Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 29. apríl kl. 09:11 var haldinn 69. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Marta Guðjónsdóttir, Egill Jónsson, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Ólöf Örvarsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari er Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 17. og 24. apríl 2020.
Fylgigögn
-
Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, skilti í lögsögu Reykjavíkur Mál nr. SN170096
Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. mars 2020, varðandi samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur dags. 10. maí 2019, ásamt korti, þar sem lagðar eru til breytingar á samþykktinni. Einnig er lögð fram skýrsla Lisku dags. í apríl 2018, umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur mótt. 18. mars 2019 og umsögn Billboard mótt. 18. mars 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2019.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 1, breyting á deiliskipulagi (01.45) Mál nr. SN200250
Kynnt eru drög að tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð 1.6 á svæði 1 í Vogabyggð fyrir um 50 íbúðir í þremur aðskildum húsum ofan á bílastæðahúsi skv. frumtillögum Teiknistofunnar Tröð og Jvantspijker & Partners dags. 26. apríl 2020.
Orri Steinarsson fulltrúi jvantspijker & partners tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag Mál nr. SN170833
Kynnt er staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð; uppdrættir, skilmálar og tímalína.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Verkefnið er í samræmi við gildandi aðalskipulag um uppbyggingu á svæðinu og í samræmi við samning ríkisins og Rvk frá 2013. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri strandbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er með ólíkindum að deiliskipulagsgerð fyrir nýja byggð í Skerjafirði sé komin á fulla ferð án vitundar og án nokkurs samráðs við íbúa í Skerjafirði og að búið sé að gefa lóðarvilyrði og úthluta lóðum á svæðinu án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við íbúasamtök Skerjafjarðar en lóðarhöfum hins vegar boðið að koma að deiliskipulagsgerðinni. Það er augljóst mál að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur meiri áhuga á samráði við verktaka en íbúa borgarinnar. Íbúar í Skerjafirði hafa margítrekað mótmælt fyrirhugaðri byggð og bent á að hún sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er í hverfinu.og aðeins ein umferðartenging við hverfið. Verði þetta deiliskipulag að veruleika mun Skerjafjörðurinn verða stærsta botnlangabyggð landsins með hátt í 5000 íbúum með tilheyrandi umferðarþunga. Þá er með ólíkindum að deiliskipulag sé keyrt í gegn áður en fram hefur farið umhverfismat vegna landfyllingar og olíumengaðs jarðvegs á svæðinu og vegna samkomulags ríkis og borgar um að Reykjavíkurflugvöllur geti þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er fullbúinn. Sömuleiðis liggur fyrir að fara á í gerð hverfisskipulag 2022 sem kallar á mikið samráð við íbúa varðandi skipulag hverfisins. Augljóst er að allt tal borgarstjórnarmeirihlutans um íbúalýðræði og umhverfisvernd er eingöngu til að skreyta sig með á tyllidögum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Lóðarvilyrði eru háð endanlegu deiliskipulagi og því er ekki búið að úthluta lóðum, einungis skrifa undir lóðarvilyrði. Það hefur sýnt sig að það að hafa aðila líkt og stúdenta og verklýðsfélögin með í deiliskipulagsferlinum getur stytt skipulagsferlið og hjálpað til við uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Þessi hluti deiliskipulagsins kemur ekki nálægt strandlengjunni og er ekki háð umhverfismati. Deiliskipulagið verður kynnt vel, bæði í blöðum og á íbúafundi þar sem öllum gefst færi á að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri randbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er alrangt að lóðum á þessu svæði hafi ekki þegar verið úthlutað því þær voru auglýstar til úthlutunar um áramótin. Þessum lóðum var úthlutað byggðum á rammaskipulagi sem hafa ekkert lagalegt gildi. Lóðir verða ekki til fyrr en deiliskipulag hefur verið gert og samþykkt. Deiliskipulagsgerð er ekki lokið fyrir svæðið og því ekki hægt að úthluta lóðum þar fyrr en það er tilbúið. Þá er ennfremur ekki hægt að fullyrða að þessi hluti deiliskipulagsins sé ekki háður umhverfismati þar sem gera má ráð fyrir að olíumengaður jarðvegur sé á umræddu svæði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Öll þau lóðarvilyrði sem gefin hafa verið í Skerjafirði eru gerð á grunni rammaskipulags og eru háð endanlegu samþykki deiliskipulags.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það eru nokkur atriði sem fanga hug fulltrúa Flokks fólksins þegar kemur að málefnum Skerjafjarðar. Það alvarlegasta er hvernig áætlað er að ganga á fjörurnar til að búa til land, eins og það skorti land. Flokkur fólksins óskar eftir að skipulagsyfirvöld láti fjörur borgarlandsins í friði. Í þessu sambandi má minna á að það er óumdeilanlegt að sjávaryfirborð á eftir að hækka og varað hefur verið við að byggja á lágum svæðum. Meirihlutinn ætlar samt að hunsa álit sérfræðinga hér og fara gegn viðvörunum. Af hverju hafa vísindamenn ekki verið spurðir en vitað er að margir eru uggandi. Mengun er einnig mikið áhyggjuefni. Annað atriði er hversu lítið samtal skipulagsyfirvöld hafa átt við íbúa Skerjafjarðar um uppbyggingu þar. Enn og aftur er samráð hunsað. Loks er það umferðarmálin en það er aðeins sé ein leið í Skerjafjörðinn. Fyrir Covid-19 var umferðarþunginn vestur í bæ þungur, Hringbrautin, Suðurgatan og götur í kring. Með uppbyggingu í Skerjafirði er einfaldlega ekki séð hvernig umferðin geti gengið með fjölgun bíla sem óhjákvæmilega verður. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af þessum umferðarþunga. Hafa skal í huga að borgarlína kemur ekki á næstunni og framtíð staðsetningu flugvallarins er með öllu óráðin.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Leggur ríkið til 100 milljónir og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi, þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því bæði kemur fram í greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 og nú kynningu að gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Ég kem til með að tilkynna stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu, enda hefur stjórnin þegar lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra hvort samkomulagið haldi og óskað var eftir staðfestingu á sameiginlegum skilningi hans og samgönguráðherra að flugvöllurinn yrði tryggður í Vatnsmýrinni. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur.
Páll Gunnlaugsson frá ASK og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Hádegismóar, skipulagslýsing - nýtt deiliskipulag (04.41) Mál nr. SN200054
440169-2879 Bandalag íslenskra skáta, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
250864-4859 Gunnar Bergmann Stefánsson, Mánatún 3, 105 ReykjavíkAð lokinni kynningu er lögð er fram að nýju umsókn f.h. Bandalags íslenskra skáta, dags. 22. janúar, ásamt skipulags- og matslýsingu ódags. vegna gerðs nýs deiliskipulags við Hádegismóa. Um er að ræða deiliskipulag fyrir nýjar höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Sigrún Helgadóttir og Ólafur S. Andrésson dags. 13. apríl 2020, Skipulagsstofnun dags. 8. apríl 2020 og íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts dags. 21. apríl 2020.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Til stendur að Bandalag íslenskra skáta fái til afnota reit í Hádegismóum til að reisa sínar bækistöðvar. Um er að ræða lítt snortna náttúru sunnan við Morgunblaðshöllina. Skátar á Íslandi eru þekktir fyrir góða umgengni við náttúru landsins og eru víða með bækistöðvar sem eru bæði til prýði og hafa gefið mörgu ungmenninu tækifæri til að kynnast náttúru svæðanna betur, svo ekki sé minnst á þá jákvæðu starfsemi sem skátahreyfingin iðkar. Rísi bækistöðvar Skátahreyfingarinnar á Hádegismóum mælist Flokkur fólksins til að tekið verði sérstakt tillit til náttúrunnar. Húsakynni þurfa að falla vel að umhverfinu.
Athugasemdir kynntar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hádegismóar, höfuðstöðvar íslenskra skáta. Frábært verkefni fyrir frábæra starfsemi.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi (01.15) Mál nr. SN200208
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg - Skúlagata, varðandi fyrirhugaða nýbyggingu við Frakkastíg 1. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi og með þessari breytingu fellur því úr gildi eldra skipulag sem var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 7. júní 2018, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 2.apríl 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi lóðar nr. 12 við Skógarsel (04.91) Mál nr. SN200204
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarsel, íþróttasvæði ÍR. Í breytingunni felst að byggingarreitur íþróttahúss stækkar til suðvesturs um 16 metra, byggingareitur norðaustan minnkar um 18 metra auk þess stækkar byggingarreitur til suðausturs að bílastæðum um 7. metra, aðkoma frá Skógarseli norðaustan byggingarreits innan lóðar tengist bæði íþróttahúsi og knatthúsi með þjónustuaðkomu og afmörkun bílastæða til suðvesturs minnkar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 1. apríl 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lágholtsvegur 15, breyting á deiliskipulagi (01.52) Mál nr. SN200225
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 15 við Lágholtsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er minnkaður og þinglýst kvöð um lagnir er sýnd, samkvæmt uppdr. Glámu Kím dags.16. mars 2020.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa Mál nr. SN190657
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Guðrúnartún. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. október 2019, br. 22. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2020 til og með 18. febrúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Helga Ólafsdóttir dags. 9. janúar 2019 og Veitur dags. 18. febrúar 2020. Eftirtaldir sendu póst þar sem ekki eru gerðar athugasemdir: Birkir Fjalar Viðarsson dags. 24. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13.00 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.
Fylgigögn
-
Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi (01.826.1) Mál nr. SN200074
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst m.a. að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein/aðrein akandi umferðar við gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs breikkar og hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar/aðreinar milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar vegna háspennurafstrengs sem liggur í jörðu undir núverandi stíg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 23. janúar 2020 br. 16. apríl 2020. Einnig eru felldar burt tvær settjarnir (settjörn 1 og settjörn 2) vegna óhentugrar hæðarlegu lands og skerpt á skilmálum vegna blágrænna ofanvatnslausna innan lóða í formi regnbeða. Jafnframt er lagt fram fylgiskjal með þremur sneiðmyndum í hljóðvegg og lóðir Ásenda nr. 1, 3 og 5 dags. 29. janúar 2020, hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2020 til og með 15. apríl 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigurður Bessason dags. 23. mars 2020, Nikulás Einarsson dags. 14. apríl 2020 og Svanur Kristbergsson f.h. Basalt ehf. dags. 15. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1064 frá frá 21. apríl 2020.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. apríl 2020, þar sem lagt er til að hámarkshraði í nýrri botnlangagötu Bústaðavegar (151-153) verði 30 km/klst. og að gönguþverun verði merkt sem gangbraut.
Fylgigögn
-
Sundhöll, Barónsstíg 47, yfirborðsfrágangur vegna stæðis fyrir hópbíla á borgarlandi Mál nr. US200112
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 22. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir yfirborðsfrágang á borgarlandi framan Sundhallarinnar á Barónsstíg. Stefnt er að framkvæmdum á árinu 2020.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fylgigögn
-
Landspítalinn, stöðubönn Mál nr. US200114
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 20. apríl 2020 sem varðar bann við því að stöðva og leggja næst sjúkrahóteli og barna- og kvennadeild ásamt merkingu stæðis fyrir sjúkrabifreiðar.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er unnin að ósk Landspítalans og í samvinnu við Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins. Henni er ætlað að greiða fyrir aðkomu sjúkrabíla.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma frekari hömlur á aðkomu að Landspítalans við Hringbraut. Aðkoman að aðalinngangi, kvennadeildar og fæðingardeildar hafa verðið þrengdar verulega, m.a. með byggingu sjúkrahótels þar sem aðalbílastæði norðan spítalans voru áður. Nú er verið að banna að stöðva og leggja ökutækjum á þessu svæði, sem gerir mjög erfitt fyrir fólk sem á erfitt með gang að koma inn í spítalann á þessu svæði. Algjör skortur er á skammtímastæðum til að koma fólki að og frá aðalinngangi spítalans á sama hátt og áður var. Fullur skilningur er á þörf greiðra leiða fyrir sjúkrabíla að og frá spítalanum, en það verður líka að gera ráð fyrir skammtíma stæðum til að veita fólki sem á erfitt með gang jafnan aðgang og öðrum að öllum deildum Landsspítalans.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er lagt til að bannað verði að stöðva og leggja næst sjúkrahóteli og barna- og kvennadeildar. Sjálfsagt er að banna það. Þessi tillaga hins vegar minnir fulltrúa Flokks fólksins á eldri tillögu flokksins frá 5.3 2019 er varðar bílastæði í kringum Landspítala fyrir þá sem heimsækja spítalann. Kannski er í lagi að rifja þá tillögu upp hér. Það eru ófá dæmin þar sem fólk lendir í stökustu vandræðum með að finna stæði þar í kring. Verst er þegar fólk er kallað til í neyðartilvikum og getur hvergi fundið bílnum sínum stæði. Lagt var til í þessari tillögu Flokks fólksins að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar. Hugmyndin var að borgin myndi leita eftir samstarfi við Landspítalann um innleiðingu bifreiðastæðaklukku í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis. Finni fólk stæði eru minni líkur á að lagt sé þar sem það er bannað.
- Kl. 13.45 víkur Pawel Bartoszek af fundi.
- Kl. 13.45 tekur Geir Finnsson sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Snorrabraut, Borgartún, gatnamót Mál nr. US200118
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir gatnamót Snorrabrautar og Borgartúns í samræmi við deiliskipulag Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag sem samþykkt var 19.mars 2020. Stefnt er að framkvæmdum 2020.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Verkefni þetta er hluti af metnaðarfullu deiliskipulagi fyrir Hlemmsvæðið þar sem götur og innviðir borgarinnar eru endurhannaðir til að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Um er að ræða fyrsta áfanga fyrirhugaðra breytinga.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þó að meirihlutinn hafi ekki á neinu stigi tekið tillit til athugasemda almennings eða hagsmunaaðila t.d. á Laugaveginum í ákvörðunum sínum, þá er það skylda þeirra að hlusta á athugasemdir lögreglunnar hvað varðar öryggissjónarmið í breytingu deiliskipulags. Í umsögn frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglustarfsemin geti ekki nýtt borgarlínu – þarna er um mikla kaldhæðni að ræða – tillagan skapar í núverandi mynd vandkvæði fyrir þjónustu lögreglu og fyrir neyðarakstur til og frá lögreglustöð. Nú er verið að fara í fyrsta áfanga í þrengingunum og eru gangandi og hjólandi settir í forgang umfram akandi umferð. Það er markvisst verið að eyðileggja miðbæinn þvert á vilja flestra landsmanna og sýnir þráhyggju borgarstjóra og meirihlutans í þrengingar- og eyðileggjandi stefnu sinni. Hver á að nota miðbæinn þegar enginn kemst þangað lengur?
Fylgigögn
-
Göngu- og hjólastígur með Háaleitisbraut, sunnan Bústaðavegar Mál nr. US200119
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir göngu- og hjólastíg samsíða Háaleitisbraut, sunnan Bústaðavegar. Stígurinn er í samræmi við AR2010-2030 og skilgreindur sem tengistígur. Þá fellur hann vel að stofnleiðaneti hjólreiða í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Núverandi stígur er 2,5 m fyrir bæði hjólandi og gangandi. Nýr stígur mun bæta öryggi og aðgengi gangandi- og hjólandi umtalsvert.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almennt uppbyggingu og hjóla- og göngustíga eins og annarra samgangna hjá Reykjavíkurborg en telja ótímabært að fara í framkvæmdir við hönnun og undirbúning nýrra hjóla- og göngustíga eins og ástandið er í samfélaginu þessa daganna vegna Covid 19. Sama á við um önnur undirbúnings- og hönnunarverkefni sem ekki eru bráðnauðsynleg í ljósi stöðunnar og koma ekki til framkvæmda á næstu misserum. Nær væri að forgangsraða fjármunum í brýn viðhaldsverkefni á innviðum borgarinnar og í viðhald og endurbætur á þeim hjóla- og göngustígum sem fyrir eru og sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald en slík verkefni myndu efla atvinnu á mörgum sviðum með skjótum ávinningi. Verkefni sem ekki koma til framkvæmda á næstu misserum verða bara að bíða eins og sakir standa.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar öllum göngu- og hjólastígum séu þeir staðsettir þar sem vegfarendur eru öruggir. Eftir því er tekið í þessum tillögum hversu mikill kostnaður er við gerð slíkra stíga. Sem dæmi þá er kostnaður við göngu- og hjólastíg með Háaleitisbraut 115 milljónir. Ef horft er til göngu- og hjólastígs meðfram hitaveitustokki milli Háleitisbrautar og Sogavegar þá er áætlaður kostnaður 250 millj. króna.
Fylgigögn
-
Göngu- og hjólastígur milli Sævarhöfða og Svarthöfða Mál nr. US200120
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar í samstarfi við skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar fyrir gerð sameiginlegs göngu- og hjólastígs milli Sævarhöfða og Svarthöfða.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almennt uppbyggingu og hjóla- og göngustíga eins og annarra samgangna hjá Reykjavíkurborg en telja ótímabært að fara í framkvæmdir við hönnun og undirbúning nýrra hjóla- og göngustíga eins og ástandið er í samfélaginu þessa daganna vegna Covid 19. Sama á við um önnur undirbúnings- og hönnunarverkefni sem ekki eru bráðnauðsynleg í ljósi stöðunnar og koma ekki til framkvæmda á næstu misserum. Nær væri að forgangsraða fjármunum í brýn viðhaldsverkefni á innviðum borgarinnar og í viðhald og endurbætur á þeim hjóla- og göngustígum sem fyrir eru og sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald en slík verkefni myndu efla atvinnu á mörgum sviðum með skjótum ávinningi. Verkefni sem ekki koma til framkvæmda á næstu misserum verða bara að bíða eins og sakir standa.
Fylgigögn
-
18. Göngugötur Laugavegi, Skólavörðustíg og Vegamótastíg, Mál nr. US200117
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 24. apríl 2020 þar sem borin er fram tillaga að göngugötum Laugaveg frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu, Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Reynsla síðustu 9 ára af Laugavegi sem göngugötu á sumrin hefur verið góð. Enda hefur það fyrirkomulag notið stuðnings mikils meirihluta borgarbúa ef marka má fjölda kannana sem gerðar hafa verið. Göngugötur er mjög algengar víða um heim. Það hefur nær alls staðar sýnt sig að þær efla mannlíf, minnka mengun og styrkja rekstraraðila. Tillagan er í takt við stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Hún byggir á deiliskipulagi Laugavegs sem göngugötu, fyrsti áfangi, samþykkt 18. febrúar 2020. Göturnar verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu virka daga frá 7.00 til 11.00 og laugardaga frá kl 8.00 til 11.00. Í samræmi við 1.mgr 84. gr umferðarlaga nr. 077/2019 hefur tillagan þegar verið borin undir lögreglu höfuðborgarsvæðisins sem hefur samþykkt hana.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Flokkur fólksins áréttar að við framkvæmdir í borginni eins og að breyta helstu verslunargötum borgarinnar í göngugötur þarf að far að lögum sem nú eru ný sett. Borgarmeirihlutinn vitnar í eina grein í þessum lögum en hunsar 10. gr. sem er sem hér segir: Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga heimil. ....Síðar: Sveitarfélagi er heimilt að veita íbúum við göngugötu leyfi til aksturs um göngugötu vegna flutnings stærri hluta utan skilgreinds vörulosunartíma við sérstakar aðstæður.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vinnubrögð borgaryfirvalda hafa verið ámælisverð þar sem ekkert hefur verið hlustað á sjónarmið hagsmunaaðila og mótmæli þeirra, heldur var þeim boðið upp á eftirásamráð, þegar búið var að taka ákvörðun um varanlega lokun Laugarvegarins. Það er ekki það samráð, sem meirihlutinn lofaði og borgarbúar óska, að haft yrði við þá í öllum lykilákvörðunum. Það kallast svikasamráð en ekki raunverulegt samráð. Rekstur verslana í miðborginni hefur verið þungur undanfarið og tugir rekstaraðila hafa hætt rekstri og nú bætast við neikvæðar efnahagslegar afleiðingar Covid -19 faraldursins. Sú einstrengingslega ákvörðun að loka Laugaveginum fyrir allri bílaumferð allan ársins hring og sú hringavitleysa að breyta akstursstefnu hluta Laugavegarins hafa kallað á enn meiri flótta rekstraraðila. Í stað þess að styðja rekstraraðila í miðbænum við erfiðar aðstæður sem nú eru í samfélaginu vegna Covid-19 hefur borgarstjóri nýtt sér þessa skæðu farsótt með að koma í gegn fyrirætlunum sínum um að fara í enn víðtækari lokanir í miðbænum. Slíkar fyrirætlanir geta gert útslagið um að þeir rekstraraðilar sem enn þreyja þorrann sjái sig nauðbeygða til að skella í lás og hætta rekstri. Án fjölbreytts framboðs verslana á Laugaveginum og götum sem honum tengjast á þessu svæði hefur gatan ekkert gildi og mun innan tíðar verða hráslagalegur minnisvarði um enn ein skipulagsmistök þessa meirihluta.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er öllum nóg boðið í lokunaráráttu borgarstjóra og meirihlutans. Allar tillögur um að hafa miðbæinn opinn fyrir bílaumferð er hafnað. Til að bíta hausinn af skömminni var akstursstefnu breytt á Laugarveginum. Mikið ákall er frá rekstraraðilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörðun. Ekkert er hlustað. Meira að segja er ákall vegna COVID-19 að aðgengið sé gott fyrir fjölskyldubílinn að þessu svæði. Borgarstjóri varð sér algjörlega til skammar þegar hann tók upp á því að fara að blanda sér í ákvarðanir sóttvarnalæknis og landlæknis sem sýnir firringuna sem sá maður er að kljást við. Glerhúsið sem borgarstjóri og meirihlutinn býr í er orðið mjög stórt og bergmálið þar inni algjört.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í erindi sem nú er lagt fram af Skrifstofu- og samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 22. apríl 2020 er m.a. vitnað í nýsett umferðarlög frá Alþingin erindinu til stuðnings. En það eru fleiri greinar í þessum nýju lögum sem virðast hafa farið fram hjá viðkomandi. Í 10. gr. sömu laga stendur: Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga heimil. ....Síðar: Sveitarfélagi er heimilt að veita íbúum við göngugötu leyfi til aksturs um göngugötu vegna flutnings stærri hluta utan skilgreinds vörulosunartíma við sérstakar aðstæður. Flokkur fólksins hefur margoft bent á að borgarmeirihlutinn ætli sér að breyta rótgrónum verslunargötum borgarinnar í göngugötur allt árið um kring og þar með alfarið hunsa mótmæli rekstraraðila, íbúa ásamt samtökum fatlaðra og aldraðra. Skynsamlegra hefði verið að bíða með þessi mál, nú þegar komum fólks hefur snarfækkað í miðbæinn. Ferðamenn eru ekki á Íslandi núna og verða ekki á næstunni eftir því sem spáð er vegna Covid-19. Þessi tilaga hefði því vel mátt og bíða, hún er vanhugsuð og lögð fram í óþökk fjölda manns. Flokkur fólksins mótmælir að hún sé lögð fram nú.
Fylgigögn
-
Göngu- og hjólastígur milli Háaleitisbrautar og Sogavegar, Mál nr. US200116
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 22. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir 3m blandaðan göngu- og hjólastíg sem liggur með hitaveitustokki milli Háaleitisbrautar og Sogavegar. Stígurinn liggur um Álmgerði, Hæðargarð og Réttarholt. Stígurinn er sérstaklega mikilvæg tenging fyrir skólabörn þar sem þessi stígur er meginleið gönguleiða milli hverfahluta.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja almennt uppbyggingu og hjóla- og göngustíga eins og annarra samgangna hjá Reykjavíkurborg en telja ótímabært að fara í framkvæmdir við hönnun og undirbúning nýrra hjóla- og göngustíga eins og ástandið er í samfélaginu þessa daganna vegna Covid 19. Sama á við um önnur undirbúnings- og hönnunarverkefni sem ekki eru bráðnauðsynleg í ljósi stöðunnar og koma ekki til framkvæmda á næstu misserum. Nær væri að forgangsraða fjármunum í brýn viðhaldsverkefni á innviðum borgarinnar og í viðhald og endurbætur á þeim hjóla- og göngustígum sem fyrir eru og sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald en slík verkefni myndu efla atvinnu á mörgum sviðum með skjótum ávinningi. Verkefni sem ekki koma til framkvæmda á næstu misserum verða bara að bíða eins og sakir standa.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er öllum nóg boðið í lokunaráráttu borgarstjóra og meirihlutans. Allar tillögur um að hafa miðbæinn opinn fyrir bílaumferð er hafnað. Til að bíta hausinn af skömminni var akstursstefnu breytt á Laugarveginum. Mikið ákall er frá rekstraraðilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörðun. Ekkert er hlustað. Meira að segja er ákall vegna COVID-19 að aðgengið sé gott fyrir fjölskyldubílinn að þessu svæði. Borgarstjóri varð sér algjörlega til skammar þegar hann tók upp á því að fara að blanda sér í ákvarðanir sóttvarnalæknis og landlæknis sem sýnir firringuna sem sá maður er að kljást við. Glerhúsið sem borgarstjóri og meirihlutinn býr í er orðið mjög stórt og bergmálið þar inni algjört.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Seljaland 1-7, nr. 5-7 - kæra 25/2020 (01.871) Mál nr. SN200213
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. apríl 2020 ásamt kæru dags. 7. apríl 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans að krefjast ekki byggingarleyfis vegna gluggaframkvæmda íbúðareiganda í fjöleignahúsinu að Seljalandi 5-7, lóð nr. 1-7 við Seljaland.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssvið, Skrifstofu sviðsstjóra.
-
Brekkustígur 6B, kæra 24/2020, umsögn (01.134.1) Mál nr. SN200199
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 31. mars 2020 ásamt kæru dags. 24. mars 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa þann 3. mars sl. um að samþykkja byggingarleyfisumsókn eigenda að Brekkustígs 6B þess efnis að byggja hæð og ris, setja nýjar svalir og útistiga á bakhlið hússins. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. apríl 2020.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Mál nr. US200088
Fyrirspurn Flokks fólksins um hvenær verði lokið við að skipuleggja legu Sundabrautar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum. Hér er um samvinnuverkefni borgar og ríkis að ræða. Í tengslum við skipulagsmál við Sundin hefur verið erfiðleikum bundið að sjá hvernig svæðið muni þróast. Þetta á t.d. við þegar flutningur Björgunar á strönd Þerneyjarsunds var ákveðinn. Strandsvæðið við innanverð sund er framtíðarauðlind. Til að geta lagt mat á galla og kosti einstakra skipulagshugmynda þarf nákvæm lega Sundabrautar að liggja fyrir allt frá Sundahöfn að Kjalarnesi þannig að verklegar framkvæmdir á svæðinu taki mið af því. Álfsnesi er álitlegt svæði fyrir íbúabyggð. Þarna má einnig gera byggingarsögunni hátt undir höfði með því að varðveita fornar minjar um verslunarstað og einnig er svæðið gott fyrir hafnsækna starfsemi. Lega brautarinnar og áhrif hennar á svæðið er enn ekki nægilega skýr. Mörg álitamál er enn til staðar sem verður að greiða úr. Það kostar lítið að skipuleggja miðað við það sem á eftir kemur. Þess vegna er nú spurt um hversu langt sé í að útlit og lega Sundabrautar liggi fyrir áður en frekari framkvæmdir t.d. á Álfsnesi verði að veruleika.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu skipulagsfulltrúa.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Mál nr. US200089
Flokkur fólksins leggur fram þá fyrirspurn hvað stöðvun á framkvæmdum fráreinar af Bústaðarvegi inn á Kringlumýrarbraut til suðurs hafi kostað borgina.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu skipulagsfulltrúa.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Mál nr. US200090
Samkvæmt nýju deiliskipulagi á Hlemm bendir Flokkur fólksins á að aðgengi fatlaðra og eldri borgara er verulega skert og stenst ekki ný sett lög frá Alþingi. Erfiðara verðu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga að njóta þess sem í boði er og verður á Hlemmtorgi þar sem einnig stendur til að fjarlægja nær aldar gamlan leigubílastandinn af torginu og koma fyrir í talsverðri fjarlægð frá torginu. Því er spurt hvort borgarmeirihlutinn ætli ekki að fara að settum lögum á Alþingi og jafnframt að standa við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um frjálst aðgengi fatlaðra jafnt við aðra þegna samfélagsins. Ísland hefur staðfest þessa samþykkt og mun verða að lögum í lok ársins ef að líkum lætur.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Allir ráðsmenn hafa rétt á því að óska eftir svörum við sínum spurningum með fyrirspurnum. Fyrirspurnir eru til að afla upplýsinga og fá fagleg svör frá sviðinu um þau mál sem það vinnur að. Pólitískar umræður og spurningar um stefnur annarra flokka eiga ekki heima í formlegum fyrirspurnum. Nýtt deiliskipulag við Hlemm mun auka aðgengi allra hópa að borgarrýminu, hreyfihamlaðra sem og annarra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Í framhaldi af svari meirihlutans við fyrirspurn Flokk fólksins varðandi aðgengi hreyfihamlaðra við Hlemm, þá mun Flokkur fólksins árétta fyrirspurn sína jafnframt á öðrum vettvangi borgarstjórnar, en vill þó benda á að samkvæmt nýsettum lögum á Alþingi (2019 nr. 77 25. júní) ber opinberum aðilum að veita fötluðum jafnt aðgengi að allri þjónustu til jafns við ófatlað fólk. Það ætti enn fremur að gilda um eldri borgara sem eiga erfitt með hreyfingu. Bíllinn er oft eina ökutækið sem hreyfihamlaðir geti nýtt sér til að komist í vissa þjónustu. Það sætir því furðu að ekki er gert ráð fyrir P stæðum og að aldagamall leigubílastandur verður færður af torginu sem takmarkar jafnframt aðgengi hreyfihamlaðra. Flokkur fólksins fer fram á að Reykjavíkurborg virði þessi lög ásamt samþykktir Sameinuðu þjóðanna um frjálst aðgengi fatlaðra. Í svari til r kemur fram að meirihlutinn muni vinna samkvæmt þeim lögum og samþykktum í þeim tilgangi að sýna fötluðu fólk þá tillitsemi með að virða öll lög í landinu sem snúa að réttindum þeirra.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, ásamt því fylgir umsögn deildarstjóra aðalskipulags: Mál nr. US200076
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. apríl 2020 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna Aðalskipulags 2010-2030. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 1. apríl 2020. 1. Hvað hefur vinna við nýjan viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030, endurmat á stefnu um íbúðabyggð/blandaða byggð og forgangsröðun og þéttleiki uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftslagsmálum kostað til 1. mars 2020? 2. Hvað er áætlað að endanlegur kostnaður verði? 3. Hvað er aðkeypt vinna stór hluti af vinnunni? 4. Hvað hafa margir komið að vinnunni? 5. Hvað hafa margir fundir verið haldnir? 6. Hvenær er áætlað að vinnu við viðaukann verði lokið?
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram Mál nr. US200124
svohljóðandi fyrirspurn:Fyrirspurn Flokks fólksins vegna afnota Bandalags skáta af reit í Hádegismóum til að reisa bækistöðvar. Um er að ræða einstakt land, með einstaka náttúru. Flokkur fólksins óskar að vita hvað Bandalag íslenskra skáta greiðir fyrir lóðina?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US200125
Í fyrirspurn sem áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins lagði fram fyrir rétt um ári síðar varðandi lélegt aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á stoppistöð Strætó bs. við Suðurlandsbraut norðan megin, á móts við Laugardalshöll, hvort það stæði til að lagfæra umhverfi þessarar stoppistöðvar svo fatlað fólk kæmist með auðveldum hætti að göngubraut yfir Suðurlandsbraut? Svarið var að það væri á framkvæmdaáætlun fyrir 2020. Nú er sumar á næsta leiti, og spurt er hvort lagfæring á umræddri stoppistöð sé á lista yfir framkvæmdaráætlun borgarinnar.
Frestað.
- Kl. 15:20 víkja Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck af fundinum.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu: Mál nr. US200128
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld nota ekki núverandi ástand til að minnka aðgengi að miðbænum. Lagt er til að borgarstjóri noti ekki hið viðkvæma ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US200129
Flokkur fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld eigi alvöru viðræður og samstarf við rekstraraðila miðbæjarins til að ræða björgunaraðgerðir s.s. hvernig markaðsátak hægt er að fara í fyrir miðborgina. Fara þarf í almennar aðgerðir sem nýtast öllum. Almennar aðgerðir þurfa m.a. að fela í sér samvinnu við bílastæðasjóð og Strætó b sem gefa þurfa eftir í gjöldum til að laða að fólk. Breyta verður aksturstefnum á Laugavegi þannig að ekið verði í vesturátt niður alla götuna. Opna þarf hliðin enda er nú komið í lög að um þessar götur megi P merktir bílar aka og leggja. Það hefur komið fram í niðurstöðum m.a. Maskínu könnunar að miklar áhyggjur eru af fækkun fólks í miðbænum. Fyrir veirufaraldurinn var orðið fátt um annað fólk í bænum en ferðamenn. Götulokanir á svæðinu höfðu haft þau áhrif að verslun og viðskipti hrundi í miðbænum utan veitingahúsareksturs. Covid-19 áhrifin bættust síðan ofan á og mun sennilega líða talsverður tíma áður en sjá má stóra hópa ferðamanna í bænum. En orsök faraldursins engum að kenna. En flótti verslana af svæðinu er á ábyrgð meirihlutans. Þrátt fyrir hávær mótmæli og beiðni um samráð ákvað meirihlutinn að halda sig við einhliða ákvörðun sína um götulokanir eins og þau tilkynntu í meirihlutasáttmálanum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram Mál nr. US200130
svohljóðandi tillöguLagt er til að áformum um nýja íbúðabyggð í Skerjafirði verði frestað á meðan rannsóknir á möguleikum á nýjum flugvelli í Hvassahrauni fara fram og tekin hefur verið ákvörðun um nýjan innanlandsflugvöll og hann tilbúinn til notkunar enda kemur fram í nýlegu samkomulagi ríkis og borgar að miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er fullbúinn til notkunar. Fyrir liggur að óskað hefur verið eftir að fram fari umhverfismat á strandlengjunni sem gætu haft áhrif á skipulag hverfisins en því er ólokið. Þá liggur einnig fyrir að fara á í gerð hverfisskipulag árið 2022 fyrir Vesturbæinn sem kallar á mikið samráð við íbúa varðandi skipulag hverfisins. Með alla ofangreinda þætti í huga er eðlilegt og skynsamlegt fresta uppbyggingaráformum á svæðinu.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram Mál nr. US200131
svohljóðandi tillögu,Í aðgerðarpakka borgarráðs vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa Covid-19 faraldursins er lögð til flýting fjárfestinga og viðhalds á vegum Reykjavíkurborgar til að auka atvinnu og umsvif í efnahagslífinu. Gert er ráð fyrir viðbótarfjárfestingum borgarsjóðs og B- hluta fyrirtækja geti samanlagt orðið um 5 milljarðar króna á árinu og enn meiri árið 2021. Í ljósi þess er því lagt til að farið verði í lagfæringar og endurbætur á göngu- og hjólastígum borgarinnar sem margir hverjir eru komnir á löngu tímabært viðhald. Ennfremur er lagt til að farið verði í almenna hreinsun og viðhald á útivistarsvæðum í borgarlandinu. Þá er lagt til að farið verði í aukin þrif hreinsun og viðhald gatna.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 16:35
Marta Guðjónsdóttir