, með síðari breytingum, vegna lóðar nr. 34 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að ekki er gerð krafa um að bílastæði fylgi íbúðum hússins, samkvæmt tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. 24. september 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1084 frá 22. september 2020 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1085 frá 29. september 2020.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  8. Göngugötur - viðhorf Reykvíkinga 2020, kynning         Mál nr. US200361

    Lögð fram skýrsla, dags. í september 2020 og kynntar niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Reykjavíkurborg um viðhorf Reykvíkinga til göngugatna miðborgarinnar.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarbúa eru ánægðir með göngugötur. Nú eru 67% jákvæð í garð göngugatna en einungis 16% neikvæð. Jákvæðir eru mun fleiri en neikvæðir í öllum hverfum, og í öllum aldurs-, menntunar- og tekjuhópum. Ferðum á göngugötusvæði hefur sömuleiðis fjölgað stöðugt á árunum 2017-2020. Reykvíkingar vilja göngugötur - og meirihluti borgarstjórnar vill gera þær að veruleika.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miðbærinn stendur tómur. Það er staðreynd. Skoðanakönnun breytir engu um ástandið. Rótgróin fyrirtæki, kaupmenn og veitingamenn hafa lagt á flótta í önnur hverfi. Ekkert hefur verið hlustað á áhyggjur þeirra. Þessi skoðanakönnun sýnir allt aðra niðurstöðu en raunveruleikinn er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Viðhorfið sem birtist í könnuninni endurspeglar greinilega ekki viðhorf fólks sem er miður því maður vill gjarnan geta stuðst við kannanir að einhverju leyti. Kynningin gefur þá mynd að allir séu í raun húrrandi glaðir yfir ástandinu í bænum. Ef fulltrúi Flokks fólksins væri spurður hvað honum þætti almennt um göngugötur væri svarið að þær væru frábærar þar sem þær ættu við og þjónuðu sínum tilgangi. Ef horft er til göngugatna í miðbænum sem leiddu til lokunar umferðar hafa margir stigið fram og lýst óánægju sinni. Ekki síst hagaðilar sem hættu að fá til sín kúnna í sama mæli og áður. Fólk sem kom á svæðið er hætt að koma. Það vita það allir sem vilja hvernig komið er fyrir Laugavegi. Nú nýlega steig eigandi Máls og menningar fram og sagði að reksturinn hefði verið orðinn erfiður fyrir COVID. Sölutölurnar ljúga ekki og fylgja sölutölurnar lokunum gatna. Fólk sem ekki býr í nágrenninu kemur eðlilega minna þegar engar verslanir eru lengur á staðnum og aðgengi erfitt. Fulltrúi Flokks fólksins verður bara að vera heiðarlegur í þessu sambandi og segja að þessi könnun, niðurstöður hennar eru í ljósi alls þessa ekki trúverðugar eða í það minnsta gefur kynningin ranga mynd. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Áheyrnarfulltrúar í skipulags- og samgönguráði gagnrýna skoðanakönnun fyrir að stemma ekki við þeirra eigin upplifun af veruleikanum. Það breytir ekki niðurstöðum könnunarinnar sem er unnin á faglegan hátt og með viðurkenndum aðferðum.

    Þóra Ásgeirsdóttir frá Maskínu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, megináherslur vinnu, kynning

             Mál nr. US200343

    Kynntar megináherslur vinnu við tillögu að Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynnt er hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á að ef nota á hjól sem samgöngutæki þarf að leggja stíga eftir hæðarlínum eins og hægt er

    Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Göngu- og hjólastígur við Háuhlíð, kynning         Mál nr. US200346

    Kynning á göngu- og hjólastíg við Háuhlíð.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Framkvæmdir við Háuhlíð vegna göngu- og hjólastíg voru ekki gerðar í samráði við íbúa. Þvert á móti komu framkvæmdirnar íbúum verulega á óvart. Þá eru náttúruminjar frá ísöld á svæðinu og þarf að gæta mun betur að framkvæmdum en gert var í þessu máli. 

    -    Kl. 12:52 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

  11. Ný gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Reykjavík, tillaga         Mál nr. US200348

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Samgöngustjóri leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki með tilvísun í 4. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 eftirfarandi: Aukastöðugjald vegna brota á reglum um notkun stöðureita, sbr. 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. f-lið 1. mgr. 109. gr. sömu laga, skal vera 4.500 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðvunarbrota, sbr. a-e lið 1. mgr. 109. gr. umferðar-laga nr. 77/2019, að undanskildum a-lið 2. mgr. 29. gr. sömu laga, sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. sömu laga, skal vera 10.000 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Stöðvunarbrotagjald vegna a-liðar 2. mgr. 29. gr. laganna, sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 (bílastæði fatlaðra) skal vera 20.000 kr. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Frestur til að andmæla stöðvunarbrotagjöldum er 28 dagar frá dagsetningu álagningar. Séu gjöldin greidd innan 14 daga frá álagningu gilda ofangreindar fjárhæðir, en hækka eftir það um 50%, sbr. 5. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Sé gjald enn ógreitt þegar 28 dagar eru liðnir frá álagningu, hækkar það um 100% frá upphaflegu gjaldi, án tillits til staðgreiðsluafsláttar og undangenginnar 50% hækkunar eftir 14 daga, sbr. 6. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Samþykkt með vísan til 4. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Reykjavík. Hækka á sektir umtalsvert. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að vel mætti skoða að gefa ríflegri afslætti ef sektin er greidd t.d. innan sólarhrings. Þá mætti lækka sektina um helming. Með því er verið að hvetja þá sem fá sekt að ganga strax í málið og greiða hana. Sjálfsagt er að gefa þeim sem brjóta umferðarlög kost á að lækka upphæð sektarinnar með þessum hætti.

    Fulltrúar Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Rangt er að verið sé að hækka sektir.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  12. Naustabryggja 31-33, kæra 15/2020, umsögn, úrskurður     (04.023.2)    Mál nr. SN200136

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 21. febrúar 2020 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs um að hafna kröfu húsfélags að Naustabryggju 31-33 um aðkomu að Naustabryggju 31-33 og bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. janúar 2020 um að hafna kröfu um að Reykjavíkurborg tryggi án tafar aðgengi fyrir hreyfihamlaða að aðalinngangi Naustabryggju 31 og 33, Reykjavík.

  13. Laugavegur 132, kæra 32/2020, umsögn, úrskurður     (01.241.0)    Mál nr. SN200269

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags 5. maí 2020 ásamt kæru dags. 4. maí 2020 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2020 um byggingu kvista að Laugavegi 132. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. júní 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. september 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavíkur frá 7. apríl 2020 um að synja byggingarleyfisumsókn um byggingu kvista og svala á húsið að Laugavegi 132.

  14. Grensásvegur 1, kæra 60/2020, umsögn, úrskurður     (01.460.0)    Mál nr. SN200454

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2020 ásamt kæru dags. 13. júlí 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir byggingu 5 hæða fjölbýlishúss, hús A, með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum, geymslu- og bílakjallara, það fyrsta af fjórum nýbyggingum á lóð nr. 1 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. júlí 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. september 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars 2020 um breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar Grensásvegur 1.

    Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. júní 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir fimm hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum og geymslu- og bílakjallara á lóðinni nr. 1 við Grensásveg.

  15. Grensásvegur 1, kæra 40/2020, umsögn, úrskurður     (01.460.0)    Mál nr. SN200330

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2020 ásamt kæru dags. 26. maí 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 12. mars 2020 á breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. september 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars 2020 um breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar Grensásvegur 1.

    Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. júní 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir fimm hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum og geymslu- og bílakjallara á lóðinni nr. 1 við Grensásveg.

  16. Búland 1-31 2-40, kæra 82/2019, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN190508

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 21. ágúst 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2019 þess efnis að framkvæmdir á lóðinni Búland 36, Búland 1-31 og 2-40, falli undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í e. lið greinar 2.3.5 og því muni byggingarfulltrúi ekki aðhafast frekar í málinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. september 2019 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars 2020. Úrskurðarorð: Fell er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. júlí 2019 að aðhafast ekki vegna framkvæmda á baklóð við Búaland 36. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. júlí 2020 ásamt endurupptökubeiðni dags. 25. júní 2020 sem varðar framkvæmdir við Búland 38. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. júlí 2020 og afstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna endurupptökubeiðni á kærumáli dags. 30. september 2020.

  17. Gufunes, áfangi 1, kæra 79/2020, umsögn, bráðabirgðaúrskurður     (02.2)    Mál nr. SN200559

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. september 2020 ásamt kæru dags. 3. september 2020 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis vegna Gatnagerðar í Gufunesi, áfanga 1. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. september 2020. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður frá 30. september 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða framkvæmdaleyfi. 

  18. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um vegg við Miklubraut, umsögn -US200051, USK2018110058         Mál nr. US180329

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Fylgigögn

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins borgarráðs, átak til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Úlfársárdal, umsögn - USK2019100028         Mál nr. US190382

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Unnið er að merkingu og lýsingu gangbrauta í Úlfarsárdal, í samræmi við áður samþykktar framkvæmdir og ákvarðanir skipulags- og samgönguráðs. Tillögunni er því vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að átak yrði gert í Úlfarsárdal til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Skrifstofa samgöngustjóra vill að tillögunni sé vísað frá og því er hlýtt. Minnt er á að málið var á dagskrá íbúaráðs Úlfarsárdals fyrir skemmstu en þar var bókað að nokkuð sé ábótavant við merkingar og einnig við umferðaskipulag svo sem hringtorg í Grafarholti og Úlfarsárdal. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að vinna að merkingu og lýsingu gangbrauta í Úlfarsárdal. Miklar tafir hafa greinilega verið á verki sem búið var að lofa fyrir ákveðinn tíma og svar samgöngustjóra ber það með sér, en þakka ber að nú virðist eiga að taka við sér og ganga til verka. Sagt er í svarinu að veghaldarinn ákveði hvar gangbrautir yfir vegi eigi að liggja en ekki íbúar og að gagnbrautir séu bara gangbrautir ef veghaldari segir svo, annars er það gönguþverun. Og ef það er gönguþverun þarf ekki að vera skilti?! Hér er gott tilefni til að hafa samráð við íbúa sem vilja kannski hafa eitthvað að segja hvar gangbraut eigi að vera. 

    Fylgigögn

  20. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um vegabætur í Heiðmörk, umsögn - USK2020020095         Mál nr. US200063

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Heiðmerkursvæðið og lega vega kemur ekki fram í gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Samkvæmt vegalögum skulu vegir vera lagðir í samræmi við staðfestar skipulagsáætlanir og því er hvorki hægt að hefja veglagningu né hefja undirbúning á veglagningu fyrr en að deiliskipulagsvinnu fyrir Rauðhóla lýkur. Ekki er liggur fyrir hvenær það verður. Tillagan er því felld.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Engin rök eru með því að fella þessa tillögu um bætt aðgengi á grundvelli þess að ekki sé búið að ljúka skipulagsvinnu, eða marka vegi á uppdráttum borgarinnar. Þvert á móti ætti samþykkt tillögunnar að ýta við því að þessari skipulagsvinnu sé lokið og fyrir liggi skýr vilji til að bæta aðgengi almennings að Heiðmörk.

    Fylgigögn

  21. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna mistaka í útboðsmálum vegna Fossvogsbrúar, umsögn - USK2020080093         Mál nr. US200255

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Fylgigögn

  22. Framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stæði og sleppistæði við leik- og grunnskóla, umsögn - USK2020090015         Mál nr. US200281

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svörum við fyrirspurnum og framhaldsfyrirspurn Flokks fólksins um stæði og sleppistæði við leik- og grunnskóla liggur fyrir að verið er hægt og bítandi að fækka stæðum sem foreldrar nota þegar þau fara með börn sín í leik- og grunnskóla. Segir í svari að reglum sé fylgt. Auðvitað er reglum fylgt. Um er að ræða reglur sem skipulagsyfirvöld setja einhliða og án nokkurs samráðs við þá sem fylgja á reglunum. Til að gera fólki enn erfiðara fyrir er sett á gjaldskylda á nánast öll stæði sem skipulagsyfirvöld vita að fólk þarf nauðsynlega að nota. Í svari segir að ekki sé hægt að útiloka að gjaldskylda verði nærri leikskólum og grunnskólum. Það er upplifun fulltrúa Flokks fólksins að þessi meirihluti skipulagsmála borgarinnar vilji setja eins háan verðmiða á nauðsynlegar þarfir fólks og þau mögulega komast upp með. Þetta hefur sést víðar og áður. Alls staðar þar sem er álag eða aukið álag er rukkað og rukkað meira, þá er gjaldskyldum bílastæðum fjölgað og gjaldið hækkað.

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um vistgötur, umsögn - USK2020090016         Mál nr. US200282

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vistgötur eru stórfínar ef fólkið við götuna er sammála breytingunni. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins skilur fyrirkomulagið þá er þetta alfarið ákvörðun örfárra sem starfa á skipulagssviði. Afar erfitt er að sjá að einhver öryggissjónarmið liggja að baki alla vega í sumum tilfella þar sem breytt er yfir í vistgötu. Það er mjög auðvelt að útskýra alla mögulega hluti út frá öryggissjónarmiði og nota skipulagsyfirvöld það óspart. Vel kann að vera að mikil sátt ríki um Norðurstíginn og þar hafi öryggissjónarmið legið sterklega til grundvallar. Samkvæmt svari þá er fyrirkomulagið þannig að ef breyta á götu í vistgötu er íbúum einungis send tilkynning um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þeim er aldrei boðið upp á neitt samtal hvað þá samráð eða er yfir höfuð eitthvað hlustað á sjónarmið íbúanna? Ef marka má svarið þá er það bara tilkynningarformið sem gildir, að svona skuli þetta vera.

    Fylgigögn

  24. Tillaga fulltrúa Flokks fólksins, um notkun hraðavaraskilta, umsögn - USK2020090051         Mál nr. US200315

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg metur nú þegar hvers konar hraðatakmarkandi aðgerðir henta á hverjum stað og eru hraðavaraskilti ein af þeim aðgerðum. Tillögunni er því vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að skoðað verði hvar hentar betur blikkljós og radarskilti sem mæla hraða og vara við ef hraði er mikill í stað hraðahindrunar. Tillögunni er vísað frá. Í svari er vísað í skýrslu frá 2006 sem er úrelt enda þessi tækni þá ekki komin að neinu marki. Í svari kemur fram að minnst sé tekið mark á blikkljósum. Reyndar eru ekki mörg blikkljós og radarskilti í Reykjavík og ekki vitað um að könnun hafi verið gerð á hversu mikið er tekið mark á þeim. Notkun þeirra hefur aukist mjög í löndunum í kringum okkur frá 2006 með góðum árangri, ásamt því að nágranasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þessa tækni í notkun. Ef valið er frekar hraðahindranir en leiðbeinandi hraðahindranaskilti þá þarf að koma á betra skipulagi. Setja þarf upp staðla fyrir hindranir. Uppsetning hraðahindrana er tilviljanakennd. Þegar ekið er eftir 50 km götu þá getur hún verið krappari heldur en á 30 km götu. Hafa ber í huga það tjón sem rangar og ómarkvissar hraðahindranir í götum hafa á ökutæki, þar sem hönnun bíla hefur breyst mjög á undanförnum árum. Þá er tjón á vögnum Strætó, snjóruðningstækjum og öðrum þjónustubílum borgarinnar verulegt vegna þessa eins og fram hefur komið. 

    Fylgigögn

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um væntanlega legu Sundabrautar, umsögn - USK2020090050         Mál nr. US200314

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um væntanlega legu Sundabrautar. Í umsögn kemur fram að það er ekkert að frétta. Engar ákvarðanir liggja fyrir enn um hvar Sundabraut mun liggja. Áréttað er að það skiptir miklu máli fyrir aðrar framkvæmdir að legan verði þekkt sem fyrst.

    Fylgigögn

  26. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3     (04.14)    Mál nr. SN200386

    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík

    580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. september 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarlæks, Stekkjamóa og Djúpadals.

    Fylgigögn

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um verklagsreglur vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar         Mál nr. US200150

    Skipulags- og samgönguráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að móta verklagsreglur vegna framkvæmda á vegum borgarinnar, sem eiga sér stað nærri verslun og þjónustu. Reglurnar tryggi aukið upplýsingaflæði og opið samtal milli borgar og rekstraraðila. Reglurnar tryggi að rekstraraðilum í nánasta umhverfi framkvæmdasvæðis hverju sinni, verði gert viðvart um fyrirhugaðar framkvæmdir með 12 mánaða fyrirvara. Komi framkvæmdaþörf upp skyndilega, t.d. vegna óvænts viðhalds, verði rekstraraðilum gert viðvart eins fljótt og auðið er. Jafnframt verði hlýtt á sjónarmið rekstraraðila um nánari útfærslur vegna framkvæmda, t.d. hvernig sé best að tryggja órofið aðgengi að verslun og þjónustu yfir framkvæmdatíma. Þegar verklagsreglurnar hafa verið mótaðar komi þær til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs. 

    Frestað.

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,          Mál nr. US200365

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um greiðslur sem skipulags- og samgöngusvið hefur greitt sjálfsstætt starfandi arkitekta-/verkfræðistofum svo og einyrkjum s.l. 2 ár? Hversu margir arkitektar starfa hjá skipulags- og samgöngusviði? Ef einhverjir, er ekki hægt að nota sérfræðiþekkingu þeirra, sem arkitekta til að sinna einhverjum af þeim verkefnum sem skipulags- og samgöngusvið kaupir af sjálfstætt starfandi verkfræðistofum svo sem ráðgjöf, teikningar, utanumhald, hönnunarsamkeppni og hönnun bygginga?

    Frestað.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,          Mál nr. US200366

    Fyrirhugað er að leggja Arnarnesveg og skal hann liggja þvert yfir Vatnsendahvarfið og kljúfa Vatnsendahæðina í tvennt. Þetta mun leiða til stórfelldrar eyðileggingar á náttúru og fallegs útsýnisstaðar þar sem byggja á Vetrargarð? Hvernig samræmist það grænum sjónarmiðum skipulagsyfirvalda að ætla að sprengja fyrir hraðbraut ofan í fyrirhugaðan Vetrargarð þvert yfir grænt svæði með fjölbreyttri náttúru?

    Frestað.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200367

    Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja hvernig gengur með lagfæringar á samgöngum í Norðanverðum Grafarvogi í tengslum við flutning skólahalds. Foreldrum var lofað þegar Korpuskóla var lokað að öryggi barna þeirra yrði að fullu tryggt. Það loforð hefur ekki verið efnt. Enn er vandamál með aðstæður við biðstöðina við Brúnastaði. Þarna er stærsti hópurinn á hverjum degi að bíða í einum hnapp. Börn á aldrinum 6-10 ára. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á þetta enn og aftur og það áður en að slys verður. Eftir því sem upplýsingar berast er ekki verið að hægja á umferð á þessum stað, fyrir utan hvað skýlið stendur nærri götunni. Umferðin og hraðinn þarna er stórhættulegur og vekur furðu að ekki sé búið að ganga í betrumbætur.

    Frestað.

  31. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,          Mál nr. US200368

    1. Hvaða framkvæmdir eru í Esjuhlíðum? 2. Er framkvæmdaleyfi fyrir þessum umfangsmiklu framkvæmdum?

    Frestað.

  32. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200370

    Þann 3. september var lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. ágúst 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um gögn vegna kaupa Reykjavíkurborgar á Varmadal, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. júlí 2020. Það svar var á engan hátt fullnægjandi og fyrirspurninni var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til svars. Óskað er eftir öllum glærum, öðru kynningarefni, fundargerðum og önnur skrifleg gögn sem til eru í málinu. Fyrirspurn þessi er hér með ítrekuð og óskað eftir svari sem fyrst.

    Frestað.

    -    Kl. 13:03 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.

    -    Kl. 13:07 víkur Ragna Sigurðardóttir af fundi.

    -    Kl. 13:09 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundi.

    -    Kl. 13:15 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.

Fundi slitið klukkan 13:21

Pawel Bartoszek Hildur Björnsdóttir