Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 76

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 10. júní kl. 09:07, var haldinn 76. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal.

Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

07

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólöf Örvarsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Jóhanna Guðjónsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

    Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 2. júní sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  2. Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023,          Mál nr. US200206

    Lögð fram umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023, dags. 5. júní 2020, til samþykktar að loknu umsagnarferli, ásamt bréfi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 6. júní 2020.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umferðaröryggisáætlun 2019-2023 er mikilvægur áfangi. Stefnt er á að Reykjavíkurborg taki upp núllsýn í umferðaröryggismálum, þ.e. þá langtímasýn að enginn hljóti varanlegt heilsutjón sökum umferðarslysa. Sett eru markmið um fækkun slysa, stöðu innviða og hegðun vegfarenda, þ.m.t. hlutfall þeirra sem nýta sér virka ferðamáta. Í framhaldinu verður ráðist í aðgerðir í hverfum t.d. með það að markmiði að lækka umferðarhraða í íbúðarhverfum. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram með þróun mála t.d. aukinni notkun smærri raftækja og styðja við þá þróun með bættum innviðum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að auka umferðaröryggi í Reykjavík, meðal annars með aðgreindum hjóla- og göngustígum, bættri ljósastýringu og stjórnun á hraða. Gögnin í Umferðaröryggisáætluninni eru frá 2012-2016. Eðlilegt væri að fá nýjustu gögn. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Athygli vekur að aukning er á slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum. Það er mikið áhyggjuefni en sýnir vel þróunina. Gangandi og hjólandi eru algjörlega óvarðir og hjálmanotkun er ekki eins og skyldi – það er líka áhyggjuefni. Bent hefur verið á að ekki eru gerðar kröfur á hraðatakmarkanir hjólandi vegfarenda. Lögreglan hefur varað við að ekki eru notaðir hjálmar á rafhlaupahjólin sem eru mjög að ryðja sér til rúms í borgarlandinu en þau eiga eflaust eftir að skora hátt í slysatíðni, því miður því um skemmtilegan ferðamáta er að ræða á styttri leiðum. Enn á ný sannast að ekki má bíða lengur með að taka upp nýjan ljósastýringarbúnað í Reykjavík sem er forgangsmál í samgöngusáttmálanum. Snjalltæknin kemur til með að leysa mörg vandamál og fækka slysum. Meirihlutinn setur sig mjög á móti þeim hugmyndum og er það fullkomið ábyrgðarleysi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynnt er skýrsla um umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023. Fjallað er um núverandi stöðu slysa og þróun sem og helstu áherslur. Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um eldri borgara og umferðaröryggi. Fram kemur að rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að ferðum fækkar þegar fólk eldist sem er eðlilegt. Eldri borgarar koma síður í miðbæinn eftir umdeildar framkvæmdir sem dregið hafa úr aðgengi að hinum áður vinsæla Laugavegi. Aðgengi hjólandi er gott en eldri borgarar ferðast ekki mikið um á hjólum. Eldri borgarar leggja sjaldan í bílastæðahús af ótta við að villast eða lenda í vandræðum með greiðslukerfið. Huga þarf sérstaklega að öryggi þessa hóps í umferðinni. Fulltrúi Flokks fólksins fagnaði því þegar heimild var veitt í umferðarlögum að fatlaðir geti ekið göngugötur. Af öðrum öryggisþáttum má benda á að lausnir við að bæta öryggi takmarkast af því sem hægt er að gera umhverfislega jafnt sem kostnaðarlega. Að aðskilja andstæðar akreinar með vegriði er oft hægt að koma við. Sömuleiðis ætti að byggja göngubrýr alls staðar þar sem það er hægt. Að aka á þungum bílum veitir vernd en minnkar samsvarandi hjá þeim sem aka á léttum bílum. Til bóta væri að fækka þungum bílum innan þéttbýlasta svæði borgarinnar.

    Fylgigögn

  3. Skólavörðustígur við Bergstaðastræti, afmörkun göngugötu         Mál nr. US200189

    Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags 29. maí 2020, þar sem óskað er heimildar til að ljúka undirbúningi breytinga á gatnamótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis.

    Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Er ekki nóg að loka götunum með merkingum? Hvers vegna þarf að fara í þessar framkvæmdir upp á tæpar 10 milljónir? Er þetta forgangsröðun á fjármagni? Þetta verk er langt, langt í frá að vera lögbundið eða grunnþjónusta. Það eru allir að gefast upp á þessari sóun sem stunduð er í gæluverkefni meirihlutans.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins veltir hér fyrir sér forgangsröðun og hvort að hér sé með þessari aðgerð ekki verið að loka fyrir möguleika á að snúa þessari ákvörðun um lokun þessa svæðis við. Eins og margoft hefur komið fram eru miklar deilur um þessa framkvæmd alla og ef sú staða kæmi upp að fáir eigi eftir að koma á svæðið eftir breytinguna og verslanir komi jafnvel ekki til með að þrífast þarna er mikilvægt að geta breytt aftur til baka með litlum tilkostnaði. Þá getur komið upp sú staða að búið sé að henda 10 milljónum í ekki neitt. Flokkur fólksins leggur til að beðið sé með þessa aðgerð til að sjá hverju framvindur. Hafa skal í huga að um göngugötur eiga eftir að aka bílar, P merktir bílar og bílar sem losa vörur. Kantsteinar og upphækkanir henta þá illa. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki sjónarmiðið, hér er verið að eyða peningum að óþörfu.

    -    Kl. 9:53 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Hringbraut - Hofsvallagata, breytingar á gatnamótum,          Mál nr. US200207

    Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, þar sem óskað er heimildar til að ljúka, í samstarfi við Vegagerðina, undirbúningi breytinga á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirhuguð breyting á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu er löngu tímabær. Hún mun auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Það er fagnaðarefni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Skipulagsyfirvöld óska heimildar til að ljúka undirbúningi breytinga á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Flokkur fólksins fagnar að endurnýja á umferðarljósabúnað enda þarna búið að vera ófremdarástand. Það er almennt erfitt að koma akandi Hringbraut og beygja til suður á Hofsvallagötu og spurning hvort að það verði nokkurn tíma gott eftir allt rask sem orðið hefur á gatnakerfinu. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi er einnig slæmt vegna þrengsla. Of lítið bil er milli bíla, hjólandi og gangandi. Hofsvallagata rúmar þetta illa. Það á þátt í að bílar sitja fastir á þessum gatnamótum, margir á leið sinni vestur í bæ og út á Seltjarnarnes. Vandinn væri ekki svo mikill ef þetta væri ekki önnur helsta leið út á Seltjarnarnes. Fyrir þá sem búa fyrir vestan þessi gatnamót hlýtur þetta að fara að hafa áhrif t.d. á sölumöguleika húseigna þar.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  5. Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN200276

    680269-2899 Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar, dags. 8. maí 2020, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vesturlandsvegar. Gerðar eru textabreytingar í köflum 5.1, 5.3, 5.4. og 5.5 vegna útfærslu vegarins, samkvæmt uppfærðri greinargerð, skilmálum og umhverfisskýrslu, dags. 7. júní 2018, br. 8. maí 2020. 

    Frestað. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum góða kynningu. Nauðsynlegt er að rýna enn betur lausnir fyrir gangandi og hjólandi til að skapa samfellda og örugga göngu- og hjólaleið meðfram Vesturlandsvegi. Jafnframt þarf að huga að lausnum varðandi hljóðvist enda liggur vegurinn víða framhjá heimilum fólks.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa í sameiningu að gerð deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg. Löngu tímabær aðgerð. Flokkur fólksins fagnar tillögum um að aðskilja akstur sem fer í sitt hvor átt með vegriðum. Einnig er tímabært að bæta við hjólastígum og göngustígum. Gert er ráð fyrir að gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur noti hliðarvegi eða sérstakan göngu- og hjólastíg og reiðstíga meðfram hliðarvegunum. En slíkir stígar eiga ekki að liggja meðfram fjölförnum bílavegum skyldi maður ætla og vissulega eru einhverjar reglur um það sem hlýtur að þurfa að fylgja. Slíkum stígum ætti að finna stað í einhverri fjarlægð frá bílagötunni? Hér þarf að stíga varlega til jarðar til að ekki verði sóað óþarfa fé í eitthvað sem mun síðan ekki reynast farsælt. Sýna þarf fyrirhyggju í hönnunarvinnunni og umfram allt gæta að öryggis allra ferðalanga. Fulltrúi Flokks fólksins gerir sé grein fyrir að deiliskipulagsmörkin setja skorður. Og enn skal á það bent að hjólastígar eiga að liggja eins lárétt og unnt er. Brekkur ætti að forðast. Þarna er ekki alveg slétt og með því að hugsa og hanna rétt má gera hjólastíginn flatan. En ef ekki er hugsað um það verður hann upp og niður og allavega.

    Erna Bára Hreinsdóttir og Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 10:53 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi. 

    -    Kl. 10:53 tekur Sara Björg Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 25. og 29. maí 2020 og 5. júní 2020.

    Fylgigögn

  7. Seljavegur 2, (fsp) uppbygging     (01.133.2)    Mál nr. SN200284

    620617-2370 Grandinn - Íbúðafélag ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

    500191-1049 Arkþing - Nordic ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 8. maí 2020, um hvort fyrirhuguð uppbygging á lóð nr. 2 við Seljaveg, samkvæmt forteikningum Arkþings - Nordic ehf. dags. 6. maí 2020 og greinargerð ódags., samræmist deiliskipulagi. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu dags. 8. júní 2020 um fjölda bílastæða á Seljavegi 2. 

    Kynnt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Húsnæðisstefna borgarinnar felst í því að byggðar verði íbúðir fyrir alla þjóðfélagshópa og koma til móts við fólk með ólíka greiðslugetu. Íbúðarstærð í fyrirhuguðum húsum við Seljaveg 2 er fjölbreytt. Íbúðirnar eru eins og fjögurra herbergja og geta því þjónað fjölbreyttri íbúðarþörf.



    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að sú stefna meirihlutans að byggja agnarsmáar íbúðir sé á leið út í öfgar ekki síst vegna þess að þessar litlu íbúðir eru rándýrar. Vissulega er markaður fyrir litlar íbúðir og hefur hann farið vaxandi sem er vel. Verið er að byggja agnarsmáar íbúðir í stórum stíl. Stefnan er að hafa engin bílastæði, e.t.v. deilibílastæði ef vel lætur. Fulltrúi Flokks fólksins er allur fyrir fjölbreytni og gerir kröfu um að þörfum allra verði mætt sem best. Hér er verið að tala um að minnstu íbúðirnar eru ekki mikið stærri en 35 fermetrar. Dæmi eru um að studíóíbúð er seld á 19 millj¬ón¬ir. Minnstu íbúðirnar geta kostað allt að 30 milljónir á dýrustu stöðunum. Hér er því varla verið að höfða til fólks sem hefur lítið fé milli handanna. Fulltrúi Flokks fólksins myndi vilja sjá hver eftirspurnin verður eftir þessum litlu skápaíbúðum áður en lengra er haldið svo ekki verði setið uppi með óseldar, rándýrar 30 fermetra íbúðir í stórum stíl.

    Hjalti Brynjarsson og Grétar Snorrason frá Arkþing - Nordic ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, kynning     (06.2)    Mál nr. SN160264

    Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.2, Seljahverfi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Með þessum lið og tveimur öðrum eru kynningar: Hverfisskipulag, Breiðholt , Seljahverfi, Efra og Neðra Breiðholt. Í útsendri dagskrá fylgdu engin göng og því útilokað að setja sig inn í allar þær upplýsingar sem liggja fyrir í hverfisskipulagi í Breiðholti. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður kvartað yfir vinnubrögðum af þessu tagi. Það nær engri átt að kynna svo stór og mikilvæg mál og ætla að keyra þau í gegn án þess að gefa fulltrúum ráðrúm til að skoða málin fyrirfram af einhverri dýpt. Með þessum hætti er verið að skerða möguleika minnihutafulltrúa á þátttöku og tjáningu. Þessu er enn og aftur mótmælt og krafist að allar kynningaglærur verði í framtíðinni sendar út með dagskrá fundarins.

    Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  9. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, kynning     (06.3)    Mál nr. SN160265

    Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.3, Efra Breiðholt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hverfisskipulag þriggja hverfa í Breiðholti er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Mikið magn upplýsinga liggur fyrir sem erfitt er að meðtaka á stuttum tíma. Kynningin vekur upp fjölmargar spurningar. Byggja á ofan á hús í stórum stíl en ekki er talað um hvernig falli inn í umhverfið eða hugnist íbúum hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins vill staldra við samráðsferli sem er skref 3 af 6 hjá skipulagsyfirvöldum. Fjöldi íbúafunda eða rýnihópa er ekki merki þess að samráð hafi tekist vel. Á fundi sem þessa komast ekki allir og boðun á þá fer fram hjá mörgum. Fjölbreyttar leiðir til samráðs eru afar mikilvægar, stundum þarf jafnvel að nota símann eða senda persónuleg bréf. Fram kemur í kynningu að reyna á að höfða til unga fólksins og reyna að fá þeirra sjónarmið, hvað leiðir á að nota til þess? Það er mat Flokks fólksins að samráð þarf að koma inn strax í upphafi ferilsins eiginlega um leið og gróf grunnhugmynd liggur fyrir. Grunnhugmyndin gæti því átt eftir að taka á sig ýmsar birtingamyndir ef allt er eðlilegt. Í þessu verkefni er sagt að einstaklega gott samráð hafi nú þegar verið haft við Breiðhyltinga og vonar fulltrúi Flokks fólksins sannarlega að Breiðhyltingar taki heilshugar undir það. 

    Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  10. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, kynning     (06.1)    Mál nr. SN160263

    Kynning á tillögu og helstu atriðum Hverfisskipulags í Breiðholti hverfi 6.1, Neðra Breiðholt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er jákvætt að rýmka almennar heimildir til uppbyggingar í hverfum borgarinnar. Sú leið á að auka gagnsæi og einfalda stjórnsýslu. Minnka kostnað og fækka ágreiningsmálum. Samráð með íbúum er mjög mikilvægt í þessum efnum og er jákvætt að íbúar hafi haft góða aðkomu að þessu ferli, enda afar mikilvægt að íbúar hverfanna séu með í ráðum í þessum breytingum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hverfisskipulag þriggja hverfa í Breiðholti er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Mikið magn upplýsinga liggur fyrir sem erfitt er að meðtaka á stuttum tíma. Kynningin vekur upp fjölmargar spurningar. Byggja á ofan á hús í stórum stíl en ekki er talað um hvernig falli inn í umhverfið eða hugnist íbúum hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins vill staldra við samráðsferli sem er skref 3 af 6 hjá skipulagsyfirvöldum. Fjöldi íbúafunda eða rýnihópa er ekki merki þess að samráð hafi tekist vel. Á fundi sem þessa komast ekki allir og boðun á þá fer fram hjá mörgum. Fjölbreyttar leiðir til samráðs eru afar mikilvægar, stundum þarf jafnvel að nota símann eða senda persónuleg bréf. Fram kemur í kynningu að reyna á að höfða til unga fólksins og reyna að fá þeirra sjónarmið, hvað leiðir á að nota til þess? Það er mat Flokks fólksins að samráð þarf að koma inn strax í upphafi ferilsins eiginlega um leið og gróf grunnhugmynd liggur fyrir. Grunnhugmyndin gæti því átt eftir að taka á sig ýmsar birtingamyndir ef allt er eðlilegt. Í þessu verkefni er sagt að einstaklega gott samráð hafi nú þegar verið haft við Breiðhyltinga og vonar fulltrúi Flokks fólksins sannarlega að Breiðhyltingar taki heilshugar undir það. 

    Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  11. Rauðhólar, lýsing     (08.1)    Mál nr. SN200198

    Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla, dags. 30. mars 2020. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið fyrir deiliskipulagið koma fram í lýsingunni, en m.a. er lagt til að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið o.fl. Kynning stóð yfir frá 7. maí 2020 til og með 28. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 12. maí 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 26. maí 2020, Skipulagsstofnun dags. 26. maí 2020, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí 2020, Umhverfisstofnun dags. 29. maí 2020 og Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 30. maí 2020. 

    Athugasemdir kynntar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þar kemur fram að á svæðinu finnst alaskalúpína sem er að dreifast um svæðið. Ljóst er að lúpína er framandi og ágeng tegund. Við því er lítið að gera eins og staðan er nú, nema að fara að nota illgresiseyða eða að finna náttúrulega óvini lúpínunnar. Um það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun og meta þá kosti og galla slíkra aðgerða. Í sambandi við framtíðaráform svæðisins þarf að skoða þetta. 

    Um vatnsfarvegi gegnir það að það á ekki að koma til greina að spilla náttúrulegri framvindu þeirra. Flóð verða alltaf í ám og líta ber á að núverandi farvegur, sem og mögulegir farvegir flóða, sé hluti af náttúrulegri framvindu. Þess vegna má ekki þrengja að farvegunum, hvorki með byggingum, eða ,,flóðavörnum” af nokkru tagi.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Vesturbæjarsundlaug - Hofsvallagata 54, breyting á deiliskipulagi     (01.526.1)    Mál nr. SN190383

    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 21. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni felst að komið er fyrir hundagerði á lóðinni, núverandi grenndargámastöð er fest í sessi og bílastæðum fækkað lítillega, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 20. febrúar 2020 br. 26. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 31. mars 2020 til og með 12. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar og Nauthólsvíkur dags. 30. mars 2020, Þórhallur Ólafsson dags. 17. apríl 2020, Júlíana Björnsdóttir og fjölskylda dags. 19. apríl 2020, Ingunn A. Ingólfsdóttir dags. 19. apríl 2020, Sigurður Oddgeir Sigurðsson dags. 20. apríl 2020, Drífa Hansen dags. 21. apríl 2020, Guðrún Þórarinsdóttir, 21. apríl 2020, Ástrós Eva Einarsdóttir dags. 21. apríl 2020, Sunna Sasha dags. 21. apríl 2020, Aldís Amah Hamilton dags. 21. apríl 2020, Alda Sigmundsdóttir dags. 22. apríl 2020, Sigurlaug Bragadóttir dags. 24. apríl 2020, Vala Árnadóttir dags. 24. apríl 2020, Fríða Þorkelsdóttir dags. 24. apríl 2020, Ívar Kristjansson dags. 25. apríl 2020, Berglind Borgþórsdóttir dags. 25. apríl 2020, Ásdís Elva Pétursdóttir dags. 26. apríl 2020, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir dags. 27. apríl 2020, Freyja Kristinsdóttir f.h. stjórnar FÁH dags. 29. apríl 2020, Ólafur Hauksson dags. 5. maí 2020, Jón Skaftason dags. 11. maí 2020, Páll Kristjánsson formaður Knattspyrnudeildar KR dags. 11. maí 2020, Ásgerður Ragnarsdóttir og Stefán A. Svensson dags. 11. maí 2020, Jón Eiríksson og Þórunn Þórisdóttir dags. 12. maí 2020, Birgir Þ. Jóhannsson, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson dags. 12. maí 2020, Gísli Marteinn Baldursson dags. 12. maí 2020 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 22. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2020.

    Samþykkt að falla frá breytingu á deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2020.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að aðstöðu fyrir ferfætta íbúa borgarinnar. Tillagan er dregin til baka og samþykkt að ráðast í heildarendurskoðun á skipulagi svæðisins. Betur þarf að samræma fjölbreytta nýtingu svæðisins, hvort sem um er að ræða staðsetningu grenndargáma, veitingaaðstöðu, bíla- og hjólastæði, útivist eða aðra þætti.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að skipulagsyfirvöld hafi séð að sér, séð að þetta hundagerði var illa hannað og skipulagt. Nú hefur verð fallið frá því. Versta er að skipulagsyfirvöld skuli ekki hafa hlustað á hundaeigendur og varúðarorð fjölmargra. Nú er búið að eyða tíma og fé borgarbúa í eitthvað sem var fyrirfram dæmt. Hönnun þessa hundagerðið var frá byrjun gölluð. Flokkur fólksins lagði fram margar bókanir og athugasemdir og hverju þyrfti að breyta til að gera gerðið fullnægjandi, bæði um stærð, lögun og girðingu. En lengi var skellt skollaeyrum við. Og hvað nú? Á ekki að setja niður hundagerði? Almennt má segja að viðhorf til hundaeigenda er áberandi neikvætt hjá skipulagsyfirvöldum í borginni. Ekki er hægt að setja upp almennilegt hundagerði en hægt er að hirða árlegt hundaeftirlitsgjald af hundaeigendum sem sannarlega er ekki notað í þágu hundaeigenda og hundanna.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Vogabyggð svæði 5, breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN200239

    501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Veitna dags. 20. apríl 2020 ásamt minnisblaði, dags. 20. apríl 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir um 105 fm. landfyllingu vestan skólpdælustöðvar til að tryggja öryggi byggingarinnar og hækka land á lóð skólpdælustöðvar, samkvæmt uppdr. Jvantspijkes og Teiknistofunnar Traðar, dags. 25. maí 2020. Einnig eru lagðir fram uppdr. Verkís, dags. 6. mars 2020, 17. apríl 2020 og ódags. og bréf Hafrannsóknarstofnunar dags. 14. apríl 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stöðin stendur afar nærri fjörukambi Arnarvogs og í ljós hefur komið að til þess að tryggja öryggi byggingarinnar þá er nauðsynlegt að fylla út í voginn aftan við hana. Lögð er fram umsókn Veitna um heimilt til að koma fyrir 105 fm. landfyllingu vestan skólpdælustöðvar til að tryggja öryggi byggingarinnar. Fylla á fjörur enn frekar til að tryggja að bygging sem stendur nærri fjöru hrynji ekki.

    Flokkur fólksins er almennt á móti því að ganga á fjörur innan borgarmarka. Skipuleggjendur þessa verkefnis telja það nauðsynlegt í þessu tilfelli. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé kominn tími til að taka meira tillit til umhverfisins þegar finna á húsum stað. Hreinar fjörur eru mikilvæg svæði t.d. til útvistar. Í framtíðinni verður að tryggja að svona verði ekki gert. Ákveða þarf fyrirfram að friða fjörurnar. Hér er kallað á að skipulagsyfirvöld sýni einhverja fyrirhyggju við hönnun svæða við eða nærri sjónum til þess að vera ekki nauðbeygð síðar til að skemma náttúru.

    Fylgigögn

  14. Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (04.071)    Mál nr. SN200134

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Ártúnshöfði - Eystri" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 21. febrúar 2020. Tillagan var auglýst frá 31. mars 2020 til og með 12. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Róbert Örn Albertsson dags. 15. apríl 2020, Sölvi Sigurjónsson dags. 15. apríl 2020, Kristján Lindberg Björnsson dags. 16. apríl 2020, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir f.h. Kaffitárs ehf. dags. 17. apríl 2020, Elías Gíslason, Guðmundur Gunnlaugsson, Pétur Jónsson, Náttúrulækningastofa Matthildar, Sjúkraþjálfun Ártúnshöfða og Sveinbjörn Jakobsson dags. 29. apríl 2020, Elías Gíslason dags. 7. maí 2020, Þórður R. Magnússon dags. 11. maí 2020, Stefán S. Gunnarsson dags. 11. maí 2020, G. Sigríður Samúelsdóttir dags. 11 maí 2020, Vignir Þór Stefánsson dags. 11. maí 2020, Ingi Kári Loftsson dags. 12. maí 2020, Jón Kristinn Jónsson og Sesselja Ingólfsdóttir dags. 11. og 12. maí 2020, Ólafur Jónsson dags. 11. maí 2020, Pétur Jóhannesson dags. 12. maí 2020, Einar S. Hálfdánarson dags. 12. maí 2020, Árni Guðmundsson dags. 12. maí 2020, Sif Jónsdóttir og Björn Finnbogason dags. 12. maí 2020, Páll Fannar Einarsson dags. 12. maí 2020 og Guðrún Karlsdóttir. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Berglindi Gunnarsdóttur dags. 20. maí 2020 og Magnúsi Óskarssyni hrl. f.h. Vélvíkur ehf. dags. 27. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 12. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Dregist hefur úr hömlu að koma upp búsetuúrræðum fyrir húsnæðislaust fólk sem borgin hefur ráðist í. Mikilvægt er að búsetuúrræði séu í sem mestri sátt við íbúa. Ekki er gert ráð fyrir búsetu samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Þá er óljóst hversu tímabundið þetta úrræði verði.

    Fylgigögn

  15. Mýrargata 26, breyting á deiliskipulagi     (01.115.3)    Mál nr. SN200338

    560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf., dags. 29. maí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Slipps- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 26 við Mýrargötu. 

    Í breytingunni felst að heimila aukið byggingarmagn. Hámarksbyggingarmagn verður 9750 m2 eftir breytingu, þar af 9350 A rými og 400 B rými, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 15. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2020.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs. 



    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1070 frá 2. júní 2020.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  17. Urðarstígur 9, kæra 17/2020, umsögn, úrskuður     (01.186.5)    Mál nr. SN200137

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. febrúar 2020, ásamt kæru dags. 24. febrúar 2020 þar sem kærðar eru ákvarðanir byggingarfulltrúa dags. 24. og 31. janúar 2020 og 10. febrúar 2020 um byggingarleyfisskyldu og stöðvun framkvæmda að Urðarstíg 9. Einnig er lögð fram umsögn Skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. febrúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. maí 2020. Úrskurðarorð: Fyrirspurn um byggingarleyfisskyldu framkvæmda við Urðarstíg 9 er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Ákvörðun byggingarfulltrúa frá 24. janúar 2020 um stöðvun framkvæmda og að sótt verði um byggingarleyfi er felld úr gildi.

  18. Langholtsvegur 136, kæra 35/2020, umsögn, bráðabirgaúrskurður     (01.441)    Mál nr. SN200298

    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. maí 2020, ásamt kæru dags. 8. maí 2020 þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis dags. 29. apríl 2020 um byggingu bílskúrs og svala á fasteigninni Langholtsvegur 136. Einnig er lögð fram umsögn Skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. mars 2020. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. maí 2020 vegna stöðvunarkröfu. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

  19. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK2019080033)         Mál nr. US190078

    Lagt fram svar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, er varðar tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði, um bílastæðahús borgarinnar og snjallsímaforritið Leggja.is. 

    Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vísað frá á grundvelli umsaganar. Fyrri hluti tillögunnar er þegar framkvæmanlegur og seinni hluti af þjónustu sem ólíkir aðilar geta veitt og því ekki hlutverk ráðsins að fyrirskipa um það.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það kemur á óvart hvað bílastæðahúsin eru vanbúin þegar kemur að þjónustu. Tæknilausnir eru lítið nýttar sérstaklega þær sem auka við þjónustu. Bílastæðahús eru vannýtt af ýmsum orsökum. Mörgum finnst þeir ekki öruggir í þeim og óttast að lenda í vandræðum ekki síst með greiðslukerfið. Upplýsingar um opnunartíma eru ekki nógu sýnilegar, í það minnsta lokast fólk inni með bíl sinn vegna þess að það hefur talið að bílastæðahúsið sé opið lengur eða opið allan sólarhringinn. Lendi fólk í vandræðum eftir lokun geta þeir hringt í Reykjavíkurborg. Þá svarar símsvari sem segir fólki að sé neyðartilvik skuli það hringja í 112, sé beðið lengur á línunni (sem hringjandi veit ekki að þarf að gera) fær hann upplýsingar um að hægt er að ýta á neyðarhnapp og komast þá í samband við þjónustuaðila. Hvergi eru í raun leiðbeiningar um þetta og á sjálfri greiðsluvélinni er agnarsmár hnappur sem fáir taka eftir sem stendur á aðstoð. Allt er þetta með öllu ófullnægjandi enda líður varla sú vika að ekki berist sögur af neikvæðri reynslu fólks í bílastæðahúsum borgarinnar. Reynt hefur verið að benda bílastæðasjóði á þessa vankanta en ekki virðist sem það hafi skilað sér.

    Fylgigögn

  20. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020030012)         Mál nr. US200060

    Lagt fram svar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, er varðar fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, um bílatalningu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gatnamót Þorragötu og Suðurgötu eru langt frá háskólasvæðinu sem notuð eru sem rök í svarinu. Það er fáránlegt að bera því við. Auðvitað var verið að telja bíla inn og út úr Skerjafirði. Best að viðurkenna það strax. Það er niðurlægjandi bæði fyrir þá sem eru taldir og talningaraðila að telja handvirkt þegar er til tæknibúnaður til talningar bíla. Að fara í talningu á þeim tíma sem verkfall Eflingar stóð yfir er merki um mikinn ósveigjanleika kerfisins. Eða helgaði tilgangurinn meðalið að blekkja bílaumferð um þetta svæði? Allir vita nú hvaða framkvæmdir á að fara í – í Skerjafirði. Að bæta við a.m.k. 1.200 nýjar íbúðum. Allar líkur benda til að umferð þungaflutninga muni þurfa að fara í gegnum Einarsnes þegar ljóst er að vegalagning í gegnum flugskýli Flugfélagsins Ernis eru í uppnámi. Því er ljóst að þessar talningar á þessu svæði á þessum tíma eru vita tilgangslausar.

    Fylgigögn

  21. 21.     Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK202004009)         Mál nr. US200073

    Lagt fram svar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, er varðar tillögu frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði, um vistvæna bíla og gjaldskyld stæði.

    Fellt með með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki þykir rétt að útvíkka bílastæðafríðindi frekar yfir á tvinnbíla sem ganga fyrir metani og bensíni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um að metanbílar verði aftur teknir á lista yfir visthæfa bíla hefur verið felld en með nýjum reglum sem tóku gildi 1. 1. 2020 voru metanbílar teknir af lista vistvænna bíla og geta ökumenn þeirra ekki lagt gjaldfrjálst í 90 mín. í gjaldskyld stæði. Ekki eru rök hér að baki en í umsögn um tillöguna er skoðun samgöngustjóra reifuð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að skoðun samgöngustjóra sé ekki marktæk enda er hún er án rökstuðnings.  Skoðun hans skiptir ekki máli hér. Tvískiptir bílar með  metan eða rafmagn sem aðalorkugjafa eru með bensín til vara.  Bílaeigendur fá sér metan- eða rafmagnsbíla til að nota þá orkugjafa. Það er umhverfinu og íslensku hagkerfi til bóta og eitthvað sem borgin í öllu sínu tali um að draga úr útblæstri ætti að skilja og virða. Litlu skiptir þótt í undantekningartilfellum þurf að brenna bensíni. Með þessari aðgerð eru skipulagsyfirvöld í mótsögn við sjálfa sig sem skerðir trúverðugleika þeirra.  Nú er engin hvatning til að kaupa tvískipta metan og rafbíla og er það miður. Hvatning skiptir máli og ef lögð væri áhersla á að selja metan í stað þess að brenna því, sóa því eins og hverju öðru drasli  væri mikið unnið í umhverfismálum

    Fylgigögn

  22. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020020015)         Mál nr. US200031

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. maí 2020, er varðar fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, um sérmerkingar bílastæða.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er ekki nema von að aðilar leyti réttar síns hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þetta mál fjallar fyrst og fremst um hefðarrétt sem byggir á samningi frá 1969. Það er frábært að borgin hafi stoppað þessar íþyngjandi ákvörðun á meðan málið er til meðferðar í ráðuneytinu. Það er áfangasigur. Ítrekað er að stjórnvald getur ekki farið fram með svo íþyngjandi ákvörðun án vandaðs undirbúnings.

    Fylgigögn

  23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, (USK2020020038)         Mál nr. US200041

    Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið, í samstarfi við Vegagerðina, vinni tillögur að öruggum gönguþverunum yfir Hringbraut. Slysatíðni er mikil á Hringbraut og fjöldi barna þverar götuna daglega á leið til skóla, íþrótta og tómstunda. Gera þarf viðeigandi breytingar á umhverfi Hringbrautar svo tryggt verði raunverulegt öryggi með réttum staðsetningum, götugögnum og búnaði. Skapa þarf öryggistilfinningu og jákvæða hegðun þar sem notendur lesa umhverfið og hætturnar rétt og bera virðingu hver fyrir öðrum. Tillögurnar verði unnar með hliðsjón af skýrslu um umferðaröryggi í Vesturbæ (febrúar 2016), og að höfðu samráði við íbúaráð og íbúasamtök Vesturbæjar.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  24. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200162

    1. Óskað er eftir að skipulags- og samgönguráð fái afhent svar borgarstjóra/Reykjavíkurborgar sem sent var vegamálastjóra/Vegagerðinni sem viðbragð við bréfi um legu Sundabrautar. Í bréfinu segir: "Í erindi Vegagerðarinnar til skipulagssviðs borgarinnar dagsett 26. febrúar 2014 er m.a. vakin athygli borgarinnar á ákvæði 2. mgr. 28. greinar Vegalaga nr. 80/2007, en þar segir: "Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vegagerðarinnar skal það rökstyðja það sérstaklega."2. Óskað er eftir tímalínu/sögulegu yfirliti skýrslna og greininga um Sundabraut frá upphafi ásamt því hverjir sátu í hverjum hópi/nefnd fyrir sig. 

    Vísað til umsagnar Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200177

    Nýlega hafa götur verið endurnýjaðar og þörf er víða á slíkum framkvæmdum. Áætlanir hafa oft alls ekki staðist. Tímamörk hafa heldur ekki staðist og óvæntir og kostnaðarliðir bæst við. Svo virðist að það tengist oft gömlu lagnakerfi. Flokkur fólksins vill spyrja að hvaða marki kostnaðaráætlanir hafi staðist á þessu kjörtímabili og hvaða þættir valda mestum frávikum?

    Vísað til meðferðar innkaupa- og framkvæmdaráðs.

  26. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200182

    Frágangi við vitann við Sæbraut var lokið á árinu 2019 og var áætlaður kostnaður við hann í upphafi 50 milljónir, sem síðan var breytt í 75 milljónir. Endanlegur kostnaður varð hins vegar 175 milljónir. Nú bar það við að í yfirliti um innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í eignasjóði yfir 1. mkr. fyrir tímabilið janúar - desember 2019 sem lagt hefur verið fram kemur fram greiddar hafi verið rúmar 30 milljónir út á liðinn gatnamál í miðborginni vegna vitans við Sæbraut. 1. Eru þetta greiðslur sem ekki var gert ráð fyrir í endanlegum kostnaði sem kynntur hefur verið? 2. Óskað er eftir yfirliti yfir alla sem skilað hafa reikningi inn vegna viðfangsefnisins "vitinn við Sæbraut" og sundurliðun á verkþáttum. 

    3. Einnig er óskað eftir útboðsgögnum ef einhver eru vegna þessa verkefnis.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  27. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200185

    Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Álfalandi, á lóðinni gengt/á móti Álfalandi 6 þar sem Reykjavíkurborg rekur skammtímavistun. 1. Hvað er verið að byggja upp þarna? 2. Eru þessar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar, B-hluta fyrirtækja borgarinnar eða einkaaðila? 3. Hvenær var veitt leyfi fyrir þessum framkvæmdum? 4. Fóru framkvæmdirnar í grenndarkynningu? 5. Voru framkvæmdirnar lagðar fyrir íbúaráðið?

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins dregur fyrirspurn til baka.

  28. Áheyrnarfulltrúið Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200151

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fjölda stæða og sleppistæða við leikskóla og grunnskóla borgarinnar og hvað mörg eru yfirbyggð. Í ljósi þess að borgarmeirihlutinn er að fækka stæðum við einstaka leikskóla í ákveðnu deiliskipulagi er vísað í Reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík. Í þeim segir m.a. að gera eigi ráð fyrir 0,2 - 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum eða sleppistæðum við leikskóla og lægri deildir grunnskóla þar sem meiri líkur eru á að börnum í neðri deildum er skutlað í skólann. Mælt er með því að helmingur stæða sé yfirbyggð. Fjöldi stæða skal vera 0,4 stæði/starfsmann og 20 stæði/100 börn. Við Grunnskóla er stæði fyrir starfsmenn plús sleppistæði allt að 60 á 100 nemendur. Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar frá foreldrum um að stæði fyrir framan suma leikskóla eru of fá og stundum myndist vandræðaástand á álagstímum. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200158

    Flokkur fólksins fýsir að fá upplýsingar um hvort það sé reglulega borinn saman kostnaður við að nota sterk steinefni t.d. frá Noregi eða veikari íslenska steinablöndu í malbik í Reykjavík? Það er mikilvægt að gæði malbiks séu ávallt þau bestu og ef til vill ætti víðar að notast við sterkari gerð steinefnis í malbikið það sem flutt er inn frá Noregi. Venjulega er notast við sterkara malbik aðeins á mestu umferðargötunum eftir því sem fram kemur í kynningu. Nota ætti sterkara malbikið miklu víðar. Þá verður minna um slit og auknar líkur eru á að dregið verði úr svifryksmengun af völdum slits.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  30. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200159

    Þann 15. maí sl. var tekið fyrir framkvæmdaleyfi fyrir Bústaðaveg 151-153. Framkvæmdaleyfið veitir heimildir fyrir m.a. byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg, gerð hringtorgs á Bústaðaveg, hækkun Bústaðavegar, gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs vestan við Sprengisand og hesthús, gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut meðfram rampa að Reykjanesbraut, gerð tengistíga o.fl. 1. Hvað kostar þessi framkvæmd samkvæmt kostnaðaráætlun tæmandi talið? 2. Er búið að kynna þessa framkvæmd fyrir íbúum hverfisins? 3. Er búið að kynna þessa framkvæmd fyrir íbúaráði hverfisins? 4. Hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjast? 5. Hvenær er gert ráð fyrir verklokum? 6. Á að bjóða verkið út? 7. Er búið að tilkynna ríkinu/Vegagerðinni um framkvæmdirnar vegna mikillar hættu á að þær eyðileggi/girði fyrir möguleika á uppbyggingu mislægra gatnamóta Bústaðavegar/Reykjanessbrautar? 8. Er þessi framkvæmd hluti af samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200161

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið eftir því að skipulagsyfirvöld skipta mikið við Eflu, verkfræðistofu. Hér er um að ræða milljónir árlega. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort öll þessi verk hafi verið boðin út? Athuga ber að ekki þarf að ná viðmiði um útboðsreglur innkauparáðs til að geta boðið verk út. Eina sem ávallt ber að hafa í huga er að fara vel með fé borgarbúa. Eins veltir fulltrúi Flokks fólksins því fyrir sér hvort allur sá aragrúi af hámenntuðu starfsfólki borgarinnar geti ekki sinnt einhverjum af þeim verkum sem Efla fær inn á sitt borð? Til hvers er að ráða starfsfólk, hámenntað og fært í flestan sjó ef það fær svo ekki að nýta færni sína vegna þess að verkefni á þeirra sviði eru boðin út? Fyrir þá sem ekki vita og lesa fundargerð skipulags- og samgönguráðs þá er Efla alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum sviðum verkfræði, tækni og tengdum greinum. En þetta er einmitt lýsing á starfsgetu og færni margra sérfræðinga á skipulagssviði sem gætu án efa sinnt fjölmörgum verkum sem Eflu er falið.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Fjármálaskrifstofu.

  32. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200163

    Óskað er eftir að samgöngu- og skipulagsráð fái bréf frá hönnuði dags. 14. apríl. 2020 fylgir erindi þess efnis að sótt er um leyfi til að breyta notkun, skráðri stærð og útliti Náðhússins á lóð nr. 100 við Nauthólsveg/Bragginn. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, embætti byggingarfulltrúa.

  33. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200164

    Fyrirspurn um Nauthólsveg 100/Braggann. Verið er að sækja um leyfi til að breyta notkun, skráðri stærð og útliti Náðhússins á Nauthólsvegi 100/Bragginn. Reykjavíkurborg á byggingarnar á Nauthólsvegi 100 og búið er að gera upp Braggann fyrir um hálfan milljarð. Búið er að skrifa 47 milljónir á náðhúsið en það stendur enn fokhelt. 1. Hver borgar þessar breytingar og hver er fyrirhuguð notkun á húsinu? 2. Ef HR borgar breytingarnar stenst það þá framleigusamning Reykjavíkur til HR? 3. Hvað er áætlað að þessar breytingar kosti tæmandi talið? 4. Hvað borgar HR í leigu fyrir allar húsaþyrpingarnar á mánuði til Reykjavíkur? 

    Vísað til umsagnar Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 

  34. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200178

    Það hefur verið mikil óánægja með hvernig meirihlutinn hefur gengið fram í að loka ákveðnum götum fyrir umferð í miðbænum. Nú er liðið á annað ár frá því að það kom í ljós að lokun umferðar hafði verulega slæm áhrif á verslun í miðbænum. Heimsóknum Íslendinga sem búa annars staðar í miðbænum hefur snarfækkað. Framkvæmdir og breytingar á aksturstefnu Laugavegar settu strik í reikninginn. Á meðan ferðamannastraumur var mikill þrifust barir, veitingastaðir og minjagripi vel en verslanir sem höfðuðu meira til landans fundu áþreifanlega fyrir vaxandi áhugaleysi á komum í miðbæinn. Einar þrjár kannanir hafa verið gerðar og allar sýna þær sama mynstur. Spurningar voru m.a. hvort viðkomandi var hlynntur göngugötum og hvort hann væri minna eða meira líklegur að heimsækja miðbæinn eftir að loka væri fyrir umferð. Niðurstöður eru skýrara. Fólki líkar ekki þessar breytingar. Í framhaldinu vill fulltrúi Flokks fólksins leggja fram fyrirspurnir: 1. Hefur verið gerð rannsókn á því hvaða áhrif lokun Laugavegarins hefur á umferð um íbúagöturnar í kring, Grettisgötu, Njálsgötu og Bergþórugötu? 2. Hefur umferð um þessar götur verið mæld? 3. Liggja fyrir einhver töluleg gögn sem styðja þá fullyrðingu um að mannlíf og verslun aukist með fleiri göngugötum?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  35. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200180

    Fulltrúi Flokks fólks leggur til að meirihlutinn endurskoði þéttingarstefnu sína með það í huga að hlífa grænum svæðum, skólalóðum og útivistarsvæðum. Hér er aftur staðfest, og nú í ályktun íbúasamtaka í vesturhluta Reykjavíkur, hvernig samráð er hunsað. Fólki er boðið upp á að koma með tillögur og athugasemdir sem síðan er varla litið á. Í ályktuninni er lýst áhyggjum af hvernig þéttingastefna meirihlutans er farin að ganga á græn svæði borgarinnar. Segir í ályktuninni að "íbúar hafi ítrekað bent á þessa þróun í gegnum athugasemdir sínar við deiliskipulagsvinnu borgarinnar. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytinga ber þess merkis að vera eingöngu formlegs eðlis þar sem íbúum gefst í reynd ekki tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma er áberandi." Svo virðist sem engin takmörk séu þegar þétta á byggð. Ofuráhersla á þéttingu byggðar má aldrei vera gerð á kostnað grænna svæða í borginni.

    Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.



    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er fráleitt að leggja fram "tillögu" um hvaða stefnu aðrir kjörnir fulltrúar eigi að hafa um hin og þessi mál. Tillögur eiga að snúast um hvað stjórnvaldið Reykjavíkurborg eigi að gera ekki aðrir kjörnir fulltrúar. Tillögunni er vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ljóst að þessi tillaga er viðkvæm fyrir skipulagsyfirvöld og þegar svo er, er gjarnan gripið til hneykslunar. Þessi tillaga er byggð á skoðun margra sem hafa áhyggjur af grænu svæði borgarinnar. Það er sérkennilegt hvað skipulagsyfirvöld sem gefa sig út fyrir að vera græn vilja engu að síður ganga á náttúru, græn svæði og fjörur borgarinnar. Hér er kallað eftir samkvæmni frá meirihlutanum. Nýjasta dæmið eru grjótarhrúgu sem finna má á grasbletti út á Eiðsgranda. Hér er eitthvað óljóst á ferðinni sem engin virðist geta svarað en ekki er af þessu prýði svo mikið er víst.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólks lagði til að meirihlutinn endurskoði þéttingarstefnu sína með það í huga að hlífa grænum svæðum, skólalóðum og útivistarsvæðum. Tillagan hefur verið felld. Kvartanir hafa borist frá m.a. íbúðaráði og einnig einstaklingum að skipulagsyfirvöld séu æ meira að ganga á græn svæði og eyðileggja náttúru. Fólki finnst sem ekki sé á það hlustað þótt boðið sé upp á að koma með tillögur og athugasemdir. Að það sé meira til málamynda og til að geta sagst hafa gefið borgarbúum tækifæri til að tjá sig. Ætla má að ábendingar um þetta berist ekki borginni að ósekju. Það kann að vera að meirihlutinn sé kominn með þéttingarstefnu sína út í öfgar. Ef svo er þá er það miður. Eyðilegging á grænu svæði er oftast nær óafturkræfanleg. Hugsa þarf til framtíðar og þeirra sem erfa eiga borgina og landið. Hver vill búa í borg sem er lítið annað en steinsteypa.

  36. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200183

    Kynnt hefur verið að borgarlína eigi að liggja í gegnum Breiðhöfða í Reykjavík. 1. Hvenær er áætlað að deiliskipuleggja þetta svæði? 2. Er búið að ræða við rekstraraðila á þessu svæði um fyrirhugaðar breytingar? 3. Er Reykjavíkurborg búin að skipuleggja nýjar lóðir fyrir þá aðila sem reka bílakjarnann við Breiðhöfða og sambærilega starfssemi, ef þeir þurfa að víkja vegna borgarlínu? 4. Er Reykjavíkurborg búin að bjóða þessum aðilum nýjar lóðir fyrir rekstur sinn?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skipulagsfulltrúa

  37. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200186

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að íbúaráð Grafarvogs verði fengið til að gefa umsögn vegna byggingu fjögurra smáhýsa í Gufunesi. Mikilvægt er að íbúaráð Grafarvogs fái að senda inn umsögn vegna smáhýsanna og í raun hefði í upphafi átt að vísa málinu til umsagnar íbúaráðsins þó svo að samkvæmt skipulagslögum þurfi ekki að grendarkynna það. Íbúaráð Grafarvogs hefur þegar fjallað um smáhýsi við Stórhöfða milli húsa nr. 17 og 21.

    Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að byggingarleyfi hefur þegar verið gefið út og átti skipulagslega ekki erindi við íbúaráð Grafarvogs.

  38. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200187

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um kostnað við uppsetningu og frágang smáhýsa við Gufunesveg, meðal annars vegna lagningar hitalagna, rafmagns og veitna. Í ljósi þess að til greina kemur að staðsetning smáhýsanna sé í eða miklu návígi við vegstæði Sundabrautar, og þau gæti því þurft að fjarlægja í náinni framtíð, er einnig óskað eftir mati á ætluðum kostnaði við að fjarlægja húsin og innviði þeim tengdum.

    Vísað til umsagnar Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  39. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200197

    Fram hefur komið í drögum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði að umfang landfyllinga er minnkað. Samt eru forsendur landfyllingar fyrir annan áfanga uppbyggingar á svæðinu eftir því sem fram kemur í drögum. Fyrir liggur að flugvöllurinn verður á þessum stað næstu 15 árin samkvæmt því sem borgarstjóri segir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr eftirfarandi: Er ekki ástæða til að fresta öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer? Þá verður hægt að hanna byggingar án takmarkana á hæð, öryggissvæðis og margt fleira. Við brotthvarf flugvallarins verður einfaldlega allt annað umhverfi í boði, og lítil ef nokkur þörf verður þá á landfyllingum.

    Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá. Fyrirspurnir eru fyrir kjörna fulltrúa til þess að óska eftir faglegum upplýsingum um gögn og stöðu verkefna en ekki til að spyrja aðra kjörna fulltrúa um sína pólitísku afstöðu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Spurt er um hvort ekki sé ástæða til að fresta öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer úr Vatnsmýrinni enda verður þá allt annað umhverfi í boði. Þessum fyrirspurnum er vísað frá með þeim rökum að verið sé að spyrja um pólitísku afstöðu kjörinna fulltrúa eins og segir í svari. Hér er ekki spurt um pólitíska afstöðu heldur um skipulagsmál enda er umhverfi flugvallarins fyrst og fremst skipulagsmál. Vissulega eru skipulagsmál oft afar pólitísk enda ákvörðuð á pólitískum vettvangi. Fimmtán ár í sögu Reykjavíkur er brot af sögu borgarinnar og þessi 15 ár mega vel líða án framkvæmda. Þegar flugvöllurinn fer, fari hann þ.e.a.s. opnast allt aðrir möguleikar á byggðaþróun. Þeim möguleika á ekki að spilla með því að byggja í sérhverjum útnára flugvallarins. Þessi fyrirspurn á því algerlega rétt á sér og hefur ekkert að gera við að verið sé að spyrja aðra um pólitíska afstöðu þeirra. Miklu máli skiptir hvort flugvöllur sé á svæðinu eða ekki þegar horft er til byggingaáforma. Ef hann er ekki, eru ekki um sömu takmarkanir á hæð bygginga eða öryggisgirðingar svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er skoðandi hvort ekki sé rétt að bíða með að skipuleggja svæðið þar til að flugvöllurinn fari.

  40. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200199

    Lagt er til að frítt verði í bílastæðishús og í öll bílastæði í sumar (frá 10. júní - 15. september) í miðbænum til að laða fólk að því svæði. Er þessi tillaga liður í því kynningarátaki sem farið er af stað, sem kostar útsvarsgreiðendur 50 milljónir og gengur út á að auðga miðbæinn lífi.

    Fellt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að ráðast í aðgerðir til að efla miðbæinn, létta álögum og auðvelda aðgengi í sátt við íbúa og rekstraraðila. Rekstarumhverfi verslunar, þjónustu og veitastaða er þungt í Reykjavík, ekki síst með tilkomu kórónukreppunnar. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er fáránlegt að meirihlutinn felli þessa réttmætu tillögu sem yrði til þess að lífga miðbæinn við eftir sífellt, langvinnt niðurrif meirihlutans. Aðgengi að miðbænum í 50 milljóna markaðsátaki er mikilvægasti hluti þess að auðga hann lífi því engir eru ferðamennirnir. Hér birtist rörsýn meirihlutans gagnvart þessu svæði.

  41. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200201

    Vegna gríðarlegrar uppbyggingar í Vatnsmýrinni er ljóst að rennsli til vatnasvæðis tjarnarinnar hefur minnkað svo að það ógnar fuglalífi. Skerjafjörðurinn er uppeldisstöð bæði sjávar og fuglalífs ásamt öðrum mikilvægum lífverum í firðinum sjálfum. Því er mikilvægt að fyrirhuguð byggð í Skerjafirði fari í umhverfismat áður en hreyft verður við svæðinu. 1. Verður það gert? 2. Mikil mengun hefur fundist í jarðvegi á þessu svæði, hvaða eiturefni fundust tæmandi talið? 3. Hvað er áætlað að kostnaðurinn verði við það að fjarlægja þennan mengaða jarðveg? 4. Hvað spannar mengunin yfir stórt svæði? 5. Hvert á að flytja þennan mengaða jarðveg?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra og til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

  42. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200200

    Borgarstjóri hefur kynnt að Reykjavíkurborg fari í rekstur hafnarstrætó. 1. Þarf ekki að lögskrá áhöfn á bátinn þ.e. skipstjóra, vélstjóra og stýrimann?

    2. Hvernig verður öryggismálum háttað? 3. Hverjar eru stoppistöðvar hafnarstrætósins? 4. Hvenær er áætlað að strætóinn fari að ganga á milli hafna?

    Vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurninni er vísað frá. Engin ákvörðun um málið liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hahahahahahahahahaha – það er ekki annað hægt en að fá hláturskast við afgreiðslu þessa máls. Í hinu svokallaða „græna plani“ meirihlutans sem borgarfulltrúi Miðflokksins kallar hallærisplan eða skuldaplan, er kveðið á um vatnastrætó. Nú hefur komið í ljós að sá faramáti er innhaldslaus froða eins og annað í sáttmálanum. Eins er vatnastrætó kynntur sem forsenda þess að nýtt óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag í Gufunesi en Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. Hér er um mikið sjónarspil að ræða því byrjað er að grafa fyrir þessu þorpi í Gufunesi og er því verið að ljúga að fólki um þjónustu og samgöngur á svæðinu. Þvílíkt ábyrgðarleysi og blekkingar. 

  43. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200202

    Lagt er til að opnað verði fyrir umferð um þær akreinar við Lækjargötu og Vonarstræti sem lokaðar hafa verið vegna framkvæmda. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu reksturs og umhirðu.

  44. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200203

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað séu mörg verslunarrými við göngugötur í miðbænum, sem losnað hafa sl. eitt og hálft ár. Spurt er um rými sem hafa losnað við bæði varanlegar göngugötur og tímabundnar? Spurt er vegna þess að fjölmargir rekstraraðilar sem ráku verslanir við þessar götur hafa flutt verslanir sínar annað eða lagt niður rekstur sinn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhuga á að vita hvað mörg rými þar sem áður voru verslanir á þessu tímabili standa nú auð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skipulagsfulltrúa.

  45. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,

    Mál nr. US200208

    Reykjavíkurborg hafi neyðarnúmer/þjónustusíma sem hægt er að hringja í eftir hefðbundinn opnunartíma þjónustuvers.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  46. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 

    Mál nr. US200210

    Fyrirspurn til Faxaflóahafna 1. Hvað er landfyllingin á móts við Skarfasker stór? 2. Hvað er áætlað að hún verði notuð fyrir? 3. Á að reisa byggingar á landfyllingunni? 4. Ef já - hvaða byggingar eiga að rísa þar og frá hverjum? 5. Hvað er áætlað að þær verði háar/margar hæðir? 6. Ef einkaaðilum verði leyft að byggja á landfyllingunni - var þá farið í útboð?

    Frestað.

  47. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,           Mál nr. US200211

    Hvað hefur Reykjavíkurborg fengið mikið greitt í lóða- og gatnagerðargjöld af þeim nýbyggingum sem hafa byggst upp á þéttingareitum frá árinu 2010, tæmandi talið sundurliðað eftir byggingareitum?

    Frestað.

  48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200212

    Hundagerðið var frá upphafi ófullnægjandi fyrir ýmsar sakir og skellt var skollaeyrum við ábendingum og varnarorðum hundaeigenda. Engu að síður var haldið áfram með verkefnið 

    Flokkur fólksins óskar eftir að vita hvað þetta hundagerði kostaði borgarbúa?

    Frestað.

    -    Kl. 14:01 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

    -    Kl. 14:01 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.

    -    Kl. 14:21 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

    -    Kl. 14:21 víkur Katrín Atladóttir af fundi.

Fundi slitið klukkan 14:32

Pawel Bartoszek Sara Björg Sigurðardóttir