Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 8. janúar kl. 9:09 var haldinn 59. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Sara Björg Sigurðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson, Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Skipulags- og samgönguráð, áheyrnarfulltrúi Mál nr. US200004
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. desember 2019 þar sem tilkynnt er að Vigdís Hauksdóttir tekur sæti sem fulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Baldurs Borgþórssonar. Jafnframt er lagt til að Baldur taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Vigdísar Hauksdóttur.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 13. desember 2019 og 19. desember 2019.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Nesvík, skipulagslýsing Mál nr. SN190734
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
511202-3450 Íslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 11. desember 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. 9. desember 2019 vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Nesvík á Kjalarnesi sem felst í uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels auk 12 stakstæðra húsa sem leigð verða út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Einnig er lögð fram skýrsla Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerð, íbúaráði og einnig kynna hana fyrir almenningi.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Bókun Flokks fólksins við framlagningu umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 11. desember 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. 9. desember 2019 vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Nesvík á Kjalarnesi sem felst í uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels auk 12 stakstæðra húsa sem leigð verða út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hér er um lýsingu að ræða og er íbúum í nágrenninu því ekki kunnugt um þessar hugmyndir sem nú liggja á borðinu. Flokkur fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að hafa íbúa með í ráðum á fyrstu stigum og ætti því sem fyrst að boða til fundar (íbúafundar/íbúaráðsfundar) og bjóða íbúum sömu kynningu og lögð er nú fyrir skipulags –og samgönguráð. Með því að gera þetta strax á fyrstu stigum er dregið úr líkum þess að óánægja skapist síðar og kvartanir og að fólki finnist sem ekki hafi verið haft við sig viðhlítandi samráð. Þetta verklag ætti að vera meginreglan.
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar gagnbóka:
Það er meginreglan að hafa samráð á fyrstu stigum skipulags. Hér er verið að stíga fyrsta skrefið í löngu samráðsferli við íbúa, hagsmunaaðila og íbúaráð. Málið verður kynnt opinberlega og í nágrenninu á öllum stigum málsins.
Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi (04.6) Mál nr. SN190641
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1, dagsett 06.01.2020. Í breytingunni felst að færa núverandi grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir að framlengja gangstétt við núverandi bílastæði að grenndarstöðinni og staðsetja upplýsingaskilti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi (01.360) Mál nr. SN190643
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis, dagsett 06.01.2020. Í breytingunni felst að hluti af núverandi gangstétt samsíða Sigtúni verði breytt í grenndarstöð og að núverandi gangstétt verði færð fyrir sunnan við hana, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við stöðina.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN190644
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Í breytingunni felst að fjögur bílastæði við austurenda Hallgrímskirkju verði breytt í grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við Eiríksgötu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1047 frá 3. desember 2019, fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1048 frá 10. desember 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1049 frá 17. desember 2019.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Frakkastígur við Skúlagötu, forgangur umferðar Mál nr. US200006
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngu og borgarhönnunar dags. 6. janúar 2020 þar sem lagt er til að umferð eftir Frakkastíg hafi forgang gagnvart umferð eftir Skúlagötu og verði sá forgangur merktur með merki um biðskyldu og viðeigandi yfirborðsmerkingu.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Skúlagata við Frakkastíg, gangbraut Mál nr. US200005
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngu og borgarhönnunar dags. 6. janúar 2020 þar sem lagt er til að gönguþverun yfir Skúlagötu austan við Frakkastíg sé merkt sem gangbraut með tilheyrandi yfirborðsmerkingu.
Samþykkt.(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í aðalsjóði og eignarsjóði frá janúar til september 2019.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Í þessu yfirliti vekur athygli hversu háar upphæðir um er að ræða og hvað sum fyrirtæki eru að fá háar greiðslur. Sem dæmi fær Landslag ehf. greiðslu upp á 7.575.284 m.kr. Á þessu yfirliti fylgja engar skýringar. Hæstu greiðslur eru t.d. til Matís, rúmar 12 milljónir. Aðeins brot eru með útboði og má þar sjá að sum verk sem fara í útboð eru undir viðmiði útboðsreglna sem er ánægjulegt. Útboðsreglur gera kröfu um útboð ef verk vegna verklegra framkvæmda er yfir kr. 30.000.000 á Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vsk. og vegna kaupa á vöru og þjónustu yfir kr. 15.500.00 án vsk. Þetta yfirlit vekur upp margar spurningar sem dæmi hvað ræður því að ákveðið er að fara í útboð með eitt verk en ekki annað þegar upphæð nær ekki viðmiði útboðsreglna? Meginreglan ætti að vera sú að fara í útboð jafnvel þótt upphæð sé langt undir viðmiði útboðsreglna ef ekkert annað hindrar. Hvað varðar samningskaup, innkaup byggð á verðfyrirspurnum, bein innkaup i samræmi við innkaupareglur og fleira þess háttar þá vantar sárlega að ferlið sé að fullu gegnsætt þannig að hægt sé að sjá hvað fyrirtæki voru borin saman o.s.frv. Hér er verið að greiða milljónir í sérfræðiráðgjöf en á sama tíma starfa fjölmargir sérfræðingar hjá borginni. Er ekki nein leið að nýta þá sérfræðiþekkingu betur til að draga úr aðkeyptri þjónustu?
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið júlí til september 2019.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins hefur áður verið með athugasemdir yfir hvað skipulagsyfirvöld og aðrir sem skipa meirihlutann í borgarstjórn leyfir sér að ferðast oft til útlanda í alls kyns erindum, allt frá því að sækja ráðstefnur, fundi eða fara í kynningar- og skoðunarferðir. Dæmi eru um að margir kjörnir fulltrúar og embættismenn sem tengjast sama sviðinu fari í sömu ferð. Hér er slíkt dæmi. Um er að ræða 6 embættismenn, sviðsstjóri, samgöngustjóri, skipulagsfulltrúi, skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstýru, skrifstofustjóri umhverfisgæða og byggingarfulltrúi ásamt kjörnum fulltrúum ráðsins. Hefði ekki dugað hér að 1-2 færu á þessa ráðstefnu sem myndu svo fræða hina þegar heim væri komið um það helsta? Í þessu eina yfirliti yfir ferð á ráðstefnu er upphæðin 1.2 milljón. Hér má enn og aftur minna á tal meirihlutans um að bæta loftlagsgæði og minnka kolefnisspor. Tal meirihlutans um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri er hávært en ekki þegar kemur að ferðum þeirra sjálfra erlendis. Hér verða kostnaðar- og mengunarsjónarmiðum að vera haldið til haga.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Árshlutareikningur janúar til september 2019 Mál nr. US190408
Lagt er fram greinargerð USK með árshlutareikningi jan-sept 2019 og verkstaða nýframkvæmda jan-sept 2019 vegna árshlutareiknings janúar - september 2019.
Fylgigögn
-
Stekkjarbakki Þ73, kæra 124/2019 (04.6) Mál nr. SN190735
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra. -
Stekkjarbakki Þ73, kæra 128/2019 (04.6) Mál nr. SN190742
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2019 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra. -
Fálkagata 18, kæra 125/2019 (01.553.0) Mál nr. SN190737
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2019 ásamt kæru dags. 12. desember 2019 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2019 á byggingarleyfi vegna breytingu verslunarhúsæðis á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, breytingu á innra skipulagi 2. hæðar sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra. -
Hólmasel 2, kæra 131/2019 (04.937.7) Mál nr. SN190753
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála adgs. 23. desember 2019 ásamt kæru dags. 20. desember 2019 þar sem kærð er afgreiðsla Reykjavíkurborgar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra. -
Freyjubrunnur 23, kæra 120/2019, umsögn (02.695.4) Mál nr. SN190721
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis (gefið út 30. október 2019) vegna framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Freyjubrunn. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. nóvember 2019.
-
Norðurbrún 2, kæra 20/2019, umsögn, úrskurður (01.352.5) Mál nr. SN190171
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. mars 2019 ásamt kæru dags. 12. mars 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráð frá 7. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 6. maí 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. desember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna Lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún.
-
Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar, kæra 56/2019, umsögn, úrskurður Mál nr. SN190440
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2019 ásamt kæru dags. 9. júlí 2019 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis á gerð Brautarholtsstíg á Kjalarnesi, útgefið 30. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. desember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígs meðfram Brautarholtsvegi milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar á Kjalarnesi.
-
Skógarsel 41-43, Alaskareitur, kæra 71/2019, umsögn, úrskurður (04.931.2) Mál nr. SN190453
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. júlí 2019 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærandi fer fram á að úrskurðað verði um deiliskipulagsskilmála frá 2002 er varðar einkaafnotafleti til suðurs með öllum neðstu hæðum Skógarsels 41-43. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. desember 2019. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
Grandagarður 1A, kæra 33/2019, umsögn, úrskurður (01.115.2) Mál nr. SN190273
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. maí 2019 ásamt kæru dags. 7. maí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 að samþykkja leyfisveitingu til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga, og komið verður fyrir nýju bílastæði á lóð nr. 1A við Grandagarð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 22. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. desember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. apríl 2019 að samþykkja byggingarleyfi til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur að Grandagarði 1A, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga og nýju bílastæði á lóðinni.
-
Grandagarður 1A, kæra 74/2019, umsögn, úrskurður (01.115.2) Mál nr. SN190459
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 um að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu neyðarskýlis fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur o.fl. á lóð nr. 1A við Grandagarð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. ágúst 2019 vegna stöðvunarkröfu og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa samkvæmt hinni kærðu ákvörðun er hafnað. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. desember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. apríl 2019 að samþykkja byggingarleyfi til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur að Grandagarði 1A, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga og nýju bílastæði á lóðinni.
-
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN190682
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Fylgigögn
-
Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi (01.68) Mál nr. SN180788
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú.
Fylgigögn
-
Ingólfsstræti 1, breyting á deiliskipulagi (01.150.3) Mál nr. SN190235
560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
490518-2070 Framkvæmdafélagið Skjald. ehf., Þverholti 14, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Ingólfsstræti.
Fylgigögn
-
Laugavegur, Bolholt, Skipholt, nýtt deiliskipulag (01.251.1) Mál nr. SN190527
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 175 og Skipholt 31.
Fylgigögn
-
Reitur 1.240.2, Bankareitur, breyting á deiliskipulagi (01.240.2) Mál nr. SN190713
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareitur.
Fylgigögn
-
Reitur 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN190714
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur.
Fylgigögn
-
Hlemmur, reitur 1.240.0, nýtt deiliskipulag (01.2) Mál nr. SN190145
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur.
Fylgigögn
-
Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi (01.714.1) Mál nr. SN190406
420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
470169-2149 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíðar vegna lóðar nr. 17 við Hamrahlíð.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, hvaða aðgerðir stjórn Strætó bs hyggst grípa til til að bæta nýtingu vagnanna Mál nr. US200007
Fyrirspurnir Flokks fólksins um hvaða aðgerðir stjórn Strætó bs. og skipulagsyfirvöld borgarinnar hyggjast grípa til til að bæta nýtingu vagnanna.
Fyrir liggur að sæta- og stæðisnýting hjá almenningsvögnum Strætó er slök, sennilega rétt um fimmtungur að meðaltali árið 2018. Þetta hefur verið margsinnis rætt og svar Strætó bs felur ávallt í sér upplýsingar um fjölda innstiga í Strætó en ekki fjölda farþega. Fjöldi innstiga á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 var 11.405.700. Fjöldi ferða sem farnar voru árið 2018: 642.865. Fundin er meðaltalstala með því að taka fjölda farþega og deila með fjölda ferða. Að meðaltali komast að mestu 85 manns í strætisvagn á höfuðborgarsvæðinu, sitjandi og standandi. Að meðaltali er því um að ræða innan við 18 farþega. Það segir sig sjálft að þetta er nýting sem ekki er hægt að sætta sig við. Vagnarnir eru illa nýttir . Ein stök ferð með strætó kostar tæp 500 krónur. Þótt keypt sé 10 miða kort munar litlu á einni ferð. Kerfið er því afar óhentugt fyrir þá sem gætu viljað grípa til notkunar almenningssamgangna endrum og sinnum. Rekstrarfyrirkomulagið er einnig vont en Strætó bs. er byggðasamlag. Sex sveitarfélög eiga það og Reykjavík á stærsta hlutann en hefur engu að síður aðeins einn fulltrúa í stjórn. Stjórnunarvægi er því í engu hlutfalli við stærð. Hvað ætlar skipulagsyfirvöld/stjórn Strætó bs. að gera í þessu? Hvernig á að bregðast við? Á ekki að taka mið af lélegri nýtingu t.d. með því að grípa til einhverra aðgerða? Hugmyndir Flokks fólksins í þessu sambandi eru: Reyna að fá fólk til að nota strætisvagna t.d. bjóða upp á ódýr kynningarkort til að fólk kynnist kerfinu, fleiri möguleika í fargjöldum, jafnvel fríar ferðir utan álagstíma, Finna fjölbreyttar leiðir til að bæta ímyndina, virkja þjónustustefnu?Leyfa ávallt að hundar komi um borð í vagnanna?
Vísað til umsagnar Strætó bs. -
Tillaga frá Flokk fólksins, um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa Mál nr. US200008
Tillaga Flokks fólksins um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar úr eigin vasa og upplýsingar um kolefnisjöfnunin verði aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.
Flokkur fólksins leggur til að borgarfulltrúar, borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra kolefnisjafni flugferðir sínar til og frá útlöndum úr eigin vasa. Með þessu sýna borgarfulltrúar félagslega ábyrgð. Þær þrjár leiðir sem hægt er að kolefnisjafna er hjá Kolviði, Votlendissjóði og Icelandair. Borgarfulltrúar og sérstaklega borgarstjóri og aðstoðarmaður hans fara í margar flugferðir á ári erlendis sem skipta hundruð þúsunda. Ferðalangurinn sjálfur á að bera kostnaðinn og með því sýnir hann í verki viðhorf sitt til mikilvægis umhverfisverndar. Að kolefnisjafna er í dag viðurkennd aðgerð til að vega upp á móti útblæstri og því er ekkert að vanbúnaði að kjörnir fulltrúar kolefnisjafni og axli sjálfir ábyrgð á kostnaðinum. Lagt er til að á heimasvæði komi fram upplýsingar um kolefnisjöfnuð hvers og eins og hjá hvaða aðila það var gert.
Frestað. -
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, undantekningu frá akstursbanni um göngugötur Mál nr. US200009
Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög nú þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimild til að aka þar?
Frestað. -
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna framlagningu lista yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Mál nr. US200010
Í framhaldi að framlagningu lista yfir innkaup umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir nánari upplýsingum: Hvað ræður því að farið er í útboð í stað þess að láta verðsamanburð nægja þegar upphæð er undir viðmiði útboðsreglna? Ferli verðsamanburðar er ekki nægjanlega gegnsætt til að almenningur geti fylgst með. Sem dæmi er EFLA fyrirtæki sem verið er að greiða háar upphæðir. Er t.d. Efla ódýrasta fyrirtækið og hjá hvaða öðrum fyrirtækjum var verð athugað þegar verið var að leita að fyrirtæki til að sinna verkefnum sem Efla var síðan ráðið í. Á lista um innkaup þarf að koma fram forsendur fyrir þeirri ákvörðun sem tekin er með hver innkaup, hvaða forsendur eru fyrir því að þau fyrirtæki sem hér eru valin fá verkefnið? Á hvaða grundvelli eru þau ráðin? Eins vantar upplýsingar um afslætti, magnafslætti t.d. hjá þeim fyrirtækjum sem eru að fá flestu og dýrustu verkefnin. Veitir sem dæmi Efla borginni afslátt?
Vísað til umhverfis- og skipulagssvið, fjármálaskrifstofu.- Kl. 9:57 tekur Örn Þórðarson tekur sæti á fundinum
Fundi slitið klukkan 10:10
Pawel Bartoszek Sara Björg Sigurðardóttir
Hildur Björnsdóttir