Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 77

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 1. júlí kl. 09:13, var haldinn 77. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Geir Finnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ólöf Örvarsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Jóhanna Guðjónsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

  1. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200177

    Nýlega hafa götur verið endurnýjaðar og þörf er víða á slíkum framkvæmdum. Áætlanir hafa oft alls ekki staðist. Tímamörk hafa heldur ekki staðist og óvæntir og kostnaðarliðir bæst við.  Svo virðist að það tengist oft gömlu lagnakerfi. Flokkur fólksins vill spyrja  að hvaða marki kostnaðaráætlanir hafi staðist á þessu kjörtímabili og hvaða þættir valda mestum frávikum?

    Leiðrétt bókun frá fundi dags. 10. júní 2020: Vísað til meðferðar innkaupa- og framkvæmdaráðs. 
    Leiðrétt bókun er: Vísað til umhverfis- og skipulagssvið, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  2. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200187

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um kostnað við uppsetningu og frágang smáhýsa við Gufunesveg, meðal annars vegna lagningar hitalagna, rafmagns og veitna. Í ljósi þess að til greina kemur að staðsetning smáhýsanna sé í eða miklu návígi við vegstæði Sundabrautar, og þau gæti því þurft að fjarlægja í náinni framtíð, er einnig óskað eftir mati á ætluðum kostnaði við að fjarlægja húsin og innviði þeim tengdum.

    Leiðrétt bókun frá fundi dags. 10. júní 2020: Vísað til meðferðar Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 
    Leiðrétt bókun er: Vísað til umhverfis- og skipulagssvið, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    (A) Skipulagsmál

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 12., 19. og 26. júní 2020.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárvogur - smábátahöfn, breyting á aðalskipulagi - Strandsvæði ST9 - breyting á hafnargarði.         Mál nr. SN200326

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar Elliðaárvog, smábátahöfn. Í breytingunni felst minniháttar breyting á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins er varðar hafnargarð við smábátahöfn Snarfara við Naustavog, í Elliðaárdal. Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Hafrannsóknarstofnun dags. 5. júní 2020, Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. júní 2020, Bláskógarbyggð dags. 18. júní 2020, Veðurstofa Íslands dags. 22. júní 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 22. júní 2020, Vegagerðin dags. 24. júní 2020 og Umhverfisstofnun dags. 25. júní 2020. 
    Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í júní 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar Elliðaárvog, smábátahöfn. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að umhverfismálin verði skoðuð heildstætt og á framkvæmdatímanum verði tekið tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Umhverfisstofnunar.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurnýjun leyfa til gististaða, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200421

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar endurnýjun leyfa til gististaða - eldri leyfi í flokki I. Breytingin nær til kaflans Landnotkun og varðar fyrirvara um túlkun ákvæða um gististaði og afturvirkni settra skipulagsákvæða.

    Samþykkt óveruleg breyting á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200329

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. Í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is)). Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 4. júní 2020, Bláskógarbyggð dags. 18. júní 2020, Skipulagsstofnun dags. 22. júní 2020 og íbúaráð Grafarvogs dags. 28. júní 2020. 
    Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að þessi breyting verði ekki auglýst fyrr en umsagnir umsagnaraðila liggi fyrir. Þá skiptir máli að orðalag og heimildir séu skýrar. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að notfæra sér lagaeyðuákvæði með því að gera breytingu á aðalskipulagi í þá veru að búsetuúrræði verði heimil þar sem ekki má vera með íbúðabyggð. Samkvæmt lögum nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana í 3. mgr. 3. gr. kemur fram að ef vafi leikur á hvort skipulags- eða framkvæmdaáætlun sé háð ákvæðum laganna getur almenningur eða sá sem ber ábyrgð á áætlanagerð óskað eftir að Skipulagsstofnun taki ákvörðun um hvort áætlunin falli undir lög þessi. Skipulagsstofnun skal auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að ákvörðun liggi fyrir. Heimilt er að kæra slíkar ákvarðanir til ráðherra. Reykjavíkurborg er hér á mjög hálum ís í skipulagsvinnu sinni. Þessi heimild opnar á að leyfilegt er að drita niður smáhýsum, hjólhúsum, kúluhúsum, og fl. út um allt borgarlandið. Alþingi fer með lagasetningavaldið en ekki Reykjavíkurborg. Það er ljóst að ef gengið verið að kröfu Reykjavíkurborgar um breytingar í þessa veru verður það fordæmisgefandi fyrir öll sveitarfélög á landinu.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Umhverfismat áætlana felst í að meta áhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana á umhverfið og nýta niðurstöður matsins til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra. Aðalskipulagsbreyting þessi er í samræmi við gildandi lög og er í þágu heimilislausra einstaklinga. Því er ljóst að áheyrnarfulltrúi Miðflokks er úti á þekju með málflutning sinn. Við umhverfismetum ekki fólk.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Mikið rosalega er þessi meirihluti alltaf á lágu plani og ómálefnalegur. Í fyrri bókun minni var ég tala um lagatæknilega ágalla á framkvæmdinni og ekkert annað. Þetta er fullkominn útúrsnúningur og aldrei er hægt að mæta til leiks á málefnalegum grunni – í stað þess eru pólitískum andstæðingum gerðar upp annarlegar skoðanir. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Markmiðið er að auka möguleika á að setja niður t.d. smáhýsi fyrir heimilislausa og er í því samhengi jákvæð breyting.
    Breytingin snýst um að rýmka það svæði sem hægt er að setja upp skammtímahúsnæði. svo sem: Verslunar- og þjónustusvæða, Miðsvæða, Athafnasvæða  Hafnarsvæða Iðnaðarsvæða  Opinna svæða og Landbúnaðarsvæða  enda byggingar einkum staðsettar innan þegar skilgreinds byggingarreits eða lóðar samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi og í samráði við lóðarhafa eða landeiganda. 
    Þessi breyting ætti að skýra betur heimildir um mögulega staðsetningu þessara húsnæðislausna innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins. Nægur sveigjanleiki þarf að vera til að hægt sé að koma fyrir fjölbreyttum húsnæðisúrræðum eftir því sem þörf krefur hverju sinni.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Stefna um íbúðarbyggð, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200328

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. Breytingin tekur til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefnu um íbúðabyggð, sem sett er fram á mynd 13 í kaflanum Borgin við Sundið: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells. 
    Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklabrautar. Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss.
    Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Bláskógarbyggð dags. 18. júní 2020. 
    Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Hverfisgata 46, breyting á skilmálum deiliskipulagi     (01.172.0)    Mál nr. SN200262
    671106-0750 Þingvangur ehf., Smiðsbúð 7, 210 Garðabær

    Lögð fram umsókn Þingvangs ehf. dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðarinnar nr. 46 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að breytt er texta í 14. málsgrein í kaflanum "Sér ákvæði fyrir einstök hús" þannig að bætt er í textann að heimilt verður að vera með gistiaðstöðu á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu og atvinnustarfsemi og gistiaðstöðu á efri hæðum, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Enn á ný er verið að láta á það reyna hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur að fá undanþágur frá gildandi stefnu í skipulagi. Samkvæmt stjórnsýslulögum skal meðhöndla sambærileg mál með sambærilegum hætti. Hér er verið að reyna að sveigja af þeirri leið.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi sósíalistaflokksins leggst alfarið gegn því að heimilað verði að breyta mögulegum íbúðum í gistirými.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Sólvallagata 67,  Vesturbæjarskóli, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.138.2)    Mál nr. SN200390

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. júní 2020 að breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu 67, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að í stað flutningsheimildar á húsinu, sem stendur í suðvesturhorni lóðarinnar (áður Hringbraut 116-118), er heimilt að rífa það. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 10. júní 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í deiliskipulagi frá 2008 er kveðið á um að gömlu húsin sem standa á lóð Vesturbæjarskóla séu flutningshús og ekki gert ráð fyrir niðurrifi þeirra. Til stóð að húsin yrðu flutt á nærliggjandi lóð við Hringbraut/Meistaravelli sem hefði sómt sér vel þar sem húsin eru hluti af samvinnuhúsunum á þessu svæði sem hafa byggingarsögulegt gildi. Ekki hefur orðið af þeim flutningi eða látið á það reyna hvort einhver hafi áhuga á að fá húsin til flutnings. Mikilvægt er að það verði gert áður en ákvörðun er tekin um niðurrif hússins. Fullur skilningur er á þörf Vesturbæjarskóla fyrir meira leiksvæði við skólann og hefði því átt að vera búið að gera ráðstafanir löngu fyrr eða áður en nýbyggingarframkvæmdir við skólann hófust til að stækka leiksvæðið en til þess hafa borgaryfirvöld haft 12 ár.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Mýrargata 21 og 23, breyting á deiliskipulagi     (01.116)    Mál nr. SN190436
    010562-3419 Einar Ólafsson, Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
    670901-2110 Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins, Öldugötu 44, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Einars Ólafssonar, dags. 18. júlí 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17. metrum niður í 15 metra og umfang kirkjunnar minnkar, samkvæmt deiliskipulags-, skuggavarps- og skýringaruppdr. Arkiteo ehf. dags. 18. maí 2020. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi     (01.274.0)    Mál nr. SN200109
    600269-4889 Skóli Ísaks Jónssonar ses., Bólstaðarhlíð 20, 105 Reykjavík
    530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 12. febrúar 2020 ásamt bréfi dags. 12. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að skilgreina byggingarreit fyrir battavöll á lóð sem er 20 x 13 metrar ásamt því að hækka núverandi girðingu á auðausturhorni lóðar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. febrúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. apríl 2020 til og með 19. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hermann Jónasson dags. 17. maí 2020 og Ingibjörg Halldórsdóttir dags. 18. maí 2020. Einnig er lagður fram húsaleigusamningur milli framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgars og Skóla Ísaks Jónssonar vegna leigu á Bólstaðarhlíð 20 dags. 29. ágúst 2011.  Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.

    Synjað er að breyta deiliskipulagi með vísun til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Loksins hefur borgari sigur yfir freklegum yfirgangi óleyfisframkvæmdar. Mikið hefur gengið á í sambandi við þennan battavöll frá upphafi og mikið áreiti við nágrannana hefur átt sér stað. Mikil barátta nágrannana hefur nú skilað sér, enda með unnið mál í höndunum allan tímann. Baráttan tók samt mörg ár og það var fyrst á seinni stigum málsins að viðurkennt var að um óleyfisframkvæmd væri að ræða. Það er mjög ánægjulegt að breytingu á deiliskipulagi sé hafnað. Enda væri það mjög slæmt fordæmi að hægt væri að framkvæma og fá svo breytingu á skipulagi þegar allt er um garð gengið. Reykjavíkurborg er hvött til þess að sjá til þess að þessi battavöllur verði fjarlægður strax til að íbúar losni undan þeirri áþján sem hann hefur haft í för með sér.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að hlusta á á raddir fólks í þessu máli og ganga í það að lagfæra og minnka umfang battavallarins eða finna aðrar lausnir sem eru ásættanlegri.  Framkvæmdin var gerð í óleyfi, ekki lá fyrir heimild frá skipulagsyfirvöldum. Völlurinn er á vegum skólans en ábyrgðin engu að síður nokkuð óljós. Svona völlur er sannarlega mikilvægur og börnum til gleði en hann má ekki vera staðsettur þar sem hann veldur öðrum ólíðandi ama og truflar heimilislíf eins og lýst er í þessu máli. 

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Gufunes, breyting á deiliskipulagi fyrir reiti A1.5 og A1.6 - Gufunesvegur 34 og Þengilsbás 1     (02.2)    Mál nr. SN200299
    120768-4339 Orri Steinarsson, Holland, 
    Lögð fram umsókn Orra Steinarssonar dags. 13. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness fyrir reiti A1.5 og A1.6, Gufunesveg 34 og Þengilsbás 1. Í breytingunni felst að byggingarmagnstölur eru uppfærðar vegna villu í deilskipulagsgögnum, samkvæmt uppdr. Jvantspijker & parners dags. 19. júní 2020. Einnig er lögð fram greinargerð Ingu Lóu Guðjónsdóttur og Hilmars Páls Jóhannessonar f.h. Loftkastalands ehf. ódags.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Gufuneshöfði, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN200163
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 18. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Gufuneshöfða. Í breytingunni felst að leyfileg hæð masturs verði um 15 metrar í stað 10 metrar ásamt því að akfær aðkomuslóði verður varanlegur en ekki tímabundin, samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 18. mars 2020 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillaga var grenndarkynnt frá 27. apríl 2020 til og með 25. maí 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Gunnar Hauksson og Guðrún H. Ingimarsdóttir dags. 12. maí 2020, Jón Ágúst Guðmundsson dags. 25. maí 2020 og Jóhannes Þorkelsson dags. 25. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2020.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2020.
    Vísað til borgarráðs.

    Ágústa Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN200276
    680269-2899 Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 8. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst að gerðar eru textabreytingar í köflum 5.1, 5.3, 5.4., 5.5 og bætt við kafla 5.7 vegna útfærslu vegarins, samkvæmt uppdráttum Eflu og Landslags dags. 25. júní 2020 og uppdrættir uppfærðir til samræmis við það. Einnig er lögð fram greinargerð skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 25. júní 2020 ásamt uppfærðum uppdráttum sem eru 5 talsins.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulags og samgönguráð leggur áherslu á að við breikkun Vesturlandsvegar verði tryggt að samhliða verði farið í framkvæmdir við göngu- og hjólaleið meðfram veginum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er fram á fundi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar vegna útfærslu vegar. Í gögnum er gert ráð fyrir að göngu- og hjólaleið verði annað hvort á vegöxl hliðarvega eða að gerður verður sérstakur göngu- og hjólastígur. Það er mat Flokks fólksins að enda þótt áhersla sé á að til verði samfelld og  örugg göngu- og hjólaleið með fram Vesturlandsvegi sé öryggi gangandi og hjólandi best tryggt ef stígar eru vel til hliðar frekar en að vera á vegöxl. Aðstæður eru mismunandi en ávallt ætti að reyna til hins ítrasta að hafa stíga fyrir gangandi og hjólandi eins fjarri umferð og hægt er. Þarna ætti að gera góðan hjólastíg  án undanbragða og sá stígur ætti að liggja með hæðarlínum og þannig hallalaus. Ekki er boðlegt að segja í áætlun að: ,, Bætt er við þeim möguleika að gera sérstakan göngu- og hjólastíg, eftir því sem aðstæður leyfa, sem kæmi þá í stað göngu- og hjólaleiðar á vegöxl hliðarvega. Leitast verður við að stígarnir séu 3-3,5 metra breiðir”. Orðalag þarf að vera meira afgerandi hér að mati Flokks fólksins.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Vogabyggð svæði 1, breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN200339
    020975-5989 Þorsteinn Ingi Garðarsson, Hléskógar 14, 109 Reykjavík
    701017-0990 Gelgjutangi ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lögð fram umsókn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 29. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 vegna lóðar nr. 1.6. Í breytingunni felst m.a. að heimila aukið byggingarmagn og reisa íbúðir í þremur húshlutum ofan á bílgeymslu, fækka bílastæðum í götu, gera þemagarð á borgarlandi austast á svæðinu ásamt því að breyta lögun lóðar og götu, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 16. júní 2020. Einnig eru lagðir fram skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 26. janúar 2018 br. 16. júní 2020, minnisblað Eflu dags. 12. mars 2019 um hljóðmælingar og umboð Gelgjutanga ehf. dags. 25. maí 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi - R19070109     (34.2)    Mál nr. SN190542
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst helst að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöðina Höfða þar sem fyrirtækið hyggst starfsemi sína á Esjumela. Felldar eru niður aðrar 12 lóðir og sameinaðar í eina stóra, sett eru ákveðin skilyrði fyrir lóðina og fylgir m.a. mat á umhverfisþáttum breytingar með tillögunni. Einnig eru nokkrar lóðir sem skilgreindar voru fyrir dreifstöðvar OR felldar út og möguleiki gefinn á að stækka aðliggjandi lóðir, auk þess er gerð breyting á lóðarstærð við Silfursléttu o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 22. október 2019 síðast br. 25. mars 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. febrúar 2020 og 13. maí 2020, Andlegt þjóðarráð bahá´ía á Íslandi  dags. 12. mars 2020 og Veitur dags. 12. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2020.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2020.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í samvinnusáttmála meirihlutans kemur fram að selja eigi Malbikunarstöðina Höfða og var það stefnumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Það er hreint með ólíkindum að Reykjavíkurborg/útsvarsgreiðendur skuli þurfa að standa straum að því að byggja upp nýja malbikunarstöð þar sem hún er úrelt og ónýt. Að auki framleiðir hún mjög gallað malbik sem ekki stenst gæðakröfur. Allir vita hvernig fór með uppbyggingu á GAJA verksmiðjunni sem ráðist var í að byggja og fór það verk langt, langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum. Þá sagði meirihlutinn – við erum að byggja svona stöð í fyrsta sinn og kunnum ekki til verka, út af því fór kostnaðurinn úr böndunum. Þvílík rök!!! Meirihlutinn hefur heldur ekki byggt malbikunarstöð áður – við vitum hvernig þetta fer. Mosfellsbær hefur sett sig mjög á móti þessum áformum, ekkert er hlustað á rök þeirra. Það er fáránlegt að á þessu litla iðnaðarsvæði skuli vera tvær malbikunarstöðvar sér í lagi þegar kynningar um breytingar á deiliskipulagi á þessu svæði gengu allar út á léttan iðnað. Malbikunarstöð er grófur mengandi iðnaður. Esjumelar eru undir Esjurótum eins vinsælasta útivistarsvæðis stór höfuðborgarsvæðisins og þessi áform eru aðför að útivistarfólki. Lýst er yfir miklum áhyggjum af þessu máli.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Malbikunarstöðvar eru mikilvægar. Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Þetta skuluð þið segja íbúum í Mosfellsbæ og öllum öðrum náttúrverndarsinnum sem elska Esjuna og allt hennar nærumhverfi. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu um breytingar, Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi. Í breytingunum felst m.a. að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöð Höfða þar sem fyrirtækið hyggst  starfsemi sína á Esjumela. Það er mat Flokks fólksins að þær athugasemdir sem borist hafa séu réttmætar enda  varða þær allar neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif sem breytingin hefur í för með sér og sem munu skerða gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði.  Hér er verið að  búa til stóra lóð  undir malbikunarstöð, sem óhjákvæmilega mun hafa áhrif á umhverfið. Flokkur fólksins hefur oft tjáð sig í bókunum um hvort viðleitni Reykjavíkurborgar til að veita hagsmunaaðilum andmælarétt sé heil og sönn?. Það er afar mikilvægt að hlustað verði á þá sem hafa sent inn athugasemdir og lýst yfir áhyggjum sínum.

    -    Kl. 11:42 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.
    -    Kl. 11:43 tekur Sara Björg Sigurðardóttir sæti á fundi.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Kjalarnes, Hof, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN200372
    680269-2899 Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Hofs á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags hliðrast um 27 metra til austurs og miðast nú við afmörkun deiliskipulags Vesturlandsvegar, en við það minnkar skipulagssvæðið. Vegtenging við Vesturlandsveg færist inn á nýjan hliðarveg. Hliðarvegurinn mun liggja út frá hringtorgi við Grundarhverfi. Til að bæta öryggi Vesturlandsvegar þarf að fækka vegtengingum og því gerðir hliðarvegir sem tengjast hringtorgum á Vesturlandsvegi. Afmörkun veghelgunarsvæðis færist sem því nemur. Áætluð lega reiðleiðar úr deiliskipulagi Vesturlandsvegar er sett inn í stað áætlaðrar legu úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Reiðleið nær fjallinu er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 29. maí 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Kringlan, skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags     (01.721)    Mál nr. SN200181

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dags 18. mars 2020, vegna skipulagsgerðar og umhverfismats "Kringlusvæðisins". Kynning stóð yfir frá 8. apríl 2020 til og með 20. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 5. maí 2020, Veðurstofa Íslands dags. 12. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 19. maí 2020, Vegagerðin dags. 19. maí 2020, Finnur Magnússon lögmaður f.h. Hús verslunarinnar sf., Kringlunnar 7 húsfélag og þinglýstra eigendur fasteigna í Kringlunni 7 dags. 19. maí 2020, Jón Ævar Pálmason og Þórhildur Kristinsdóttir dags. 20. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 20. maí 2020, María Hjaltalín f.h. íbúasamtaka 3. hverfis dags. 20. maí 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags 20. maí 2020. Veitur dags. 22. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 27. maí 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 29. maí 2020, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins dags. 3. júní 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. maí 2020 og er nú lagt fram að nýju.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kringlusvæðið hefur mikla uppbyggingamöguleika á lykilstað í borginni. Það er miður að ekki hafi tekist að vinna skipulagslýsingu í samráði við Hús verslunarinnar, Kringlunnar 7 sem er lykillóð á svæðinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á tillögu sína um samgöngumiðstöð við Kringluna fyrir almenningssamgöngur á mikilvægum samgönguás.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna gerir athugasemdir við framlagða deiliskipulagsbreytingu Kringlusvæðis. Ríflega tíu þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við norðurenda svæðisins verður hér fórnað fyrir steypu. Ríflega fjögur þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við suðurenda verður sömuleiðis fórnað fyrir steypu. Ljóst er að sú deiliskipulagsbreyting sem hér liggur fyrir stenst engan veginn yfirlýst markmið meirihlutans um verndun grænna svæða innan borgarmarkanna, þvert á móti er þetta bein aðför að þeim. Vera má að draumsýn starfandi meirihluta sé að nema ekki staðar fyrr en öllum grænum blettum borgarinnar hefur verið eytt. Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna leyfa sér að fullyrða að borgarbúar deili ekki þeirri sýn. Ekki er ásættanlegt að gengið sé á veghelgunarsvæði Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.“ Tekið eru undir allar þær ábendingar sem koma fram í bréfi lögmannsstofunnar Juris sem fer með mál þeirra sem eiga og eru með rekstur í Húsi verslunarinnar. Í þessu erindi er lagt til að rífa hið minnsta 900 fermetra af Húsi verslunarinnar án þess að neitt samráð hafi verið haft við þá aðila.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Grænu svæðin við Kringlumýrarbraut og Miklubraut eru í raun veghelgunarsvæði. Þangað fer enginn í lautarferð. Skipulagslýsing Kringlusvæðisins er fagnaðarefni. Fyrirhugað skipulag gerir ráð fyrir fjölbreyttri þéttri byggð með íbúðum, verslunum, skrifstofum, mannlífstorgum  og menningarhúsnæði.  Gert er ráð fyrir þakgörðum og talsverðum trjágróðri í götum. Í heild sinni mun svæðið fá grænna yfirbragð en það hefur í dag.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Reykjavíkurborg hefur ekki lagasetningarvald – það liggur hjá Alþingi. Þessar hugmyndir komast ekki til framkvæmda að óbreyttum lögum – meirihlutinn skal átta sig á því.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri og Friðjón Sigurðarson frá Reitum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Sigtúnsreitur, veitulóð, breyting á deiliskipulagi     (01.36)    Mál nr. SN200418

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu Sigtúnsreitur vegna stofnunar nýrrar lóðar fyrir Veitur ohf. við Engjateig. Veitur og Reykjavíkurborg gera með sér makaskiptasamning á lóðum. Núverandi lóð Veitna ohf. að Lágmúla 2 verður færð til Reykjavíkurborgar og fá Veitur þess í stað nýja lóð við Engjateig fyrir framtíðar borholuhús. Hin nýja lóð Veitna er jafn stór þeirri gömlu, 1874m2. Einnig er skilgreint 6500m2 helgunarsvæði fyrir bor, tæki og mannvirki sem tengjast því þegar borað er fyrir heitu vatni, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 24. júní 2020. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    -    Kl. 12:47 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
    -    Kl. 12:47 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (01.33)    Mál nr. SN200408

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar Klettasvæðis til að koma fyrir allt að 3 smáhýsum (ca. 35 m2 hvert) fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 22. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Norðurbrún 2, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.352.5)    Mál nr. SN200343
    510219-1470 Ósvör ehf., Nýhöfn 3, 210 Garðabær
    500191-1049 Arkþing - Nordic ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 2. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi  Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera þrjár íbúðir á 1. hæð í stað tveggja, fjöldi íbúða verður óbreyttur en skipt öðruvísi á hæðir ásamt því að leyfilegur gólfkvóti verður skilgreindur nánar, samkvæmt tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. í maí 2020, síðast breytt 11. júní 2020. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200325

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020, ásamt umhverfisskýrslu, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði. Í breytingunni felst breytt landnotkun, breytingar á byggingarmagni, lega stofn- og tengistíga er fest niður og tekið er tillit til umferðatenginga ásamt því að umfang landfyllinga er minnkað. Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. júní 2020, Hafrannsóknarstofnun dags. 15. júní 2020, Bláskógabyggð dags. 18. júní 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 19. júní 2020, Umhverfisstofnun dags. 19. júní 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 22. júní 2020, Isavia innanlands dags. 23. júní 2020, Vegagerðin dags. 24. júní 2020 og Samgöngustofa dags. 24. júní 2020.
    Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, ásamt umhverfisskýrslu, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins  er alfarið andvígur því að landfyllingar séu gerðar í þeim tilgangi að  búa til land fyrir nýbyggingar.  Náttúrulegar fjörur í Reykjavík eru takmörkuð auðlind og eru útivistarsvæði margra auk þess sem margar eru mikilvægar fyrir  lífríki svæðisins. Engin þörf er á landfyllingum í Skerjafirði. Þegar flugvöllurinn fer, fari hann þ.e.a.s.  verður hægt að skipuleggja góðan byggðakjarna án landfyllinga. Þess vegna ætti að koma til  greina að fresta skipulagsmálum í og við flugvallarsvæðið, þar til tímasett verður hvenær flugvöllurinn fer. Fram kemur að ströndin sé röskuð en óþarfi er kannski að raska henni enn meira?

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Tillaga að deiliskipulagi nýja Skerjafjarðar fer nú í langt kynningarferli yfir sumarið sem gefur íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. Áður hafa tillögur vegna hugmyndaleitar, rammaskipulags og aðalskipulags verið kynntar fyrir almenning. Tillagan er í samræmi við meginstefnu Aðalskipulags og fylgir eftir fjölda samninga milli ríkis og Reykjavíkurborgar sem varða aðbúnað Reykjavíkurflugvallar, endurnýjun flugbrauta, deiliskipulag fyrir Skerjafjörð, uppbygging nýrrar byggðar og lagningu nýrrar samgöngutengingar. Fyrir liggur kaupsamningur og afsal milli Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs Íslands dags. 11. ágúst 2016. Tillagan skerðir ekki starfsemi Reykjavíkurflugvallar, enda stendur fyrirhuguð byggð utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarfleti. Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna hverfinu. Tillagan gerir ráð fyrir gatnatengingu suður fyrir Reykjavíkurflugvöll sem mun tengjast nýrri brú yfir Fossvog og stytta ferðatíma fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Nýja samgöngutengingin mun einnig nýtast yfir framkvæmdartíma til að minnka álag á Einarsnes. Mengaður jarðvegur innan deiliskipulagssvæðis verður meðhöndlaður eftir ströngustu kröfum, líkt og gert hefur verið á öðrum uppbyggingarsvæðum í borginni.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag         Mál nr. SN170833

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Tillagan gerir einnig ráð fyrir nýjum vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem er eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. ASK Arkitekta, EFLU og Landslags dags. 26. júní 2020, greinargerð og almennir skipulagsskilmálar dags. 26. júní 2020, sérskilmálar dags. 26. júní 2020, hönnunarleiðbeiningar dags. 26. júní 2020, skýrsla Minjasafns Reykjavíkur nr. 161 frá 2013 (byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun), drög að skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur nr. 204 frá 2020 (fornleifaskrá og húsakönnun), fjórir undirritaðir samningar: samkomulega um skipulag og uppbygging á landi ríkisins við Skerjafjörð dags 1. mars 2013, samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli dags. 19. apríl 2013, samkomulag um innanlandsflug dags. 25. október 2013 og kaupsamningur og afsal í framhaldi af formlegri lokun ríkisins á norður/suður og austur/vestur flugbrautar (braut (06/24) á Reykjavíkurflugvelli dags. 11. ágúst 2016. Jafnframt eru lögð fram ítargögn: skýrsla Eflu um jarðkönnun og mengunarrannsóknir í jarðvegi Skerjafjarðar dags. 29. janúar 2019, skýrsla Eflu um hljóðvist dags. 12. september 2019, samgöngumat Eflu dags. 26. júní 2020, skýrsla Eflu um vindgreiningu dags. 7. janúar 2020, minnisblað Eflu vindgreining - viðauki A dags. 16. júní 2020, minnisblað Eflu Vindgreining - viðauki B dags. 26. júní 2020 og minnisblað Eflu vegna færslu skipulagsmarka (áhrif færslu skipulagsmarka á umferð, hljóðvist og vindafar) dags. 26. júní 2020.
    Tillagan fellir úr gildi eldra deiliskipulag frá 16. janúar 1986, br. 1999. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga að deiliskipulagi nýja Skerjafjarðar fer nú í langt kynningarferli yfir sumarið sem gefur íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. Áður hafa tillögur vegna hugmyndaleitar, rammaskipulags og aðalskipulags verið kynntar fyrir almenning. Tillagan er í samræmi við meginstefnu Aðalskipulags og fylgir eftir fjölda samninga milli ríkis og Reykjavíkurborgar sem varða aðbúnað Reykjavíkurflugvallar, endurnýjun flugbrauta, deiliskipulag fyrir Skerjafjörð, uppbygging nýrrar byggðar og lagningu nýrrar samgöngutengingar. Fyrir liggur kaupsamningur og afsal milli Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs Íslands dags. 11. ágúst 2016. Tillagan skerðir ekki starfsemi Reykjavíkurflugvallar, enda stendur fyrirhuguð byggð utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarfleti. Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna hverfinu. Tillagan gerir ráð fyrir gatnatengingu suður fyrir Reykjavíkurflugvöll sem mun tengjast nýrri brú yfir Fossvog og stytta ferðatíma fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Nýja samgöngutengingin mun einnig nýtast yfir framkvæmdartíma til að minnka álag á Einarsnes. Mengaður jarðvegur innan deiliskipulagssvæðis verður meðhöndlaður eftir ströngustu kröfum, líkt og gert hefur verið á öðrum uppbyggingarsvæðum í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð á þann hátt að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Síðast í morgun, 1. júlí var samgönguráðherra á allt annari skoðun en hér birtist. Ráðherrann er ekki að fatta að verið er að þverbrjóta samkomulagið. Hér er verið að leggja til aukið byggingamagn úr 800 íbúðum í 1.300. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdaveg“ meðfram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu í framtíðinni. Í mengunarkönnun er einungis 1 af 96 holum sem falla í flokkinn „mjög góður“ og 16 holur falla í flokkana slæmt og mjög slæmt. Þessar staðreyndir segja okkur að það eigi alls ekki að byggja á þessu svæði.

    Áheyrnarfulltrú Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þrátt fyrir minnkun á landfyllingu verður engu að síður um að ræða óafturkræfanlegar skemmdir á náttúrulegri fjöru. Áhyggjuefnin eru mörg varðandi þetta framtíðarsvæði eins og því er stillt upp. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvorutveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin.  Aðeins ein af merktum jarðvegsholum er skráð „í lagi“,  16 falla undir „slæmt og mjög slæmt“ af 96 alls. Mengaðan jarðveg þarf að skófla burt. Annað áhyggjuefni er fjöldi íbúða sem þarna á að rísa. Fjöldi íbúða hækkar úr 800 í 1300 og  eru að mestu hugsað fyrir hjólandi og gangandi enda engin bílastæði við húsin heldur  á að leggja í  einum stórum sameiginlegum bílakjallara. Reiknað er með því að bílafjöldi um vestasta hluta Einarsness fari úr 2 þús. bílum á sólarhring í 7 þús. Íbúar á bíl, sem starfa jafnvel langt frá heimili þurfa að komast í og úr hverfinu. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að aðgengi inn og út úr hverfinu er ekki fyrirsjáanlegt. Hverfi mega ekki verða einangraðir afkimar borgarlandsins. Horfa þarf til samfellu í borgarlandinu og að gott flæði verði í samgöngum þar sem liðkað er fyrir öllum tegundum af ferðamáta.  

    Svava Svanborg Steinarsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjórar, Nína Gall Jörgensen og Sigurður Örn Jónsson frá EFLU og Páll Gunnlaugsson og Andri Klausen frá ASK arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagsmörkum, breyting á deiliskipulagi     (01.6)    Mál nr. SN200416

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst staðsetning á nýju hliði, breytt afmörkun girðingar og breyting á deiliskipulagsmörkun til samræmis við deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. júní 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð á þann hátt að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Síðast í morgun, 1. júlí var samgönguráðherra á allt annari skoðun en hér birtist. Ráðherrann er ekki að fatta að verið er að þverbrjóta samkomulagið. Hér er verið að leggja til aukið byggingamagn úr 800 íbúðum í 1.300. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdaveg“ meðfram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu. Í mengunarkönnun er einungis 1 af 96 holum sem falla í flokkinn „mjög góður“ og 16 holur falla í flokkana „slæmt og mjög slæmt“. Þessar staðreyndir segja okkur að það eigi alls ekki að byggja á þessu svæði.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Andri Klausen frá ASK arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Hverfisgata 86A, breyting á deiliskipulagi     (01.174)    Mál nr. SN200174
    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
    531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, með síðari breytingum vegna lóðarinnar nr. 86A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum í húsinu úr 1 íbúð í 2 íbúðir, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2020. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Grettisgata 20A og 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.182.1)    Mál nr. SN200257
    641108-0490 Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Helga Indriðasonar dags. 27. apríl 2020 ásamt greinargerð dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 með síðari breytingum vegna lóðanna nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar nr. 20A og 20B og setja inn nýjan byggingarreit fyrir sameiginlegt stigahús á lóð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. febrúar 2020. og umsögn skipulagsfulltrúa dags.  5. júní 2020.

    Synjað er að breyta deiliskipulagi með vísun til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020. 
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  27. Nýr Landspítali við Hringbraut, stigahús, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN200085
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur arkitekts f.h. Nýs Landspítala ohf., dags. 3. febrúar 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi  Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit austan á Meðferðarkjarna að aðaltorgi/Sóleyjartorgi um 150 m2 fyrir glerbyggingu og koma þar fyrir stigahúsi með inngangi frá torginu, samkvæmt uppdr. Spital dags. 31. janúar 2020, breytt 19. júní 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN200395
    500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf., dags. 23. júní 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst breikkun á Burknagötu vegna tilkomu borgarlínu og færslu og breytingar á byggingarreitum sunnan götunnar sem nemur breikkuninni. Í tengslum við þessa færslu verða einnig afleiddar breytingar á staðsetningu byggingarreita randbyggðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Spital ehf., dags. 23. júní 2020. Einnig er lagt fram bréf Gunnars Svavarssonar f.h. NLSH ohf.dags. 19. júní 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Línbergsreitur, Grandagarði, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190526
    430715-0970 Línberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf., dags. 5. september 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar - Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og nr. 39-93 við Grandagarð. Í breytingunni felst að skipta svæðinu upp í fimm lóðir, niðurrifi eldri bygginga og byggingu nýrra og hærri húsa eða 2-4 hæðar ásamt byggingu bílastæðahúss fyrir um 300 bíla, samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. dags. 18. ágúst 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun fyrir Örfirisey og Granda dags. 2009, minnisblað teiknistofunnar Stiku dags. 28. maí 2019, minnisblað Eflu dags. 20. júní 2019, tvær skýringamyndir teiknistofunnar Stiku ódags., og kynningarhefti ASK Arkitekta ehf. dags. 5. september 2019. Jafnframt er lögð fram drög að viljayfirlýsingu dags. í júní 2019, umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 17. september 2019, bréf Faxaflóahafna sf. dags. 20. september 2019 og minnisblað Faxaflóahafna fs. dags. 25. maí 2020. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi,  deiliskipulag         Mál nr. SN200207

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst að festa í sessi leiksvæði á borgarlandi og hverfisvernd á byggð Hjarðarhaga og Tómasarhaga með minniháttar heimildum til breytinga þ.á.m. bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, niðurrifi bílskúra og uppbyggingu á lóð nr. 18-20 við Dunhaga samkvæmt skipulagslýsingu THG Arkitekta ehf. dags. í apríl 2020. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Sigurðar Þráinssonar dags. 11. maí 2020 og Bjarka Más Baxter dags. 12. maí 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Kynning stóð yfir frá 24. apríl 2020 til og með 25. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 13. maí 2020, Skipulagstofnunar dags. 14. maí 2020, 7 íbúar og eigendur að Hjarðarhaga 27 dags. 14. maí 2020, Einar Ólafsson dags. 15. maí 2020, Signý Sif Sigurðardóttir dags. 15. maí 2020, Soffía Óladóttir dags. 15. og 24. maí 2020, Áslaug Árnadóttir lögmaður f.h. Árna Kolbeinssonar eiganda tveggja íbúða að Tómasarhaga 34 dags. 15. maí 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 15. maí 2020, Hildur Þórisdóttir dags. 15. maí 2020, Elmar Freyr Torfason dags. 16. maí 2020, Sirrý Baldursdóttir dags. 17. maí 2020, Andrés Gunnarsson dags. 17. maí 2020, Sveinn Ólafsson dags. 18. maí 2020, Sveinn Margeirsson dags. 18. maí 2020, Bjarki Már Baxter lögmaður f.h. eigendur að Tómasarhaga 32 dags. 18. maí 2020 og 16. júní 2020, Jónas Björn Swift dags. 18. maí 2020, skrifstofa umhverfisgæða dags. 18. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 20. maí 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 22. maí 2020, Soffía Óladóttir dags. 24. maí 2020 og Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir dags. 24. maí 2020. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja fram nýja tillögu að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga. Einnig er lögð fram umsókn THG Arkitekta um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhagi 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni elst m.a. niðurrif og uppbygging á loð nr. 18-20 við Dunhaga. Í báðum þessum málum vill fulltrúi  Flokks fólksins minna skipulagsyfirvöld á loforð um samráð við borgara/íbúa þegar þessi meirihluti tók við völdum. Ekki er betur séð í þessu máli að ekki hafi verið hlustað á alla þá sem vilja tjá sig um málið og sem málið snertir. Óskað er eftir frest á að skila inn athugasemdum og eiga skipulagsyfirvöld að verða við því. Andmæli við fyrirhugaðar breytingar hafa verið miklar og djúpstæðar og kemur fram að andmælendur hafa tvívegis unnið mál fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. Auglýsing að skipulagslýsingu var ekki send hagsmunaaðilum á skipulagsreitnum. Eigendur verða að fá  eðlilegan frest til að skila athugasemdum. Enn eru einhverjir sem vilja tjá sig um málið áður en það fer lengra

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  31. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi,  deiliskipulag         Mál nr. SN200207

    Lögð er fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á þremur lóðum, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 25. júní 2020. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 196 frá 2019. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja fram nýja tillögu að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga. Einnig er lögð fram umsókn THG Arkitekta um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhagi 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni elst m.a. niðurrif og uppbygging á loð nr. 18-20 við Dunhaga. Í báðum þessum málum vill fulltrúi  Flokks fólksins minna skipulagsyfirvöld á loforð um samráð við borgara/íbúa þegar þessi meirihluti tók við völdum. Ekki er betur séð í þessu máli að ekki hafi verið hlustað á alla þá sem vilja tjá sig um málið og sem málið snertir. Óskað er eftir frest á að skila inn athugasemdum og eiga skipulagsyfirvöld að verða við því. Andmæli við fyrirhugaðar breytingar hafa verið miklar og djúpstæðar og kemur fram að andmælendur hafa tvívegis unnið mál fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. Auglýsing að skipulagslýsingu var ekki send hagsmunaaðilum á skipulagsreitnum. Eigendur verða að fá  eðlilegan frest til að skila athugasemdum. Enn eru einhverjir sem vilja tjá sig um málið áður en það fer lengra

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  32. Ystasel 24, málskot     (04.930.2)    Mál nr. SN200391
    090672-4019 Daníel Sigurðsson, Ystasel 24, 109 Reykjavík

    Lagt fram málskot Daníels Sigurðssonar dags. 12. júní 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 24 við Ystasel, samkvæmt tillögu/þrívíddarmynd ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2020, staðfest.

    (B) Byggingarmál

  33. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1071 frá 9. júní 2020, nr. 1072 frá 16. júní 2020 og nr. 1073 frá 23. júní 2020.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  34. Umferðaröryggisaðgerðir 2020,          Mál nr. US200233

    Kynning á smærri umferðaröryggisaðgerðum sem áætlað er að framkvæma á árinu. 

    Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  35. Umferðaröryggisaðgerðir 2020, gangbrautamerkingar og hámarkshraðabreytingar, tillaga, USK2020060110         Mál nr. US200225

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:

    1. Eftirtaldar gönguþveranir verði merktar sem gangbrautir.
    a. Yfir Ægisgötu sunnan Ránargötu.
    b. Yfir Reykjahlíð við Eskihlíð.
    c. Yfir Smárarima sunnan leiðar að húsum nr. 24-38.
    d. Yfir Reykjaveg sunnan Hofteigs.
    e. Yfir Hverfisgötu vestan Frakkastígs.
    f. Yfir Hverfisgötu vestan Barónsstígs.

    2. Hámarkshraði á eftirtöldum götum verði 30 km/klst:
    a. Reykjavegur milli Sigtúns og Kirkjuteigs.
    b. Sundlaugavegur milli Laugalækjar og Laugarásvegar.
    c. Engjateigur.
    d. Lokinhamrar.
    Gangbrautir og hámarkshraði verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stór skref í umferðaröryggismálum eru stigin með því að taka í notkun „Snjallgangbrautir“ á nokkrum stöðum í borginni. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um öruggari gangbrautir var samþykkt í borgarstjórn 7. Maí 2019 og er nú verið að innleiða þessar snjallgangbrautir á fjórum stöðum í borginni: https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/3_tillaga_d_gangbrautir.pdf

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessum aðgerðum og sérstaklega þeim sérstaka viðburði að tillaga Flokks fólksins um lækkun hámarkshraða úr 50 km/klst.  í 30 km/klst.   á Laugarásvegi var samþykkt. Á þessari götu var þörf að lækka hraðan enda þótt hraðahindranir geri vissulega sitt gagn. Þetta er í raun í samræmi við aðrar götur í hverfinu þar sem íbúðarhúsnæði er þétt. Ökumenn aka jafnan hraðar en  30 km/klst. á Laugarásvegi sem skapar  hættu en mikið af börnum búa í götunni og leika sér fyrir framan húsin. Gatan er löng og þ.a.l. eiga ökumenn það til að auka hraðann verulega. Íbúar við Laugarásveg eru uggandi um börn sín og telja að það auki öryggi þeirra til muna verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst sem nú er orðinn að raunveruleika.

    Fylgigögn

  36. Umferðaröryggisaðgerðir 2019, gangbrautarmerkingar, tillaga, USK2020060114         Mál nr. US200226

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirtaldar gönguþveranir verði merktar sem gangbrautir:
    o    Yfir Bergþórugötu, vestan Vitastígs.
    o    Yfir Njarðargötu, vestan Eiríksgötu.
    o    Yfir Borgartún móts við hús nr. 20, 22, 26 & 28.
    o    Yfir Katrínartún sunnan hringtorgs við Borgartún.
    o    Yfir Katrínartún til norðurs, norðan Laugavegar.
    o    Yfir Efstasund sunnan við hús nr. 84.
    o    Yfir Skipasund sunnan við hús nr. 76.
    Gangbrautir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  37. Hlíðarendi, fyrirkomulag umferðar, tillaga, USK2020060113         Mál nr. US200228

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
    •    Umferð á Nauthólsvegi hafi forgang gagnvart umferð á eftirtöldum götum:
    o    Valshlíð
    o    Haukahlíð
    o    Fálkahlíð
    o    Arnarhlíð
    •    Heimilt verði að leggja ökutæki vinstra megin við akstursstefnu Arnarhlíðar, í miðeyju.
    •    Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða verði afmörkuð í eftirtöldum götum:
    o    Fálkahlíð, norðan Nauthólsvegar
    o    Haukahlíð, norðan Nauthólsvegar
    o    Smyrilshlíð, vestan Arnarhlíðar
    o    Smyrilshlíð, vestan Fálkahlíðar
    o    Smyrilshlíð, vestan Haukahlíðar
    o    Valshlíð, vestan Arnarhlíðar
    o    Valshlíð, vestan Fálkahlíðar
    o    Valshlíð, vestan Haukahlíðar
    •    Gönguþveranir yfir eftirtaldar götur verði merktar sem gangbrautir:
    o    Yfir Arnarhlíð, beggja vegna Smyrilshíðar
    o    Yfir Arnarhlíð, sunnan Valshlíðar
    o    Yfir Valshlíð, beggja vegna Arnarhlíðar
    o    Yfir Valshlíð, austan Haukahlíðar
    •    Stöðvun og lagning ökutækja, annarra en strætó og ökutækja vegna sorplosunar, verði óheimil í Nauthólsvegi til vesturs í 40 m vestan Arnarhlíðar.
    Ofangreind ráðstöfun sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Forgangur verði gefinn til kynna með biðskyldu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  38. Hallgerðargata, fyrirkomulag umferðar, tillaga, USK2020060102         Mál nr. US200229

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
    •    Hámarkshraði á Hallgerðargötu verði 30 km/klst.
    •    Umferð á hliðargötum Hallgerðargötu víki fyrir umferð á Hallgerðargötu.
    •    Umferð á Hallgerðargötu víki fyrir umferð á Borgartúni.
    •    Umferð á Hallgerðargötu víki fyrir umferð á Kirkjusandi.
    •    Tvö bifreiðastæði verði afmörkuð fyrir hreyfihamlaða austast í hliðargötu Hallgerðargötu milli húsa nr. 1 og 19.
    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Forgangur verði gefinn til kynna með biðskyldu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  39. Skyggnisbraut, fyrirkomulag umferðar, tillaga, USK2020040032         Mál nr. US200224

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
    •    Hámarkshraði verði 30 km/klst á eftirfarandi götum:
    o    Gæfutjörn
    o    Jarpstjörn
    o    Rökkvatjörn
    o    Silfratjörn
    o    Skyggnisbraut frá Skyggnistorgi að Úlfarsfellsvegi.
    •    Gerðar verði gangbrautir:
    o    Yfir Skyggnisbraut báðum megin Jarpstjarnar.
    o    Yfir Skyggnisbraut báðum megin Rökkvatjarnar.
    o    Yfir Rökkvatjörn við Skyggnisbraut.
    o    Yfir Urðarbrunn við Skyggnisbraut.
    •    Umferð á eftirfarandi götum víki fyrir umferð á Skyggnisbraut:
    o    Friggjarbrunnur
    o    Jarpstjörn
    o    Rökkvatjörn
    o    Urðarbrunnur
    Ofangreind ráðstöfun sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Biðskylda verði merkt á Friggjarbrunn, Jarpstjörn, Rökkvatjörn og Urðarbrunn gagnvart umferð eftir Skyggnisbraut.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  40. Tryggvagata, fyrirkomulag umferðar, tillaga, USK2020060111         Mál nr. US200223

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
    •    Tryggvagata verði einstefna til vesturs frá Naustinni að Grófinni.
    •    Tvö bílastæði vestan Pósthússtrætis verði sérstaklega merkt fyrir hreyfihamlaða.
    •    Eitt stæði vestan Naustarinnar verði sérstaklega merkt fyrir hreyfihamlaða.
    •    Merkt verði stæði til vörulosunar austan Naustarinna.
    •    Að gönguþverun yfir Tryggvagötu vestan Grófarinnar verði merkt sem gangbraut.
    Ofangreind ráðstöfun sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  41. Bryggjugata, fyrirkomulag umferðar, tillaga, USK2020060112         Mál nr. US200222

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
    •    Umferð á Geirsgötu hafi forgang gagnvart umferð sem kemur frá Bryggjugötu.
    •    Gönguþverun yfir Bryggjugötu við Geirsgötu verði merkt sem gangbraut.
    Ofangreind ráðstöfun sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Biðskylda verði merkt á Bryggjugötu gagnvart umferð eftir Geirsgötu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  42. Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða, á Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Frakkastíg, tillaga, USK2020060115         Mál nr. US200230

    Lögð fram svohljóðandi tillaga Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. júní 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirtalin bílastæði verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða:
    •    Bergstaðastræti við Laugaveg 12
    •    Bergstaðastræti við hús nr. 5
    •    Skólavörðustígur við hús nr. 12
    •    Frakkastígur, við austari brún, móts við Laugaveg 44
    Bifreiðastæðin verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að meirihlutinn í skipulags og samgönguráði  er að taka við sér og merkja nú handhöfum stæðiskorta sérstök stæði við göngugötur og eru þar með að fylgja lögum, þ.e. 10. grein nýrra umferðarlaga sem tók gildi 1. janúar 2020. Í 10. greininni er kveðið á um að handhafar stæðiskorta megi aka göngugötur og leggja í  þar til merkt stæði. Handhafar stæðiskorta hafa haft áhyggjur af þessu og óttast jafnframt að nýta þessa heimild m.a. vegna andstöðu meirihlutans við lagaheimildinni. 
    Það minnisblað sem skipulagsyfirvöld  sendu   til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem farið er fram á að fá þessu breytt liggur enn hjá Alþingi. Ekki eru miklar líkur á að þessu verði breytt enda hér um áralanga baráttu fatlaðs fólks að ræða sem loksins gekk í gegn.

    Fylgigögn

  43. Ný strætóskýli í Reykjavík - áætlun 2020-2021, kynning         Mál nr. US200221

    Kynning á  stöðu uppsetningar nýrra strætóskýla í Reykjavík og áætlun 2020-2021.

  44. Gróður á lóðamörkum,          Mál nr. US200231

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags 28. júní 2020, tillaga um leiðbeiningar um gróður á lóðamörkum til að auka umferðaröryggi. Einnig lögð fram drög að leiðbeiningum. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  45. Úthlutun sérmerktra bílastæða fyrir sendiráð, tillaga, USK2020060117         Mál nr. US200227

    Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. júní 2020, um endurskoðaðar reglur um úthlutun sérmerktra bílastæða fyrir sendiráð.

    Samþykkt.
    Vísað í borgarráð.

    -    Kl. 16:06 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
    -    Kl 16:06 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.
    -    Kl. 16:12 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  46. Umhverfis- og skipulagssvið, Yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US190306

    Lagt er fram yfirlit yfir ferðakostnað starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar - mars 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssvið  yfir ferðir og kostnað við þær frá jan. - mars 2020. Upphæðin að þessu sinn er 865.000. Í mars lögðust af allar ferðir vegna COVID-19 og er því upphæð vorannar einstaklega lág eðli málsins samkvæmt. Eins og vitað er þá hefur farið  gríðarmikið fé í ferðir erlendis hjá þessu sviði. Nú má vænta þess að ferðum snar fækki vegna þess að með Covid-19 lærði fólk að nota fjarfundakerfi sem gekk almennt sé mjög vel.  Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ferðalög  á kostnað útsvarsgreiðenda eiga því að vera alger undantekning.

    Fylgigögn

  47. Umhverfis- og skipulagssvið uppgjör, janúar til mars 2020         Mál nr. US200038

    Lagt er fram uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til mars 2020.

    Fylgigögn

  48. Koparslétta 6-8, kæra 56/2020     (34.533)    Mál nr. SN200422
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní 2020 ásamt kæru dags. 26. júní 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 2. apríl 2020 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu.

  49. Norðurstígur og Nýlendugata, kæra 45/2020     (01.132)    Mál nr. SN200360
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júní 2020 ásamt kæru dags. 5. júní 2020 þar sem kærð er fyrirhuguð framkvæmd við Norðurstíg sem kynnt var bréflega þann 6. maí sl. af umhverfis- og skipulagssviði. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. júní 2020.

  50. Norðurstígur og Nýlendugata, kæra 49/2020     (01.132)    Mál nr. SN200411
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júní 2020 ásamt kæru dags. 13. júní 2020 þar sem kærð er fyrirhuguð framkvæmd á Norðurstígsreit sem kynnt var bréflega þann 6. maí sl. af umhverfis- og skipulagssviði. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. júní 2020.

  51. Hverfisgata 100B og 102, kæra 51/2020     (01.174.1)    Mál nr. SN200400
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. júní 2020 ásamt kæru dags. 27. apríl 2020 þar sem kærð er afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2020 vegna breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu sem felst í að heimila rekstur gististaðar í flokki II í fasteignunum.

  52. Barmahlíð 19 og 21, kæra 54/2020     (01.702)    Mál nr. SN200412
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2020 ásamt kæru dags. 15. júní 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni kæranda um leyfi til þakhækkunar að Barmahlíð 19-21. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst kærur allt of margar sem berast skipulagssviði og þess vert að skoða hvort það kunni að vera vegna þess að reglur eru ýmist óljósar eða of stífar.  Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki oft tjáð sig um kærur enda ekki með sömu forsendur og starfsmenn/embættismenn skipulagsins. Til að taka afstöðu þarf að lesa ofan í kjölinn báðar málshliðar auk þess sem mikilvægt er að hafa einhverja smá þekkingu í byggingar- og hönnunarfræðum og mörgu öðru til að geta tekið vitræna afstöðu. Það hefur komið fyrir að fulltrúi Flokks fólksins sér þó alls engin rök fyrir að verið sé að synja fólki um að t.d. stækka glugga eða hækka þök þegar framkvæmdin káfar ekki upp á neinn í nágrenninu. Í þessu tilfelli Barmahlíð 19-21 er ekki hægt að sjá hvaða rök liggja að baki synjun. Hér eru fordæmi fyrir hendi og ekki virðist gætt jafnræði og meðalhófs. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að í málum sem ríkur vafi leikur á um að rök teljist sanngjörn og fagleg fái þau aftur skoðun skipulagsyfirvalda og færist jafnvel í aðrar hendur innan borgarkerfisins svo málið fái eins hlutlausa afgreiðslu og hugsast getur.

  53. Hæðargarður 56, kæra 52/2020     (01.819.1)    Mál nr. SN200399
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júní 2020 ásamt kæru dags. 18. júní 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja umsókn kærenda um að fá samþykktar tvær ósamþykktar íbúðir  í kjallara fasteignarinnar að Hæðargarði 56.

  54. Laugavegur 132, kæra 32/2020, umsögn     (01.241.0)    Mál nr. SN200269
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags 5. maí 2020 ásamt kæru dags. 4. maí 2020 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2020 um byggingu kvista að Laugavegi 132. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. júní 2020.

  55. Fálkagata 18, kæra 125/2019, umsögn     (01.553.0)    Mál nr. SN190737
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2019 ásamt kæru dags. 12. desember 2019 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2019 á byggingarleyfi vegna breytingu verslunarhúsæðis á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, breytingu á innra skipulagi 2. hæðar sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. júní 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. nóvember 2019 að synja byggingarleyfisumsókin til að breyta verslunarhúsnæða á fyrstu hæð Fálkagötu 18 í íbúðarhúsnæði með þremur einstaklingsíbúðum.

  56. Haukdælabraut 106, kæra 122/2019, umsögn, úrskurður     (05.113.5)    Mál nr. SN190726
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2019 varðandi byggingu steinsteypts einbýlishús á pöllum með innbyggðri bílgeymslu og inngarði á lóð nr. 106 við Haukdælabraut. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. júní 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. nóvember 2019 um að veita byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Haukdælabraut 106, Reykjavík.

  57. Heiðargerði 29, kæra 53/2019, umsögn, úrskurður     (01.801.1)    Mál nr. SN190438
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2019 ásamt kæru dags. 5. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 26. júní 2019 um að gefa út byggingarleyfi sem felst í að heimilt er að byggja yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 29 við Heiðargerði og klæða húsið með litaðri stál- eða álklæðningu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. júlí 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. mars 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hins kærða byggingarleyfis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. júní 2018 vegna hússins nr. 29 við Heiðargerði.

  58. Austurheiðar, rammaskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170877

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2020 um rammaskipulag fyrir Austurheiðar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að mikill metnaður hefur verið lagður í verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins lagði, í sínum bókunum í málinu, áherslu á að hagsmunaaðilar verði hafðir með í ráðum allt til enda og að áfram verði haldnir fundir  og að fundargerðir verði ávallt aðgengilegar til að samráðið sé að fullu gegnsætt. Öllu máli skiptir að þetta sé unnið í sátt allt til enda og að hagsmunaaðilar fái að koma að undirbúningsvinnu og þeir upplýstir um í hvaða skref er verið að taka hverju sinni. Flestar lóðir við Langavatn eru eignarlóðir. Ræktun gamalla lóða verður vonandi nýtt í stórum stíl. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að, eins og svæðið er skipulagt, að nóg ætti að verða af bílastæðum við aðkomuleiðir. Tryggja þarf aðgengi allra, akandi, hjólandi og gangandi og gæta þess að aðgengi fatlaðs fólks sé fullnægjandi.

    Fylgigögn

  59. Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi     (01.68)    Mál nr. SN180788

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 16. júní 2020 á  breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld samþykktu tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar í borgarstjórn 16. júní 2020. Færa á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Til að geta lagt umferðartengingu milli Nauthóls og Fossvogsbrúar þarf landfyllingu. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur minna hér á skemmdir á fjörum sem allt þetta hefur í för með sér. Skipulagsyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að fara offari í landfyllingum.  Breytingartillagan bar með sér óvissuna sem felst í því hvort flugvöllurinn verður eða fer. Nýta þarf hvern einn og einasta útnára í kringum flugvöllinn. Nær hefði verið að bíða enda yrði uppbygging á svæðinu allt önnur ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. Það er vissulega með öllu óljóst á þessu stigi máls. Meðal þess sem áhyggjur eru af er að það vantar alveg að gera grein fyrir aðgengismálum í tillögum að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar.

    Fylgigögn

  60. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi     (01.6)    Mál nr. SN190682

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. júní 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 16. júní 2020 á  breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það var mat fulltrúa Flokks fólksins að fresta hefði átt byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer úr Vatnsmýrinni, fari hann þ.e.a.s.,  enda verður þá allt annað umhverfi í boði. Vissulega liggur það ekki fyrir að hann fari en nokkuð er ljóst að hann verður á sínum stað næstu 15 árin samkvæmt því sem borgarstjóri hefur fullyrt. Fimmtán ár í sögu Reykjavíkur er brot af sögu borgarinnar og þessi 15 ár mega vel líða án stórframkvæmda. Hér er um stórt skipulagsmál að ræða. Fari flugvöllurinn býður svæðið upp á ólíka uppbyggingu en nú er stefnt að. Nú þarf allt skipulag að taka mið af flugvellinum og með því hefur möguleikum á annars konar byggðaþróun verið spillt. Fari flugvöllurinn eru sem dæmi ekki sömu takmarkanir á hæð bygginga eða öryggisgirðingar svo eitthvað sé nefnt. 

    Fylgigögn

  61. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi     (01.232.0)    Mál nr. SN200261
    450913-0650 Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík
    410166-0389 Guðmundur Jónasson ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 34-36 við Borgartún.

    Fylgigögn

  62. Rekagrandi 14, leikskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.512.4)    Mál nr. SN200275
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld hafa ákveðið að gera grundvallarbreytingar á lóð nr. 14 við Rekagranda. Lóð leikskólans stækkar sem er gott en fjarlægður er snúningsreitur og nokkur bílastæði. Við þessa ákvörðun hefur ljóslega ekki verið horft til  þeirra fjölskyldna sem ekki búa næst leikskólanum og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur. Þegar komið er með börnin í leikskóla á álagstímum er stundum engin stæði laus og þarf þá að bíða í götunni þar til stæði losnar, aðstæður sem geta skapað hættu. Ef reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík eru skoðaðar segir að gera eigi ráð fyrir 0,2 – 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum þ.m.t. „sleppistæðum“ við leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki fengið það staðfest hvort að skipulagsyfirvöld fari í einu og öllu eftir þessum reglum?

    Fylgigögn

  63. Landfylling austan við Laugarnes,          Mál nr. US200220

    Lagt fram bréf Landverndar til borgarstjórans í Reykjavík og skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. apríl 2020, um landfyllingu austan við Laugarnes og áhrif á náttúru, landslag og útivist. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum Landvernd fyrir bréfið og tökum undir þau sjónarmið að náttúrufarið á Laugarnestanga er einstakt. Þar er líffræðilegur fjölbreytileiki gróðurs sterkur og margar fuglategundir eiga þar athvarf. Landfyllingin hefur alla möguleika á að styrkja græna svæðið og auka útvistarmöguleika borgarbúa. Lagt verður kapp á að halda í menningarlandslagið og samspil náttúru og minja á svæðinu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarlandnotkun og því fullt tækifæri til að fylgja eftir góðum ábendingum Landverndar og annarra þegar kemur að þeirri vinnu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir áhyggjur og sjónarmið Landverndar vegna gerðar við mikillar landfyllingar við Sundahöfn austan við Laugarnes. Það skal upplýst að borgarfulltrúi Miðflokksins á inniliggjandi ósvaraðar spurningar hjá Faxaflóahöfnum hvað eigi að koma á þessa landfyllingu. Svar hefur ekki borist.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um landfyllingar við Sundahöfn austan við Laugarnes að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með Landvernd og lýsir yfir vonbrigðum með að beitt skuli undantekningarákvæðum vegna framangreindra framkvæmda.
    Ekki verður séð af gögnum að ítarlega hafi verið fjallað um framkvæmdina í aðalskipulagi. Alvarlegt er að framkvæmdir séu hafnar þótt ekki liggi fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu en segir í lögum að framkvæmdaleyfi skal ávallt vera í samræmi við skipulag.  Laugarnestangi er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar í aðalskipulagi m.a. vegna þess að mikið er um búsetuminjar og ströndin er að mestu ósnortin. Skipulagsyfirvöld segja sjálf í gögnum, að “mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna annars staðar í Reykjavík.” En ekki er  litið til framgreindar lýsingar á þeim verðmætum sem í húfi eru. Áhrif framkvæmda á verðmætt náttúru- og útivistarsvæði hafa ekki verið vel athuguð, Fulltrúi Flokks fólksins  vill fagleg vinnubrögð skipulagsyfirvalda og að “skipulagsyfirvöld taki framangreinda þætti til vandlegrar skoðunar og kynninga vel áður en teknar verða ákvarðanir um deiliskipulag og frekari framkvæmdir á og við framangreinda landfyllingu.” Skipulagsyfirvöld verða að hætta að skerða einatt fjörur þegar eitthvað þarf að gera nálægt sjó.

    Fylgigögn

  64. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020060122)         Mál nr. US200160

    Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2020, vegna uppsetningar, kynningar og skipulagningar smáhýsa og barst skipulags- og samgönguráði 20. maí 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Viðurkennt er að ekkert deiliskipulag er í gildi þar sem verið er að koma fyrir fimm smáhýsum á Gufunesvegi 4, enda koma þau til með að standa á veghelgunarsvæði Sundabrautar sem er jafnframt viðukennt í þessu. Því hefur sífellt verið neitað af kjörnum fulltrúum í meirihlutanum. Talað er um að byggðin sé til bráðabirgða en það er ekki rétt því steyptur grunnur er undir hverju húsi. Í 2. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup segir um hugtakið fasteign: „Fasteign samkvæmt lögum þessum telst vera afmarkaður hluti lands, ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt.“ Reykjavíkurborg er því að byggja varanlegt húsnæði í trússi við lög og viðurkennir að byggðin rýs þar sem planað er að Sundabraut eigi að liggja. Hvað er hægt að segja þegar skemmdarverkin í samgöngum á landsvísu eru svona augljós. Einnig er það ekki í anda góðrar stjórnsýslu að grenndarkynna ekki fyrirhugaða uppbyggingu eins og t.d. fyrir íbúaráði Grafarvogs. 

    Fylgigögn

  65. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn         Mál nr. US200152

    Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. maí 2020, varðandi svæðið frá Gufunesbæ að Sorpu og barst skipulags- og samgönguráði 20. maí 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta er mjög loðið svar. Það verður skoðað og borið saman við borgarsjána sem er mjög gagnleg fyrir alla þegar skipulagsmál eru skoðuð. 

    Fylgigögn

  66. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK2020050072)         Mál nr. US200136

    Lögð er fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna leiðbeinandi yfirborðsmerkingar á sameiginlegum göngu- og hjólastígum og barst skipulags- og samgönguráði 13. maí 2020.

    Fylgigögn

  67. Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020040006)         Mál nr. US200077

    Lögð er fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna stoppistöðvar Strætó og barst skipulags- og samgönguráði 1. apríl 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í tengslum við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar um stoppistöðvar Strætó vill fulltrúi Flokks fólksins nefna að fatlað fólk (ÖBI) hefur lengi bent á að  aðgengi að biðstöðvum er víða í lamasessi í borgarlandinu. Fengnir voru tveir fatlaðir menn til að gera úttekt á strætósamgöngum í samstarfi við Strætó bs. sumarið 2018 og voru niðurstöður birtar vorið 2019 (https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/getur-fatlad-folk-notad-straeto). Við uppsetningu nýju skýlanna átti jafnframt að bæta allt aðgengi að biðskýlunum. Það er almennt betra fyrir vikið en ekki alltaf eins og best verður á kosið. Það er búið að ráða sumarstarfsmann til að gera úttekt á aðgengismálum við biðstöðvar strætó, eins og kemur fram í svarinu og er það vel.

    Fylgigögn

  68. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020050069)         Mál nr. US200133

    Lögð er fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna tillögu um upphitun göngu- og hjólastíga í borginni og barst skipulags- og samgönguráði 13. maí 2020.

    Fylgigögn

  69. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK2020030013)         Mál nr. US200061

    Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins ásamt umsögn samgöngustjóra, dags. 16. júní 2020, vegna leiðarkerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal og barst skipulags- og samgönguráði 4. mars 2020.

    Vísað til faghóps um leiðakerfismál hjá Strætó bs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu vegna leiðarkerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan gekk út á að leiðarkerfið verði þétt og skilvirkt milli hverfanna og til að svo megi verða þarf að endurskoða leiðarkerfið Strætó með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum íbúa þessara hverfa.  Umsögn hefur borist og lagt er til að vísa  ábendingum Flokks fólksins til faghóps um leiðakerfismál, til frekari greiningar og úrvinnslu. Það er að mati fulltrúa Flokks fólksins ágætt næsta skref. Flokkur fólksins vill í þessu sem öðru gæta þess að ávallt sé tekið tillit til athugasemda íbúa og í þessu tilfelli er um að reiða óviðunandi leiðarkerfi Strætó bs. Hér er ekki síst um að ræða öryggi barnanna sem koma úr þremur hverfum. Það eru ekki allir á bíl og það fólk þarf að geta nýtt almenningsvagna til að komast í verslanir. 

    Fylgigögn

  70. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979 - USK2019110087         Mál nr. US200217

    BORGARRÁÐ 7. maí 2020: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. R19100452

    Framhaldsfyrirspurn um útboð Reykjavíkurborgar um stýribúnað umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. 1. Hver er niðurstaðan í kærumálunum í útboði nr. 14356 sem auðkennt er rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa? 2. Hvaða fyrirtæki hefur þjónustað Reykjavíkurborg í ljósastýringu/tæknibúnað frá árinu 1979?  3. Geta borgarfulltrúar fengið að sjá og fengið kynningu á miðlægri stýritölvu (MSU) sem staðsett er í Borgartúni? 4. Óskað er efir að fá kerfislýsingu á ljósaprógramminu sem starfsfólk RVK og ráðgjafar hafa hannað sjá IV. kafla greinagerðarinnar. 5. Hvaða greiningar er hægt að fá varðandi umferð og notkun umferðarljósanna undanfarin ár skv. v. kafla b. í greinargerð. 6. Er hægt að sjá umferðarflæði á öllum ásum ljósanna sem tengd eru við kerfið undanfarin ár. 7. Á gönguljósum í miðbænum hafa verið teknir upp Austur-Þýskir karlar. Hvað kostaði að breyta þessum gönguljósum í þessa veru? 8. Hver tók ákvörðun um að breyta ljósunum? 9. Standast þessar breytingar ný umferðarlög?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er óskiljanlegt að fyrirspurnir sem ég lagði fram í byrjun maí í borgarráði, tvær frá 7. maí og ein frá 14 maí, skuli fyrst núna vera afgreiddar með formlegum hætti inn í samgöngu- og skipulagsráði. Í raun má segja að þær hafa ekki verið teknar fyrir því þeim er vísað áfram. Hvað er að í stjórnsýslu Reykjavíkur – af hverju þarf að flækja málin svona mikið?

  71. BORGARRÁÐ 14. maí 2020: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um forgang strætó, lögreglu og slökkviliðs í umferð. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs - R20050165.

    Upplýsingar liggja fyrir um það að strætó, lögregla og slökkvilið njóti forgangs í umferðinni. 1. Hvaða kerfi er notað? 2. Var farið í útboð þegar forgangskerfið var keypt? 3. Hver var kostnaðurinn við kerfið tæmandi talið? 4. Hvert er einingaverðið pr. hvern vagn, pr. hvern bíl? 5. Var þetta forgangskerfi keypt í samráði við starfshóp sem vinnur að borgarlínu? 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er óskiljanlegt að fyrirspurnir sem ég lagði fram í byrjun maí í borgarráði, tvær frá 7. maí og ein frá 14 maí, skuli fyrst núna vera afgreiddar með formlegum hætti inn í samgöngu- og skipulagsráði. Í raun má segja að þær hafa ekki verið teknar fyrir því þeim er vísað áfram. Hvað er að í stjórnsýslu Reykjavíkur – af hverju þarf að flækja málin svona mikið?

  72. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins úr borgarráði, um grjóthrúgur við Eiðisgranda - USK2020060064         Mál nr. US200213

    BORGARRÁÐ 11. júní 2020: Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um grjóthrúgur við Eiðisgranda. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs - R20060105

    Hver er tilgangurinn með uppsetningu á grjóthrúgum við Eiðsgranda? 

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða.

  73. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um stóla fyrir veitingamenn í borginni - USK2020050052         Mál nr. US200214

    BORGARRÁÐ 7. maí 2020: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um stóla fyrir veitingamenn í borginni. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs - R20050058

    Í máli formanns skipulags- og samgönguráðs í viðtali á Rúv kom fram að Reykjavíkurborg er búin að fjárfesta í stólum fyrir veitingamenn í borginni 1. Eru þetta réttar upplýsingar? 2. Hvað eru stólarnir margir? 3. Hvað kostuðu stólarnir? 4. Var farið í verðfyrirspurn eða útboð áður en stólarnir voru keyptir? 5. Af hvaða fyrirtæki/fyrirtækjum voru stólarnir keyptir?  6. Er líka búið að kaupa borð? 7. Ef svo er hvað eru þau mörg og hvað kostuðu þau?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er óskiljanlegt að fyrirspurnir sem ég lagði fram í byrjun maí í borgarráði, tvær frá 7. maí og ein frá 14 maí, skuli fyrst núna vera afgreiddar með formlegum hætti inn í samgöngu- og skipulagsráði. Í raun má segja að þær hafa ekki verið teknar fyrir því þeim er vísað áfram. Hvað er að í stjórnsýslu Reykjavíkur – af hverju þarf að flækja málin svona mikið?

  74. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200210

    Fyrirspurn til Faxaflóahafna  1. Hvað er landfyllingin á móts við Skarfasker stór? 2. Hvað er áætlað að hún verði notuð fyrir? 3. Á að reisa byggingar á landfyllingunni? 4. Ef já - hvaða byggingar eiga að rísa þar og frá hverjum? 5. Hvað er áætlað að þær verði háar/margar hæðir?  6. Ef einkaaðilum verði leyft að byggja á landfyllingunni - var þá farið í útboð?

    Framsent til Faxaflóahafna. 

  75. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200208

    Reykjavíkurborg hafi neyðarnúmer/þjónustusíma sem hægt er að hringja í eftir hefðbundinn opnunartíma þjónustuvers.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  76. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200184

    Í yfirliti um innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í eignasjóði yfir 1. mkr. fyrir tímabilið janúar - desember 2019 kemur fram að Smith og Norland hf. hafi fengið greiddar tæpar 104 milljónir á árinu vegna ýmissa kostnaðarliða er snúa að umferðarljósum. 1. Var farið í útboð vegna þessara verkþátta? 2. Ef ekki - hvers vegna var það ekki gert? 3. Eru samningar til á milli fyrirtækisins og Reykjavíkurborgar um þessa verkþætti?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  77. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200212

    Fyrirspurn um kostnað hundagerðis í Vesturbæ sem nú hefur verið fallið frá. Hundagerðið var frá upphafi ófullnægjandi fyrir ýmsar sakir og skellt var skolleyrum við ábendingum og varnarorðum hundaeigenda. Engu að síður var haldið áfram með verkefnið  Flokkur fólksins óskar eftir að vita hvað þetta hundagerði kostaði borgarbúa?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  78. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200211

    Hvað hefur Reykjavíkurborg fengið mikið greitt í lóða- og gatnagerðargjöld af þeim nýbyggingum sem hafa byggst upp á þéttingareitum frá árinu 2010, tæmandi talið sundurliðað eftir byggingareitum?

    Vísað til umsagnar fjármála og áhættustýringarsviðs.

  79. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200234

    Lagt er til að Reykjavíkurborg ráðist í átak gegn hættulegu húsnæði í borginni með áherslu á að efla brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og aukið eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Lagt er til að slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi skipuleggi og sjái um framkvæmd aðgerða. Harmleikurinn sem átti sér stað þegar kviknaði í illa búnu húsnæði á Bræðraborgarstíg átti sér aðdraganda. Aðbúnaður í húsinu hafði áður komið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þessu tilviki var um að ræða húsnæði sem nýtt var til útleigu umfram það sem eðlilegt getur talist þrátt fyrir að aðeins væri einn brunaútgangur á húsinu. Þá höfðu verið gerðar breytingar á húsinu án tilskilinna leyfa. Í slíkum tilvikum fer ekki fram skoðun eftirlitsmanna á fyrirhuguðum teikningum og öryggismat. Það skiptir máli að eftirlit með aðbúnaði og brunavörnum sé ekki aðeins virkt á framkvæmdarstiginu. Það þarf að efla frumkvæðiseftirlit slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa. Lagt er jafnframt til að fagaðilar greini hvað þarf að efla í eftirliti með brunavörnum og aðbúnaði mannvirkja og hvort þörf sé á frekari eftirlitsheimildum eða auknum mannafla eða fjármagni í verkefnið. 
    Flokkur fólksins leggur einnig til að áhersla verði lögð á vitundarvakningu meðal almennings, og þá sérstaklega fólks á leigumarkaði, um brunavarnir og aðbúnað. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til meðferðar borgarráðs.

    Fylgigögn

  80. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200235

    Tillaga Flokks fólksins að sama ívilnun gildi fyrir visthæfa bíla, þe. 90 mín. frítt í stæði í bílastæðahúsum og í götustæði. Það er ekki rökrétt að bjóða visthæfu bílaeigendum að leggja frítt í stæði á götu í 90 mínútur en ekki í bílastæðahúsi. Með því að hafa ekki sömu ívilnun í bílastæðahúsinu  eru skipulagsyfirvöld að hvetja þessar bílaeigendur að leggja frekar bíl sínum á götu en í bílastæðahúsi. Hér eru skipulagsyfirvöld í  mótsögn við sjálfa sig. Þau agnúast út í bílaeigendur sem  koma í miðborgina á bíl sínum en gera hins vegar fátt til að hvetja þá til að a.m.k. nýta sér bílastæðahúsin sem eru mörg hver illa nýtt. Samkvæmt samgöngustjóra (17. 2., 20) er nýting húsanna á þessum tíma almennt lítil, 10-15% nýting ef langtímanotendur með mánaðarkort eru taldir með. Engu að síður sjá skipulagsyfirvöld ofsjónum yfir lækkun tekna bílastæðasjóðs ef gjaldfrjálst verður í bílahúsin frá kl. 22:00 til kl. 08:00 eins og ein af tillögu Flokks fólksins gekk út á. Ef lagt er yfir nótt frá kl. 22:00 að kvöldi og sótt rétt kl. 8:00 morguninn eftir þarf sem dæmi að greiða 1.050 kr. í Stjörnuporti, og Vitatorgi en 1.320 kr.

    Frestað.

  81. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200236

    Tillaga Flokks fólksins að bíllinn verði aðgengilegur allan sólarhringinn í bílastæðahúsum og að kostnaður við að leggja í bílastæðahús verði áþreifanlega minni en ef lagt er á götum úti. Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar rekur sjö bílastæðahús. Viðurkennt hefur verið af skipulagsyfirvöldum að skammtímastæði þar eru illa nýtt seint á degi og um kvöld. Þar er ekki boðið upp á að greiða með t.d. leggja.is eða öðru sambærilegu. Samkvæmt heimasíðu Bílastæðasjóðs er dýrara að leggja í bílastæðahúsum en út á götu á gjaldsvæðum 2-4. Í bílastæðahúsum þarf að greiða gjald fyrir allan þann tíma sem bíl er lagt og ekki er boðið upp á ívilnanir fyrir metan- eða rafbíla eða frítt stæði í 90 mín eins og í gjaldstæði á götum.  Á heimasíðu bílastæðasjóðs eru ekki upplýsingar um nýjar reglur um gjaldskyldu og gjaldskyldusvæði sem samþykktar voru 12. september 2029. Helstu breytingar voru að gjaldskylda er nú á sunnudögum og lengja á gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 til 20:00 á virkum dögum. Eru þær reglur kannski ekki búnar að taka gildi? Ef bílastæðahús eiga að vera nýtt með fullnægjandi hætta þurfa þau að vera opin allan sólarhringinn þannig að þeir sem vilja dvelja í miðbænum fram yfir miðnætti geta lagt þar.

    Frestað.

  82. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200237

    Tillaga að bílastæðasjóður birti á heimasíðu sinni réttar upplýsingar um gjaldskyldutíma. Samþykkt var sl.  vetur á fundi skipulags- og samgönguráðs 12. september 2019 að lengja gjaldskyldu á svæði 1 til klukkan 20 á vikum dögum og á laugardögum og að bæta við gjaldskyldu á svæðinu á sunnudögum frá klukkan 10-16. Á heimasíðu bílastæðasjóðs kemur þessi breyting ekki fram, nema að þessar nýju reglur hafi ekki tekið gildi? Ef þær hafa gert það þá hefur heimasíðan ekki verið uppfærð. Upplýsingar á heimasíðunni gefa til kynna núna að gjaldskyldu ljúki kl. 18 en ekki 20 í gjaldstæði 1 og að engin gjaldskylda sé á sunnudögum. Einnig segir að gjald sé innheimt á virkum dögum milli 9-18 og á laugardögum 10-16 og í P4 8-16 . Auk þess eru aðrar upplýsingar einnig villandi. Í dálknum gjaldskyld svæði eru sunnudagar ekki nefndir. Neðar á heimasíðunni er listi yfir daga sem ekki er tekið gjald en þar eru sunnudagar ekki heldur nefndir. Þessar mikilvægu upplýsingar skipta máli fyrir fólk sem veltir fyrir sér hvort það vilji heimsækja bæinn á sunnudögum og þurfi þá e.t.v. að leggja í gjaldskyld svæði. https://www.bilastaedasjodur.is/gjaldskylda/gjaldsvaedin.

    Frestað.

  83. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200238

    Í gögnum um uppbyggingu í Skerjafirði kemur fram að draga eigi úr byggingarheimildum atvinnusvæðis í Skerjafirði. Nú þegar er þetta svæði ekki mikið atvinnusvæði. Spurt er þess vegna hvað átt sé við hér, hvernig atvinnusvæði er verið að vísa til? 

    Frestað.

  84. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli         Mál nr. US200239

    Lagt er  til að látið verði á það reyna hvort einhver aðili eða önnur sveitarfélög hafi áhuga á að fá hús sem stendur á lóð Vesturbæjarskóla án endurgjalds en taki á sig kostnað vegna flutnings. Þannig myndi varðveitast byggingarsögulegt gildi hússins og borgin komast  hjá óþarfa kostnaði við niðurrif þess. 

    Frestað.

  85. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögunni,          Mál nr. US200240

    Tillaga Flokks fólksins að fresta framkvæmdum við endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg þar til betur árar og nýta fjármagnið til að styrkja og auka grunnþjónustu, velferð og skólaþjónustu. Flokkur fólksins leggur til að endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg verði frestað og þær milljónir 342 sem verja á í verkið verði frekar nýtt til að auka og bæta við grunnþjónustu borgarbúa. Nú er ekki tíminn til að skera niður fjármagn í beina þjónustu við borgarbúa og til þess að hægt sé að sporna við niðurskurði er mikilvægt að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst. Hér er um framkvæmd sem vel má bíða betri tíma svo fremi sem Hegningarhúsið liggi ekki undir skemmdum. Not er fyrir bæði fjármagnið og verktaka í önnur brýnni verkefni. Húsið lítur vel út og er ekki umhverfinu til skammar. Það á sína sögu og verður mikilvægt að halda í hana og þegar betur árar, gera þá húsið upp. Það fjárfestingarátak sem nú er í gangi ætti að miðast að nauðsynlegum hlutum frekar en áhersla sé lögð á framkvæmdir sem eru engan vegin nauðsynlegar. Fjögur ár eru nú liðin síðan fangelsinu var lokað og hefur engin starfsemi verið þar síðan. Ekki skaðar að bíða í ein til  tvö ár til viðbótar.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 16:45

Sara Björg Sigurðardóttir