Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 58

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 18. desember kl. 10:07 var haldinn 58. fundur skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, ásamt umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur og var það 32. fundur þess. Fundurinn var haldinn í Hofi að Borgartúni 12 – 14. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Sara Björg  Sigurðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Daníel Örn Arnarsson. Auk þeirra sátu eftirtaldir fulltrúar umhverfis- og heilbrigðisráðs fundinn: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólöf Örvarsdóttir, Þórólfur Jónsson, Árný Sigurðardóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Þórólfur Jónsson, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð         Mál nr. US190026

    Lagt er fram bréf dags. 17. október 2019, frá fundi borgarstjórnar 15. október 2019 þar sem var samþykkt að Björn Gíslason taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. 
    Lagt fram

    Fylgigögn

  2. Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð 2018-2022, fundadagatal 2020         Mál nr. SN130008

    Lagt fram drög að fundadagatali skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs fyrir árið 2020.
    Lagt fram

  3. Mathallir, kynning         Mál nr. US190025

    Kynning á mathöllum.

    Anna Jóhannesdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Hermannaveiki, kynning         Mál nr. US190025

    Kynning á hermannaveiki í Reykjavík

    Rán Sturlaugsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Saga bílastæðasjóðs, Kynning         Mál nr. US190413

    ,,...jeg bið því að hestunum verði strax komið inn í portið..."

    Albert Svanur Heimisson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

  6. Árangur deilihjólaleigu, kynning         Mál nr. US190410

    Kynnt er reynslan af fyrstu vikunum eftir að deilihjólaleiga hófst í Reykjavík.

    Eyþór Máni Steinarsson frá Framúrskarandi ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Loftlagsmælir Festu, Kynning         Mál nr. US190409

    Kynnt er reiknivél fyrir kolefnisspor fyrirtækja.

    Eyþór Máni Steinarsson  frá Festu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Kolefnisreiknir OR og EFLU, Kynning         Mál nr. US190412

    Kynning frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á kolefnisreikni.

    Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá Eflu og Hólmfríður Sigurðardóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 12:14 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.
    -    Kl 12:15 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.

  9. Ljósmyndaverkefni hjá fagráðum USK, kynning         Mál nr. US190414

    Kynning á ljósmyndaverkefni hjá fagráði umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

    Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Minjasafns Reykjavíkur og Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.