Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 09:06 var haldinn 64. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Þórdís Pálsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Jórunn Pála Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.460.0) Mál nr. SN190203
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 HafnarfjörðurAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 22. mars 2019 ásamt minnisblaði Batterísins dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni vegna uppbyggingar meðfram Skeifunni og breyting notkunar efri hæða fyrir íbúðir, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019, breytt 20.09.2019 síðast breytt 06.02.2020. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits dags. 15. mars 2019 um hljóðvist og Greinargerð-Samgöngumat Mannvits dags 17. september 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Samúel Torfi Pétursson dags. 15. október 2019, Sæmundur H. Sæmundsson, framkvæmdastjóri, f.h. Vesturgarðs ehf. dags. 25. nóvember 2019, Ágúst Valfells, stjórnarformaður f.h. Skeifunnar 13A dags. 25. nóvember 2019 og Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 25. nóvember 2019. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Ragnheiði M. Ólafsdóttur f.h. Reita - skrifstofa ehf. dags. 26. nóvember 2019 og f.h. Reita - verslunar ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 13. nóvember 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags 7. febrúar 2020.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Í deiliskipulagsbreytingunni felst aukning á byggingarmagni vegna uppbyggingar meðfram Skeifunni og breyting notkunar efri hæða fyrir íbúðir. Algjörum forsendubresti er lýst hvað varðar Orkureitinn því þegar samningar við borgina voru gerðir varðandi hann þá var loforð þess efnis að Skeifan myndi fara í hægagang í uppbyggingu. Bent er á að rammaskipulag er ekki lögformleg skipulagsákvörðun og hefur því ekkert gildi. Það er óskiljanlegt að Reykjavíkurborg skuli nota það í skipulagsvinnu sinni. Samkvæmt fyrri ákvörðunum var ekki gert ráð fyrir íbúðum á Grensásvegi 1 en nú er allt í einu breytt um stefnu og verið að gefa leyfi fyrir 200 íbúðum fyrir þennan reit. Skipulagsmál verða að vera í fasta til að lóðarhafar viti að hverju þeir ganga. Í einni umsögninni er varað við að fordæmi verði sett með því að víkja megi frá ákvæði aðalskipulags um hæðir húsa, að gera ráð fyrir íbúðum á svæði þar sem ekki var gert ráð fyrir íbúðum í rammaskipulagi og að verið er að gefa heimild til að skipta skipulagsreitum í minni skipulagseiningar sem einungis taki til einnar lóðar. Tekið er undir þungar áhyggjur hvað varðar skólamál og bent er á að ekki er búið að útkljá hvaða grunnskólar tilheyri hverfinu.
Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar:
Samkvæmt breyttu deiliskipulagi við Grensásveg 1 stendur til að byggja umtalsvert upp af íbúðar og verslunarhúsnæði. Nokkrir aðilar eru eigendur lóða og þess húsnæðis sem þar standa nú. Þessir aðilar kvarta undan engu samráði sem kemur ekki á óvart miðað við fyrri áætlanir og framkvæmdir hjá borgarmeirhlutanum. Þó virðist að nú hafi verið hlustað á þá með einhverjum hætti. Ef af verður má vænta málaferla af hálfu lóðareigenda sem gæti kostað borgina upptalsvert fé. Vonandi verður ekki úr því þar sem gerðar hafa verið breytingar á fyrri áætlun. Það stingur í augu að ekki kemur fram að gert sé ráð fyrir skóla eða skólasókn þeirra barna sem væntanlega munu búa á þessu húsnæði. Hvernig eiga börnin að sækja sinn skóla yfir stórar umferðaræðar í borginni, Grensásveg og Suðurlandsbraut? Kannski með gönguljósum sem þá stöðvar umferð enn frekar með tilheyrandi mengun á svæðinu. Eða að foreldrar aki börnum sínum í skólann. Varla dugar einn deilibíll fyrir allan þann fjölda eins og mælt er með í nýja skipulaginu. Flokkur fólksins leggur til að haft verði samráð við hagsmunaaðila til að koma í veg fyrir deilur og hugsanleg málaferli.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gagnbóka:
Uppbygging á reitnum býr ekki til forsendubrest, þvert á móti. Fjölgun íbúða bætir byggðina, og styrkir grundvöll þjónustu og bættra almenningssamgangna á borð við Borgarlínu. Í meira en 10 ár hefur legið hefur fyrir að Skeifan er þróunarsvæði og fyrir hana hefur verið samþykkt metnaðarfullt rammaskipulag með blandaðri byggð og aukinni áherslu á vandað borgarrými og virka samgöngumáta. Rammaskipulag er gott verkfæri til að skýra framtíðarsýn og skapa réttar væntingar fyrir húsnæðisuppbyggingu. Talsvert færri börn eru nú í Vogaskóla en voru fyrir áratug sú staðreynd, ásamt því að til stendur að reisa nýjan skóla í Vogabyggð skapar svigrúm til að leysa skólamál hverfisins með farsælum hætti.
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Vesturbæjarsundlaug - Hofsvallagata 54, breyting á deiliskipulagi (01.526.1) Mál nr. SN190383
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni felst að komið er fyrir hundagerði á lóðinni, núverandi grenndargámastöð er fest í sessi og bílastæðum fækkað lítillega, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 20. febrúar 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar:
Vegna fyrirhugaðs hundagerðis við Vesturbæjarlaug gerir Flokkur fólksins nokkar athugasemdir þar sem girðingin virðist ekki í samræmi við það sem hundaeigendum þykir æskilegt. Hundaeigendur benda á að væntanlegt hundagerði sé allt of lítið, en 700 m2 sé algert lágmark. 600-700m2 hundagerði henta í raun aðeins fyrir smáhunda, því mæla þeir með að hundagerði verði á bilinu 1000-1400 m2. Þar sem hundagerðið er nálægt bílastæði og mögulega leikvelli, er lykilatriði að hundar geti ekki hoppað yfir því er 1,5 metrar lágmark sem er mælt með fyrir hundagerði víða um heim. Bil milli rimla í hliði verður að vera afar mjótt svo hundar geti ekki smeygt sér í gegn. Girðing verður að ná vel niður ofan í eða þétt við jarðveginn, svo engin hætta sé á að hundur geti smeygt sér undir. Sama gildir um hliðið. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa hundagerði rétthyrnt, það má hanna það í skemmtilegri lögun svo það sé meira augnayndi og jarðvegur þarf ekki að vera sléttur. Flokkur fólksins óskar þess að við hönnun hundagerðis verði haft gott samráð við hundaeigendur svo verkefnið megi takast sem best.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Funafold 42, breyting á deiliskipulagi (02.860.5) Mál nr. SN190581
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Funafold. Í breytingunni felst að stækka núverandi leikskóla í Funafold og gera þar sjö deilda leikskóla, stækka lóð leikskólans, fjölga bílastæðum, færa aðkomu að leikskólanum og færa til norðurs hjólastíg fyrir ofan núverandi lóðarmörk, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. október 2019. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2019 til og með 6. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eyrún Einarsdóttir og Pétur Blöndal dags. 2. janúar 2020, Íbúaráð Grafarvogs dags. 4. janúar 2020, Jóhannes Sveinn Sveinsson og Kristín Birna B. Fossdal dags. 5. janúar 2020, Elsa Óskarsdóttir dags. 6. janúar 2020 og Berglind Smáradóttir dags. 6. janúar 2020. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd/umsögn frá Íbúaráði Grafarvogs dags. 31. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Við breytingu á deiliskipulagi Funafoldar 42, er gert ráð fyrir að breyta tveggja deildar leikskóla í sjö deilda. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum meiri umferðarþunga sem leiðir af uppbyggingu þessari og því er tekið er undir áhyggjur íbúa í nágrenni fyrirhugaðra breytinga hvað varðar umferðarþunga í Funafold sem leiðir út á Fjallkonuveg á álagstímum. Samkvæmt athugasemdum sem borist hafa inn í málið virðist skorta heildarsýn á bæði fjölda barna og upptökusvæði fyrir leikskólann. Útskýra verður áður en lengra er haldið fyrir hvaða hverfi Grafarvogsins er verið að byggja upp og hvort jafnvel sé verið að byggja leikskólapláss fyrir börn utan hverfisins. Harðlega er gagnrýnt hversu slök upplýsingagjöf borgarinnar til íbúa er þrátt fyrir stífar tilraunir þeirra til upplýsingaöflunar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Stækkun leikskólans Funaborgar er hluti af Brúum bilið verkefninu. Svæðið er fallegt og hentar vel fyrir leikskólastarfsemi. Fjölgun deilda á þessum stað er einnig hluti af uppskiptingu leikskólans Sunnufoldar sem samþykkt var nýlega.
Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1054 frá 11. febrúar 2020 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1055 frá 18. febrúar 2020.
Fylgigögn
-
Baldursgata 10, Ofanábygging og svalir (01.186.107) Mál nr. BN056581
101258-2119 Hjálmar Sveinsson, Baldursgata 10, 101 Reykjavík
081062-5369 Ósk Vilhjálmsdóttir, Baldursgata 10, 101 ReykjavíkAð lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri, klædda bárujárni, ofan á núverandi hús á lóð nr. 10 við Baldursgötu. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi ehf. dags. 14. nóvember 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2019 til og með 3. desember 2019 og frá 18. desember 2019 til og með 20. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, formaður húsfélagsins að Baldursgötu 12, dags. 28. nóvember 2019, Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson dags. 1. desember 2019, Friðþjófur Högni Stefánsson, Signý Ósk Davíðsdóttir, Sigurjón Gísli Helgason og Þóra Jónsdóttir dags. 3. desember 2019 og Hildur Guðmundsdóttir dags. 17. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Hjálmar Sveinsson víkur af fundi undir þessum lið.
Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Korputorg, breyting á strætóleið Mál nr. US200036
Lagt er fram erindi Ísam dags. 5. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir breytingu á strætóleið við Korputorg.
Vísað til meðferðar Strætó bs. í samráði við samgöngustjóra Reykjavíkur.Fylgigögn
-
Flókagata, stígur milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar Mál nr. US200057
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar dags. 24. febrúar 2020. Óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir sameiginlegan göngu- og hjólastig samsíða Flókagötu við Klambratún milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar.
Samþykkt(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í aðalsjóði og eignarsjóði í desember 2019.
Fylgigögn
-
Furugerði 23, kæra 11/2020 (01.807.4) Mál nr. SN200119
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2020 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2020.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra til meðferðar. -
Furugerði 23, kæra 12/2020 (01.807.4) Mál nr. SN200120
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2020 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2020.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra til meðferðar -
Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, kæra 13/2020 Mál nr. SN200130
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 20. febrúar 2020 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og samgönguráðs frá 29. febrúar 2020 um framkvæmdaleyfi til breikkunar og færslu Bústaðavegar að íbúðabyggð við Beykihlíð og Birkihlíð.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra til meðferðar -
Stekkjarbakki Þ73, kæra 128/2019, umsögn (04.6) Mál nr. SN190742
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. febrúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
Hagasel 23, kæra 9/2020, umsögn (04.937) Mál nr. SN200111
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 11. febrúar 2020 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 4 febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss undir búsetuúrræði Velferðasviðs og Félagsbústaða á tveimur hæðum með átta íbúðum að Hagasel 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2020.
-
Blesugróf 34, kæra 134/2019, umsögn (01.885.5) Mál nr. SN200039
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2020 ásamt kæru dags. 27. desember 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 14. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. febrúar 2020.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. janúar 2020 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 14. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. febrúar 2020.
-
Drápuhlíð 36, kæra 99/2018, umsögn, úrskurður/endurupptaka máls fyrir nefndinni. (01.713) Mál nr. SN180535
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. júlí 2018 ásamt kæru dags. 17. júlí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 36 við Drápuhlíð. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. september 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja umsókn um byggingu bílskúrs á lóð nr. 26 við Drápuhlíð.
Lagt fram að nýju ásamt erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. ágúst 2019 ásamt bréfi dags. 18. júlí 2019 þar sem farið er fram á endurupptöku máls nefndarinnar. Einnig er lagt fram álit umboðsmanns Alþingis dags. 20. júní 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. október 2019 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2020: Felld úr úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. júlí 2018 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 36 við Drápuhlíð. -
Stekkjarbakki Þ73, kæra 124/2019, umsögn, úrskurður (04.6) Mál nr. SN190735
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. febrúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða Mál nr. SN180292
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. febrúar 2020 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð.
Fylgigögn
-
Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi (01.193.4) Mál nr. SN190591
510315-0220 Landberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 58-60 við Snorrabraut.
Fylgigögn
-
Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi (01.826.1) Mál nr. SN200074
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegur 151-153.
Fylgigögn
-
Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN170694
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. febrúar 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2.
Fylgigögn
-
Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi (01.221.1) Mál nr. SN190382
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
650908-0310 EE Development ehf., Borgartúni 24, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún.
Fylgigögn
-
Skarfagarðar 4, breyting á deiliskipulagi (01.3) Mál nr. SN190709
590169-3079 Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfagarða.
Fylgigögn
-
Mjölnisholt 6 og 8, breyting á deiliskipulagi (01.241.0) Mál nr. SN200011
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
270365-3539 Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Álalind 4, 201 KópavogurLagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2020 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 29. janúar 2020 á breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt.
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 18, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.184.0) Mál nr. SN190744
450400-3510 VA arkitektar ehf., Borgartúni 6, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. febrúar 2020 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 5. febrúar 2020 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 18 við Bergstaðastræti.
Fylgigögn
-
Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi (01.700) Mál nr. SN200006
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins Mál nr. US200060
Íbúar í Skerjafirði urðu varir við grunsamlega bílaumferð í hverfinu 24. og 25. febrúar s.l. Þegar betur var að gáð þá kom í ljós að þarna voru á ferð 2 bílar merktir Reykjavíkurborg að telja bíla inn og út úr hverfinu og því er spurt hvers vegna er verið að telja bíla í Skerjafirði? Er það vegna fyrirhugaðs nýs hverfis? Hvers vegna eru valdir dagar til að telja bíla þegar verkfall Eflingar stendur yfir og t.d. allir leikskólar lokaðir? Má ekki líkja þessu við persónunjósnir? Á Reykjavík ekki tæki sem telja bíla?
-
Tillaga Flokk fólksins vegna endurskipulagningu á leiðakerfi Strætó bs. hvað varðar Grafarvog, Grafarholt og Úlfarsárdal. Mál nr. US200061
Taka þarf tillit til athugasemda íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals við endurskipulagningu á nýju leiðakerfi Strætó bs. Vonast íbúar hverfanna að gerð verði bragabót á löskuðu leiðakerfi, þá sérstaklega innan hverfanna og á milli þeirra. Ýmis þjónusta er í þessum hverfum sem íbúar vilja nýta sér án einkabílsins, því þarf leiðakerfið að vera þétt og skilvirkt. Íbúar Grafarholt og Úlfarsárdalur hafa bent á að haft verði í huga að börn í þessum hverfum sækja íþróttir, tómstundir og ýmsa skemmtun í Egilshöll, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Sama gildir um sundlaug Grafarvogs og íþrótta starfsemi Fjölnis á því svæði. Þau verða að komast á þessa staði með öruggum hætti úr öllum þremur hverfunum. Nauðsynlegar tengingar ef ný íþróttastefna borgarinnar á að virka. Sama gildir um aðra þjónustu eins og verslunarkjarna. Íbúar eiga að geta nýtt sér Strætó til að komast í þá þjónustu. Eitt gott dæmi um laskaða þjónustu Strætó í Grafarvogi. Leið 31 gengur aðeins um hluta hverfisins en ekki önnur og fer ekki í Spöngina. Því geta íbúar alls hverfisins ekki skroppið í strætó og verslað þar. Hafa ber í huga alla þessa nauðsynlegu þætti í endurskoðun leiðakerfis Strætós sem gæti klárlega dregið úr akstri einkabílsins innan hverfanna.
-
Fyrirspurn Flokk fólksins vegna moldroks í Úlfarsárdal. Mál nr. US200062
Flokkur fólksins hvers vegna borgaryfirvöld hafa skilið eftir stórar spildur af opnu landsvæði sem er fyrst og fremst eitt moldarflag. Leirtjörnin þornar upp og er jafnframt eitt mordarflag þegar það gerist. Íbúar í Úlfarsárdal hafa kvartað sáran undan miklu moldarfjúki í þurru veðri þar sem þessar moldarbreiður eru galopnar. Þetta er ekki einvörðungu skaði fyrir umhverfið heldur jafnframt heilsu fólks og þá sérstaklega barna í hverfinu. Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hver er ástæðan fyrir því að þessar moldarbreiður eru látnar standa svo lengi íbúum hverfisins til mikils ama? Svo virðist að djúpt sé í fast land á þessu svæði, er ef til vill skýringin að hætt hafi verið við að byggja þarna? Ef svo er, verður þá ekki að loka sárinu sem fyrst og upplýsa íbúa?
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson