Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 15. janúar kl. 09:04, var haldinn 60. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Elliðaárdalur, nýtt deiliskipulag (04.2) Mál nr. SN190373
Kynnt eru drög að tillögu Landslags fyrir hönd Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að nýju deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Nýtt skipulag byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994. Elliðaárdalurinn er mikilvægt útivistar- og náttúrusvæði í Reykjavík með ríka sögu og sterka ímynd meðal borgarbúa og á undanförnum árum hefur vægi og gildi dalsins innan borgarinnar aukist og fleiri hópar og einstaklingar nýta Elliðaárdalinn til útivistar, afþreyingar og sem samgönguleið. Skilgreind eru í nýju skipulagi forsendur, viðfangsefni og markmið tillögunnar.
Kynnt.Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Það er mjög sláandi eftir kynninguna á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal að sjá að skipulagið taki skarpa beygju fram hjá þróunarreit Stekkjarbakka Þ73, þar sem fyrirhuguð gróðurhvelfing/Bio Dome á að rísa. Fyrri hugmyndir gengu út á að reiturinn væri innan þessa mikilvæga útivistar- og náttúrusvæðis sem Elliðaárdalurinn er. Mörk deiliskipulags á öðrum stöðum miðast við útlínur dalsins. Farið var yfir afar fjölbreytt lífríki dalsins og því ljóst að mengunin frá gróðurhvelfingunni mun hafa gríðarleg áhrif á dalinn allan og þá sérstaklega ljósmengunin sem af henni hlýst. Það er mat borgarfulltrúa Miðflokksins að svæðið innan deiliskipulagsins ætti allt að njóta hverfisverndar í stað þess að marka það innan þeirra stíga sem liggja meðfram ánni á báða bóga. Hér er verið að fórna stærstu náttúruperlu Reykvíkinga kinnroðalaust. Hér birtist einbeittur vilji meirihlutans að úthluta óskilgreindum aðilum gæðum í formi borgarlands á kostnað náttúrunnar og lífsgæða Reykvíkinga.
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar bóka:
Elliðaárdalurinn er eitt mikilvægasta útivistar- og náttúrusvæði Reykjavíkur. Þar er að finna mikilvæg setlög og votlendi, gjöfula laxveiðiá, flúðir og fossa, sögulegar minjar, fjölskrúðugt dýralíf og skóg. Í drögum að endurskoðuðu deiliskipulagi dalsins er megináhersla lögð á verndun dalsins og nýtingu hans til útivistar. Í þeim er kveðið á um mikilvæga afmörkun verndarsvæða og hlutverk dalsins sem hlekkur í neti grænnar tengingar gegnum byggðirnar sem tengir græna trefilinn í upplandinu við strandlengjuna. Tillagan felur meðal annars í sér aukna vernd og betra stígakerfi með nýjum brúm í dalnum. Við fögnum þessari vinnu.
Sjálfstæðisflokkurinn bókar:
Nú eru komin 6 ár frá ákvörðun um að taka upp deiliskipulag Elliðaárdalsins og löngu orðið tímabært að vernda hann. Athygli vekur að Þ73 við Stekkjarbakka er ekki innan deiliskipulagssvæðisins þrátt fyrir einróma niðurstöðu starfshóps um framtíð Elliðaárdals frá 31. ágúst 2016. Ennfremur er rétt að benda á að ósar Elliðaánna er ekki innan deiliskipulagssvæðisins, en mikið rask er fyrirhugað á báðum þessum viðkvæmu stöðum.
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2020.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 1, Kleppsmýrarvegur, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.45) Mál nr. SN200010
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði I vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Kleppsmýrarveg. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 7. janúar 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Esjumelar, ósk um breytingu á deiliskipulagi - R19070109 (34.2) Mál nr. SN190542
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram erindi deildarstjóra atvinnuþróunar f.h. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 5. september 2019 þar sem óskað er eftir að skipulagsfulltrúi vinni tillögu að deiliskipulagsbreytingu á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi með það að markmiði að þar verði útbúin lóð fyrir starfsemi Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Einnig eru lagðir fram uppdr. Landmótunar sf. dags. 22. október 2019.
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata og fulltrúum Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Pawel Bartoszek víkur af fundinum undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Samkvæmt kynningunni á að fella út 12 lóðir og gera að einni. Ekki var hægt að upplýsa á fundinum hvert er fermetraverðið á lóðum á Esjumelum sem eru ótrúlegar staðreyndir. Samkvæmt kosningastefnuskrá Viðreisnar á að selja Malbikunarstöðina Höfða og í meirihlutasáttmála meirihlutans kemur fram að til standi að selja fyrirtækið. Hér er því enn á ný verið að úthluta gæðum í formi borgarlands. Malbikunarstöð er ekki „flutt“ – hún er byggð upp á nýtt. Útsvarsgreiðendur sitja uppi með kostnaðinn og algjörlega óvíst hvort markaður sé fyrir malbikunarstöð að því verki loknu og þá líka hvort raunverð fáist fyrir þar sem fyrirtækið er á samkeppnismarkaði. Að auki er starfsemin mjög mengandi og hefur áhrif á lýðheilsu, ásýnd hverfisins, fráveitu og loft. Nær hefði verið að nota tækifærið til að leggja starfsemina niður því í dag er malbikunarstöðin landlaus, gömul og úrelt.
Sjálfstæðisflokkurinn bókar:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu að borgin eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri á borð við Malbikunarstöð. Eðlilegast væri að setja þennan rekstur í söluferil áður en farið verður í kostnaðarsama flutninga í jaðar borgarsvæðisins.
Fulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar gagnbóka:
Það er fagnaðarefni að Malbikunarstöðin verði flutt frá ósum Elliðaá upp á iðnaðarsvæðið á Esjumelum. Flutningurinn er í samræmi við aðalskipulag. Samkvæmt lóðarvilyrði verður greitt fyrir byggingarrétt samkvæmt mati fasteignasala, að viðbættu gatnagerðargjaldi.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN200017
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal útivistarsvæði vegna 1.áfanga Korpulínu jarðstreng. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, þá er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Reynisvatnsvegi norðanmegin, um 30 m frá veginum milli hringtorgsins við Fellsveg og Lambhagaveg og einnig mun jarðstrengurinn liggja yfir dalinn og Úlfarsá austanmegin Lambhagavegar í Úlfarsárdal. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. desember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, hverfi 2, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN200016
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal hverfi 2 vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstreng. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, þá er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Lambhagavegi í Úlfarsárdal. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. desember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Vesturlandsvegur, Hallar, breyting á deiliskipulagi (04.301.2) Mál nr. SN200019
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vesturlandsvegs, Halla vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstreng. Vegna breytinga á aðflutningskerfi Landsnets á milli tengivirkjanna við Korpu og á Geithálsi, þá er gert ráð fyrir tilfærslu á Korpulínu 1 og nýrri legu hennar í jarðstreng sem mun liggja meðfram Lambhagavegi í Úlfarsárdal og fylgja göngustígnum austanmegin götu. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. desember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, breyting á deiliskipulagi (05.8) Mál nr. SN200018
Lögð er fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthúsabyggð á Hólmsheiði vegna tilfærslu á Rauðavatnslínu 1 sem liggur innan skipulagsmarka hesthúsabyggðarinnar. vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstreng. Breytingin er tilkomin vegna breytinga á núverandi Rauðavínslínu milli tengivirkjanna á Geithálsi og tengivirkis A12 sem liggur nú í loftlínu milli reiðstígs oog vatnslögn vestast á skipulagssvæðinu. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. desember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Tryggvagata, breyting á deiliskipulagi (01.118) Mál nr. SN200007
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóðar Tollhússins. Í breytingunni felst að lóðarmörkum tollhússins eins og þau eru sýnd á lóðarblaði frá 4. júní 1993 er breytt. Á svæðinu sem breytingin nær til verða heimil 3 bílastæði fyrir hreyfihamlaða og 1 þjónustustopp fyrir rekstraraðila í Tryggvagötu. Tímabundin stöðvun þjónustuaðila er heimil í Naustunum sunnan við Tryggvagötu en sérstakt stæði ekki tilgreind þar. 7 bílastæði eru á lóð tollhússins, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 13. desember 2019. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf. dags. 28. desember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins lýsir furðu sinni að í nýju skipulagi við Tryggvagötu þar sem öll bílastæði verð þurrkuð út og þannig skerða aðgengi almennings að þeim stofnunum og öðrum þjónustuaðilum sem eru við götuna, þá sérstaklega eldri borgara. Einnig mun það gera vissri starfsemi Listasafn Reykjavíkur erfiðar um vik, þá sérstaklega þeirra listamanna og annarra sem koma að og sinna starfsemi þeirrar stofnunnar. Smátt og smátt virðist stefna meirihlutans að þurrka út einkabílinn í miðborg Reykjavíkur og stæðum fyrir þá, en felur svo einkaaðilum að starfrækja bílastæðageymslur sem staðsettar eru á svæðinu. Bent skal á að stæðaleiga í þessum bílastæðageymslum er há og fælir borgara annarra hverfa að sækja í miðbæinn hvað þá að nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Enn á ný er ráðist að fjölskyldubílnum með því að fækka bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur. Afleggja á í þessu verkefni um 50 bílastæði. Verið er að breyta Tryggvagötu frá Lækjargötu að Gróf í einstefnugötu. Tollstjóraembættið var sameinað ríkisskattstjóra fyrir skömmu og meirihlutanum er bent á að stofnunin er ríkisstofnun sem allir landsmenn verða að hafa greiðan aðgang að. Miðbær Reykjavíkur er ekki einkaeign borgarstjóra og meirihlutans í Reykjavík. Með þessum tillögum er verið að beina umferð enn frekar inn á þrönga Geirsgötu sem er tifandi tímasprengja vegna olíuflutninga um götuna. Samkvæmt kostnaðaráætlun 1, er áætlaður kostnaður við breytingarnar 400 milljónir og er sú upphæð komin inn í fjárfestingaáætlun 2020. Þrengingarstefna meirihlutans í miðbænum/gæluverkefni og breytingar sem af henni hlýst er farin að kosta útsvarsgreiðendur milljarða á meðan grunnstoðir svelta og eru að blæða út. Síðast í gær var tilkynnt um styttingu á opnunartíma leikskóla Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Með því að auglýsa tillöguna gefst hagsmunaaðilum tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri.
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar gagnbóka:
Deiliskipulagsbreyting Tryggvagötu frá Steinbryggju og að Grófinni er forsenda fyrir breytingum sem miða að því að gera götuna fallegri og mannvænni. Breytingin felur meðal annars í sér að fallegt og nokkuð stórt torg verður til við suðurhlið Tollhússins undir hinu magnaða mósaíkverki Gerðar Helgadóttur. Svæðið er bæði sólríkt og skjólsælt og gæti orðið segull fyrir mannlíf. Breytingin felur einnig í sér að trjám verður komið fyrir í götunni og aðkoma fyrir gangandi vegfarendur að listasafni Reykjavíkur verður bætt. Þessar breytingar eru sannkallað fagnaðarefni og bendum við jafnframt á að stærsti bílakjallari landsins er á svæðinu við hliðina. Þar verður hægt að leggja 1100 bílum.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi (01.221.1) Mál nr. SN190382
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
650908-0310 EE Development ehf., Borgartúni 24, 104 ReykjavíkAð lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún. Í breytingunni felst í megin atriðum að heimilt verður niðurrif eldri frambyggingar á lóðinni og stækkun bílakjallara undir henni. Bundið er að nýbyggingin leggist í sömu línu að Borgartúni og sé hornskorin á horni Borgar- og Nóatúns á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 12. júní 2019, breytt 16. ágúst 2019. Einnig er lagt fram bréf Aðalsteins Steinþórssonar, Birnu Stefnisdóttur, Geirs Sigurðssonar og Matthildar Skúladóttur dags. 27. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 10 íbúar og eigendur að Mánatúni 13, 15 og 17 dags. 11. nóvember 2019, Gunnar A. Óskarsson arkitekt f.h. Smith & Norland hf. dags. 13. nóvember 2019 og Páll V. Bjarnason f.h. Regins atvinuhúsnæðis ehf. dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
Frestað. -
Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitur, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.241.0) Mál nr. SN190528
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Hlemmur + 1.241.0, 1.241.1 Hampiðjureitir". Í breytingunni felst að skilgreina nánar heimild í deiliskipulagi vegna minniháttar breytinga varðandi kvisti og svalir. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Friðbert Hafþórsson dags. 13. nóvember 2019, Kjartan Ingvarsson f.h. húseiganda að Mjölnisholti 6 og 8 dags. 13. nóvember 2019 og Kristín H. Hálfdánardóttir og Matthías Sigvaldason dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2019.
Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Friggjarbrunnur 3-5, málskot (02.693.8) Mál nr. SN190747
110976-2679 Vidas Kenzgaila, Friggjarbrunnur 5, 113 ReykjavíkLagt fram málskot Vidas Kenzgaila dags. 19. desember 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2019 um að loka svölum á 1. hæð hússins á lóð nr. 5 við Friggjarbrunn.
Staðfest er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 14. nóvember 2019 með fjórum atkvæðum, fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1050 frá 7. janúar 2020.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Þingsályktunartillaga um fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm á, Umsögn um samgönguáætlun Mál nr. US200015
Lögð er fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 10. janúar 2020 um tillögu til þingsályktunar um fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.
Fylgigögn
-
Lykilstígar - heiti, Mál nr. US200014
Lagt er fram fundargerð nafnanefndar, dags. 8. janúar 2020 ásamt korti af lykilstígum dags. ódags. þar sem lögð er fram tillaga að nöfnum á lykilstíga. Einnig er lögð fram tillaga frá nafnanefnd að nafni á hólma við Grænlandsleið.
Samþykkt.Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Rétt eins og götur og vegir hafa nöfn er eðlilegt að stígar sem ætlaðir eru gangandi og hjólandi hafi nöfn. Vel hefur tekist til að okkar mati. Sex ný, falleg nöfn bætast nú við á stígakort Reykjavíkur. Sólarleið, Mánaleið, Kelduleið, Bæjarleið, Eyjaleið og Árleið. Við fögnum því.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Tillaga frá Flokki fólksins í Skipulags og samgönguráði, Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar. Mál nr. US190407
Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar, n.t.t.. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags.
Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum betra aðgengi að miðbænum. Menningarstarfsemi borgarinnar er að mestu leiti í miðbænum. Þar má finna menningarstofnanir þjóðarinnar, sögufrægar byggingar, helstu söfn og Þjóðleikhúsið. Á undanförnum árum hefur aðgengi að miðbænum verið takmarkað með ýmsum hætti. Ítrekaðar framkvæmdir valda töfum og lokunum. Þá er sífellt verið að breyta akstursstefnum og gatnamótum á götum sem hafa staðið óbreyttar í áratugi og þeim vinsælustu jafnvel breytt í göngugötur. Þá hefur bílastæðum utandyra fækkað verulega í miðbænum og borgin hefur tekið í notkun meingallaðar gjaldstöðvar. Öll þessi atriði gera fólki erfiðara fyrri vilji það halda niður í miðbæ og njóta þess sem hann hefur uppá að bjóða. Sérstaklega bitnar þetta á eldri borgurum sem eiga erfiðara með að ganga langar leiðir frá bílastæðum, venjast breyttum akstursleiðum og læra á flókna gjaldmæla. Lagt er til að borgin gefi út sérstakt bílastæðakort sem allir eldri borgarar eigi rétt á. Það kort veiti þeim aðgang að bílastæðahúsum borgarinnar án endurgjalds um helgar, n.t,t. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Þannig mætti auðvelda aðgengi eldri borgara að miðbænum og menningu hans.
Tillaga felld með fjórum atkvæðum: fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Þótt sjálfsagt sé að leita leiða til að auka nýtingu bílastæðahúsum styðjum við ekki það að gefa fólki ókeypis aðgang að bílastæðum, óháð staðsetningu stæðanna eða aldri vegfarenda. Hópurinn sem hér um ræðir er þó nokkuð stór um myndi tillagan líklega kalla á umtalsvert tekjutap bílastæðasjóðs.
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um flutning biðstöðvar Strætó bs. frá Hagatorgi til Birkimels Mál nr. US200012
Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs dags. 5. desember 2019 frá borgarráði um flutning biðstöðvar Strætó bs. frá Hagatorgi til Birkimels.
Vísað frá með fjórum atkvæðum: fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:Málið hefur þegar verið afgreitt og lausn fundin í samráði við lögreglu.
Fulltrúi Flokks fólksins gagnbókar:
Hringtorg eru hönnuð fyrir umferð í borgum þá aðallega í tvennum tilgangi, til að minnka slysahættu og til að greiða fyrir umferð. Vel hönnuð hringtorg eru oft borgarprýði, það má sjá í mörgum evrópskum borgum, stolt margra borga. Það má með sanni segja að Hagatorg sé borgarprýði og er eitt af glæsilegustu hringtorgum borgarinnar, m.a. standa við torgið merkar og fallegar byggingar. Að staðsetja stoppistöð strætó inn á mitt torgið og hraðahindranir er ótrúlegur misskilningur hjá öllum þeim sem að verkefninu hafa komið. Til viðbótar skapar staðsetning á stoppistöð inni í miðju hringtorgi auka slysahættu og hindrar flæði umferðar um það sem einmitt var tilgangur hönnunar þess, þ.e. hringtogsins.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um bætt aðgengi við göngustíg sem liggur við nyrðri enda göngubrúar yfir Breiðholtsbraut Mál nr. US200013
Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs dags. 28. nóvember 2019 frá borgarráði um bætt aðgengi við göngustíg sem liggur við nyrðri enda göngubrúar yfir Breiðholtsbraut.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar.
Fylgigögn
-
Tillaga frá Flokk fólksins, um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa Mál nr. US200008
Tillaga Flokks fólksins um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa og upplýsingar um kolefnisjöfnunin verði aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins leggur til að borgarfulltrúar, borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra kolefnisjafni flugferðir sínar til og frá útlöndum úr eigin vasa. Með þessu sýna borgarfulltrúar félagslega ábyrgð. Þær þrjár leiðir sem hægt er að kolefnisjafna er hjá Kolviði, Votlendissjóði og Icelandair. Borgarfulltrúar og sérstaklega borgarstjóri og aðstoðarmaður hans fara í margar flugferðir á ári erlendis sem skipta hundruð þúsunda. Ferðalangurinn sjálfur á að bera kostnaðinn og með því sýnir hann í verki viðhorf sitt til mikilvægis umhverfisverndar. Að kolefnisjafna er í dag viðurkennd aðgerð til að vega upp á móti útblæstri og því er ekkert að vanbúnaði að kjörnir fulltrúar kolefnisjafni og axli sjálfir ábyrgð á kostnaðinum. Lagt er til að á heimasvæði komi fram upplýsingar um kolefnisjöfnuð hvers og eins og hjá hvaða aðila það var gert.
Vísað frá.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Ekki gengur að borgarstjórn eða fagráð borgarinnar setji reglur um það hvernig fólk eigi að ráðstafa launum sínum, sama hvert fólkið er eða sama hve göfugur tilgangur útgjaldanna kunni að vera. Tillögunni er vísað frá enda er hún ekki tæk til afgreiðslu.
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði
Mál nr. US190398
Fyrirspurn frá Flokki fólksins um rykbindingu gatna í borginni í skipulags og samgönguráðiHvernig má það vera að Reykjavíkurborg rykbindur götur borgarinnar aðeins 2 til 4 á ári en nú berast þær fregnir af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum eins t.d. Svíum sem rykbinda götur Stokkhólmsborgar 50 sinnum á ári. Hver er skýringin á þessum mikla mun?
Vísað til umsagnar umhverfis og skipulagssviðs, Skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, undantekingu frá aksturbanni um göngugötur Mál nr. US200009
Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög nú þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimild til að aka þar?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna Bjarkargötu og Tjarnargötu Mál nr. US190399
Fyrirspurn frá fulltrúa Flokks fólksins 4. des 2019 skipulags- og samgönguráði.
Bjarkargata og Tjarnargata 101 Reykjavík. Það vekur athygli að tvær götur í 101 Reykjavík, Bjarkargata og Tjarnargata eru báðar tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs. Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um götun aka er þær koma úr sitt hvorri áttinni. Fyrirspurnin er þessi. Flokki fólksins telur skynsamlegt að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnu akstursgötur, annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Er eitthvað sem stendur í veginum fyrir slíkum breytingum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fyrirspurn Flokk fólksins, varðandi ný umferðalög um aðgengi um göngugötur Mál nr. US200017
Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi varðandi aðgengi fatlaðra um göngugötur sb. 10. gr. 2019 nr.77 25. júní. Þar segir m.a. að borgaryfirvöldum ber að veita fötluðu fólki aðgengi svo það get sótt í þá þjónustu sem veitt er í göngugötum. Flokkur fólksins spyr hvort borgaryfirvöld vilji ganga enn þá lengra en lagasetningin segir til og veita eldri borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í þessum lögum.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 12:05
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Hildur Björnsdóttir