Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 67

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 1. apríl kl. 09:09 var haldinn 67. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Ólöf Örvarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, borgarlína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborg         Mál nr. SN200153

    Lögð fram verk- og matslýsing Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar dags. í febrúar 2020 vegna breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi.
    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 11. mars 2020.
    Rétt bókun er: Samþykkt sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
    Vísað til borgarráðs.

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í nóvember 2019, síðast uppfært þann 21. janúar 2020 og 30. mars 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands dags. 9. mars 2020. Einnig er lögð fram skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur um fornleifaskráningu fyrir lagnaleið dags. 20. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. mars 2020.
    Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  3. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, breytt vaxtamörk á Álfsnesi - breytinga á svæðisskipulagi         Mál nr. SN170934
    681077-0819 Samtök sveitarfélaga á höfuðbsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

    Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 30. desember 2019 vegna lokaafgreiðslu á tillögu dags. 29. nóvember 2019 að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040, sem felst í að vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta síðast uppfært 1. apríl 2020 Einnig eru lagðar fram innkomnar athugasemdir og viðbrögð svæðisskipulagsnefndar við innkomnum athugasemdum dags. 29. nóvember 2019. 
    Svæðisskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu til samþykktar að lokinni auglýsingu, skv. 25. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, sbr. erindi svæðisskipulagsnefndar. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Minjastofnunar, vegna auglýstra skipulagstillagna í tengslum við breytingu vaxtamarka á Álfsnesi, segir m.a. staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Svo virðist vera að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga stofnunarinnar. Skipulagsstofnun bendir samt á að framkvæmdin muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki setti sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Sama má segja um uppbyggingu SORPU bs. á svæðinu – uppbygging hennar raskar ekki minjaheildinni. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni þrátt fyrir þær breytingar og tilfærslur sem eru hér til umræðu. Á meðan pólitísk áform meirihlutans í Reykjavík um að tefja enn frekar uppbyggingu Sundabrautar liggur fyrir að vinnsla á þessu svæði mun auka til muna umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ sem nú þegar eru miklir með tilheyrandi mengun.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er rétt að umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ muni aukast til muna. Til að átta sig betur á umfangi núverandi umferðar og aukningunni sem mun verða kemur fram í umhverfisskýrslu Álfsnesvíkur að "umferð eykst lítillega en gert er ráð fyrir að umferð stærri bíla sé að jafnaði 100 ferðir á hverjum virkum degi frá svæðinu, ef efnisflutningar eru með vörubílum." Samkvæmt tölfræðigögnum Vegagerðarinnar úr lykilteljurum við hringveg Íslands kemur fram að áætluð dags umferð við Úlfarsfell á tímabilinu janúar-júní 2019 eru á bilinu 28 - 36.000. Sú umferð sem bætist við vegna starfsemi Björgunar við Álfsnes er því hverfandi. Rétt er að hafa í huga að frá því að Björgun hætti starfsemi við Sævarhöfða hefur efni verið sótt á Vesturland og fara því þeir efnisflutningar nú þegar í gegnum Mosfellsbæ.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er hægt að bera saman umferð fólks sem ferðast á fjölskyldubílnum frá Vesturlandi á höfuðborgarsvæðið vegna vinnu og skóla. Í fyrri bókun minni var að sjálfsögðu verið að benda á aukna efnisflutninga með vörubílum, sem menga langtum meira en venjulegur fólksbíll. Þá er ótalin mengun sem hlýst af óvörðum efnisflutningum. Á meðan meirihlutinn hafnar Sundabraut með öllum þeim hagstæðu lausnum sem af henni hlýst leggst þessi aukni þungi umferðar á íbúa Mosfellsbæjar. Nú stendur að auki til að byggja upp tvær malbikunarstöðvar á Esjumelum með tilheyrandi mengun af öllu tagi og ekki síst sjónmengun hvað snýr að Esjunni. Meirihlutinn er að drekkja þessu fagra svæði sem líklega er fallegasta byggingarsvæði Reykjavíkur auk Kjalarness með þungaiðnaði að ógleymdri SORPU bs. Nú má öllum vera ljóst hver tilgangurinn var hjá Reykjavík að sækjast eftir samruna við Kjalarnes fyrir rúmum tveimur áratugum með fögrum loforðum um Sundabraut sem er ekki enn komin og er ekki í sjónmáli fái meirihlutinn einhverju ráðið.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN170737

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. 29. maí 2019 uppf. 1. apríl 2020. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta síðast uppf. 1. apríl 2020, tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 29. nóvember 2020, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Mosfellsbær dags. 7. október 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 10. október 2019, Veitur dags. 11. október 2019 og Minjastofnun Íslands dags. 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020.
    Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006., með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Minjastofnunar, vegna auglýstra skipulagstillagna í tengslum við breytingu vaxtamarka á Álfsnesi, segir m.a. staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Svo virðist vera að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga stofnunarinnar. Skipulagsstofnun bendir samt á að framkvæmdin muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki setti sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Sama má segja um uppbyggingu SORPU bs. á svæðinu – uppbygging hennar raskar ekki minjaheildinni. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni þrátt fyrir þær breytingar og tilfærslur sem eru hér til umræðu. Á meðan pólitísk áform meirihlutans í Reykjavík um að tefja enn frekar uppbyggingu Sundabrautar liggur fyrir að vinnsla á þessu svæði mun auka til muna umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ sem nú þegar eru miklir með tilheyrandi mengun.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er rétt að umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ muni aukast til muna. Til að átta sig betur á umfangi núverandi umferðar og aukningunni sem mun verða kemur fram í umhverfisskýrslu Álfsnesvíkur að "umferð eykst lítillega en gert er ráð fyrir að umferð stærri bíla sé að jafnaði 100 ferðir á hverjum virkum degi frá svæðinu, ef efnisflutningar eru með vörubílum." Samkvæmt tölfræðigögnum Vegagerðarinnar úr lykilteljurum við hringveg Íslands kemur fram að áætluð dags umferð við Úlfarsfell á tímabilinu janúar-júní 2019 eru á bilinu 28 - 36.000. Sú umferð sem bætist við vegna starfsemi Björgunar við Álfsnes er því hverfandi. Rétt er að hafa í huga að frá því að Björgun hætti starfsemi við Sævarhöfða hefur efni verið sótt á Vesturland og fara því þeir efnisflutningar nú þegar í gegnum Mosfellsbæ.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er hægt að bera saman umferð fólks sem ferðast á fjölskyldubílnum frá Vesturlandi á höfuðborgarsvæðið vegna vinnu og skóla. Í fyrri bókun minni var að sjálfsögðu verið að benda á aukna efnisflutninga með vörubílum, sem menga langtum meira en venjulegur fólksbíll. Þá er ótalin mengun sem hlýst af óvörðum efnisflutningum. Á meðan meirihlutinn hafnar Sundabraut með öllum þeim hagstæðu lausnum sem af henni hlýst leggst þessi aukni þungi umferðar á íbúa Mosfellsbæjar. Nú stendur að auki til að byggja upp tvær malbikunarstöðvar á Esjumelum með tilheyrandi mengun af öllu tagi og ekki síst sjónmengun hvað snýr að Esjunni. Meirihlutinn er að drekkja þessu fagra svæði sem líklega er fallegasta byggingarsvæði Reykjavíkur auk Kjalarness með þungaiðnaði að ógleymdri SORPU bs. Nú má öllum vera ljóst hver tilgangurinn var hjá Reykjavík að sækjast eftir samruna við Kjalarnes fyrir rúmum tveimur áratugum með fögrum loforðum um Sundabraut sem er ekki enn komin og er ekki í sjónmáli fái meirihlutinn einhverju ráðið.

    Fylgigögn

  5. Álfsnesvík, nýtt deiliskipulag     (36.2)    Mál nr. SN190324

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík. Í tillögunni er verið að skilgreina 7,5 ha lóð fyrir alla almenna starfsemi Björgunar á Álfsnesi. Um er að ræða efnisvinnslusvæði með viðlegukanti, þar sem landað er seti af hafsbotni. Hámarks byggingarmagn er 1.000 fm. innan byggingarreits, auk 300 fm. fyrir skýli utan byggingareita o.fl. samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Alta dags. 29. maí 2019 br. 1. apríl 2020 og greinargerð Alta dags. 29. maí 2019 br. 1. apríl 2020. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta síðast uppf. 1. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Skipulagsstofnun dags. 18. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019 , Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 10. október 2019, Veitur dags. 11. október 2019, Minjastofnun Íslands dags. 11. október 2019 og Vegagerðin dags. 24. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020. 
    Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006., með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Minjastofnunar, vegna auglýstra skipulagstillagna í tengslum við breytingu vaxtamarka á Álfsnesi, segir m.a. staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Svo virðist vera að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga stofnunarinnar. Skipulagsstofnun bendir samt á að framkvæmdin muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki setti sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Sama má segja um uppbyggingu SORPU bs. á svæðinu – uppbygging hennar raskar ekki minjaheildinni. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni þrátt fyrir þær breytingar og tilfærslur sem eru hér til umræðu. Á meðan pólitísk áform meirihlutans í Reykjavík um að tefja enn frekar uppbyggingu Sundabrautar liggur fyrir að vinnsla á þessu svæði mun auka til muna umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ sem nú þegar eru miklir með tilheyrandi mengun.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er rétt að umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ muni aukast til muna. Til að átta sig betur á umfangi núverandi umferðar og aukningunni sem mun verða kemur fram í umhverfisskýrslu Álfsnesvíkur að "umferð eykst lítillega en gert er ráð fyrir að umferð stærri bíla sé að jafnaði 100 ferðir á hverjum virkum degi frá svæðinu, ef efnisflutningar eru með vörubílum." Samkvæmt tölfræðigögnum Vegagerðarinnar úr lykilteljurum við hringveg Íslands kemur fram að áætluð dags umferð við Úlfarsfell á tímabilinu janúar-júní 2019 eru á bilinu 28 - 36.000. Sú umferð sem bætist við vegna starfsemi Björgunar við Álfsnes er því hverfandi. Rétt er að hafa í huga að frá því að Björgun hætti starfsemi við Sævarhöfða hefur efni verið sótt á Vesturland og fara því þeir efnisflutningar nú þegar í gegnum Mosfellsbæ.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki er hægt að bera saman umferð fólks sem ferðast á fjölskyldubílnum frá Vesturlandi á höfuðborgarsvæðið vegna vinnu og skóla. Í fyrri bókun minni var að sjálfsögðu verið að benda á aukna efnisflutninga með vörubílum, sem menga langtum meira en venjulegur fólksbíll. Þá er ótalin mengun sem hlýst af óvörðum efnisflutningum. Á meðan meirihlutinn hafnar Sundabraut með öllum þeim hagstæðu lausnum sem af henni hlýst leggst þessi aukni þungi umferðar á íbúa Mosfellsbæjar. Nú stendur að auki til að byggja upp tvær malbikunarstöðvar á Esjumelum með tilheyrandi mengun af öllu tagi og ekki síst sjónmengun hvað snýr að Esjunni. Meirihlutinn er að drekkja þessu fagra svæði sem líklega er fallegasta byggingarsvæði Reykjavíkur auk Kjalarness með þungaiðnaði að ógleymdri SORPU bs. Nú má öllum vera ljóst hver tilgangurinn var hjá Reykjavík að sækjast eftir samruna við Kjalarnes fyrir rúmum tveimur áratugum með fögrum loforðum um Sundabraut sem er ekki enn komin og er ekki í sjónmáli fái meirihlutinn einhverju ráðið.

    Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá ALTA tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 13. og 20. mars 2020.

    Fylgigögn

  7. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag     (04.0)    Mál nr. SN170899

    Kynnt drög að tillögu ASK Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1 - Krossamýrartorg

    Fulltrúi ASK Arkitekta Páll Gunnlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag     (04.0)    Mál nr. SN170900

    Kynnt drög að tillögu Arkís arkitekta og Landslags að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 2 - Sævarhöfði 

    Fulltrúi Arkís arkitekta Björn Guðbrandsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  9. Kringlan, Skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags     (01.721)    Mál nr. SN200181

    Lögð fram skipulagslýsing, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dags 18. mars 2020, vegna skipulagsgerðar og umhverfismats "Kringlusvæðisins".
    Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í sex vikur. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Verkefnastofu Borgarlínu, Strætó bs., Vegagerðinni, Veitum ohf., Sorpu, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Slökkviliði höfðuborgarsvæðisins, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Kópavogsbæ, viðeigandi sviðum og deildum (skrifstofur) Reykjavíkurborgar, utan umhverfis- og skipulagssviðs, s.s. skóla- og frístundasviði og menningar- og ferðamálasviði, rekstrar- og hagsmunaaðilum á Kringlusvæðinu, íbúaráði og einnig kynna hana fyrir almenningi.
    Vísað til borgarráðs.

    Helga Bragadóttir frá KANON tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi     (04.302.4)    Mál nr. SN190598
    590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst í megin atriðum stækkun á byggingarreit ofanjarðar um fjóra metra til suðurs, hækkun hæðar húss innan hans um 1,5 metra og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0.7 í 0.95, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. dags. 2. október 2019, br. 20. janúar 2020. Einnig er lagt fram bréf T.ark Arkitekta ehf. dags. 20. janúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. febrúar 2020 til og með 2. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Steinþór Skúlason f.h. SS dags. 21. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  11. Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi     (04.6)    Mál nr. SN190641
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núv. grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur Gylfason dags. 4. febrúar 2020, Helgi Kristófersson dags. 5. febrúar 2020, íbúaráð Breiðholts dags. 4. mars 2020 og Helgi Kristóferson dags. 12. mars 2020 ásamt undirskriftalista 60 aðila við Leirubakka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2020.
    Synjað er um að breyta deiliskipulagi með vísun til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dag. 25. mars 2020. 
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að hlustað hafi verið á rök íbúa og íbúaráðs Breiðholts varðandi fyrirhugaða færslu á grendarsvæði við Arnarbakka að horni á Leirubakka og Arnarbakka. Í umsögn íbúaráðsins kemur fram að tillagan hafi verið illa unnin og í henni hafi verið rangar upplýsingar varðandi staðhætti og þær breytingar á deiliskipulagi sem var fyrirhugað. Ljóst er að íbúar borgarinnar sem búa og/eða starfa á þeim svæðum sem til stendur að breyta hafa oft á tíðum lög að mæla. Því er það fagnaðarefni að tekið sé tillit til þeirra raka sem íbúar borgarinna leggja fram, eins og í þessu tilfelli. Ánægjulegt verður að sjá hvort framhald verði á.

    Fylgigögn

  12. Koparslétta 6-8, breyting á deiliskipulagi     (04.533.8)    Mál nr. SN190708
    681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík
    700402-7890 Malbikstöðin ehf., Flugumýri 26, 270 Mosfellsbær

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 27. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að heimilt er að starfrækja malbikunarstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 29. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2020 til og með 2. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: PL ehf., Þorbjörn Gíslason dags. 7. febrúar 2020, Jón Ágúst Stefánsson, Baldur Agnar Hlöðversson, Ásgeir Sigurðsson, Óskar Gunnlaugsson f.h. húsfélagsins Koparsléttu 10 dags. 15. febrúar 2020 og Óskar Gunnlaugsson dags. 1. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vegna athugasemda húsráðenda í nærliggjandi húsi telur Flokkur fólksins að hér sé um að ræða réttmæta gagnrýni. Um er að ræða að nýta Koparsléttu 6-8, Reykjavík, undir malblikunnarstöð. Þarna er skipulagt atvinnusvæði og þegar komnar nokkrar byggingar og atvinnustafsemi hafin. Oft mikill vindstrengur á svæðinu og þá getur mengun frá malbikunarstöðinni aukist sem og skapað hættu. Húsfélagið Koparslétta 10 er hins vegar ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði en eigendur að húsnæðinu nýta það sem geymslu og í ýmsa starfsemi. Hér er um málefnalega gagnrýni sem hlusta þarf á. Íbúum þykja mótvægisaðgerðir ófullnægjandi og illa skilgreindar. Hér telur Flokkur fólksins mikilvægt að staldra aðeins við og hlusta á hagsmunaaðila. Hér er ekki bara heilsa í húfi heldur einnig mun bygging malblikunnarstöðvar að öllum líkindum rýra verðgildi eignarhluta þeirra sem þegar hafa byggt á svæðinu. Flokkur fólksins hefur oft tjáð sig um í bókunum að viðleitni Reykjavíkurborgar til að veita hagsmunaaðilum andmælarétt sé stundum meira í orði en á borði.

    Pawel Bartoszek víkur af fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi     (01.172.1)    Mál nr. SN190397
    621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
    710806-1360 Leiguíbúðir ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin ehf. dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin á Laugavegi 33, 33B og 35 verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð, timburhúsið að Laugavegi 35 verði lengt til austurs og leyft verði að byggja fjórlyft hús á baklóð. Húsið að Laugavegi 37, sem stendur við götu helst óbreytt, en gert er ráð fyrir að gamalt timburhús á baklóð Laugavegs 37 verði flutt, nýlegt steinhús á baklóð rifið og nýtt hús, þriggja hæða með kjallara, reist í staðinn. Einnig er gert ráð fyrir að timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og nýtt hús, þrjár hæðir með tveggja hæða risi, byggt í staðinn. Deiliskipulagið heimilar byggingu bílageymslu undir þeim hluta lóðanna, þar sem ekki standa friðuð hús. Breytingar verða á lóðarstærðum samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019, síðast br. 13. mars 2020 og skýringaruppdr. dags. 28. júní 2019, lagf. 22. ágúst 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðningur fyrir hótelstarfsemi, ásamt mæli- og hæðarblaði og mat og úrskurður Minjastofnunar Íslands dags. 9. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur og Knúts Bruun dags. 24. október 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 23. september 2019 til og með 14. nóvember 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristinn B. Ragnarsson f.h. Perla Properties ehf. dags. 8. október 2019, Ásmundur Hrafn Sturluson frá Kurt og Pí dags. 30. október 2019, Direkta lögfræðiþjónusta og rágjöf f.h. Gylfa Björnssonar og Önnu Þóru Björnsdóttur dags. 1. nóvember 2019, Lena G. Hákonardóttir dags. 3. nóvember 2019, Valgerður Árnadóttir dags. 4. nóvember 2019, Benóný Ægisson f.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2019, Eva María Þórarinsdóttir Lange dags. 4. nóvember 2019, Birna Hrönn Björnsdóttir dags. 4. nóvember 2019, LMB Mandat lögmannsstofa f.h. Péturs Jónassonar og Hrafnhildar H. Guðmundsdóttur eigendur íbúðar með fastanr. 222-2958 og Nýhafnar 3-7 ehf. eiganda íbúðar með fastanr. 222-2956 dags. 8. nóvember 2019, Karl Mikli ehf., Knútur Bruun, Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Hilmar Einarsson dags. 12. nóvember 2019 og Lögfræðistofa Reykjavíkur f.h. Karls Mikla ehf. dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Þjóðkirkjunnar dags. 7. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2020.
    Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að heimildir eldra skipulags til að rífa nokkur gömul hús við Laugaveg er felld úr gildi. Það er fagnaðaefni. Samkvæmt tillögunni verður húsið við Laugaveg 33 og viðbygging við hana gert upp í samræmi við upphaflega gerð. Sama gildir um Laugaveg 33B. Húsin við Laugaveg 35 verða einnig gerð upp og hækkuð um eina hæð. Kveðið er á um að endurgerð húsanna skuli unnin í samráði við Minjastofnun. Enginn vafi er á að húsaröðin verður til prýði á Laugaveginum. Aukið byggingarmagn sem eldra deiliskipulag heimilaði verður ekki aftur tekið án skaðabóta. Það verður fært á Vatnsstíg og baklóðir. Tillagan gerir ráð fyrir að Vatnsstígur 4, sem skemmdist illa af eldi fyrir nokkrum árum, og Laugavegur 33A verði rifin að fengnu leyfi Minjastofnunar. Gert er ráð fyrir að á reitnum verði almennar íbúðir og gististarfsemi en verslanir og veitingastaðir á jarðhæðum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins hefur lengi haft áhyggjur af miðbænum eins og hann stefndi í áður en Covid 19 skall á. Eftir Covid 19 er ekki gott að sjá hver þróunin verður, hvernig verslun sem dæmi eigi eftir að þróast. Tugir verslunareigenda höfðu þá þegar flúið miðbæinn áður en faraldurinn skall á. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á nokkrum lóðum á Laugavegi sem stór hópur íbúa er ekki par sáttur við m.a. að byggja eigi bílakjallara og hótel, enn eitt hótel á svæðinu. Íbúasamtök miðborgarinnar vara jafnframt við fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Stefna borgarinnar er aukið íbúalýðræði og því hvetur Flokkur fólksins skipulagsyfirvöld til að vanda sig í samskiptum við fólk og minnir á að í meirihlutasáttmála stóð til að vinna með fólkinu í borginni en ekki gegn því.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur áherslu á að ekki eigi að heimila fleiri hótel sérstaklega í því ástandi og óvissu sem við búum við núna. Allt púður ætti að vera sett í að tryggja öllum gott húsnæði á viðráðanlegu verði.

    Fylgigögn

  14. Grandavegur 37, sótt um bílastæði hreyfihamlaða á lóð auk annars hefðbundins bílastæðis - samtals tvö bílastæði     (01.521.6)    Mál nr. SN190752
    190459-6329 Karvel Ögmundsson, Strandgata 39, 600 Akureyri

    Lögð fram umsókn Karvels Ögmundssonar dags. 21. desember 2019 ásamt tölvupósti dags. 13. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsis og S.Í.S vegna lóðarinnar nr. 37 við Grandaveg. Í breytingunni felst að rafmagnskassi/tengikassi Veitna verði fjarlægður á kostnað borgarinnar og að koma megi fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni þar af eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sbr. tölvupósti dags. 12. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020.
    Synjað með vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í kringum 1990 urðu miklar breytingar við Grandaveg þegar byggt var upp á gamla BÚR reitnum. Sunnan megin við Grandaveginn stóðu nokkur hús, sum hurfu en önnur stóðu eftir og standa enn. Þá voru einnig flutt gömul hús við Álagranda sem standa við hornið að Grandavegi gengt Litla Skipholti, Framnesvegi 36. Þessum gömlu húsum var komið fyrir á lítilli lóð og ekki gert ráð fyrir nauðsynlegri aðstöðu eins og bílastæðum. Grandavegur og Álagrandi eru þröngar götur og lítið sem ekkert pláss fyrri bíla í götunum. Því neyðast íbúar að taka dýrmætar spildur af lóðum sínum undir bílastæði. Það má velta fyrir sér þegar þessar breytingar fórum fram hvort allar lagnir og skipulag hafi verið skoðað í þaula. Hvort skipulagsyfirvöld hafi áttað sig á hversu mikil aukning umferðar varð um þetta horn og þá síðar meir eftir að byggt var á Lýsisreitnum. Hér má vel velta fyrir sér að skipulag hafi verið ábótavant. Íbúar á Grandavegi 37 sækja nú um að útbúa bílastæði við hlið hússins og fórna þannig garðspildu til þess, annar er hreyfihamlaður. Greinilegt er að umrætt hús er fórnarlamb skipulagsbreytinga sem ekki voru hugsaðar til enda fyrir ríflega 30 árum.

    Fylgigögn

  15. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2020, úthlutun styrkja 2020         Mál nr. US190389

    Lagt fram í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2020.
    Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni. 
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    (B) Byggingarmál

  16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1059 frá 10. mars 2020, fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1060 frá 17. mars 2020 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1061 frá 24. mars 2020.

     (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  17. Samgönguverkefni, Arnarnesvegur og Bústaðavegur         Mál nr. US200079

    Arnarnesvegur við Breiðholtsbraut og Bústaðavegur við Reykjanesbraut
    Staða undirbúnings kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að skipulagsmál tefji ekki samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi verkefni eru enn mikilvægri nú þegar nauðsynlegt er að sýna miklu viðspyrnu í kjölfar COVID-19. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Löngu er orðið tímabært að fara í mislæg gatnamót þar sem Bústaðavegur þverar Reykjanesbraut. Þetta eru ein slysamestu gatnamót höfuðborgarsvæðisins og skapa þar að auki miklar umferðarteppur. Eðlilegt umferðarflæði um borgina skerðist vegna þessa. Nú verður að hrinda í framkvæmd stórum mannaflsfrekum verkefnum. Þessi samgöngubót er vel til þess fallin. Þessi mislægu gatnamót áttu að vera komin fyrir löngu. Undrast er hversu mikið langlundargerð Vegagerðin sýnir meirihlutanum í Reykjavík vegna mótþróa á uppbyggingu og lagfæringa á vegakerfinu sem ríkisstofnunin ber ábyrgð á samkvæmt lögum. Í 8. gr. laga um Vegagerðina segir um samgönguöryggi: „Vegagerðin vinnur að auknu öryggi í samgöngum með því markmiði að fækka slysum og draga úr tjóni af völdum þeirra. Stofnunin skal m.a.: 1. vinna að bættu öryggi innviða samgöngukerfisins með öryggisstjórnun, greiningu á öryggisþáttum og slysum og aðgerðaáætlunum, 2. annast framkvæmd öryggisstjórnunar samgöngumannvirkja og samgöngukerfa, 3. annast ráðgjöf um umbætur sem stuðla að auknu samgönguöryggi.“ Nú verður að forgangsraða í þágu umferðaröryggis, uppbyggingar og viðspyrnu í samvinnu við ríkið.

    (D) Ýmis mál

  18. Ályktunartillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, vegna áfengisverslunar (USK2019060033)         Mál nr. US190253

    Lögð er fram ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 12. júní 2019 sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs af Borgarstjórnarfundi dags. 4. júní 2019 til umsagnar vegna áfengisverslunar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2019.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir þá umsögn sviðsins að efni tillögunnar samrýmist áherslum aðalskipulags. Mikilvægt er að allar ákvarðanir sem teknar eru á öllum stjórnsýslustigum styðji við bíllausan lífstíl og þróun byggðar í átt að sjálfbærni. Þar er þétting byggðar og nærþjónusta lykilatriði og því skiptir máli að ríki og sveitarfélög séu samstíga um að íbúar þessa lands hafi verslun og þjónustu í sínu nærumhverfi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúarnir fagna jákvæðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um ályktunartillögu Sjálfstæðisflokks vegna áfengisverslunar. Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi myndi styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur. Slík þróun myndi jafnframt styðja við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum myndi gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.

    Fylgigögn

  19. Sjómannaskólareitur, kæra 21/2020     (01.254)    Mál nr. SN200184
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2020 ásamt kæru dags. 13. mars 2020 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 13. febrúar 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit.

  20. Furugerði 23, kæra 11/2020, umsögn     (01.807.4)    Mál nr. SN200119
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2020 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. mars 2020.

  21. Furugerði 23, kæra 12/2020, umsögn     (01.807.4)    Mál nr. SN200120
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2020 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. mars 2020.

  22. Álakvísl 1-7, nr. 7B - kæra 75/2019, umsögn, úrskurður     (04.233.0)    Mál nr. SN190461
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 28. júní 2019, varðandi breytingar utanhúss á fjöleignarhúsinu að Álakvísl 7, íbúð 7B. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. júní 2019 um að aðhafast ekki vegna uppsetningar lofttúðu í húsinu nr. 7b við Álakvísl í Reykjavík.

  23. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, kæra 83/2019, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN190509
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 23. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt nýs deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. september 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. mars 2020. Úrskurðarorð: Felld er ur gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar frá 6. júní 2020 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir reit sem markast af Hjarðarhaga, Tómasarhaga og Dunhaga.

  24. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, kæra 80/2019, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN190507
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 17. ágúst 2019 þar sem kærð samþykkt nýs deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. september 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. mars 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar frá 6. júní 2020 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir reit sem markast af Hjarðarhaga, Tómasarhaga og Dunhaga.

  25. Búland 1-31 2-40, kæra 82/2019, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN190508
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 21. ágúst 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2019 þess efnis að framkvæmdir á lóðinni Búland 36, Búland 1-31 og 2-40, falli undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í e. lið greinar 2.3.5 og því muni byggingarfulltrúi ekki aðhafast frekar í málinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. september 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. júlí 2019 að aðhafast ekki vegna framkvæmda á baklóð við Búaland 36.

  26. Vesturbæjarsundlaug - Hofsvallagata 54, breyting á deiliskipulagi     (01.526.1)    Mál nr. SN190383
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar vegna lóðarinnar nr. 54 við Hofsvallagötu.

    Fylgigögn

  27. Hringbraut 116, Bykoreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN190401
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
    490617-1320 Kaldalón hf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi BYKO reits vegna lóðanna nr. 77 við Sólvallagötu og 116 við Hringbraut.

    Fylgigögn

  28. Elliðaárdalur, deiliskipulag     (04.2)    Mál nr. SN190373

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. mars 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 3. mars 2020 á 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. febrúar 2020 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal.

    Fylgigögn

  29. Funafold 42, breyting á deiliskipulagi     (02.860.5)    Mál nr. SN190581
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Funafold.

    Fylgigögn

  30. Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (04.071)    Mál nr. SN200134

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða-Eystri.

    Fylgigögn

  31. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN190437
    520716-0920 Starmýri 2A ehf., Viðarrima 33, 112 Reykjavík
    680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Safamýri/Álftamýri vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri.

    Fylgigögn

  32. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.460.0)    Mál nr. SN190203
    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifan/Fenin vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg.

    Fylgigögn

  33. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, metanbílar verði aftur teknar á lista yfir visthæfa bíla         Mál nr. US200073

    Með nýjum reglum sem tóku gildi 1. janúar 2020 voru metanbílar teknir af lista vistvænna bíla og geta ökumenn ekki lagt gjaldfrjálst í 90 mínútur í gjaldskyld stæði. Þetta er bagalegt og ekki til þess fallið að hvetja til orkuskipta. Það eru því engar ívilnanir frá borginni fyrir eigendur metanbíla lengur. Rök formanns skipulagsráðs voru að ekki væri hægt að tryggja að eigendur metanbíla aki á vistvæna orkugjafanum þegar þeir koma í bæinn og leggja í gjaldskyld stæði. Með þessum orðum er verið að gera lítið úr eigendum metanbíla. Það blasir við að sá sem kaupir sér metanbíl noti einungis bensín sem varaafl. Flokki fólksins finnst mikilvægt að allt sé gert til að flýta orkuskiptum og því fleiri sem sjái hag í að kaupa metanbíl því betra. Offramboð er á metani sem brennt er á báli í stórum stíl á söfnunarstað því Sorpu hefur mistekist að koma því á markað. Metan ætti að gefa eða selja á kostnaðarverði. Allt er betra en að sóa því. Væri metan selt á kostnaðarverði mundi hópur metanbíleigenda stækka hratt. Flokkur fólksins vill með þessari tillögu leggja áherslu á mikilvægi orkuskipta. Það voru regin mistök að fjarlægja metanbíla af þessum lista.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  34. Fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna búningsklefa Sundhallarinnar.         Mál nr. US200074

    Sundhöll Reykjavíkur hefur verið í endurgerð og endurbyggingu og var nýr kvennaklefi byggður vegna þess að sá eldri þótt ekki viðunandi. Mörgum kvengestum Sundhallarinnar finnst staðsetning nýrra búningsklefa bagaleg þar sem ganga þarf frá klefum langa leið utandyra til að komast inn í Sundhöllina. Karlar hafa nú fengið klefa sína aftur endurgerða. Klefar kvenna eru enn í endurbyggingu sem lýkur á þessu ári en munu ekki vera ætlaðir konum til frambúðar heldur viðbót ef með þarf. Margir kvengestir vilja fá aftur aðgang að eldri búningsklefum þegar endurbótum þeirra er lokið. Þær sætta sig ekki við að hafa verið úthýst og að þurfa að ganga langar leiðir á blautum sundfötum, frá klefa að laug. Það stóð aldrei annað til en að karlar fengju sína gömlu klefa aftur. Flokkur fólksins veltir einnig fyrir sér hvort jafnréttisjónarmið kunni að hafa verið fótum troðið hér og hvort farið hafi verið á sveig við jafnréttislög? Fulltrúi Flokks Fólksins óskar eftir skýringu, af hverju kvennabúningsklefinn í Sundhöll Reykjavíkur var tekinn af konunum bæði á meðan klefarnir voru endurgerðir, en einnig til frambúðar? Af hverju konum var vísað úr sínum gömlu klefum en ekki körlum? Hvað hindrar það að konur fái aftur aðgang að klefunum, tilbúnum?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  35. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Aðalskipulags 2010 - 2030         Mál nr. US200076

    1. Hvað hefur vinna við nýjan viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030, endurmat á stefnu um íbúðarbyggð/blandaða byggð og forgangsröðun og þéttleiki uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftslagsmálum kostað til 1. mars 2020? 2. Hvað er áætlað að endanlegur kostnaður verði?  3. Hvað er aðkeypt vinna stór hluti af vinnunni? 4. Hvað hafa margir komið að vinnunni? 5. Hvað hafa margir fundir verið haldnir? 6. Hvenær er áætlað að vinnu við viðaukann verði lokið?

    Vísað til deildarstjóra aðalskipulags til umsagnar.

    -    Kl 13: 35 víkja Aron Leví Beck og Katrín Atladóttir af fundi.

  36. Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar, vegna aðgengismála strætóstoppistöðva í Reykjavík.         Mál nr. US200077

    1. Eru allar stoppistöðvar aðgengilegar fyrir alla (t.d. fólk í hjólastólum, barnavagna o.s.f.) og er aðkoma að stoppistöðvum ásættanleg? 
    2. Eru til landupplýsingagögn (GIS) þar sem búið er að taka saman hvaða stoppistöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki?
    3. Er til aðgerðaráætlun sem miðar að því að laga aðgengi við stoppustöðvar?
    4. Hvaða kröfur voru gerðar varðandi aðgengi í nýju skýlunum?
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  37. Fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Fyrirspurnir í framhaldi af bókun meirihlutans í borgarstjórn við tillögu Flokks fólksins um að selja metan á kostnaðarverði         Mál nr. US200075

    1. Hver er kostnaður við að ,,framleiða metan og geyma" og leiða það að brennslustað? 2. Hver er kostnaður við ,,viðeigandi yfirbyggingu" við að safna metani á urðunarstað, geyma og brenna síðan á báli? 3. Hve mörgum kg af metani er brennt árlega á báli? (nota má aðrar einingar svo sem lítra undir ákveðnum þrýstingi, eða rúmmetra undir ákveðnum þrýstingi). 4. Hefur stjórn Sorpu kannað hvort það brjóti á bága við samkeppnislög að selja metan fyrir þeim kostnaði sem fylgir því að koma því til neytenda?

    Vísað til umsagnar Sorpu bs.
     

  38. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalista, um skerðingu á þjónustu     Mál nr. US200080

    Hverjar eru heimildir strætó bs sem byggðarsamlags til að skerða þjónustu við farþega? Þarf ekki að bera slíkt undir eigendur? Nú á tímum covid-19 hefur strætóferðum verið fækkað og skilur áheyrnarfulltrúinn fullkomlega að verja þurfi vagnstjórana eins vel og hægt er en þar sem fulltrúinn notar strætó daglega hefur hann tekið eftir því að erfitt er að virða regluna um að hafa tvo metra á milli einstaklinga þegar ferðir eru færri.
    Frestað.

Fundi slitið klukkan 14:07

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir