Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 57

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 11. desember kl. 09:09 var haldinn 57. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Borgarlína, kynning         Mál nr. US190287

    Kynning á stöðu undirbúningsvinnu við Borgarlínu.

    Fulltrúi Verkefnastofu Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins undrast að í allri þeirri vinnu með tilheyrandi kostnaði sem lagt hefur verið í vegna svokallaðrar borgarlínu, hafi aldrei verið rætt að prufukeyra módelið. Þetta kom fram á kynningu dagsins. Þrát fyrir að talsmenn virðist ekki vita hvað fyrirbrigðið borgarlína raunverulega er, þá er ljóst að um er að ræða strætó. Þetta snýst því að stórum hluta um leiðakerfi. Fulltrúi Miðflokksins leggur til að módelið verði prufukeyrt með þeim vögnum, vegum og búnaði sem til ráðstöfunar eru í dag og telur að slíkt hljóti að teljast skynsamlegt og ábyrgt, áður en ráðist verður í hundruð milljarða verkefni. Þeir aðilar sem tala mest fyrir borgarlínu í dag, eru sömu aðilar og töluðu fyrir tilraunaverkefni um eflingu strætó og gerðu samning þar um árið 2012. Sá samingur átti að tryggja þreföldun hlutdeildar strætó í ferðum almennings, auka hlutdeildina úr 4% í 12%. Nú, 7 árum og sjö þúsund milljónum síðar blasir árangurinn við: Hlutdeild strætó 2012 4% Hlutdeild strætó 2019 4% Það var slæmt að kasta 7 milljörðum, það verður miklu verra að kasta hundruðum milljarða. Prufukeyrum módelið áður en lengra er haldið. Það er skynsemi. Það er ábyrgt.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka:

    Leiðarkerfisbreytingin sem felst í Borgarlínunni er umfangsmikil og krefst talsverðra stofnfjárfestinga, gatnakerfisbreytinga og þverana. Það er illframkvæmanlegt að “prufukeyra” hana á núverandi vegakerfi. Skynsamlegri er sú nálgun sem lögð er til, að ráðast í breytingar í áföngum eftir því sem verkinu miðar áfram. Borgarlína er svokallað BRT-kerfi, hraðvagnakerfi. Við, talsmenn Borgarlínu, áttum okkur ágætlega á þessu og höfum gert í þó nokkurn tíma. Slíkt kerfi hefur verið í notkun með góðum árangri í fjölmörgum borgum. Auðvelt er að kynna sér allt sem viðkemur Borgarlínunni á heimsíðu samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins. Dylgjur um skort á þekkingu eru staðlausir stafir.

    (A) Skipulagsmál

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2019.

    Fylgigögn

  3. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190537
    570169-3009 Skurn ehf., Vallá, 162
    500215-1000 TAG teiknistofa ehf., Flétturima 5, 112 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 10. september 2019 ásamt bréfi dags. 10. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að bæta við nýjum byggingarreit (reitur F) á landið fyrir starfsmannahús og auka nýtingarhlutfall, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 10. september 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Bergstaðastræti 10C, breyting á deiliskipulagi     (01.180.21)    Mál nr. SN190286
    010372-3569 Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
    270467-2969 Helga Völundardóttir, Bergstaðastræti 10C, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 10. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 10C við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst leiðrétting og breyting á lóðarmörkum og gerð byggingarreits fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og skúrs á baklóðinni, samkvæmt uppdrætti Magnúsar Jenssonar dags. 19. nóvember 2015. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Bergstaðastræti 12 mótt. 4. desember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. júlí 2019. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Margrét Þormar verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Engjasel 52-68, nr. 56 - bílastæði á lóð     (04.94)    Mál nr. SN190704
    280988-3599 Regína Sigurðardóttir, Ásakór 1, 203 Kópavogur

    Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur dags. 25. nóvember 2019 ásamt bréfi ódags. varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis, Fálkahóll norðurhluti, vegna lóðarinnar nr. 52-56 við Engjasel. Í breytingunni felst að heimilt er að veita sérafnotarétt fyrir eitt bílastæði í sameignargarði/á sameiginlegu torgi innan einkanot á hluta lóðar nr. 56 við Engjasel. Við sölu á íbúð fellur kvöðin niður, samkvæmt tilllögu dags. 6. desember 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Koparslétta 6-8, breyting á deiliskipulagi     (04.533.8)    Mál nr. SN190708
    681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík
    700402-7890 Malbikunarstöðin ehf., Spóahöfða 18, 270 Mosfellsbær

    Lögð fram umsókn VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 27. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að heimilt er að starfrækja malbikunarstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 29. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Pawel Bartoszek víkur af fundi undir þessum lið.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1045 frá 19. nóvember 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1046 frá 26. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  8. Fjólugata 19, Breytingar inni og úti - fjölgun eigna     (01.185.513)    Mál nr. BN055935
    060658-5019 Guðjón Ingi Árnason, Fjólugata 19, 101 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir þremur íbúðum að Fjólugötu 19, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr, breyta aðkomutröppum, stækka og sameina svalir á 2. hæð, fjarlægja skorstein og endurnýja þak. Einnig er sótt um leyfi til að hækka þak og koma fyrir sorpgeymslu á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Einnig eru lagðar fram teikningar dags. 15. mars 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 9. apríl 2019 til og með 7. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Flosi Kristjánsson, Björn Þorsteinsson og Ragna Þórhallsdóttir dags. 25. apríl 2019, Auður Geirsdóttir f.h. norska sendiráðsins dags. 7. maí 2019 og Stefán Haraldsson dags. 7. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 6. desember 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2019. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Hörgshlíð 10, Forsteypt bílageymsla     (01.730.105)    Mál nr. BN054953
    280181-3909 Torfi G Yngvason, Hörgshlíð 10, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu með forsteyptum sökklum og samlokuveggjum ásamt geymslu og snyrtingu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir Al-hönnunar ehf. dags. 15. júní 2019 og skuggavarpsuppdrættir dags. 16. júlí 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 15. ágúst 2019 til og með 12. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. húsfélags Hörgshlíð 8 dags. 12. september 2019 og Auður Inga Ingvarsdóttir og Ingólfur Björnsson f.h. þinglýstra eigenda að Hörgshlíð 8 íbúð 201 dags. 12. september 2019. Erindið er lagt fram að nýju ásamt lagfærðum aðaluppdrætti, uppfærð afstöðumynd, dags. 16. september 2019 mótt. 31. október 2019 og skuggavarpsuppdrætti, núverandi ástand, dags. 4. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2019. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Ránargata 8A, málskot     (01.136.0)    Mál nr. SN190686
    030354-2309 Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8A, 101 Reykjavík

    Lagt er fram málskot Þuríðar Ólafíu Hjálmtýsdóttur og Jon Olav Fivelstad dags. 13. nóvember 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2019 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 8A við Ránargötu í 6 íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.
    Frestað. 

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  11. Miðbakki austan við Geirsgötu 11, bann við því að leggja         Mál nr. US190405

    Lagt fram bréf samgöngustjóra frá dags. 13. nóvember 2019 þar sem beðið er um að ósk Faxaflóahafna er lagt til að sett verði bann við því að leggja við vesturkant Miðbakka austan við Geirsgötu 11. Bannið verður merkt með viðeigandi umferðarmerki.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Hér er ein birtingarmyndin af bílastæðavanda á þessu svæði. Flokkur fólksins skilur vel að ekki er hægt að leyfa að leggja bílum þar sem hætta skapast eins og lýst er hér við vesturkant Miðbakka austan við Geirsgötu 11. Hins vegar er það óskiljanlegt af hverju ekki má leyfa að lagt sé á Miðbakkanum yfir vetrartímann. Markaður er þar á sumrin en ekkert er þar á vetrum. Eftir að útibílastæðum var fækkað þá hafa heimsóknir íslendinga í miðborgina fækkað. Þetta sést best þegar horft er á fækkun heimsókna í Kolaportið. Flokkur fólksins hefur lagt til að leyft verði að leggja bílastæðum á Miðbakkanum yfir vetrartímann. Hugsa þarf þessa hluti alla í heildarsamhengi. Haldi útistæðum áfram að fækka í miðborginni og gjaldið á þeim fáu sem eftir eru að hækka mun stór hópur íslendinga einfaldlega hætta að heimsækja bæinn. Miðborgin er þá orðinn aðeins fyrir ferðamenn. Kolaportið, sá einstaki markaður mun að lokum gefast upp. Það er enginn markaður án fólks. Fækkun má rekja beint til erfiðleika að fá stæði í kringum Kolaportið. Bílastæðahús eru vissulega til staðar. Fjölmargir eldri borgarar treysta sér ekki í bílastæðahús. Fyrirkomulagið með slána og greiðslukerfið er meðal þess sem vekur óöryggi og enga aðstoð er þar að fá.

    Fylgigögn

  12. Götu- og torgsala, samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík (USK2015050004)         Mál nr. US140238

    Lögð fram endurskoðuð samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík, dags. 10. desember 2019. 
    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs.

    Jóhann S. Dahl Christiansen verkefnastjóri og Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Nauthólsvegur hliðargata, gangbraut milli flugturns og flugstjórnarmiðstöðvar         Mál nr. US190406

    Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 5. desember 2019 að ósk Isavia um að lagt til að gerð verði gangbraut milli flugturns og flugstjórnarmiðstöðvar á hliðargötu Nauthólsvegar. Gangbrautin sé merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingum.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  14. Fyrirspurn frá fulltrúa Viðreisnar, vegna tekjur af torgsölu 2018-2019.         Mál nr. US190314

    Lagt er fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands dags. 9. desember 2019 vegna fyrirspurnar frá fulltrúa Viðreisnar; Hverjar hafa verið tekjur vegna leyfa fyrir torgsölu, leigu á dagsölusvæðum o.þ.h. á árinu 2018 og það sem af er árinu 2019. Hver hefur nýting svæðanna verið, skipt eftir svæðum.

    Fylgigögn

  15. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í nóvember 2019.

    Fylgigögn

  16. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla         Mál nr. US190356

    Í þeim tilgangi að auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar er skipulagsfulltrúa falið að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hverfisins sem miða að því að fjölga íbúum og þétta byggð. Gert verði ráð fyrir því að önnur þjónusta og verslun fái einnig tækifæri til að þróast innan hins nýja skipulags. Sérstök áhersla verði lögð á að nýjar íbúðir henti vel ungum barnafjölskyldum og fyrstu kaupendum. Áform meirihluta borgarstjórnar um að loka Korpuskóla munu draga úr lífsgæðum fjölskyldna sem búa í Staðahverfi og hafa áhrif á áhuga fólks á að flytja í hverfið. Það er því mikilvægt að flýta skipulagsgerðinni sem kostur er og leggja drög að skipulagsbreytingum fyrir ráðið og íbúa hverfisins hið allra fyrsta. Tillögunni fylgir greinargerð.
    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. desember 2019.
    Tillaga felld með fjórum atkvæðu fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 leiðir í ljós að þétting íbúðarbyggðar innan borgarmarkanna er nauðsynleg og að hún er víða möguleg. Þróunarreitir sem nú þegar hafa verið kortlagðir gætu jafnvel mætt íbúðarþörf fram til ársins 2050. Mikilvægt er að uppbyggingarsvæðum sé forgangsraðað markvisst. Það er forgangsverkefni að skapa sjálfbærari borg með því að þétta byggðina nálægt fyrirhugaðri Borgarlínu og við öfluga atvinnukjarna. Ekki er gert ráð fyrir Borgarlínu inn í hverfið fyrr en 2030. Þar er heldur ekki öflugur atvinnukjarnii. Við teljum ekki tímabært að flýta skipulagsgerð og tillagan er því felld á þeim grundvelli.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrú Miðflokksins bóka: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja flýta uppbyggingu og auka sjálfbærni Staðahverfis eins og boðað hafði verið gagnvart íbúum. Sú röksemd að almenningssamgöngur séu ekki nægjanlega góðar er sérkennileg á sama tíma og borgin hefur staðfest að ráðast þurfi í bættar almenningssamgöngur vegna lokunar Korpuskóla. Þá liggur fyrir að Strætó BS er að vinna breytingar á leiðakerfi sínu og því ágætur tímapunktur að bæta það núna. Þá myndi þétting byggðar á svæðinu styrkja grundvöll skólastarfs í hverfinu á ný. 

    Fylgigögn

  17. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins úr borgarráði, umbætur á svæði Geirsgötu og Kalkofnsvegar móts við Hörpu (USK2019120012)         Mál nr. US190402

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. desember 2019 þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins frá fundi borgarráðs 28. nóvember 2019 um umbætur á svæði Geirsgötu og Kalkofnsvegar móts við Hörpu send skipulags- og samgönguráði til meðferðar.
    Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það er ábyrgðarleysi ef skipulagsyfirvöld í borginni ætla ekki að taka á þeim umferðarvanda sem er í miðborginni. Ekki gengur að stinga hausnum í sandinn. Umferðartafir eru komnar upp í kok á borgarbúum og borgaryfirvöld reyna að láta sem ekkert sé. Haldi sem horfi á þetta eftir að stórskaða miðborgina og fólk einungis að mæta á svæðið sé það tilneytt. Tillögur Flokks fólksins sem hér eru lagðar fram eru til að bæta það sem hægt er að bæta og þá er fyrst að nefna að leiðrétta ljós og gangbrautarljós. Sú staðreynd að rauð ljós loga á gangbraut þótt enginn sé að fara yfir er ekki til að bæta útblástursvanda. Skipulagsyfirvöld eru sífellt að kvarta yfir bílum og bílamengun en gera svo ekkert til að draga úr slíku öðruvísi en að vilja banna öll ökutæki í bæinn. Það er afleitt að bílar bíði í röðum eftir að taka af stað þegar engin ástæða er til? Því hefur verið fleygt fram að skipulagsyfirvöld í borginni skapi þennan vanda að ásettu ráði svo hægt sé að draga upp en svartari mynd af „bílnum í miðborginni“. Það eru hæg heimatökin þegar kemur að skynsamlegum lausnum eins og tímastillingar ljós og hægri beygjuslaufur eins og t.d. fram hjá ljósunum af Kalkofnsvegi inn á Geirsgötu. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Til þess að skapa mannvæna borg og styrkja fjölbreytta ferðamáta er grundvallaratriði að gera gangandi og hjólandi hátt undir höfði. Tillögur Flokks fólksins miða flestar af því sama, að auka "flæði" bílaumferðar á kostnað gangangi og hjólandi. Við erum ósammála þeirri hugmyndafræði.

    Fylgigögn

  18. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins úr borgarráði, að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu (USK2019120013)         Mál nr. US190403

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. desember 2019 þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins frá fundi borgarráðs 28. nóvember 2019 um að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu var sent til skipulags- og samgönguráðs til meðferðar.
    Tillaga felld með fjórum atkvæðu fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það er ábyrgðarleysi ef skipulagsyfirvöld í borginni ætla ekki að taka á þeim umferðarvanda sem er í miðborginni. Ekki gengur að stinga hausnum í sandinn. Umferðartafir eru komnar upp í kok á borgarbúum og borgaryfirvöld reyna að láta sem ekkert sé. Haldi sem horfi á þetta eftir að stórskaða miðborgina og fólk einungis að mæta á svæðið sé það tilneytt. Tillögur Flokks fólksins sem hér eru lagðar fram eru til að bæta það sem hægt er að bæta og þá er fyrst að nefna að leiðrétta ljós og gangbrautarljós. Sú staðreynd að rauð ljós loga á gangbraut þótt enginn sé að fara yfir er ekki til að bæta útblástursvanda. Skipulagsyfirvöld eru sífellt að kvarta yfir bílum og bílamengun en gera svo ekkert til að draga úr slíku öðruvísi en að vilja banna öll ökutæki í bæinn. Það er afleitt að bílar bíði í röðum eftir að taka af stað þegar engin ástæða er til? Því hefur verið fleygt fram að skipulagsyfirvöld í borginni skapi þennan vanda að ásettu ráði svo hægt sé að draga upp en svartari mynd af „bílnum í miðborginni“. Það eru hæg heimatökin þegar kemur að skynsamlegum lausnum eins og tímastillingar ljós og hægri beygjuslaufur eins og t.d. fram hjá ljósunum af Kalkofnsvegi inn á Geirsgötu. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Til þess að skapa mannvæna borg og styrkja fjölbreytta ferðamáta er grundvallaratriði að gera gangandi og hjólandi hátt undir höfði. Tillögur Flokks fólksins miða flestar af því sama, að auka "flæði" bílaumferðar á kostnað gangangi og hjólandi. Við erum ósammála þeirri hugmyndafræði. Ljósin sem um ræðir eru í dag ekki gönguljós heldur ætluð til að stýra umferð inn í byggingargrunn vegna framkvæmda á svæðinu.

    Fylgigögn

  19. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um bætt umferðarflæði í borginni með betri ljósastýringu og fráreinum án ljósa við hægri beygju (USK2019120014)         Mál nr. US190404

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. desember 2019 þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins frá fundi borgarráðs 28. nóvember 2019 um bætt umferðarflæði í borginni með betri ljósastýringu og fráreinum án ljósa við hægri beygju var sent til skipulags- og samgönguráðs til meðferðar.
    Tillaga felld með fjórum atkvæðu fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það kemur á óvart að skipulagsyfirvöld sjái ekki hvernig gönguljós sem loga þótt enginn sé að fara yfir telur umferð og eykur á mengun. Ljósastýring á þessu svæði er öll í ólestri, ekkert samhengi er milli þeirra og þess vegna er endalaus umferðarteppa á þessu svæði. Ein af gönguþverunum þarna er með ljósastýringu og eru gönguljósin stillt á tíma þannig að rautt ljós kemur á umferðina með reglulegu þéttu millibili án þess að nokkur gangandi maður ýti á takkann, auk þess að þverunin er lokuð. Hér skortir alla heilbrigða skynsemi og spurt er hvort þetta sé gert af ásetningi, til að stöðva akandi umferð að óþörfu. Engin hefur farið varhluta af andúð skipulagsyfirvalda borgarinnar og formanns skipulagsráðs hvað helst gegn heimilisbíl fólks og skilaboðin að akandi fólk er ekki velkomið í bæinn eru ítrekað send út. Með þessu áframhaldi munu fleiri verslunar- og rekstraraðilar skaðast og ef ekki verður úr bætt mun þeim fækka enn meira öðrum en þeim sem ferðamanna halda gangandi.
     
    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: 

    Sérstakar hægrifráreinar láta ökumönnun vissulega líða vel með þeim afleiðingum að hraði bílumferðar eykst. Þær auka hins vegar ekki öryggi gangandi vegfarenda, þvert á móti, skapa þau hættu, sérstaklega fyrir hjólreiðafólk. Þess utan taka þær mikið pláss. Til eru aðrar miklu betri lausnir á því vandamáli að láta bíla beygja til hægri heldur en að taka verðmæt svæði undir viðbótarakbrautir.

  20. Freyjubrunnur 23, kæra 120/2019     (02.695.4)    Mál nr. SN190721
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis (gefið út 30. október 2019) vegna framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Freyjubrunn. 
    Vísað til umsagnar umhvefis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Fulltrúi Miðflokksins hefur á fyrri stigum bókað athugasemdir vegna framgöngu borgarinnar í þessu máli. Ljóst er að mistök voru gerð við útgáfu byggingaleyfis á sínum tíma og á það var bent af íbúum. Mistök eru partur af lífinu, hvernig unnið er úr þeim skiptir öllu máli. Rétt viðbrögð hefðu verið að draga til baka áður útgefið byggingarleyfi,harma mistökin og láta gildandi deiliskipulag halda sér. Þannig hefði mátt lágmarka skaða byggingaraðila og virða um leið athugasemdir íbúa. Það var ekki gert og er það miður. Nú lítur út fyrir að mál þetta fái þann leiða enda að íbúar sitji eftir með skert gæði og byggingaraðili með stórfelldan kostnað vegna tafa, kostnað sem borgin verður mögulega krafin um.

    Fylgigögn

  21. Haukdælabraut 106, kæra 122/2019     (05.113.5)    Mál nr. SN190726
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2019 varðandi byggingu steinsteypts einbýlishús á pöllum með innbyggðri bílgeymslu og inngarði á lóð nr. 106 við Haukdælabraut.
    Vísað til umsagnar umhvefis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra.

    Fylgigögn

  22. Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi     (01.184.0)    Mál nr. SN190048
    260388-2319 Árni Guðjónsson, Grundarstígur 7, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreitur, vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg.

    Fylgigögn

  23. Háaleitisbraut 1, nýtt deiliskipulag     (01.252.1)    Mál nr. SN170454
    570269-1439 Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Háaleitisbraut.

    Fylgigögn

  24. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN190437
    520716-0920 Starmýri 2A ehf., Viðarrima 33, 112 Reykjavík
    680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Safamýrar/Álftamýri vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri.

    Fylgigögn

  25. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
    640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við deiliskipulag Furugerðis 23.

    Fylgigögn

  26. Tillaga frá Flokki fólksins í Skipulags og samgönguráði, Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar         Mál nr. US190407

    Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar, n.t.t.. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum betra aðgengi að miðbænum. Menningarstarfsemi borgarinnar er að mestu leiti í miðbænum. Þar má finna menningarstofnanir þjóðarinnar, sögufrægar byggingar, helstu söfn og Þjóðleikhúsið. Á undanförnum árum hefur aðgengi að miðbænum verið takmarkað með ýmsum hætti. Ítrekaðar framkvæmdir valda töfum og lokunum. Þá er sífellt verið að breyta akstursstefnum og gatnamótum á götum sem hafa staðið óbreyttar í áratugi og þeim vinsælustu jafnvel breytt í göngugötur. Þá hefur bílastæðum utandyra fækkað verulega í miðbænum og borgin hefur tekið í notkun meingallaðar gjaldstöðvar. Öll þessi atriði gera fólki erfiðara fyrri vilji það halda niður í miðbæ og njóta þess sem hann hefur uppá að bjóða. Sérstaklega bitnar þetta á eldri borgurum sem eiga erfiðara með að ganga langar leiðir frá bílastæðum, venjast breyttum akstursleiðum og læra á flókna gjaldmæla. Lagt er til að borgin gefi út sérstakt bílastæðakort sem allir eldri borgarar eigi rétt á. Það kort veiti þeim aðgang að bílastæðahúsum borgarinnar án endurgjalds um helgar, n.t,t. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Þannig mætti auðvelda aðgengi eldri borgara að miðbænum og menningu hans.

  27. Skúlagata 26, 17 hæða hótel 195 herbergi og 3 - 6 hæð fjölbýlishús með 31 íbúðum     (01.154.302)    Mál nr. BN055071
    531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

    Kynnt er framvinda á vinnu við Skúlagötu 26, 17 hæða hótel með 195 herbergi og 3 - 6 hæð fjölbýlishús með 31 íbúðum.

    -    Kl. 12:07 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

    Fulltrúar Rauðsvíkur Sturla Geirsson, Atli Kristjánsson og fulltrúi frá Kettle Collective Tony Kettle taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir