Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 61

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 29. janúar kl. 09:04, var haldinn 61. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari er Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Breyting á áheyrnarfulltrúa í skipulags- og samgönguráði,          Mál nr. US200025

    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. janúar 2020 þar sem tilkynnt er að Þór Elís Pálsson tekur sæti sem fulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Ásgerðar Jónu Flosadóttur. 

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 17. og 24. janúar 2020.

    Fylgigögn

  3. Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190399

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019 br. 6. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaugur Ö. Þorsteinsson f.h. Laugaverks ehf. dags. 17. nóvember 2019 og Björn Jón Bragason f.h. Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Einnig eru lögð fram umsögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. október 2019 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
    Frestað.

    -    Kl. 9:10 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 9:15 tekur Þór Elís Pálsson sæti á fundinum.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Skarfagarðar 4, breyting á deiliskipulagi     (01.3)    Mál nr. SN190709
    590169-3079 Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að bætt er við nýjum byggingarreit suðaustan við núverandi byggingarreit, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lagt fram bréf Hampiðjunnar hf. til Faxaflóahafna sf. dags. 6. janúar 2017, bréf Faxaflóahafnar sf. til Hampiðjunnar hf. dags. 20. janúar 2017 og frumtillaga Arkís arkitekta ehf. dags. 12. desember 2016.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, framkvæmdaleyfi         Mál nr. SN190432
    680269-2899 Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

    Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 15. júlí 2019 um framkvæmdaleyfi vegna m.a. gerðs fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann. Einnig er lagt fram teikningarsett Hnit verkfræðistofu dags. 10. júlí 2019, Hljóðvistarskýrsla dags. 24. október 2019, minnisblað um Hljóðvistarútreikninga við Bústaðavegdags. 24. október 2019 og Hljóðkort eftir breytingar við Bústaðaveg dags. 25. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2019 til og með 2. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jens Helgason og Guðrún Ragnars dags. 16. nóvember 2019, Logos lögmannsþjónusta f.h. Hjörleifs Pálssonar og Helenu Hilmarsdóttur dags. 21. nóvember 2019 og íbúar við Beykihlíð og Birkihlíð dags. 30. nóvember 2019. Einnig er lögð fram skýrsla Verkís um Bústaðaveg, umferðarhermun og greining, dags. 30. október 2018, fundargerð vegna kynningarfundar um grenndarkynningu dags. 27. nóvember 2019 og minnisblað Hnit verkfræðistofu vegna grenndarkynningu dags. 17. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2020.
    Samþykkt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2020.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata bóka:

    Jákvætt er að við framkvæmdina er verið að bæta hljóðvist við Bústaðaveg, hlémegin hljóðmanar. Þar lækkar hljóðstig úr 70dB niður í 54dB. Áréttað er að mikilvægt sé að bæta gróðursetningu á svæðinu, bæði til að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og líffræðilegan fjölbreytileika. Seinni hluti framkvæmda við brúnna á Bústaðarvegi felst í mikilvægri hjólatengingu yfir brúnna sem er hluti af uppbyggingu á heildstæðu hjólastígakerfi innan borgarinnar. Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagn í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða. Í kjölfarið á þessu máli hefur verklagi við útgáfu framkvæmdaleyfis verið breytt hjá skipulagsfulltrúa þar sem umferðaraukandi framkvæmdir hafa ávallt umhverfisáhrif, bæði á nærumhverfi og heildarlosun CO2 frá samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Fagnað er öllum framkvæmdum sem greiða umferð innan borgarinnar. Mjög illa var staðið að þessari framkvæmd. Íbúar Suðurhlíða Reykjavíkur urðu einn daginn varir við vinnuvélar og vörubíla á Bústaðavegi þar sem hann þverar Kringlumýrarbraut og vissu ekki hvað um var að vera á svæðinu. Við eftirgrennslan kom í ljós að búið var að ákveða tímabundna þrengingu á suðurhluta Bústaðarvegar vegna framkvæmda við afrein. Hefur þessi þrenging haft margvísleg óþægindi í för með sér fyrir íbúa þessa svæðis. Að framkvæmdum loknum greiðist úr þessu vandamáli og er það vel. Hér birtist enn og aftur algjört samráðsleysi við hlutaðeigandi aðila sem hafa mikilla hagsmuni að gæta. Það er eins og íbúar Reykjavíkur séu ekki til í huga meirihlutans.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:

    Enn einu sinni má líta slæleg vinnubrögð meirihlutans í borginni gagnvart íbúum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir þá létu borgaryfirvöld hjá líða að fara í grenndarkynningu á þeirri framkvæmd að breikka Bústaðaveg með að bæta við akrein sunnan við veginn sem endar í frárein í austur inn á Kringlumýrarbraut í suður. Vegagerðinni var veitt framkvæmdarleyfi sem síðan er úrskurðað ógilt af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála. Framkvæmdir eru samt hafnar og er íbúum ekki kynnt framkvæmdi fyrr en hún er hafin. Íbúar eru skiljanlega mjög ósáttir þar sem nýja akreinin hefur færst nær byggðinni um 4 metra. Engin handbær gögn liggja fyrir um ryk- og hljóðmengun, og upplýsingar um breytingu á hljóðmön eru óljósar og ill skiljanlegar almenningi. Verkið hefur verið stöðvað nánast á lokastigi og virðist allt stefna í málaferli og verulega aukin kostnað af hálfu borgarinnar eingöngu vegna þess að ekki var farið að lögum og reglum sem sett hafa verið í landinu. 

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata bóka:

    Ekki hafði tíðkast að fara í grenndarkynningu vegna framkvæmdarleyfa af þessu tagi hingað til. Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er hins vegar skýr og setur nýtt fordæmi. Stórar umferðaraukandi framkvæmdir munu hér eftir fara í grenndarkynningu. Við teljum það vera jákvæða breytingu á verklagi og í takt við breytta tíma.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi     (01.700)    Mál nr. SN200006

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð. Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi, samkvæmt uppdrætti Arkþing - Nordic ehf. dags. 13. janúar 2020.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN190591
    510315-0220 Landberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Helga Konráðs Thóroddsen dags. 1. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 58-60 við Snorrabraut. 
    Í breytingunni felst að kvöð um undirgöng er felld niður. Í stað hennar kemur kvöð um inndregna jarðhæð á horni til norðvesturs þar sem gönguleið verður að núverandi húsi og inngangi viðbyggingu. Byggingarreit 4. hæðar við þaksvalir er breytt lítillega og byggingarmagn ofanjarðar (A-rými) er minnkað um 50 fm. en byggingarmagn neðanjarðar er aukið um 250 fm. 300 m2 B-rými er bætt við. Meginfletir útveggja skulu vera sléttir eða steinaðir, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 1. október 2019 og síðast breytt 15. janúar 2020. Einnig er lagt fram minnisblað um úrgangslausnir dags. 9. janúar 2020.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Mjölnisholt 6 og 8, breyting á deiliskipulagi     (01.241.0)    Mál nr. SN200011
    461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
    270365-3539 Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabær

    Lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 7. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar og gera nýjan sameiginlegan, frístandandi stigagang með lyftu í garði/vesturhluta byggingar með aðgangi frá svölum, samkvæmt uppdr. K.J. ARK slf. dags. 6. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020. 
    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi     (01.221.1)    Mál nr. SN190382
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
    650908-0310 EE Development ehf., Borgartúni 24, 104 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún. Í breytingunni felst í megin atriðum að heimilt verður niðurrif eldri frambyggingar á lóðinni og stækkun bílakjallara undir henni. Bundið er að nýbyggingin leggist í sömu línu að Borgartúni og sé hornskorin á horni Borgar- og Nóatúns á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 12. júní 2019, síðast breytt 6. janúar 2020. Einnig er lagt fram bréf Aðalsteins Steinþórssonar, Birnu Stefnisdóttur, Geirs Sigurðssonar og Matthildar Skúladóttur dags. 27. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 10 íbúar og eigendur að Mánatúni 13, 15 og 17 dags. 11. nóvember 2019, Gunnar A. Óskarsson arkitekt f.h. Smith & Norland hf. dags. 13. nóvember 2019 og Páll V. Bjarnason f.h. Regins atvinuhúsnæðis ehf. dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar sbr. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað í borgarráð.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Allar forsendur íbúa við kaup á því svæði eru í uppnámi. Borgartún 24 er hluti 3ja hæða stakstæðra húsa þess götuhluta sem nær milli Katrínartúns og Nóatúns. Því er ekki að furða að íbúar Mánatúns 7-17 reki í rogastans vegna þeirra breytinga sem hér um ræðir. Allar forsendur íbúa við kaup sinna eigna verða að engu. Ekki er gerð tilraun til að koma til móts við íbúana, heldur ekki rekstaraðila í nærumhverfinu sem einnig sendu inn athugasemdir. Sú aðferðarfræði sem meirihlutinn beitir er á þessa leið: Deiliskipulagsbreyting unnin án samráðs við nærumhverfi, deiliskipulag sett í auglýsingu undir formerkjum samráðs og allar athugasemdir sem berast virtar að vettugi. Þessi vinnubrögð eru til skammar og ekki til merkis um góða stjórnsýsluhætti. Reykjavíkurborg er stjórnvald sem ber að fara að stjórnsýslulögum. Það er öllum ljóst að verið er að þjóna einum lóðahafa/fjármagnseiganda í deiliskipulagsgerð og er það í beinni andstöðu við grundvallarmarkið skipulagslaga um gerð skipulags í þágu í almannahagsmuna.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:

    Full ástæða er til að gera deiliskipulag fyrir heildarsvæðið en nú er einungis til rammaskipulag. Málið er mjög umdeilt og eðlilegt að skipuleggja það innan götureits í heild. 

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata bóka:

    Borgartúnið hentar vel til uppbyggingar nýrra íbúða. Reiturinn liggur vel við almenningssamgöngum og hjólaleiðum. Umrædd deiliskipulagsbreyting felst í því að bæta við og stækka fermetratölu fyrir bílastæðahús neðanjarðar en nýtingarhlutfall ofanjarðar helst óbreytt. Ekki er tekið undir að umræddar breytingar rýri lífsgæði annarra á svæðinu. Áformin styðja við þá verslun og þjónustu sem fyrir er á svæðinu og bæta þannig nærumhverfið.

    Áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins bókar:

    Flokkur fólksins beinir þeim tilmælum til skipulagsyfirvalda í borginni að fara að öllu með gát varðandi breytingar á deiliskipulagi á Borgartúni 24. Þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru virðast í ósátt við íbúa í nágrenninu og hvetur Flokkur fólksins að haft verði samráð við íbúa um lokaniðurstöður á deiliskipulagi svæðisins. Einar Páll Svavarsson sem er málsvari íbúa í Mánatúni gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi svæðisins fyrir þeirra hönd: ,,Við gerum ráð fyrir því að Reykjavíkurborg hætti við svokallaða breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Borgartún 24 í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Við teljum einsýnt að breytingin verði látin niður falla og Reykjavíkurborg haldi áfram með deiliskipulagsvinnuna, sem borgin setti sjálf af stað í nóvember 2014, og vinni þannig eðlilegt deiliskipulag fyrir reitinn í samræmi við skipulagslög.‘‘

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Týsgata 8, málskot     (01.181.0)    Mál nr. SN190732
    650705-0410 Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

    Lagt fram málskot Gamma ehf. dags. 20. nóvember 2019 og 16. janúar 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2019 um að setja lyftuhús utan á gafl hússins á lóð nr. 8 við Týsgötu, samkvæmt uppdr. Meter teiknistofu ehf. dags. 8. apríl 2018. 
    Staðfest er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 18. janúar 2019.

    Flokkur fólksins bókar:

    Flokkur fólksins bendir á að hafa verður í huga aðgengi fyrir fatlaða þegar ákvarðandi sem þessar eru teknar. Ef leyfi fæst til að byggja umbeðna lyftu á hús Týsgötu 8. þá eykur það svo sannanlega aðgengi fatlaðra, ef ekki þá er verið að takmarka aðgengi þeirra inn á aðrar hæðir en þá fyrstu. Mjög líklega er þá verið að brjóta lög þar sem um hótelbyggingu er að ræða. Bent er á að hugsanlega gæti lyftuhúsið verið á bak við bygginguna. 

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Ránargata 8A, málskot     (01.136.0)    Mál nr. SN190686
    030354-2309 Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8A, 101 Reykjavík

    Lagt er fram málskot Þuríðar Ólafíu Hjálmtýsdóttur og Jon Olav Fivelstad dags. 13. nóvember 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2019 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 8A við Ránargötu í 6 íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.
    Staðfest er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 28. október 2019.

    Fulltrúi Viðreisnar bókar:

    Ég árétta þá skoðun að almennt eigi að taka vel í tillögur um skipta upp stærri íbúðum í minni þó það komi óumflýjanlega niður á stærð rýma, og þar með í einhverjum tilfellum ákveðnum gæðum þeirra. Í þessu tilfelli myndu umræddar breytingar ekki samrýmast byggingarreglugerð og því ekki hægt að fallast á málskotið.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1051 frá 14. janúar 2020 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1052 frá 21. janúar 2020.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  13. Álfsnes, mengun við skotsvæði         Mál nr. US200001

    Lögð er fram bókun frá íbúaráði Kjalarness þann 12. desember 2019 vegna erindis um mengun tengda skotsvæði Álfsness; Í ljósi þess að íbúar og landeigendur hafa kvartað á annan áratug vegna skotæfingasvæðanna við Kollafjörð ályktar íbúaráð Kjalarness þess efnis að farið verði í það hið bráðasta að leysa úr þessum ágreiningi. Æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríki um þessa starfsemi. Jafnframt verði gerð fagleg úttekt á blý- og hávaðamengun vegna starfseminnar.
    Vísað til umhverfis- og heilbrigðisráðs og skipulags- og samgönguráðs.
    Einnig er lagt fram beiðni Guðmundar Lárussonar dags. ódags. og skýrsla um mengun frá skotsvæðum á Álfsnesi dags. ódags.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu skipulagsfulltrúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í bókun íbúaráðs Kjalarness. Mikil mengun er á þessu svæði sem Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn á Álfsnesi hefur til umráða. Í fyrsta lagi hljóðmengun sem er í og yfir heilsuspillandi mörkum þó Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mæli annað. Í annan stað öllu alvarlegri mengun sem er blýmengun við sjávarsíðuna og þá aðallega í Kollafirði. Þar er mikilvæg sjófuglabyggð og varpstöðvar fuglategunda sem eru jafnvel á válista. Það er sláandi staðreynd að Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem bannar ekki blý á æfingaskotvöllum. Á tillidögum er því hampað að í Reykjavík sé öflug umhverfisstefna og sitja Vinstri grænir bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn. Því er það kaldhæðnislegt að undir forystu þess flokks í Umhverfis- og heilbrigðisráði leyfi Reykjavík tveimur skotfélögum að dæla blýi í sjóinn á viðkvæmu strandsvæði. Því er óhjákvæmilegt annað en að æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríkir um þessa starfsemi.

    Fylgigögn

  14. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, breyting á reglum         Mál nr. US200028

    Lögð fram drög að breyttum reglum umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. janúar 2020 fyrir húsverndarsjóð Reykjavíkurborgar til afgreiðslu.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2020, skipan vinnuhóps         Mál nr. US190389

    Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkur 2020. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingingafulltrúa, Sólveig Sigurðardóttir frá embætti skipulagsfulltrúa og Alma Sigurðardóttir frá embætti borgarminjavarðar skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa skipulags- og samgönguráðs. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð skipi tvo fulltrúa í hópinn.
    Samþykkt að skipa Pawel Bartoszek og Hildi Björnsdóttur í vinnuhópinn.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2020, auglýsing um úthlutun styrkja 2020         Mál nr. US190389

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsingu um umsóknir um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2020. 
    Samþykkt.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Áfangastaðurinn Reykjavík, erindi til umsagnar         Mál nr. US190379

    Lögð eru fram drög ódags. að nýrri ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg þar sem leitað er umsagnar fagráða við drögin.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata bóka:

    Skipulags- og samgönguráð leggur áherslu á að ferðaþjónustan vaxi á forsendum íbúanna og styrki sérkenni borgarinnar. Þróun ferðaþjónustunnar í Reykjavík þarf ekki einungis að vera í sátt við íbúa og umhverfi heldur er ekki síður mikilvægt að hún sé nýtt sem drifkraftur í sjálfbærri þróun borgarinnar og uppbyggingu vistvænna innviða. Aðalskipulag Reykjavíkur stýrir allri uppbyggingu innan Reykjavíkur, hvort sem um er að ræða mannvirki eða aðra innviði og þurfa öll skref í þróun ferðaþjónustunnar að vera í takt við það. Ráðið áréttar að verndun og friðun getur verið öflugasta verkfærði til að draga að ferðamenn í heimi þar sem náttúruleg svæði og líffræðilegur fjölbreytileiki fer hverfandi. Auka þarf möguleika ferðamanna til að nýta sér aðra fararmáta en einkabílinn verði og öll þjónusta þarf að vera þróuð til að koma til móts við það. Það á til dæmis við MaaS verkefnið þar sem möguleikar fyrir rútufyrirtæki og aðra ferðaþjónstuaðila eru til að koma inn í. En markmið allrar ferðaþjónustu ætti að vera að binda meira en hún losar. Ekki einungis að kolefnisjafna málin í framtíðinni. Ef við ætlunin er að draga úr styrk CO2 í andrúmsloftinu þarf að binda meira en er losað. Hér þarf meiri metnað fyrir komandi kynslóðir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:

    Miklar hræringar eru í ferðmannaiðnaði um þessar mundir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg haldi vöku sinni vegna breyttra aðstæðna og styrki stöðu borgarinnar sem áfangastaðar, ekki síst um vetrarmánuðina.

    Fylgigögn

  18. Blesugróf 34, kæra 134/2019     (01.885.5)    Mál nr. SN200039
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2020 ásamt kæru dags. 27. desember 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 14. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf.
    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra til meðferðar.

  19. Týsgata við Lokastíg, kæra 119/2019, umsögn         Mál nr. US190396
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. nóvember 2019 ásamt kæru dags. 28. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 30. október 2019 um stæði fyrir vöruafgreiðslu að Týsgötu við Lokastíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. janúar 2020.

  20. Haukdælabraut 106, kæra 122/2019, umsögn     (05.113.5)    Mál nr. SN190726
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2019 varðandi byggingu steinsteypts einbýlishús á pöllum með innbyggðri bílgeymslu og inngarði á lóð nr. 106 við Haukdælabraut. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. janúar 2020.

  21. Stekkjarbakki Þ73, kæra 124/2019, umsögn     (04.6)    Mál nr. SN190735
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. janúar 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Þeim sem þykir vænt um Elliðaárdalinn leita allra leiða til þess að forða því stórslysi sem virðist vera í uppsiglingu í útjaðri dalsins. Hér er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. janúar 2020 sem smeygir sér ísmeygilega undan erindinu og gerir kæruna að engu. Sannast enn og aftur að meirihlutinn vinnur hvorki fyrir borgarbúa né framkvæmi vilja þeirra - heldur fjármagnseigendur. Í Elliðaárdalnum er fjölbreytt lífríki sem er að engu haft. Hér birtist einbeittur vilji meirihlutans að úthluta óskilgreindum aðilum gæðum í formi borgarlands á kostnað náttúrunnar og lífsgæða Reykvíkinga. Sem betur fer er að fara af stað undirskriftarsöfnun undir forystu Hollvinasamtaka Elliðaársdalsins til að knýja fram íbúakosningu um framtíð dalsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:

    Flokkur fólksins lýsir furðu sinni að enn og einu sinni ætlar meirihlutinn í borginni ekki að hunsa óskir og ábendingar fólksins sem byggir borgina og stendur að baki tilveru hennar. Íbúar á svæðinu hafa ítrekað bent á hversu fyrirhuguð bygging Aldin Biodome sé í hrópandi ósamræmi við gildandi deiliskipulag. 9 metra há byggingin og 4.500 fm að flatarmáli hlýtur að vera fyrir íbúum sem næstir eru svæðinu eins búkur Gullivers eftir að hann var felldur og bundin niður. Það má gera ráð fyrir að útsýni úr þeim húsum sem um ræðir sé með því betra sem gerist í borginni, hví að eyðileggja það gersamleg með gler risa eins og Biodome virðis eiga að vera. Flokki fólksins finnst hugmyndin um Biodome vel athugunarverð, en alls ekki á stað sem byggingin virkar sem yfirþyrmandi flykki og fær engan vegin notið sín. Jafnframt kallar staðsetningin á aukin umferðarþunga sem gatnakerfið að svæðinu getur ekki tekið við nema farið sé út í fallega gáróðurreiti Elliðaárdalsins.

  22. Stekkjarbakki Þ73, kæra 128/2019, umsögn     (04.6)    Mál nr. SN190742
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. janúar 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Þeim sem þykir vænt um Elliðaárdalinn leita allra leiða til þess að forða því stórslysi sem virðist vera í uppsiglingu í útjaðri dalsins. Hér er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. janúar 2020 sem smeygir sér ísmeygilega undan erindinu og gerir kæruna að engu. Sannast enn og aftur að meirihlutinn vinnur hvorki fyrir borgarbúa né framkvæmi vilja þeirra - heldur fjármagnseigendur. Í Elliðaárdalnum er fjölbreytt lífríki sem er að engu haft. Hér birtist einbeittur vilji meirihlutans að úthluta óskilgreindum aðilum gæðum í formi borgarlands á kostnað náttúrunnar og lífsgæða Reykvíkinga. Sem betur fer er að fara af stað undirskriftarsöfnun undir forystu Hollvinasamtaka Elliðaársdalsins til að knýja fram íbúakosningu um framtíð dalsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:

    Flokkur fólksins lýsir furðu sinni að enn og einu sinni ætlar meirihlutinn í borginni ekki að hunsa óskir og ábendingar fólksins sem byggir borgina og stendur að baki tilveru hennar. Íbúar á svæðinu hafa ítrekað bent á hversu fyrirhuguð bygging Aldin Biodome sé í hrópandi ósamræmi við gildandi deiliskipulag. 9 metra há byggingin og 4.500 fm að flatarmáli hlýtur að vera fyrir íbúum sem næstir eru svæðinu eins búkur Gullivers eftir að hann var felldur og bundin niður. Það má gera ráð fyrir að útsýni úr þeim húsum sem um ræðir sé með því betra sem gerist í borginni, hví að eyðileggja það gersamleg með gler risa eins og Biodome virðis eiga að vera. Flokki fólksins finnst hugmyndin um Biodome vel athugunarverð, en alls ekki á stað sem byggingin virkar sem yfirþyrmandi flykki og fær engan vegin notið sín. Jafnframt kallar staðsetningin á aukin umferðarþunga sem gatnakerfið að svæðinu getur ekki tekið við nema farið sé út í fallega gáróðurreiti Elliðaárdalsins.

  23. Fálkagata 18, kæra 125/2019, umsögn     (01.553.0)    Mál nr. SN190737
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2019 ásamt kæru dags. 12. desember 2019 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2019 á byggingarleyfi vegna breytingu verslunarhúsæðis á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, breytingu á innra skipulagi 2. hæðar sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. janúar 2020.

  24. Hraunbær 102B-E, kæra 18/2019, umsögn, úrskurður     (04.343.3)    Mál nr. SN190160
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2019 ásamt kæru dags. 7. mars 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa þann 11. febrúar 2019 vegna skjólveggja við Hraunbæ 102BE. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. apríl 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 10. janúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. febrúar 2019 um að synja kröfu um beitingu þvingunarúrræða vegna skjólveggja við sérafnotafleti á lóðnni Hraunbæ 102B-E.

  25. Freyjubrunnur 23, kæra 102/2019, umsögn, úrskurður     (02.695.4)    Mál nr. SN190586
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 28. september 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 18. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða úr fimm í átta og aukning á byggingarmagni. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. janúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 18. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar Freyjubrunns 23.
    Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir Steinsteyptu fjölbýlishúsi með átta íbúðum á lóðinni Freyjubrunnur 23.

  26. Freyjubrunnur 23, kæra 120/2019, umsögn, úrskurður     (02.695.4)    Mál nr. SN190721
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis (gefið út 30. október 2019) vegna framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Freyjubrunn. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. janúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 18. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar Freyjubrunns 23.
    Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir Steinsteyptu fjölbýlishúsi með átta íbúðum á lóðinni Freyjubrunnur 23.

    (D) Ýmis mál

  27. Fyrirspurn Flokk fólksins, varðandi ný umferðalög um aðgengi um göngugötur         Mál nr. US200017

    Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi varðandi aðgengi fatlaðra um göngugötur sbr. 10. gr. 2019 nr.77 25. júní. Þar segir m.a. að borgaryfirvöldum ber að veita fötluðu fólki aðgengi svo það get sótt í þá þjónustu sem veitt er í göngugötum. Flokkur fólksins spyr hvort borgaryfirvöld vilji ganga enn þá lengra en lagasetningin segir til og veita eldri borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í þessum lögum.

    Vísað til umsagnar umhverfis og skipulagssviðs skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar.

  28. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190537
    570169-3009 Skurn ehf., Vallá, 162
    500215-1000 TAG teiknistofa ehf., Flétturima 5, 112 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  29. Koparslétta 6-8, breyting á deiliskipulagi     (04.533.8)    Mál nr. SN190708
    681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík
    700402-7890 Malbikunarstöðin ehf., Flugumýri 26, 270 Mosfellsbær

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu.

    Fylgigögn

  30. Tunguháls 5, breyting á deiliskipulagi     (04.327.2)    Mál nr. SN190583
    700176-0299 Tunguháls ehf., Tunguhálsi 5, 110 Reykjavík
    540212-2790 Verkfræðistofa Ívars Hauks ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Tunguháls.

    Fylgigögn

  31. Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi     (01.360)    Mál nr. SN190643
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis.

    Fylgigögn

  32. Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN190644
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts.

    Fylgigögn

  33. Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi     (04.6)    Mál nr. SN190641
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1.

    Fylgigögn

  34. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins,          Mál nr. US200030

    Spurning um endurnýjun Laugavegs. Hvað kostaði tæmandi talið að gera Laugarveginn upp, sem farið var í fyrir örfáum árum? Hvenær byrjuðu framkvæmdir þá og hvenær lauk þeim? Hvað er áætlað að endurnýjun Laugavegarins kosti nú í boðuðum tillögum? Hvenær er áætluð verkbyrjun og hvenær eru áætluð verklok?

  35. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins,          Mál nr. US200031

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 25. september s.l. var samþykkt að öllum aðilum í leigubílastarfsemi yrði heimilt að leggja á bílastæðum í borgarlandinu sem merkt eru fyrir leigubíla en hafa hingað til hafa ákveðnar leigubílastöðvar haft þau til afnota. Hvers vegna er þess krafist að sérmerkingar á umræddum stæðum verði fjarlægðar fyrir 17. febrúar n.k. þegar í gildi er leyfi til 24. júní 2020? Hvers vegna er aðilum ekki veittur eðlilegur andmælaréttur sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993? Hvers vegna stendur Reykjavíkurborg í bréfaskriftum við aðila og krefur þá um gögn sem sýna fram á rétt aðila eða heimildir þeirra til atvinnureksturs í stað þess að afla þessara gagna í sínu gagnasafni? Er ekki verið að snúa sönnunarbirgði við í þessu máli? Boðuð er ný gjaldtaka ef og þegar borgin yfirtaki umrædd stæði og skal hún taka mið af. skráðri losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi leigubíls. Hvar má finna í lögum heimild fyrir þessari gjaldtöku? Viðurkennir Reykjavíkurborg að leigubílar eru hluti af almenningssamgöngum? Býður Reykjavíkurborg leigubílaakstur til eigin nota út? Skiptir Reykjavíkurborg við allar leigubílastöðvar sem starfræktar eru í borginni? Er Reykjavíkurborg í reikningsviðskiptum við leigubílastöðvar?

  36. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins,          Mál nr. US200032

    Fyrirspurn um Óðinstorg og nágrenni Hvað var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 1 við endurgerð Óðinstorgs? Hver var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 2 við endurgerð Óðinstorgs? Hvenær er áætlað að verklok verði við Óðinstorg en þeim átti að ljúka í september 2019? Upphafleg tillaga sem samþykkt var í borgarráði 21. mars 2019 hljóðaði svo: "Óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu." Hver tók ákvörðun að taka allt nærsvæði Óðinstorgs inn í verkið m.a. gera upp götur og leggja snjóbræðslukerfi í þær? Hver er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020? Á hvaða fjárheimild voru þær ákvarðanir teknar að taka allt nærsvæðið inn í verkið? Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við Óðinstorgið sjálft? Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við nærumhverfið allt? Hvað er útistandi kostnaður við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020?

Fundi slitið klukkan 11:55

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson